Tíminn - 29.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1970, Blaðsíða 2
2 TIMINN FIMMTUDAGUR 29. október 1970 Hámarkshraði 60 km. KJ—Reykjavík, miðvikudag Á fundi Borgarráðs í síðustu viku voru samþykktar nokkrar til- lögur Umferðarnefndar Reykja- víkur, um stöðumæla, stöðvunar- skyldu og hámarkshraða á Miklu- braut. Samþykkt var a@ setja upp stöðu mæla á lóðum Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis við Skólavörðu stíg og á lóð Iðnaðarbamkans við Lækjargötu. Þá var samþykkt að stöðvunarskylda vehði á Elliðavogi gagnvart umferð um Miklubraut og Grensásvegi. Sömuleiðis verð-ur stöðvunarskylda á Skeiðvallarvegi gagnvart um- ferð um Vesturlandsveg, en Vestur landsvegur og Miklabraut mætast á miðri umferðarbrúnni vestan við Elliiðaárbrúna. Þá var en-n frem ur samþykkt tillaga umferðarnefnd ar um hámarkshraða á Miklubraut austan Grensásvegar, þegar að því kemur að sá hluti götunnar verði endanlega frágenginn og opn-aður fyrir umferð. Áður var 60 km. há- farkshraði á Miklubraut frá Kringlumýrarbraut og inn a@ Lögfræðihandbókin onnur Bókaútgáfan Öra og Örlygur h'.f. hefur sent á markað endurútgáfu LögfræSihandbókarinnar, eftir dr. ÉG VIL, ÉG VIL, Frumsýning á laugardag Söngleikurinn „Ég vil, ég vil“, verður frumsýndur í Þjóðleikhús inu n.k. laugardaginn 31. þ.m. — Lei-kendur eru aðeins tv-eir, Bessi Ryk - Ijoða bók eftir Friðrik Guðna Þóiieifsson FB-Reykjavík, miðvikudag. Nýr höfundur hefur sent frá sér Ijóðabók. Nefnist hún Ryk, og höfundur henn ar er Friðrik Guðni Þórleifs son. Hörpuútgáfan gefur út bókina. Þetta er fyrsta bók höfundarins, en ljóð eftir ham hafa birzt í blöðum og tímaritum. Á kápusíðu bókarinnar segir m.a.: „Friðrik Guðni Þorleifsson er fædur árið 1944. Hann er söngkennari og les nú safnfræði og bóka safnsfræði við Háskóla fs- lands Ungur hóf hann að yrkja, var skólaskáld í gagn fræðaskóla og síðar í menntaskóla. Rím lék hon- um á tungu, hagmælskan virtist honum í blóð borin. Fyrsta ljóðabó-k hans, RYK, er ekki formbyltingarverk, en þó nýstárleg og forvitni leg fyrir margra hluta sak- ir Römm dul íslenzkrar þjóðtrúar og grimmur veru leiki atómaidar tvinnast sam an á sérstæðan hátt í ljóð- unum Formið einkennist að sjálfsögðu af þessu tví- sæi, þar falla i einn farves forn hefð og nýrri hættir Hrjúfir tónar óbundins ljóð forms blandast ljúfum draumum rómantískra við- horfa. seiður þjóðvísunnar ugg mannlífs f skugga tor- tímingarvopna“. Bókin er prentuð í Prest- verki Akraness h.f. Bjarnason og Sigríður Þorvalds- dóttir. Leikstjóri er Erik Bidsted, en aðstoðarleikstjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson. Þýðing leiksins er gerð af Tómasi Guðmundssyni en Garðar Cortez er hljómsveitar stjóri. Leikmyndir gerir Lárus Ingólfsson. Söngleikurinn „Ég vil, ég vil“, spannar yfir 40 ára tímabil í ævi manns oa konu og hefst á þeim degi er þau ganga i hjónaband. Síðan er æviþráður þeirra rakinn Framhald á bls. 14 Gunnar G. Schram,^ lektor í lög- fræði við Háskóla íslands. Lögfræðihandbókin er fyrst og fremst ætluð almenningi, en í henni er að finna svör við mörg- um þeim spurningum, sem oft heyrist varpað fram manna á með al um lögfræðileg atriði. Fjallað er á alþýðlegan hátt um þrjár greinar lögfræðinnar: Persónurétt, sifjarétt og erfðarétt. Lögfræðihandbókin kom fyrst út árið 1969, en seldist fljótlega upp. Höfundur segir í formála, að tekið hafi verið tillit til þeirra lagabreytinga. sem gerðar hafi verið á þeim réttarsviðum, sem bókin tekur til. frá því hún kom út vorið 1969. Þar megi nefna breytingar