Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 14
14 TIMINN LAUGARDAGUR 31. október 1976 Viðræðurnar Framhald af bls. 1 sett voru fram í I. Ii3 samþykkt- ar miðstjórnar frá 11. obtóber s.l., þá lítur miðstjórnin svo á, að viðræðunum milli Alþýðusam- bandsins og ríkisstjórnarinnar sé lokið". FRAMSÓKNARVIST KEFLAVlK Björk, félag Framsóknarkvenna heldur Fraimsóknarvist í Aðalveri sunnudaginn 1. nóv. kl. 31. Hús- ið opnað kl. 2030. Annað kvöld- ið í þriggja kvölda keppni. Allir velkomnir. — Skemmtiefndin. SENDIBÍLAR ím> Alls konar flutningar STÖRTUM DRÖGUAA BlLA UMFÍ Framhald af bls. 3. fundurinn skyldi fjalla um og voru þær um eftirtalið efni: 1. 14. Landsmótið, framsögumað- ur Guðjón Ingimundarson. 2. Leikreglur landsmótsins, fram- sögumaður Pálmi Gíslason. 3. Skinfaxi, tímaæit UMFÍ, fram- sögumaður Eysteinn Þorvalds- son. 4. Erlend samskipti UMFÍ, fram- sögumaður Sig. Geirdal._ 5. Félagsmálaskóli UMFÍ, fram- sögumaður Hafsteinn Þorvalds- son. 6. Fjáröflunarmöguleikar UMFÍ, framsögumaður Gunnar Sveins- Er framsögum var lokið var málum vísað til umræðuhópa sem tóku þau til meðferðar og skil- uðu áliti síðar á fundinum, og hófust þá almennar umræður um framsöguerindi og framtíðarverk- efnin. Bar þar hæst 14. landsmót UMFÍ sem haldið verður að Sauð- árkróki í júlí næsta sumar í um- sjá Ungmenniasambands Skaga- fjarðar, og var um það mál sam- þykkt eftirfarandi ályktun: 17. Sambandsfundur UMFÍ hald inn í Stapa 25. okt. 1970 hvetur sambandsfélög UMFÍ til öflugrar þátttöku í 14. landsmóti, UMFÍ sem halda á að Sauðárkróki dagana 10. og 11. júlí sumarið 1971. Sambandsaðilar, leggi meðal annars áherzlu á eftirtalin atriði: a. Þjálfun íþrótbafólks, með þátt- t'öku í landsmótinu í huga. b. Unnið verði j tíma að útvegun samstæða íþróttabúnúinga á íþróttafólk, svo og félagsmerkja og burðarfána, og á annan hátt reynt að vanda framkomu þátt- tökuliða á mótinu. c. Sambandsaðilar bregðist vel Dóttlr okkar, fósturdóttir og dótturdóttir Ágústa Ásgerður Pétursdóttir Lést af slysförum 29. október. Lilja Þorbergsdóttir Örn Herbertsson Petra Guðmundsdóttir Pétur G. Einarsson. Maöurinn minn, Guðmundur Helgason fyrrv. bóndi í Súluholti andaðist að heimili sínu Þóristúni 17, Selfossi, hinn 23. október. Vilborg Jónsdóttir. KSi Eiginmaður minn Arni Jonsson bókavörður, lézt á heimili sínu Gilsbakkavegi 11, Akureyri að kvöldi 29. október. Guðrún Bjarnadóttir. Útför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður, Sigríðar Stefánsdóttur frá Auðkúlu, Digranesvegi 6, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl. 2 síðdegis. Gunnar Árnason Þóra Gunnarsdóttir Ingvar Ekbrand Árni Gunnarsson Guðrún Björnsdóttir Stefán Gunnarsson Hertha Jónsdóttir Auðólfur Gunnarsson Unnur Ragnars Jóhannsdóttir Hólmfrfður Gunnarsdóttir Haraldur Ólafsson við um útvegun starfsmanna vegna íþróttakeppni landsmóts- ins. d. Sambandsfélagar gcri sitt tii þess