Tíminn - 31.10.1970, Side 9

Tíminn - 31.10.1970, Side 9
LAUGARDAGUR 31. október 1970 Tl MIN N 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvsemdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstjórnat skrifstofur t Edduhúsmu símar 18300—18306 Skrifstofui Bankastræti 7 — Afgreiðstusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300 Áskriítargjald kr 165,00 a manuði lnnanlands — f lausasölu kr. 10,00 eint Prentsm Edda hl Dragbíiur Á undanförnum árum hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir því, með tillöguflutningi á Alþingi, að tekið verði upp námsstyrkjakerfi fyrir þá skólanemendur í landinu, sem verða að dvelja fjarri heimilum sínum við nám. Þessum nemendum er námið miklum mun dýrara en hinum, sem stundað geta námið heiman frá sér daglega. Þeir verða að greiða húsnæðiskostnað, Ijós og hita, kaupa sér fæði, greiða ferðakostnað og margt fleira. Allt verð- ur þetta miklum mun dýrara, en hjá þeim nemendum, sem geta búið heima hjá foreldrum sínum eða vanda- mönnum, en samt stundað námið. Nú hafa þeir Sigurvin Einarsson og Ingvar Gíslason flutt frumv. um námskostnaðarsjóð í annað sinn. Með því frumv. er lagt til að leysa að verulegu leyti fram- angreindan fjárhagsvanda skólanemenda. Fyrir nokkrum dögum talaði Sigurvin fyrir þessu frumv. í neðri deild Alþingis og var gerð ítarleg grein fyrir ræðu hans hér í blaðinu. Fyrir fáum dögum var rædd fyrirspurn til mennta- málaráðherra í sameinuðu þingi um úthlutun á námc- styrkjum, en fyrir tæplega ári voru veittar 10 milljónir króna á fjárlögum í þessu skyni. Af svörum ráðherr- ans kom í ljós, að engum styrkjum er farið að úthluta, að nemendum var ekki gefinn kostur á að sækja um námsstyrk, fyrr en komið var fram á sumar, skólunum lokið og nemendur tvístraðir og áttu þó þessir náms- styrkir að vera vegna námskostnaðar síðastl. vetur. Og þegar ráðherrann auglýsti loks styrkina til umsóknar 21. júní í sumar, er tekið rækilega fram að enginn nemandi á skyldunámsstiginu fái styrk og heldur ekki nemend ur, sem verið hafa í heimavist. Það er tvennt athyglis- vert í þessum vinnubrögðum ráðherrans, hann reynir að fela þessa styrki fyrir nemendum svo lengi, sem hann getur og hann útilokar frá styrkveitingu svo marga nem- endur, sem hann getur. Námskostnaðarfrumvarp Framsóknarmanna hefur fengið hinar beztu undirtektir víðs vegar um land og haf * birzt fundarsamþykktir víða af landinu, um nauð- syn á að jafna aðstöðumun skólanemenda. En afstaða mewntamálaráðherrans til þessara mála lofar ekki góðu. Foreldrar skólanemenda í landinu munu því veita því athygli, hver afstaða valdhafanna verður til námskostn- aðarfrumvarpsins á yfirstandandi Alþingi. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins hafa flutt til- lögu á Alþingi um að fela ríkisstjórninni að undirbúa löggjöf um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar íslands. í greinargerð tillögunnar segir, að Sinfóníuhljómsveit íslands sé tuttugu ára gömul. Hún var stofnuð af fjórum aðilum, þ. e. ríkinu, Reykjavíkurborg, Ríkisútvarpinu og Þjóðleikhúsinu, og starfaði um 10 ára skeið sem sjálf- stætt fyrirtæki undir stjóm sérstaks hljómlistarráðs, sem framangreindir aðilar munu hafa kosið. Árið 1961 var stjórn hennar og rekstur falin Ríkisútvarpinu, en sömu aðilar hafa haldið áfram að skipta á milli sín kostnaði við rekstur hennar. Enginn skriflegur, bindandi samningur mun vera til um þessa skiptingu, og getur því hver aðil inn um sig dregið sig tii baka, þegar honum þóknast Það er vitanlega fjarri öllu lagi, að slík menningar stofnun sem Sinfóníuhljóinsveítin er hvíli á svo ótraust um grunni og engin lög séu um starfsemi hennar Þá er mikilsvert að • tryggja það, að fleiri landsmenn geti notíð hljómleika hsnmr en þeir, sem búa í þéttbvlinu við Faxaflóa. Því er framangreind tilaga flutt. Þ.