Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 31. októbcr 1970 TÍMINN ÞINGFRÉTTIR Þórarinn Þórarinsson á Alþingi í fyrradag: 60% af launahækkunum þessa árs fara í tekjuskatt og útsvar — ef ekki fæst frekari breyting á skattvísitölunni en boóað er í fjárlagafrumvarpinu EB—Reykjavfk, föstudag. f neðri deild Alþingis í gær fylgdi Þórarinn Þórarinsson úr hla'ði frumvarpi, er hann flytur; ásamt þrem öðrum þingmönnum j Framsóknarflokksins, sem f jallar; um þá breytingu á tekjuskatts-1 og eignaskattslögum, að persónu- j frádráttur einstaklinga og hjóna, frádráttur vegna barns og frá- dráttur vegna heimilisstofnunar, og svo þrepin í skattstiganum, skuli breytast til hækkunar eða lækkunar í samræmi við fram- færsluvísitölu. Þórarinn Þóraiánsson (F) sagði að fjármálaráðherra hafi á und- anfömum árum ákveðið skatta- vísitöluna af algjöru handahófi Sést það bezt á skattavísitölunni sjálfri. Fyrsta árin í ráðherratíð .sinni, virtist þó sem fjármáTaráð- . herra hafi fylgt framfærsluvísi- tölunni, en eftir að erfiðleikarnir gengu í garð eftir 1067, tók hann ekki minnsta tillit til kaupgjalds og verðlagsþróunar í landinu. Nær engar breytingar hafa orð- ið 1—2 ár þrátt fyrir, að veru- legar hækkanir yrðu á framfærslu og kaupgjaldsvísitölunni. Þýddi þetta að menn urðu að taka á sig verulega auknar skattabyrðar, án þess að rauntekjur þeirra hefðu aukizt, og í sumum tilfellum höfðu rauntekjur verulega rýrnað, eins og sést á skýrslum vi'ðkom- andi aðila þess efnis á árunum 1968 og 1969. Á þessum árum hækkuðu bæði útsvörin og tekju- skatturinn þrátt fyrir verulega Þórarinn Þórarinsson iækkun á rauntckjnm, einsta,kl- inga. Þess vegna var svo komið á liðnum vetri, að skattavísital- an var ákveðin, 140 stig. en hefði átt að vera 173 stig. ef fram- færsluvísitölunni hefði verið fylgt og miðað við me'ðaJtal hennar ár- ið 1964, þegar umrædd skattalög voru sett. Nú hefur skattavísitalan fyrir næsta ár, ekki enn verið ákveð- in, en gefið hefur verið til kynna, í óákveðnu orðalagi i greinar- gerð fjárlagafrumvarpsins, að eitthvert tillit muni vera tekið tij hækkunar á meðaltekjum eða framfærsluvísitölu á þessu ári. En jafnvel þó að svo færi að teknar yrðu til greina þær verð- liækkanir, sem orðið hafa á þessu ári við ákvörðun skattavísitöl- unnar fyrir næsta ár, þá mundi samt vanta 33 stig upp á, að hún fylgdi framfærsluvísitölunni miðað við grundvöllinn frá 1964. Þessi mismunur yrði mjög örlaga ríkur við ákvörðun skatta á næsta ári, því að ef hann fengizt ekki myndi meginhlutinn af þeim kaup hækkunum, sem láglaunafólk hef ur fengið í ár, komast í það skattþrep, sem greidd eru af 27% í tekjuskatt og 30% í útsvar. Það færu sem- sagt nær 60% af launahækkun- l um þessa árs í tekjuskatt og út- 1 svar, ef ekki fæst frckari breyt- ! ing á skattvísitölunni en boð- i að er á fjárlagafrv. Að lokum sagði Þórarinn: — | Það er m. a. til þess að fá leið- ! réttingu á þessum mismun, sem þetta frumváTP okkár framsókhar mánna ér ;ftatt. Ég- tel -að öltam hljóti að vera ljóst, að það sé bæ'ði réttlætismál og hagsmuna- mál fyrir skattþegna, að skatt- visitalan á þessum verðbólgutím- um sé látin fylgja ákveðinni reglu. Hver skattavísitalan á að vera hverju sinni, á fjármálaráð- herra ekki að ákveða af handa- hófi. Ef fjármálaráðherra ákveður þannig skattvísitöluna og án þess að bera hana undir Alþingi getur hann alveg eins ákveðið sjálfur hver t.d. sötaskatturinn eigi að vera. Urðu nokkur orðaskipti milli Þórarins og Magnúsar um máli'ð. Þingsályktunartillaga frá Jóni Kjartanssyni: Flugvallargerö á Siglufiröi veröi hraðað EB—Reykjavík. