Tíminn - 22.10.1970, Síða 2

Tíminn - 22.10.1970, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. október 197«. TIMINN Háskólahátíð á laugardag 30 stúdentar Ijúka prófi Síðan í júnimánuði sl. hafa verið fluttar á þessum bíl og vagni um 11 þúsund sildartunnur frá Dagverðareyri við Eyjafjörð til Reykjavíkur og söltunarstöðva á Suðurnesjum. Tunnurnar eru smíðaðar í tunnuverksmiðj- unni á Akureyri og eru flutningarnir á vegum Sildarútvegsnefndar. Eigandi flutningatækisins er Baldur Karls- son. 'Hann flytur 490 tunnur í hverri ferð og hafa þessir flutningar gengið vel. Eitt ber þó að varast, þegar ekið er með slíkt háfermi; að aka ekki með tunnufarm sé veðurhæðin sex stig eða meira. (Tímamynd G.E.) HEILDARAFLI SUMARVERTÍÐAR VESTFJARÐABÁTA 19.391 LEST Háskólahátíð verður haldin fyrsta vetrardag, laugardag 24. okt., kl. 2 e. h. í Háskólabíói. Þar leikur strengjahljómsveit undir forustu Björns Ólafssonar. Háskólarektor, prófessor Magnús Már Hárusson flytur ræðu. Stúd entakórinn syngur undir stjórn Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Háskólarektoir ávarpar nýstúd- enta, og veita þeir viðtöku há skólaborgarabréfum. Einn úr hópi nýstúdenta flytur stutt ávarp. Foreldrar nýstúdenta eiru velkomn ir á háskólahátíðina. Próf við Háskóla íslands Þá má geta þess, að i upphafi haustmisseris hafa eftirtaldir 30 stúdentar lokið prófum við Há- skóla íslands: Embættispróf 1 guðfræði: Gunnar Kristjánsson Ólafur Oddur Jónsson Sigurður H. Guðmundsson Embættispróf í lögfræði: Edda Magnúsdóttir Gunnar Jónsson Kristín Briem Kandídatspróf í viðskiptafræð- um: Einar Guðnason Friðleifur Jóhannsson Heildarafli Vestfjarðarbáta var í septembermánuði 2.75Ö lestir, en var 2.990 á sama tíma í fyrra. Er heildaraflinn á sumarvertíðinni þá orðinn 19.391 lest, en það er um 2.500 lestum meiri afli en þarst á land á sumarmánuðunum í fyrra. í yfirliti um sjósókn og afla- brögð í Vestfjarðarfjórðungi í septembermánuði segir: Tíðarfar var heldur óstöðugt í september. Færabátarnir hættu | því flestir í byrjun mánaðarins, en nokkrir þeirra héldu þó úti fram undir mánaðarmótin. Fengu sumir þeirra ágætan afla. Afli línubátanna, sem stunduðu veiðar á heimamiðum, var mjög tregur allan mánuðinn, 2—4 lest- ir í róðri. Aftur á móti gerðu línu bátarnir, sem stunduðu grálúðu- veiðar, góðar veiðiferðir. Hjá drag nóta- og togbátum var afli mjög misjafn. Fengu nokkrir dragnóta- bátarnir ágætan afla. Þessi sumarvertíð hefur yfir- leitt verið heldur hagstæð fyrir minni báta, sem stundað hafa dragnóta- og handfæraveiðar, og sama er að segja um þá báta, sem stunduðu grálúðuveiðar. Malta Malta súkkulaðikexið er sjálfkjöriö I hópi kátra félaga. Ánægjan fylgir Malta jafnt á ferð sem flugi,— hvert sem er. Það leynir sér aldrei,— Malta bragðast miklu betur. í september voru gerðir út 142 bátar frá Vestfjörðum, en í fyrra voru 122 bátar við veiðar á sama tíma. Flestir stunduðu handfæra- veiðar eða 91, 20 reru með línu, 13 með dragnót og 1S stunduðu togveiðar Rækjuvei'ðarnar. Rækjuveiðar í Arnarfirði hóf- ust 21. september, og stunduðu 13 bátar veiðar í mánuðinum. Varð heildaraflinn á þessu tima- bili 47.6 lestir. Aflahæstu bátarn- ir voru tneð röskar 5 lestir í 9 róðrum. í fyrra hófst rækjuveiði í Arnarfirði 9. september. Þá stunduðu 8 bátar veiðar, og varð heildaraflinn S9.4 lestir Frá Hólmavík' voru 3 bátar byrjaðir rækjuveiðar, og öfluða þeir 17.8 iestir : september. Afla hæstur var Víkingur með 9.2 lest- ir. í fyrra voru tveir bátar byrj- aðir á sama tíma, og öfluðu þeir 