á lögum um ættleið- ingu og lögum um stofnun og slit hjúskapár. Að öðrá leyti sé meginmál og efnisskipan bókar- innar í höfuðatriðum óbreytt frá fyrstu útgáfu. LANDIÐ ÞITT - Þriðja útgáfa komin Bókaútgáfan Örn og Örlygurj h.f. hefur nýlega sent á markað þriðju útgáfu bókarinnar Landið þitt, eftir Þorstein Jósepsson. — Landið þitt, fyrsta bindi, er stað fræðiorðabók, sem greinir frá sögu og sérkennum þúsunda bæja og staða í öllurn byggðum fslands. Árið 1968 kom út annað bindi af Landinu þínu og var það ritað af Steindóri Steindórssyni, skóla- meistara. Fjallaði annað bindið um hálendi íslands og hafði einn- ig að geyma nafnaskrá yfir bæði bindin Nafnaskráin er lykill að notkun bókanna og er henni skipt í sjö megin flokka, þ.e.a.s. manna nöfn, bækur og rit, félög og stofn anir, atburði. þjóð- og goðsagna- Snæfellingar "" JS&ZZ '*■ ' Fimm kvölda keppni í Fram sóknarvist byrj ar að Lýsuhóli í Staðarsveit á laugardaginn kemur. og hefst spilamennskan kl 21 Fyrstu verðlaun eftir Alexander. fimm kvöio er ferð til Mallorea fyrii tvo, með Sunnu. Að Lýsuhóli flytur Alexander Stefánsson oddviti ávarp Einar Halldórsson og félagar leika fyrir dansinum á eftir. Verið meú frá byrjun. og kepp- ið um hin glæsilegu verðlaun. nöfn og loks staðanöfn. Staða- nafnaskráin ein telur um sjö þús- und nöfn og mun vera sú stærsta sem prentuð hefur verið hér á landi. Með endurútgáfu fyrsta bindis af Landinu þínu, hefur útgáfu- fyrirtækið orðið við óskum fjþl- margra aðila, sem hafa viljað eignast bæði bindin ,en ekki átt þess kost fram til þessa. Síðasta umferð á afmælismóti TR á fimmtudag FRIÐRIK EFSTUR Staðan fyrir síðustu umferð í afmælis-móti Taflfélags Reykja- víkur er þessi: Friðrik Ólafsson er efst-ur með 9 vinmi-nga, og hef- ur þegar tryggt sér sigur í mótinu. í öðru til þriðja sæti eru Guð- mundur Ágústsson og Stefán Briem báðir með sjö vinninga. í fjórða sæti er Bragi Kristjánsson með 6 og hálfan vin-nimg. Siðan koma ex menn með sex vinninga: Björn Sigurjónsson, Jónas Þorvaldsson, Tmgi R. Jóhansson, Leifur Jósteins son, Bragi Halldórsson og Björn Þorsteinsson. Síðasta umferð v-erður tefld á fimmtudagskvöldið kl. 8 í Félags- hei-mili Taflfélagsins við Grensás- veg. FORELDRAR OG BÖRN Uppeldishandbók með dæmum úr daglega lífinu Komin er á markað ný uppeldis handbók fyrir almenning eftir himn heimsfræga metsöluhöfund, Dr. Haim G. Ginott, sem oft er n-efnd- ur Dr. Spock barnasálfræðinnar. Bókin mefnist FORELDRAR OG BÖRN og er önnur af tveim bókum um uppeldismál eftir sama höfund. Ilin bókin er um uppeldi táninga og mun koma út á næsta ári. Út- gefandi er Bókaútgáfan Örm og 'rlygur hf. Bókin FORELDRAR OG BÖRN er þýdd af Birni Jónssyni, skóla- stjóra, en Jónas Pálsson, forstöðu maður sálfræðiþjónustu skóla, fylgir henni úr hlaði með formáls- orðum, og segir þar m.a.: „Verði bókim lesin af almenningi, en það á hún fyllilega skilið, gæti það glætt mjög skilning og áhuga fólks á þessum sjónarmiðum. Jafnframt ætti hún að verða foreldrum, kenn urum og fóstrum, svo og öllu starfsfólki í skólum, daghei-mil-um ■g öðru-m uppeldisstofnunum á- gætur leiðarvísir í umgengni við böm. Ég lýsi ánægju min-ni yfir útkomu bókarinnar og leyfi mér að benda á, að hún er auk annarra kosta, beinlínis skemmtileg af- lestrar". I upphafsorðum bókar sinnar segir Dr. Haim G. Gimott: „Ekk-ert foreldri vaknar a@ morgni dags með þeim ásetningi a-ð gera barni sínu lífið leitt. Enginn móðir hugs ar með sjálfri sér: „Ég skal mauða og nöldra í dag og vera leiðinleg við barnið mitt hvenær sem