Tíminn - 09.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.10.1970, Blaðsíða 3
V' ' i I ;• ! | I ' '■ r r | [ I í f ' • f i ; r ■ f ' ! r f r' • cv "> ’ , 1 f • I f 1 f :• !’ f f • 1 r ! i I I " n ■■ r ■ ‘ I l ( 1 ! ! 1' ! ' I ' ! 1 ' " " r 1 ' .. * FÖSTUDAGUR 9. október 1970. TIMINN 3 Alexander Solsjenitsyn gaf fyrstu bók sína út árið 1962 — ,Dagur í lífi Ivan Denisovitsj“ — og er rithöfundarferiil hans því a'ðeins átta ára langur. Hann varð hins vegar heims- frægur fyrir þessa fyr-stu bók sína, sem m.a. hefur verið gef- in út á íslenzku á vegum Al- menna bókafélagsins í þýðingu Steingríms Sigurðssonar, blaða- manns. Aðrar veigamestu bækur hans hafa hins vegar ekki verið gefnar út í Sovét- ríkjunum sjálfum, heldur að- eins á Vesturlöndum. Samt er það álit margra bókmennta- manna, bæði innan Sovétríkj- anna og utan, að Solsjenitsyn sé mesti ritliöfundur þess lands frá því Tolstoy og Dostójevskí gerðu garðinn frægan. Bækur hans era mjög sterk og óvægin þjóðfélagsgagnrýni, en það er fyrst og fremst vegna þess, hversu honum tekst að lýsa örlögum einstak- lingsins í hinni sálarlausu vél einræðisþjóðfélagsins, að hann er talinn einn af mestu rithöf- undum síns lands — eða, með orðum Jevgení Jevtusjenkós, „eini núlifandi, sígildi rithöf- undur Sovétríkjanna“. Ýmsir Alexarider Solsjenitsyn Fyrsta skáldverk Solsjentsyns kom úti 1962: Varð heimsfrægur af fyrstu bók sinni bómenntagagnrýnendur á Vest- urlöndum hafa nefnt hann „DostójevsM vorra tíma“. AF VfGVELLINUM f ÞRÆLKUNARBÚÐIR Solsjenitsyn er 51 árs að aldri, fæddur 11. desember 1018 í Kislovodsk í Suður-Rúss landi. Faðir hans féll í fyrri heimsstyrjöldinni, áður en Al- exander fæddist, og móðir hans fluttist til iðnaðarborgar- innar Rostov, þar sem Solsjenit syn ólst ttpp. Hann gekk mennta vegiun og lagði stund á stærð- fræði og eðlisfræði í háskólan- um í Rostov, en jafnframt lærði hann bókmenntir í bréfa- skóla Moskvu-háskólans. Árið 1941 lauk Solsjenitsyn prófi frá háskólanum og starf- aði þá um nokkurra mánaða skeið sem kennari í stærð- fræði við annan skó'a í Rostov. En í júní það ár gerðu Þjóð- verjar innrás í Sovétríkin, og Solsjenitsyn var kallaður í her- inn. Til að byrja með var hann óbreyttur hermaður í stórskota liðssveit ,en hækkaði brátt í tign og varð kapteinn. Hann tók m.a. þátt í orustuani um Leningrad, hinum þekkta Kursk-Orel bardaga og sókn Rauða hersins um Hvíta-Rúss- land. Enda var hann sæmdur heiðursmerkjum, þar á meðal orðu föðurlandsstríðsins, eins og Sovétmenn nefndu barátt- una við nazista í síðari heims- styrjöld, og orðu Rauðu stjörn unnar. í janúarlok 1945 tók hann þátt í bardaganum um Königs- berg, en er bardaginn stöð sem hæst var hann kallaður fyrir yfirmann sinn. sem skipaði honum að afhenda vopn stn. Tveir sendimenn sovézku leyni lögreglunnar handtóku Sol- sjenitsyn þar á staðnum og fóru með hann til Moskvu, þar sem hann var dæmdur til átta ára frelsissviptingar. Ástæðan var sú. að i bréfi til vinarisíns fyrr það árið hafði hann gagn- rýnt Jósef Stalín sem herstjórn anda. ÖMURLEG LÍFSREYNSLA SEM GRUNDVÖLLUR SKÁLDVERKA