að auglýsa, lar.dsmótið á sínu sambandssvæði, og efni tij hópferðar ungmennafélaga til mótsins, ef aðstæður leyfa, enda yrði slík hópferð undir öruggri fararstjórn, og á ábyrgð viðkoimandi héraðssam- bands. Ungmennafélag Njarðvíkur var gestgjafi þessa 17. sambandsráðs- fundar, og snæddu fundarmenn hádegisverð j boði hreppsnefndar Njarðvíkurhrepps og skoðuðu íþrótta m annvirki og félagsað- stöðu á staðnum. Til kvöldverðar var boðið af bæjarstjóm Keflavfkur Þetta er í fyrsta sinn sem slík- ur fundur er haldinn á Suður- nesjum og lofuðu fundarmenn mjög alila móttöku og fyrirgreiðslu heimamanna. (Frétt frá Ungmennafélagi Íslands). Ágæt grein Framhald af bls. 8. skrifa svona yfirlitsgrein um land og þjóð, enda bera margar grein- ar í ritum þessuim þess merki, að höfundar hafa gefizt upp við að gera úr efni sínu læsilega og lif- andi frásögn. Hallberg Ilallmunds- syni hefur tekizt þetta vel, svo að segja má, að þetta sé íslardssaga í hnotskurn. Það er ekki lítils virði, þegar vel tekst til um slíkar grein- ar í mestu fróðleiksritum heims- ins, þar sem milljónir manna heyja sér vitneskju. Það er til að mynda ekki lítil ferðamannaauglýsing. — AK Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Eyþór Árnason, Kambsvegi 31, verður jarðsunginr frá Dómkirkjunni, mánudaginn 2, nóvember, kl. 13.30. SS Margrét Einarsdóttir Steinþór Eyþórsson Þórarinn Eyþórsson Bírgir Eyþórsson Þóra Sigurjónsdóttir og börn Á VIÐAVANGI Framhald af bls. 3. lega liækka um upp undir 6% og meira en 1% til viðbótar fram til febrúar á næsta ári.“ Um þetta er það að segja, að lieppilegra hefði verið að lands- feðurnir hefðu viljað viður- kenna það í verki fyrr á sínum langa valdaferli, að það sé öll- um í hag að verðbólgan verði stöðvuð. Ef þeir hefðu t.d. vilj- að viðurkenna það í verki sl. vetur, þegar þeir stórhækkuðu allt verðlag og hefðu fallizt á tillögur Framsóknarmanna þá, að létta álögum af helztu í.eyzlu vörum og halda vísitölunni þar með í skefjum. Þá hefði kaup- hækkunarstökkið ekki þurft að verða ssns stórt í vor og vafa- laust hefði þá verið komið í veg fyrir langvinnt verkfall er olli bjóðarbúinu stórtjóni. Þá hefði dýrtíðarhjólið ekki snú- ízí jafn Oisalega og það hefur gert í aJlt sumar og haust. Það hefði líka auðveldlega mátt draga úr snúningshraðanum, ef ríkisstjórnin hefði séð til þess að aðeins hlnti kauphækkunar- innar kæmi út í verðlagið og hún hefði í því efni lifað í sam- ræmi við kenningar sínar frá því fyrir bæjarstjórnarkosning- ar, þegar sagt var að atvinnu- vegirnir gætu bótalaust tekið á sig verulegar kauphækkanir. í margar vikur hefur ríkisstjórn in verið að ítreka áhuga sinn á verðstöðvun. Allir stjórnmála- fiokkar og alþýðii«amtökin hafa lýst sig samþykk henni. Af hverju er verðlagið þá ekki stöðvað. R>ki«t jórnin hefur það : i’ondi sér. Eftir hverjn er hn>’ að bíða? Á sú „stöðvun“ að verða á kostnað launþega? í gærkveldi var