Tíminn - 31.10.1970, Síða 6

Tíminn - 31.10.1970, Síða 6
6 TÍMINN LAUGARDAGUR 31. október 1970 Læknisstaða Staða sérfræðings við Kleppsspítalann er laus til umsóknar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, námsfer- il og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítal- anna, Klapparstíg 26, fyrir 30. nóvember 1970. t Reykjavík, 30. október 1970 Skrifstofa rrkisspítalanna. kadíoyinna Námskeið í radiovinnu fyrir unglinga hefst að Fríkirkjuvegi 11, þriðjudaginn 10. nóvember. Innritun og nánari upplýsingar á skrifstofu Æsku- lýðsráðs alla virka daga kl. 2—8 e.h. Sími 15937. Útgerðarmenn - Skipstjórar Framleiði 3ja og 4ra kílóa netastein, merktan, ef óskað er. HELLUSTEYPAN — Sími 52050 og 51551. AÐSTOÐARLÆKNIR Staða aðstoðarlæknis við skurðlækningadeild Borgarspítalans er laus til uthSóknar. Upplýálngar varðandi stöðUna' yeitir yfirlæknir " deildarinnar. Laun samkvæmt samningi Lækna- félags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Staðan veitist í 6 eða 12 mánuði frá 1. des. n.k. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavíkur- borgar fyrir 20. nóv. n.k. Reykjavík, 29. 10. 1970. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkur. HEIMUR í UPPLAUSN Hvers vegna ofbeldi, eiturlyf, stríð? SIGURÐUR BJARNASON talar um þetta efni í Aðvent- kirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 1. nóv. kl. 5. s.d. Einsöngur Anna Jóhansen. Tvísöngur. Allir velkomnir. Málflotningsskrífstofa mín er að Ingólfsstræti 4, efri hæð. Skrifstofutími: mánudaga—föstúdaga kl. 9—17 Skrifstofutími: laugardaga kl. 9—12 Sími: 16768 Ragnar AÖalsteinsson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR MONTGOMERY DRÖ STYRJ- ÖLDINA Á LANGINN MEÐ VARKÁRNISINNI Ásakanir gegn brezkum hershöfðingjum og stjórnmálamönnum í nýútkominni bók látins, brezks sagnfræðings f nýútkomnu sagnfræðiriti um heimsstyrjöldina síðari heldur höfundurinn Sir Basil Liddel Hart því fram, að banda ríski hershöfðinginn George S. Patton hefði getað flýtt að mun fyrir stríðslokum. En eldsneyt- ið, sem skriðdrekar hans þurftu til að unnt væri að ráðast inn í Þýzkaland nazista, var fengið Nerbard Montgomery mar- skálki. Sókn Breta norður á bóginn í Belgí-j stöðvaðist vegna tafa Montgomerys og mistaka undir- tnanna hans, að því er Liddell Hart heldur fram í bók, sem kom út fyrir nokkrum dögum hjá útgáfufyrirtækinu Cassell & Co. í London að höfundi látn um. EISENHOWER Dvight D. Eisenhower, æðsti yfirmaður herja Bandamanna, tók þá örlaga^ríka ákvörðun að styðja Montgotnery á kostnað Pattons og hinna langdraegu skriðdreka hans, segir Liddell Hart. Eisenhower hafði áður reynt að firna viðunandi mála- miðlunarlausn. Höfundur ritar um heims- styrjöldina síðari sem „hrapa- leg átök, er hafði að endingu rutt Rússum braut inn að hjarta Evrópu“. Styrjöldin hafi byrjað sem röð af axar- sköftum af hálfa Breta og Frakka. Hinn látni brezki sagn fræðingur heldur því fratn, að Neville Chambírlain hafi ekki síður en Adolf Hitler átt sök á þvi að heimsstyrjöldin brauzt út. Myrk göng. Sá óvænti og áhrifamikli at- burður, þegar forsætisráðherra Breta eftir margra ára hlutleys