Solsjenitsyn starfaði fyrst sem byggingarverkamaður í Moskvu í eitt ár, en síðan í fjögur ár á rannsóknarstofn- un, þar sem dæmdir visinda- menn vorj látnir vinna. Loks var hann fluttur í vinnubúðir í Kasakstan í Mið-Asiu og vann þar í þrjú ár. Lífsreynsla hans þessi árin er grundvöllur tveggja skáld- sagna hans, sem mesta athygli og aðdáun hafa vakið — ,,Dag- ur í lífi Ivan Denisovits" og „Fyrsti hringurinn". Undir lok dvalar sinnar í vinnu'búðunum, varð Solsjenit- syn veikur, og læknar, sem rannsökuðu hann, komust að þeirri niðurstöðu, að hann væri með krabbamein, en sögðu honum samt ekki frá því. Árið 1953 slapp hann svo úr vinnubúðunum, en var jafn- framt dæmdur til eilífðar út- legðar frá hinum evrópska hluta landsins. Tilviljun réð því, að honum var sleppt úr haldi 5. marz sama ár, þegar tilkynnt var um allt landið að harðstjórinn Stalín væri látinn. Solsjenitsyn settist þá að í þorpi í Mið-Asíu og kenndi þar stærðfræði. Hann varð hins vegar brátt veikur á ný, og fékk þá leyfi lögreglunnar til þess að fara inn á sérstakt sjúkrahús fyrir krabbameins- sjúklinga í Tasjkent. Þá var hann nær dauða en lífi, en læknunum tókst samt sem áður að bjarga lífi hans með geisla- lækningum. Um þessa reynslu sína hefur Solsjentysyn m.a. ritað hina þekktu skáldsögu sína ,,Krabbadeildin“ LEITAÐ LEYFIS HJÁ KRÚSTJOFF Árið 1956 fiutti Nikita Krúst joff sína frægu í-æðu um alæpi Stalins, og ári síðar kemur Sol- sjenitsyn fyrir rétt, þar sem dómurinn yfir honum árið 1945 er lýstur ógildur og er hann þar með frjáls maður. Hann flyzt þá vestur á bóginn til Rjasan, þar sem hann tók enn upp kennslustbrf og kenndi stærðfræði. Jafnframt hóf hann ritstörf fyrir alvöru og árið 1962 kem- ur lýsing hans á dvölinni í vinnubúðunum fyrir almenn- ingssjónir í Sovétríkjunum með útgáfu á verkinu „Dagur í lífi Ivan Denisovits“. Það gekk þó ekki átakalaust. Alexander Tvardovskí, sem þá var aðalritsj. tímaritsins Nový Mír, náði í handritið af bókinni og lagði það fyrir Krústjoff til úrskurðar. Krúst- joff samþykkti, að bókin skyldi gefin út, eftir að hafa rætt það mál við ýmsa aðra æðstu ráðamenn Sovétríkjanna á þeim tíma. Sagan birtist í nóvember- hefti Nový Mír og kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Sols- jenitsyn varð á svipstundu heimsfrægur, og fjöldi er- lendra og innlendra rithöf- unda hylltrj hann sem skáld- snilling. Solsjenitsyn var þá 44 ára að aldri. REKINN ÚR RITHÖFUNDA- SAMTÖKUNUM NOKKRUM ÁRUM SÍÐAR En Solsjenitsyn átti eftir að verða íhaldssömum ráðamönn- um í Sovétríkjunum erfiður. Eftir því sem fleiri vei-k hans voru gefin út, magnaðist and- staðan gegn honum þar í landi. Leikrit eftir hann, sem tekið var til sýningar í leikhúsi í Moskvu, var bannað. Einnig var bönnuð útgáfan á fyrsta bind- tnu af „Krabbadeildinni". Loks gerði lögreglan hús- rannsókn hjá Solsjenitsyn og tók í sína vörzlu handritið af „Fj-rsta hringnum“ og öll önn ur einkaskjöl rithöfundarins. Þar með var ljóst, að opin- berir aðilar í Sovétríkjunum höfðu endanlega sagt Solsjenit- syn stríð á hendur. Þvi var það. að eftir þessa atburði, eða 