Þ. Sínfóníuhljjómsveitin Muskie og Agnew hafa kapp- kostaö gerólíkan málflutning Muskie hefur verið álíka orðvar og Agnew hefur verið stórorður í KOSNINGABARÁTTUNNI, sem'hefur staSið yfir í Banda- ríkjunucn síðustu vikur, hefur borið nieira á Agnew varafor- seta en nokkrum manni öðr- um. Jafnvel Nixon hefur horf- ið í skugga varaforsetans. Agnew hefur vakið athygli á sér með því að deila mjög hart á demókrata og kenna þeim um flest það, sem miður fer i þjóðlífi Bandaríkjanna. Hann hefur eignað þeim óeirðir í skólunum, öfgasamtök blökku- manna og jafnvel aukna glæpa- starfsemi. Allt þetta sé óbein afleiðing af málflutningi og kosningadekri demokrata. Agnew hefur i ræðum sínum lagt jöfnum höndum stund á stórorðar fullyrðingar og lævís legar aðdróttanir. Svo virðist sem þessi málflutningur hafi fallið í góðan jarðveg hjá hægri sinnuðum kjósenducn í Bandaríkjunum og einnig hjá þeim, sem láta sig stjórnmál litlu varða. Ef repnblikanar vinna á, verður - það úneiðan-, lega þakkað þessum málflutn- ingi Agnews að verulegu leyti og mun styrkja mjög álit hans óg áhrif hiá repúblikönum. SÁ MAÐUR, sem mest hefur borið á hjá demokrötum, hefur valið sér alveg gerólíkan mál- flutning. Það er Muskie öld- ungadeildarmaður frá Maine, sem nú þykir langlíklegasta for setaefni demokrata. Muskie sækir nú utn endurkjör í Maine, en þykir svo viss í sessi, að hann hefur verið þar tiltölu- lega litið, heldur í ferðalög- um fram og aftar í Bandaríkj- unum, því að aðrir frambjóð- endur demokrata hafa mjög sótzt eftir liðveialu hans. Á undanförnu iy2 ári er Muskie búinn að heimsækja 45 ríki Bandarikjanna og halda þar fleiri eða færri fundi. Það gefur gleggst til kynna, hve eftirsóttur hann er. Hann hef- ur því verið tiltölulega lítið heima í Maine og vona and- stæðingar hans, að það verði til þess, að hann nái ekki jafn- góðum árangri nú og í kosning- unum 1964, þegar hann fékk 64% greiddra atkvæða. Það gæti orðið honum heldur til hnekkis, ef atkvæðatala hans lækkaði verulega. Það þykir hins vegar eikki líklegt, að Maine-búar snúi baki við manni, sem þykir vænlegt for setaefni. í STAÐ þess að nota stór orð, sterkar fullyrðingar og málskrúð. eins og Agnew, legg- ur Muskie áherzlu á látlausan málflutning. Hann forðast yfir leitt stóryrði eða harðar ádeil Ur á andstæðingana, fullyrðir lítið og segir helzt það, sem flestir geta verið sammála um Hann segist álita. að almenn ingur sé orðinn þreyttur á stór um orðum og sleggjudómum. — Við erum öll í vanda. segir hann, sem skapast hefur vegna viðráðanlegra og óviðráðan- legra orsaka. Það er ekki leiðin til að ráða bót á þessum vanda, að við skiptum okkur í marga andsnúna smáhópa og aukum gjárnar ,sem aðskilja okkur. Við eigum þvert á móti að snú- ast gegn vandanum með því að draga úr sundrungunni í stað þess að reyna að ala á henni og auka hana. Sameinaðir get- um við náð miklum árangri. Sameinuð er bandaríska þjóðin sterk, sundruð er hún veik. í samræmi við þennan boð- skap ræðir Muskie deilumálin af varfærni. Hann vill hraða heimflutningi bandarískra hermanna frá Vietnam, en deil ir þó ekki hart á stjórnina fyrir stefnu hennar í Vietnam- styi-jöldinm. Hann leggui mikla áherzlu á ráðstafanir gegn mengun. og segist ekki trúa öðru en amerískar bif- reiðaverksmiðjur verði farnar að framleiða fyrir 1975 bifreið ir, sem engin mengunarhætta stafi frá. Það eigi ekki að vera erfiðara að ná því marki en að Edmund Sixtus Muskie senda menn til tunglsins. Hann leggur áherzlu á að dregið sé úr vígbúnaðarkostnaði og féð heldur notað til að draga úr fátækt og bæta menntunarað- stöðu heima fyrir. ÞAÐ ER nefnt sem dæmi um málflutning Muskies, að hann var nýlega á fundi í Kaliforniu og bar þá einn fundarmanna fram þá fyrirspum, hvort Ge- orge Murphy öldungadeildar- þingmaður væri ekki lélegur þingmaður og hvort það myndi ekki gleðja hann, ef Murphry félli. Muskie svaraði, að Murphy væri ekkert sérlega lélegur þingmaður. en hins vegar væru þeir ekki skoðana- bræður. Það fer fjarri því, að það væri mér ánægja, sagði Muskie. að Murphy félli, en hins vegar myndi það gleðja mig, ef Tunney næði kosningu. Tunney er frambjóðandi demo krata. Það er með þessutn og öðrum hætti, sem Muskie iegg- ur áherzlu á það, sem aann kallar jákvæðan málflutning. Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.