Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 5
LAUGAKDAGrUR 31. október 1970 TIMINN 5 MEÐ MORGUM KAFFINU Læknirinn: —Flýttu þér ao sækja töskuna mína. Maðurinn sagði, að hann gæti ekki lifað án mín. Frúin: — Ertu viss um, að þetta símtal hafi ekki verið til mín? Einn af vinum mínum kallar konuna sína alltaf Monu Lisu. Ilún yrði nú samt ekki svo ánægð, ef hún vissi hvers vegna. Hiin er nefnilega flöt eins og strigi og væri bezt geymrt á safni. — Jæja, herrar mínir. Maturinn er til! Amerísk kona fékk skilnað frá manni sínum á þeim for- sendum, að hann hefði, í 7 ára hjótiabandi, aðeins talað við hana sex sinnum. Jafnframt fékk hún foreldra- réttinn yfir bör-nunum sex. — ÓIi litli tíndi sjálfur svepp- ina banrta þér! Fjölskyldan var að búa út jólagjafalistann. — í fyrra gáfum vi'ð mömmu stól. Hvað eigum við að gera núna? spurði frúin. — Leiða í hann rafmagn, var svarið. Unga milljónerafrúin sendi eftir lækninum, því hún var kvefu'ð. — Þetta er ekkert, sagði lækn irinn. Þér skuluð bara hreyfa yður svolítið meira í frísku lofti og klæða yður vel, þá verð ið þér frískar eins og haförn. — Jæja, hvað sagði læknir- inn? sp-urði eiginmaðurinn, þeg- ar hann kom heim. — Hann ráðlagði mér ferð til Eanaríeyja og minkapels, svar- aði frúin. að híða þangað til þú ert búinn að sjá, hvað við f p-n k yi a i A I I C I ciSulm áð fá í kvölrtmatinn. LJ /HtL IL-M LJ □ I Kannski þú sláist i förina. David Flower er starfsmaður við Chessington dýragarðinn í Englandi. Ekki alls fyrir löngji, gekk hann í hjónabatid, sem ekki er nú kannski í frásögur færandi, en þegar brúðhjónin Um daginn fékk Ari Onassis skilaboð frá fyrrverandi tengda móður sinni, Doris Livanos, um a'ð mæta hið snarasta á áríðandi fjölskylduráðstefnu á heimili hennar. Honum leizt ekki á blik una, og þótt hann væri önnum kafinn, þorði hann ekki atinað en taka sér frí frá störfum og hlýða skipun frúarinnar. Er Ari kom á vettvang voru þar fyrir systir hans Artemisa, Tina fyrrverandi eiginkona hans og sonurinn Alex-ander. Og það kom í ljós, að ótti Onassis var ekki ástæðulaus. Til efni fundarins var ógurlegt fjölskylduhneyksli: Christina, dóttir Onassis, á von á barni. Faðirjnn er ungur bandarí-kja- maður, Danny Meredith að nafni. Pilt-urinn sá er á engan hátt Christinu samboð- inn, að áliti fjölskyldunnar og á enga peninga. Það hefur lengi verið í ráði að gifta hana Peter Goulandris. en faðir hans er, eins og flestir vita, einn af grísku skipakóng-unum. — En Christina hefur streitzt á móti því að hún vill bara eiga Danny sinn, þótt hann sé bláfátækur. og örþrifaráð hennar vai svo að fæða honum barn, í þeii-ri von, að þá léti fjölskvldan að óskum hennar. Ekki er enn vitað. að hverri niðurstöðu var kornizt á ráð- stefnunni, og Christina og Danny bíða milli vonar og ótta. voru í þa:nn veginn að leggja upp í langþráða brúðkaupsferð, Jcom heldur. betur babb . í báU jnn- David fékk skilaboð um að koma hið snarasta i dýragarð- inn, því að Delilah hin f-agra væri fárveik. Til nánari skýr- ingar má geta þess, að Delilah er gíraffinn á myndinni, og Dav id hefur annazt hana frá fæð- ing-u. Hún neitaði að láta nokk- urn mann koma nálægt sér fyrr en David kom, og endirinn varð sá, a® hann neyddist til að hreiðra um sig í einu horni gír- affabúrsins á sjáifa brúðkaups- nóttina. Brúðurin varð að bíða heima, og þau komust ekki í brúðka-ups ferðina fyrr en viku seinna, en þá fór Delilah loks að hjarna vi@. Á myndinni sést Delilah þakka David u-mönnunina á sinn hátt, einn af síðustu „hveiti brauðsdögum" þeirra, og fá-um við ekki betur séð en viðmót hennar lýsi bæði ástúð og þakk- læti. David hafði reyndar orð á því að hún hefiði veikzt gr-u-n- samlega snögglega, og líklega- væri orsökin afbrýðisemi. — Ilenni féll það allavega þungt, þegar ég sagði henni, að ég ætl- aði að fara að kvongast, sagði han-n. Söngkonan Maria OaU-as hef- ur lagt mjög hart að sér við vinnuna undanfarið, og það kom því engum á óvart, þegar hún sagðist ætla að t-aka sér 'angt frí fram eftir ha-usti. En þegar hún upplýsti, að hún ætl- aði a'ð hvíla sig á einkaeyju eins vdna sinna, sem reynd ar væri grískur skipakóngur, sperrtu kunningjarnir eyrun. Maria setti bara upp dular- fullt bros, þegar einhverjum varð á að spyrja, hvort Onassis hefði nú loks gert alvöru úr því að skilja við Jackie, en hún sv'araði engu. Síðar kom þó í ljós, að það var alls ekki Onassis. s-em bauð henni að dveljast hjá sér, held- ur kollegi hans. Spiros Embir- ikos. Og nú skemmtir Maria sér konunglega á eyjunni Petali ásamt kjölturökkunum Koa og Joa, sem hún skilur aldrei við sig, og það hlakkar áreiðanlega í henni, að hafa gabbað bæði kunningjana og slúðurdálkahöf- undana svona rækilega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.