1966, ritaði hann bréf ti! Þings sovézkra rithöfunda. Þetta bréf vakti gtfurlega athvgli og hat- rammar deilur, sem enduðu með bví i-ð Solsjenitsjn var rek Framhald á bls 2 Aðalfundur Byggingafélags verkamanna: isráðið að leggja byggingafélögin niður Aðalfundur Byggingafélags verka manna í Reykjavík var haldinn laugardaginn 3. október s. 1. Tómas Vigfússon fomiaður félags ins flutti skýrslu um slörf og framkvæmdir félagsins og Sigurð ur Kristinsson skrifstofustjóri las upp endurskoðaða reikninga ár- anna 1968 og 1969. í skýrslu formanns kom það meðal annars fram, að félagið hefur frá því i júnímánuði 1967 byggt 72 íbúðir í fjölbýlishúsum í Fossvogshveiríi, þar af 36 við Hörðaland 14—24 og var flutt í þær íbúðir sumarið 1969. Síðan hafa verið byggðar 36 íbúðir við Kelduland 11—21 og er smíði þeirra nú svo langt komin, að út- hlutun íbúðanna til kaupenda stendur yfir um þessar mundir. Þetta er 15. byggingarflokkur fé- lagsins, en ails hafa nú verið bysgðar 526 íbúðir á vegum þess. í bjrjun janúar s. 1. sótti stjórn byggingafélagsins um nýjar lóðir og fékk með bréfi borgarstjóra 28. janúar úthlutað lóðum fyrir fjögur sambýlishús við Snæland 1—7. Gengið var frá teikningum þessara húsa og gert ráð fyrir Umferðarslys OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Áttræður maður slasaðist mikið, er hiann varð fyrir bíl á Snorra- braut í dag. Var maöurinn á leið yfir Snorra- braut norðan Hverfisgötu. Bill, séiri var á leið norður Snorrabraut, ók á manninn, sem kastaðist nokkra metra og missti meðvitund um stund. Var hann fluttur á S.ýsavarðstofuna og talinn mikið meiddur, en verið var að rannsaka mei'ðsl hans í kvöld. 20 íbúðum, tveggja, þriggja og fjögunra herbergja. En áður en lengra var haldið gerðist það, að samþykkt voru á Alþingi lög, sem gera ráð fyrir því, að framkvæmdir á vegum byggingafélaga verkamanna verði lagðar niður, en starfsemi þeirra lögð til Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Samkvæmt hinum nýju lögum, sem staðfest voru 12. maí s. 1. skulu stjórnir byggingarfélGga verkamanna þó ljúka þeim fram kvæmdum, sem hafnar voru og lán höfðu verið \4eitt til áður en lög þessi öðluðust gildi. f samræmi við þetta var stjórn Byggingafélags verkamanna í Framhald á bls. 10 Laufið roðnar af næturfrosti en ekki mengun KJ—Reykjavík, fimmtudag. í haust hafa athugulir ferðalang- ar og bændur tekið eftir því, hve skógarkjarrið vestan í rótum Hek.'u er óvenju rautt. Voru uppi um það getgátur, að flúor frá gosinu hefði valdið þessu, en samkvæmt því, sem Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri, sagði Tímanum í dag, kemur það stundum fyrir, a)S birki laufið verður rautt á haustin, en ekki gult og rautt, eins og algeng- ast er. Ástæðan fyrir þessum rauða lit er sú, að áðúr en laufið tekur að fölna, koma næturfrost, sem hafa þessar afleiðingar í för meö sér. Er mjög faL'egt að sjá birki- kjarrið tilsýndar, sem er eins og hárauðir blettir í landslaginu, og ber mikið á þessu úr fjarlægð. Gaman gaman í HEKLUPEYSU úr dralori

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.