tilkynnt um ÍT7,, hækkun lyfja, strætisvagna- gjöld hækkuðn um 15% í dag. Er ekki koniinn 'ími til að fara að lifa eftir kenningunni" — TK Erlent yfirlit Framhald af bls. 9 TVÖ ÖNNUR hugsanleg for- setaefni demokrata sækja nú einnig um endurkjör sem öld- ungadeildarþingimenn. Það eru þeir Edward Kennedy í Massa- chusett og Hubert Humphrey í Minnesota. Báðir þykja örugg ir um að ná kosningu. Af hálfn Kennedys hefur verið yfirlýst, að hann muni ekki gefa kost á sér sem forsetaefni 1972. Humphrey hefur hins vegar sagt, að hann sækist ekki eftir framboði, en muni þó vart hafna því, ef til hans yrði leit- að. Ekki þykir nú líklegt að það verði gert, þar sem Muskie hefur langtnestan stuðning þeirra þremenninga sem fc-r- setaefni. Þetta gæti þó breytzt, ef kosningaúrslitin þættu leiða í ljós, að baráttuaðferðir Agnews þættu vænlegri til fylg is en þær, sem Muskie hefur tamið sér. Þá yrði kannski leitað til gamals baráttumanns eins og Humphreys. — Þ.Þ. Verzlunarráð Framhald af bls. 16. að öll viðurlög verði aukin við saknæmri stjórn fyrirtækja, sem verða gjaldþrota. í stjórn Verzlunarráðs voru kjörnir: Haraldur Sveinsson, Björn Hallgrímsson, Othar Ell- irigsen, Magnús J. Brynjólfsson, Bergur G. Gíslason, Ólafur O. Johnson, Stefán G. Björnsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Jónat- an Einarsson og Árni Árnason, en eftirtaldir menn hafa verið tilnefndir í stjórnina af félaga- samtökum: Gunnar J Friðriks- son, Sveinn B. Valfells, Björg- vin Schram, Kristján G. Gíslason, Hjörtur Jónsson, Þorvaldur Guð- mundsson. Gunnar Ásgeirsson og Hjörtur Hjartarson. Daníel Framhaid af bls. 16. tillögu um. að starf forstjóra yrði auglýst samkvæmt lögum verk- smiðjunnar. 5. Þótt ég teldi að Svavar Páls son hefði unnið ágætt starf í þágu verksmiðjunnar, áleit ég bet ur fara á því, að forstjóri hefði verkfræðilega menntun, eins og lögin gera ráð fyrir. Hins vegar tók ég fram, að mikla áherzlu bæri að leggja á hæfileika vænt- anlegs forstjóra til að fara með fjármál og _ viðskiptamál verk- smiðjunnar. í öllum stéttum eru ágætir fagmenn, sem bera tak- markað skyn á fjármál, og er hin fjölmenna verkfræðingastétt þar engin undantekning. Fari saman góð verkþekking og skilningur á fjármálum þá er vel. Eftir því vildi ég leita með auglýsingu á starfi forstjóra, hvort sem sú leit hefði borið árangur eða ekki. 6. Innan verksmiðjustjórnarinn ar var forstjóramál þetta rætt á flestum fundum í vetur án þess að niðurstaða fengist, sem meiri- hluti væri fyrir. Eftir að sumar- leyfum lauk flutti fulltrúi Al- þýðuflokksins í verksmiðjustjórn tillögu á fundi 1. september s.l. að stjórnin mælti með lagabreyt- ingu á þá lund. að framkvæmda- stjórar verksmiðjunnar yrðu tveir, verksmiðjustjóri og framkvæmda- stjóri fjármála og viðskipta, og mælti með því við iðnaðarráðu- neytið, að það beitti sér fyrir slíkri lagabreytingu á Alþingi. 