Tíminn - 09.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.10.1970, Blaðsíða 6
6 TIMINN__________ FÖSTUDAGUR 9. október 1970. VETTVAMGUR FYRIR HVERJU BERJUMST VID Upphaf stjórnmálaályktunar þings SUF á Hallormsstað hefst á þessum orðum: „Að íslenzka þjóðin haldi fullu forræði yfir landi sínu, mcnningu og atvinnu- vegum“. Þa'ð hefði þótt cinkennilegt fyrir örfáum árum að ungir stjómmálamenn þyrftu að leggja sérstaka áherzlu á ofangreinda málsgrein og gera hana að megin- markmiði í stjórnmálabaráttu sinni, svo sjálfsögð hefði hún þótt. Það er ömurlcgt til þess að vita, að oddvitar þjóðarinnar á við- reisnartímanum, málgögn þeirra, minni spámenn í stjómarflokkun- um og síðast en ekki sízt hinn nýi embættismannaaðall, hefur tekið að dýrka erlend auðvalds- skurðgoð. f stað markvissrar for- ystu hins opinbera um uppbygg- ingu atvinnulífsins hefur allt verið látið reka á reiðanum. Einu úrræðin sem þessir nýju herrar hafa fundið til að „breikka grund völl atvinnulífsins“ em í faðmi erlendra drottnara. Skrautblómin í hnappagati viðreisnarinnar era Hér á síðunni birtast myndir af Þingfulltrúum á SUF-þinginu að HallormsstaS úr þremur kjördæmum, og juntalsverð afrek sem unnizt hafa þá birzt myndir af öllum þingfulltrúunum í Vett/angi æskunnar. Hér aS ofan eru Þingfuiltrúar úr þafa f íslenzku atvinnulífi. Ekk- Reykjavik, sem voru fjölmennastir á Þinginu. A3 neðan eru fuiltrúar úr Vesturlandskjördæmi og neSst þing- ert það í mennta- eða menmingar- fuiitrúar Reykjaneskjördæmis á SUF-þinginu. (Tímamynd — Kári) málum þjóðarinnar sem hægt sé að hampa, aðeins álbræðslan, kísil gúr og inngangan í Efta. Þetta sýnir ljósar en nokkuð annað að valdhafar okkar era uppgefnir við að leysa hlutina sjálfir. Og allan viðreisnartímann hefur eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar, landhelgismálið, verið lagt á hilluna. Tízkuorð hinna nýju álherra eru: Við megum ekki einangrast, við verðum að vera með, við get- um ekki staðið utanvið. Trúarjátn- ingin: Vér trúum á álið og al- máttuga stóriðju, sem hingað er komin til að frelsa oss frá annars flokks atvinnuvegum. Þannig hljóða hin heilögu orð, sem frá- farandi kirkjumálará'ðherra hefur tónað við öll möguleg og ómögu- leg tækifæri. Getur verið að þjóðin sé búin að gleyma hvernig samskiptum hennar við erlenda kúgara og verzl unarauðvald var háttað? Er enn hægt að glepja með fingurgulli og glóandi víni á skál? Ungir Framsóknarmenn treysta því að forystumenn Framsóknar- flokksins muni halda fast við þá bamatrú, sem brautryðjendur fé- lagshyggju og samvinnustefnu ólu I brjósti. Við treystum því að ungir Framsóknarmenn sem eldri geti einhuga sameinazt um sjálf- stæði þjóðarinnar, sem er öðram meira: „að íslenzka þjóðin haldi fullu forræði yfir landi sínu, menningu og atvinnuvegum". B.Ó. Til FUF-félaga Nú þegar aðalfundur hinna ýmsu FUF-félaga hefjast, ásamt margháttaðri félagsstarfsemi fé- laganna, era það vinsamleg tiÞ mæli til forystumanna félaganna, að þeir sendi SUF-síðunni fréttir af aðalfundum og fyrirhuguðu starfi. Sömuleiðis verða þær sam- þykktir, sem gerðar kunna að vera á aðalfundum birtar á siðunni ef óskað er. Eru rokkarnir þagnaðir? Eftir þá samþykkt, sem fundur SUF ger8i fyrir rúmri viku, um afturhald allra flokka, hefur hvorki heyrzt hósti né stuna frá Morgunblaðinu um unga Framsóknar- menn, né framagirnd þeirra. Því verður þó vart trúað, að þessi fundarsamþykkt hafi orðið til þess að þeir Morgunblaðsmenn hafi misst málið. heldur líklegra að þeir séu aðeins að búa sig betur undir *iæstu árás á þessa ósvífnu Framsóknarpilta og hálfkomma. Eða getur það verið að álráðherrarnir telji að glerhöll ihaldsblaðs- ins geti hrunið ef einhver kastar fram hugrenningum um valdabaráttu og framagirnd í öðrum flokkum? Eru áróðursrokkar íhaldsins þagnaðir? B. Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.