isstefuu lýsti ótilkvaddur yfir stuðningi við Pólverja ef naz- istar réðust inn í land þeirra, olli þvi að átök voru óhjá kvæmile? á þeim tíma, þegar Bandamenn voru sízt undir þau búnir. að dótni Liddells Hart, „Ef einhver kyndir undir gufukatli þangað til gufuþrýst- ingurinn er kominn yfir hættu markið, ber hanu sjálfur ábyrgð á sprengingunni", skrif ar Liddell Hart um ákvörðun Chamberlains. „Þar með var menning Evrópu komin inn í myrk járn- brautargöng, og út úr þeitn komst hún ekki fyrr en eftir sex löng, þrautum hlaðin ár. Og jafnvel þá reyndist sigur gleðiu vera blekking ein.“ Spádómur um skriðdreka- hernað. Liddell Hart lézt í janúar nokkrum mánuðum eftir að hann hafði afhent útgefanda sínum handritið, en að því hafði hann unnið i 22 ár. Liddell Hart fæddist 31. okt. 1S95, var í brezka hernutn í heimssyrjöldinni fyrri, ea hætti hermennsku 1925 til að helga sig hemaðarsagnfræði og herstjórnarlist. Sem spámaður var Liddell Hart í meiri metum erlendis en heima í Bretlandi á árunum milli heimsstyrjaldanna. í hópi áhugasömustu lesenda hans voru verðandi herforingjar í her nazista. Kenningar hans um skrið- drekahernað, mikilvægasta vopnið í stríði á landi í heims- styrjöldinni síðari, voru ekki í sérlega miklu áliti. hvorki i Frakklaudi né Svíþjóð. « Gamlar syndir. Liddell Hart segir að stöðug sókn og þrýstingur sé grund- vallaratriði í hverri meiri hátt. ar innrás og eftirför .. „Sennilega glötuðu Banda- Sir Basil Liddell Hart. menn bezta tækifæri sínu til að binda skjótan endi á styrj- öldina, þegar hætt var að sendi Patton skriðdrekaelds- neyti í síðustu viku ágústmán- aðar 1944, þegar lið hans var komið 150 kílómetrum uær Rín og brúnum á henni, en her Breta.“ Montgomery er gagnrýndur mjög fyrir að hafa að því er virðist algerlega hafnað hug- myndum um að sækja fram án þess að ráði yfir gífurlegu ofur liði liðs og hergagna. Sumarið 1942 fól Winston Churchill Montgomery að fara með áttunda her Breta inn í eyðimörkina í Norður-Afríku, en hann var óþoliumóður vegna framkvæmdaleysins Claudes Auchinleck hershöfðingja. „En kaldhæðni örlaganna réði því, að árangurinn af þess um mannaskiptum var sá, að sókn Breta hófst ekki fyrr en löngu síðar.“ Sjö vikur liðu, „en Mont- gomery var ákveðinu í að bíða þangað til hann hefði lokið öll um undirbúningi.“ Hik. „Bretar kunnu ekki að not- færa sér aðstæður, og orsakirn ar voru varkárni, hik, silagang ur og takuiörkuð herkænzka“ „Með sínu venjulega hiki gerði Montgomery áætlun um að sækja fram morguninn eftir með styrk geysilegrar loft- og stórskotaliðs. Eu þegar dagur rann, var óvinaherinn á braut ... og Montgomery hafði glat að tækifæri til að vinna úrslita sigur.“ Sagnfræðingurinn undirstrik- ar hliðstæða atburði i sókn- inni á ítaliu og í bardaganum um Frakkland. Öðrum lesendum en brezkum kanu að þykja galli á bok Lidd ells Hart, að megináherzla er lögð á bardaga, sem herir Breta tóku þátt í, og þá hluta sóknarinner sem þeir áttu aðild að Einnia virðist frásbgn hans af styrjöldinni i Rússlandi eink um byggjast á þýzkum heimild- um. (Þýtt og endursagt)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.