7 Ég tel. að forstjóramál þetta sé eingöngu málefni verksmiðju- stjórnarinnar. og hvorki Verk- fra»5ingafélag íslands né aðrir aðil ar eigi að hafa þar nokkur afskipti af. Verksmi'ðjustjórnin er kosin af Alþingi til að fara með málefni verksmiðjunnar undir yfirstjórn Spil nr. 20 í leik íslands og Frakklands — þáverandi Evrópu- meistara — í Dublin 1967 var þaon ig: S KG 10 6 5 H Á K 4 T 73 L 10 4 3 S 2 S 983 H D 9 63 H 875 TÁD10 TK9654 L D 7 65 2 L K9 S Á D 7 4 H G 10 2 T G 8 2 L ÁG 8 Á borði 1 sagði S, Þórir Sigurðs- son, 1 Sp. í fjórðu hendi og Norð- ur stökk beint í fjóra spaða. Út kom L-5 og þegar Hj-D lá rétt var þessi hariða sögn í höfti. 620 til ís- lands. Á borði 2 opnaði Norðui á 1 Sp., og sagði 2 Sp. við 2 L Suð- urs, sem stökk þá í 4 Sp. Ut kom T-5 og vegna hagstæðrar legu bæði Hj. og L vann dr. Theron spilið, sem féll því. Staðan eftir 20 spil: ísland 43 — Frakkland 18. ráðuneytisins, og m. a. til að ráða forstjóra að henni. Þegar deila rís upp, eins og að framan er greint, er ekkert óeðlilegt við það, að nokkurn tíma taki að komast að niðurstöðu, og vitanlega eiga skiptar skoðanir í þessu máli, sem öðru, fyllsta rétt á sér. Og þótt ég hafi orðið í minnihluta í stjórn- inni, tel ég afskifti Verkfræðinga- félagsins, og þá einkum kæru til saksóknara, hreina fjarstæðu, því öllum, sem vilja kynna sér málið, er ljóst hver ástæðan er og ástæðulaust að blanda því inn í önnur og miklu alvarlegri mál. Er leitt að Hafsteinn Sigurbjörns- son skuli enn ekki vera farinn að skilja þetta, jafn einfalt og það virðist vera. Hann ruglar hér saro- an efnisatriðum og málsmeðferð, en á því tvennu er mikill mun- ur. 8. Ég tel að verksmiðjustjórn- in hafi fyrir sitt leyti afgreitt þetta 1. september, og þótt nokkur dráttur hafi orðið á því liggi til þess orsakir, sem ekki geti talizt tilefni til misferlis og sakadóms- rannsóknar. Taki ráðuneytið þá ákvörðun að fara með málið á Al- þingi, er það réttur vettvangur fyr ir Verkfræðingafélagið að beita áhrifum sínum eins og svo marg- ir gera undir svipuðum kringum- stæðum. Er það þá Alþingi sem sker úr. 9. Allir stjórnarmenn nema Hafsteinn Sigurbjörnsson tóku fram í sambandi við mál þetta, að skoðanir þeirra á efnishlið máls- ins væru óbreyttar. Ég vil mót- mæla þeim ósmekklegu getsökum sem fram koma I nefndri grein Hafsteins Sigurbjörnssonar að ég sé að koma í veg fyrir einhverja rannsókn og hverfa frá fyrri af- stöðu minni. Þegar ég flutti fyrstu tillögur mínar í stjórninni um rannsókn á meimtu misferli, greiddu allir atkvæði gegn henni, einnig Hafsteinn Sigurbjörnsson, þótt hann breytti síðar um skoð- un. Hann hefur engar tillögur flutt innan stjórnarinnar um for stjórastarfið. heldur aðeins fylgt tillögu er ég flutti i janúar s.l. Sú stefna er ég markaði þar er óbreytt ai minni hálfu. og von- ast ég til að Hafsteinn Sigurbjörns son skilji það hér eftir.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.