tæki- færi gefst“. Um morgunstund er þ©@ hins vegar einlægur vilji margra mæðra að þetta ver"' -ið- sæll dagur; engin óp, rifrildi eða þrætur. En þrátt fyrir góðan á- setning brýzt ófriðurinm sem allir hata út á ný. Enn einu sinni stönd um við okkur að því að segja orð sem við vildum láta ósögð, í radd- hreim sem okkur geðjast sjálfum ekki a@. Markmið þessarar bókar er að hjálpa foreldrum til að fylgja uppeldisleiðum, sem eru við hæfi barna þeirra og' benda á aðferðir til að ná settu marki eftir þessum leiðum. Foreldrar standa frammi fyrir hlutlægum vandamálum, sem krefjast sérhæfðrar lausmar. Þeim er engin sto@ í innihaldslitlum ráð- "ggingum“. Síðastliðin fimmtán ár hefur höfund-urinn starfað með foreldr- um og börn-um, einstökum og í hópum, að handleiðslu og sállækn- ingum. Bókin er ávöxtur þeirrar reynslu. Hún er handbók, leggur fram hlutlægar tillögur og skyn- samleg úrræði til að fást við dag- leg atvik og sálfræðileg vandamál, sem allir foreldrar þurfa a@ horf- ast í augu við. Jafnframt því sem bókin býður upp á sérhæfð ráð, bendir hún á meginforsendur þess að foreldrar geti lifað með böm- um sínum í g-agnkvæmri reisn og virðingu. FORELDRAR OG BÖRN var í hópi metsöl-ubóka í Bandaríkjun- im í mei-ra en ár, gefin út í rúm- lega hálfri milljón eintaka. Hún hefur verið þýdd á fjölda tu-ngu- mála og allsstaðar or@ið metsölu- bók. FORELDRAR OG BÖRN fæst í tvenns konar útgáfu, bundin eða heft. Er hér um sam-a frágang og sams konar brot og á LÖGFRÆÐI- HANDBÓKINNI, sem gefin er út af sama forlagi. Bókin er prentuð í Lithoprent hf., en bundin í Bók- bindaranum hf. HALLGRÍMUR PÉTURSSON OG PASSÍUSÁLMARNIR Bók Sigurðar Nordal komin út hjá Helgafelli FB-Reykjavík. miSvikudag. Hallgrímur Pétursson og Passíu sálmarnir nefnis-t bók, sem er ný- komin út hjá Helgafelli. Höfundur bókarinnar er dr. Sigurður Nor- dal. — Á bókarkápu segir: Bók eftir Sigurð Nordal um Hallgrím Pétursson hlýtur að teljast mikill viðburður, svo hátt sem beggiia nöfn ber í íslenzkum bókmennt- um og menningarsögu. Ritsnllld Sigurðar Nordals. mannvit hans og heiðrík og fordómalaus hugsun hefur sjaldan notið sín betur en i þessum ítarlegu athugunum hans um mesta trúarskáld íslendinga fyrr o<? síðar Og alhliða fræði- mennska Sigurðar Nordals varp- a- nýju og skýru ljósi á fjöl- margt í tímabili Hallgríms, sögu þess og trúarlíf. Bókin er niður- staða gagngerrar rannsóknar. Merkilegastar eru vitaskuld íhuganir höfundar um tilefni Passíusálmanna og samhengi þeirra, um sálarlíf skáldsins og trú. Um Sigurð Nordal á það við öðrum fremur. að hann lætur sér ekkert mannlegt óviðkotnandi Ilann hefu" ritað margt um trúar leg efni af þeirri yfirsýn og hleypi dómaleysi, sem fáum er lagið. Við horf hans til þeirra hefur verið eins og hann segir af miklu lítil læti í lokaorðum: „að bera upp nokkurar spurningar". Og bók menntaleg gagnrýni hans hefur að sama skapi verið óháð kreddum og hvers konar tímabundnum öfg- um. Svo merkilegar sem skoðanir Sigurðar Nordals eru á Passíu- sálmunum og sambandi þeirra við örlög skáldsins, gefur það bók- inni aukið gildi, hvernig hún varp ar ljósi á afstöðu hans yfirleitt til bókmenntagagnrýni. söguskoð- unar og trúarlífs. Helgafeil gefur bókina út með sama sniði og hina frægu ritgerð Sigurðar um Stephan G. Stephan- son. Er væntanlegt, að fleiri rit- gerðir eftir höfundinn um íslenzk skáld komi síðar í þeim flokki, — segir að lokum á bókarkápuni. Bókin Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir er 140 bls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.