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær hefur Jón Kjartansson lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunai’ þess efnis, að ríkisstjórn- in hlutist til um, a'ð flugmálastjórn in láti Ijúka hið fyrsta gcrð flug- vallar í Sigufirði. í greinargerð með frumvarpinu segir: „Fyrir rúmum áratug hófst gerð flugvallar í Siglufirði. Framkvæmd ir miðuOust fyrst í stað við lítinn flugvöll, er aðeins væri nothæfur íyrir sjúkraflugvélar, en gerð slíkra valla hófst þá víða um land- ið. Bæjarstjórn Siglufjarðar vann að því á þessum árum, a'ð athugun færi fram á gerð stærri flugvallar austan fjarðarins, og á Alþingi var samþykkt 5. apríl 1960 svo hljóð- andi þingsályktun: „Alþingi á'.ykt- ar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram athugun á, með hvaða hætti flugsamgöngur verði helzt tryggðar við Siglufjörð. Skal at- hugun þessari vera lokið, áður en reglulegt Alþingi 1960 kemur sam- an “ Niðurstaða þeirra sérfræðinga, er um mál þetta fjölluðu, leiddi í Jón Kjartansson ljós, að unnt væri að byggja á þessu svæði flugvöll að stærð ca. 1300 m á lengd og 50 m á breidd (ca. 6500 m2). Á árinu 1962 hófst visnna við framkvæmd þessa flugvallar. Unn- ið var fyrir ca. 250 000.00 kr. Á- ætlað var að vinna að þessu mann- virki í áföngum. en stefnt var að því, að flugvöllurinn yrði eigi minni en að framan greinir, svo að stærri flugvélar gæta athafnað sig þar. Þegar þetta er ritað, eru liðin rúm 8 ár, frá því a<ð skipulagðar framkvæmdir hófust \dð þessa flug vallargerð, en þrátt fyrir það er lengd vallarins í dag aðeins helm- ingur af því, sem fyrirhugað var, og er þvi aðeins nothæfur fyrir litlar ftagvélar. Á sama tíma og þessi mikli dráttur þefur orðið á framkvæmd- um á Siglufjarðarflugvelli hafa flugvellir á öörum stöðum verið stækkaðir og lagfærðir og nýbygg- ingar reistar og þær lagfærðar, em fyrir voru. — Um þetta er gott eitt að segja. En þá er ekki óeðli- legt, að þess sé óskað af fram- kvæmdavaldiiju í landinu, að það hlutist til um. að gerð flugvallar, sem verið hefur i smíðum tæpan áratug. verði nú lokið sem fyrst, til aukins öryggis og þæginda fyrir þá, er hans eiga að njóta.“ Aukin áhrif iðnnema í iðnfræðsluráði EB—Reykjavík, föstudag. Þórarinn Þórarinsson mælti fyrir frumvarpi í neðri deild í gær, er hann flytur ásamt Ingvari Gíslasyni um breyting- ar á lögum um iðnfræðslu. Miða breytingarnar m. a. að því, að Iðnnemasambandið fái þrjá fulltrúa í iðnfræðsluráð. Er það í samræmi við þá stefuu, sem nú ryður sér hvar- vetna til rúms, að tryggja auk- inn hlut nemenda til áhrifa á kennsluhætti og fræðslnmál. Þórarinn Þórarinsson skýrði í uphafi máit; síns hvernig iðn- fræðsluráð er skipað nú. Er það skipað 9 mönnum, sem eru tilnefndir á eftirfarandi hátt: Landssambandið tilnetfnir 2, Alþýðusambandið tilnefnir 3 og skulu tveir þeirra vera iðn- sveinar og einn fulltrúi iðn- verkafólks, Iðnnemasambandið tilnefnir 1, Félag ísl. iðnrek- enda 1 og 1 er tilnefndur af Sambandi iðnskóla á íslandi. Sér iðnfræðsluráð um fram- kvæmd mála, er varðar út- breiðslu og iðnfræðslu skóla. Það sér um að fyrirmæli um iðnfræðsluna sé hlýtt, t. d. varð andi skólahald og verknám. Þórarinn sagði, að af þeim aðilum, sem tilnefndi fulltrú- ana í iðnfræðsluráð, snerti það enga meira en iðnuema, hvernig iðnfræðslan væri fram kvæmd. Ija'ð lægi í augum uppi, að það getur verið erfitt fyrir einn fulltrúa í 9 manna ráði, að halda fullkomlega uppi máiflutningi fyrir iðnncma. Þess vegna væri lagt til í frum varpinu, að Iðnnemasambandið tilnefni 3 fulltrúa í iðnfræðslu ráð í stað eins nú, og fulltrúa- tölunni í iðnfræðsluráði fjölgi samkvæmt því, þannig að það verði skipa'ð 11 mönnuen í stað 9 nú. Ef á þessa breytingu yrði fallizt, væri það í sam- ræmi við þá stefnu, sem nú ryður sér hvarvetna til rúms, og væri fólgin í því, að tryggja aukinn hlut nemenda til áhrifa á kennsluhætti og fræðslumál. Frumvarpinu var að umræðu lokinni vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar. HRAUST BÖRN BORÐA SMJÖR Þau eiga heilsu sína og hreysti undir þeim mat, sem þaufá.Gefið þeim ekta fæöu.Notið smjör.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.