11.6 lestir. Rækjuveiðar i ísafjarðardjúpi hófust 5. október. Hafa nú 52 bát ar fengið leyfi til rækjuveiða i Djúpinu, en í fyrrahaust stunduðu 27 bátar rækjuveiðar í Djúpiuu. Ekki er þó gert ráð fyrir að þess- ir bátar byrja allir veiðar strax. Veiðiheimildir hafa nú verið rýmk aðar nokkuð frá því, sem verið hefur. Er nú heimilt að veiða 160 lestir á viku, 00 má hver bátur veiða allt að 6 lestir á viku, en undanfarna vetur hefur aflamagn ið verið takmarkað við 3 lestir á bát á viku. Fjáröflunardagur Barnaverndar- félagsins Barnaverndarfélag Reykjavikur hefur fjársöfnun á laugardaginn. 1. vetrardag til ágóða fyrir Heim ilissjóð taugaveiklaðra barna Barnabókin Sóihvörf og merki félagsins veröa afgreidd frá öli- um barnaskóluiri' í Ueykjavík og Kópavogi kl. 9—15. ,ViðurkenKiing‘ Neytendasamtökin vilja benda neytendum á, að Rafmagnseftirlit rikisins fær til athugunar og um- sagnar öll rafmagnstæki, sem inn í landið eru flutt. Rafmagnseftirlit ið veitir rafmagnsvörum (tegund um) viðurkenningarmerki stand ist þær kröfur stofnunarinnar. Við urkenningarmerkið er hringur með I-i innan í. Neytendasamtök in vitja hvetja alla kaupendur rafmagnstækja til að spyrja um viðurkenningarmerki Rafmagns- eftirlits ríkisins. Guðmundur Þ. Ravva.rs.5an Hörður Þórhallsson ísólfur Sigurðsson Jón Örn Ámundason Margrét Þóroddsdóttir Páll Gústafsson Pétur Björnsson Kandídatspróf í íslenzkum fræðum: Jónas Finnbogason Ólafur Oddsson Örn Ólafsson Kandídatspróf í íslenzku með aukagrein: Brynjúlfur Sæmundsson B.A. - próf (heimspekideild): Anna Arnbjarnardóttir Ásdís Egilsdóttir Ásgeir Guðmundsson Bryndís Sigurjónsdóttir Guðjón Friðriksson Hjördis Gunnarsdóttir Jón Hilmar Jónsson Kristján H. Guðmundsson Þór Whitehead íslenzkupróf f. erlenda stúdenta: Mohammad Shafiee B.A. - próf (verkfræðideild): Már Ársælsson. (Frétt frá Háskóla íslands) | Æskufólk fylgist með fundarstörfum bæjar- i stjórnar Akureyrar SB—Reykjavík, miðvikudag. Hópur ungs fólks á Akureyri, : aðallega skólafólk, sat á áheyr- endabekkjum á bæjarstjórnar- j íundi þar í gær. Á fundinum var meðal annars kosið i æskulýðs- nefnd og munu ungmennin hafa haft áhuga á því máli. Ekki varð neinn hávaði, enda mun ekki hafa verið ætlunin að gera uppsteit, að eins fylgjast með því sem gerðist á fundinum. Skipaður prófessor í vélaverkfræði Forseti íslands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað Guð mund Björnsson, verkfræðing, prófessor í vélaverkfræði við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands frá 1. október 1970 að telja. Menntamálaráðuneytið, 19. október 1970. Dánarorsök iaporte köfnun NTB—Montreai, miðvikudag Atvinnumálaráðherra Kanada Robert Laporte, sem myrtur var fyrir skömniu. lézt af köfn un og stungum, en ekki skot sárum. Þetta kom fram skýrslu. sem tögð var fram • dag. eftir að líkið hafði verið krufið. Allt er enit á huldu um örlög brezka verzlunarfull trúans, Cross, en lögreglan hef- ur nú gert húsleit > á annað þúsund stöðum lei‘ að hon- um. Lögreglan sagði 1 dag. ið símahringingar þær sem hún fékk f nótt, hafi verið gróft og ósmekklégt spaug. Tveir menn stóðu að baki bessum hringing um og sögðust beir vera frá Frelsishre.vfingu Quebec og að ræningiar Cross féllust á það tilboð ríkisstjórnarinnar. að fá að fara frjálsir til Kúbu, gegn því að láta Cross Iausan. Menn irnir hafa nú verið handteknir og er talið vafasamt, að þeir séu nokkuð tengdir frelsishreyf ingunni. Enn er því allt í ó- vissu um örlög Cross

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.