Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 3
föSTUDAGUR 18. desember 1970 TÍMINN 3 'A' Mtf»xSÍ<$':*í*v:::;:x:v'íx: y.>.0>;.y<v.»0:.v<.S'*.v.*.v.: -;>••• •• : .v: >»'•>. .„v > i •>.-:.' <<•>:•> <s ^s'ks-x '«•>:<«>. suiiMuma- 'ty.M.nntn-' ^AVÍDA mma Hróp og köll á fulltrúaráðsfundi S jálfstæðismanna Á mánudaginn var haldinn aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálf stæðisfélaganna í Reykjavík, og kom þar greinilega upp á yfir borðið sú ólga, sem nú er f röðum sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þessi fundur á áreið anlega eftir að skilja eftir sig spor, en er barnaleikur í sam- anburði við þá valdabaráttu sem framundan er í flokknum. Það sem einkenndi þennan fund var óánægjan með Hörð Einarsson, formann fulltrúa- ráðsins, og svo hins vegar hræðsla forystumanna flokks- ins við formannskjörið síðar í vetur. Hörður Einarsson, formaður fulltrúaráðsins, flutti skýrslu sína um störf fulltrúaráðsins, og strax að henni lokinni, komu fram óánægjuraddir vegna fram hleypni Harðar í prófkjörinu, vegna Alþingiskosninganna, en þar varð Hörður að láta í minni pokann fyrir Ellert B. Scliram, þrátt fyrir að hann naut góðs stuðnings frá Geir og fleiri góð um mönnum. Þegar kom að stjóimarkjöri í fulltrúaráðið, stakk sjálfur forsætisráðherr- ann upp á Herði Einarssyni, þeim hinum sama Herði og tal- aði um það á fundi sjálfstæðis manna í haust, að sem betur fer þá væru margir menn inn- an flokksins til þess fallnir að taka við forustu- hlutverki í honum. Jóhanni Haf stein líka'ði þessi ummæli Harð ar ekki allt of vel, sem von- legt er, en samt var það hann sem stakk upp á Herði sem for- manni fulltrúaráðsins. Þá var einnig stungið upp á Sveini Björnssyni, verkfræðingi, en hann lýsti því yfir, að hann gæfi ekki kost á sér sem for- maður fulltrúaráðsins, þrátt fyrir að margir menn hePðu far ið þess á leit við hann, að hann gæfi kost á sér. Lét Sveinn í það skína í ræðu er hann hélt af þessu tilefni, að forystumenn flokksins (Geir og Jóhann) hefðu tilkynnt sér, að þeir myndu ekki stýðja hann sem formann, og gætu þar með ekki sætt sig við sig sem for. mann. Virðist svo sem þeir Geir og Jóhann telji Svein ebki nógu „þægan“ og auðsveipan, en hann starfar samt með þeim báðum, hann er í borgarstjórn arflokki Geirs og náinn sam- starfsmaður og áhrifamaður á sviði i'ðnaðarmála hjá Jóhanni. Er Sveinn hafði lokið ræðu sinni, varð ógurlegur kurr og ókyrrð í salnum, og maður úti í sal stóð upp og spurði flokksforystuna, hvort hún vildi ekki gera grein fyrir þessu. Kom þar, að Geir fór í ræðustól og bað um i'rið. Sagði hann að það hefði alls ekki verið ætlun sín að aftra Sveini frá að bióða sig fram sem formann fulltrúaráðsins, og jafnframt hældi hann Herði á hvert reipi fyrir störf hans í þágu ^nTItrúaráðsins. Sussað á Jóhann Að Iokinni ræðu Geirs baí Fraimh. á bls. 15 Vmningshafar í Ijósmyndakeppni Agfa.Gevaert. í miðið eru Ingibjörg Óiafsdóttir, sem hlaut 1. verSiaun, og Hilmar Helgason, forstjóri. (Tímam. GE) 50 ÞÚS. KR. FYRIR HEKLUMYND OÓ—Reykjavík, fdmmtudag. í dag voru tilkynnt úrslit í ljós- myndakeppni, sem Agfa-Gevaert og Stefán Thorarensen gengust fyrir, og verðlaun voru afhent. — Ljósmyndasamkeppni þessi var um beztu myndir, sem teknar voru af Heklugosinu í vor, og var eina skilyrðið, að þær væru teknar á Agfa-Gevaert litfilmu. Voru veitt 12 verðlaun, 1. verlðlaun 50 þús. kr., hlaut Ingibjörg Ólafsdóttir, 2. verð.'aun 20 þús. kr. hlaut Jónas Baldursson. 10 verðlaun voru að upphæð 2 þús. kr. Sjö manna dóm- nefnd, sem skipuð var starfsmönn- um Agfa-Gevaert fyrirtækisins í Þýzkalandi, úrskurðaði hvaða mynd ir skyldu hljóta verðlaunin. Hilmar Helgason, forstjóri Agfa- Gevaert umboðsins afhenti verð- launin í dag. Sagði hann, að sér hefiði dottið í hug að halda þessa ljósmyndasamkeppni strax fyrsta kvöldið og hann frétti að Hekla væri farin að gjósa. Tóku forriáða- menn fyrirtækisins í Þýzkafandi vel í þessa hugmynd ,og var hún auglýst. Þátttaka var ágæt. Bárust um 150 myndir frá 52 aðilum. — Voru myndirnar allar sendar utan, til dómnefndarinnar. Vöktu þær þar mikla athygli og var opnuð sýning á þeim í Þýzkalandi og síð- ar í Sviss. Ákveðið var að gefa út bók með þessum myndum og frá- sögn af Heklugosum fyrr og síðar. Er þegar byrjað að prenta bókina. Auk ver<ðlaunamyndanna eru í bók inni margar aðrar myndir, sem sendar voru inn til keppninnar, en er dómnefndin skilaði úrskurði sín- um, var tekið fram, að mjög erfitt hefði reynzt að gera uþp á milli myndanna. Myndirriar, sem sendar voru til keppninnar, koma til landsins í janúarmánuði nk. og verður þá haldin sýning á þeim. Ingibjörg Ólafsdóttir hefur tek- ið ljósmyndir um árabil. Hún vann lengi í verzlun Gevaert umboðsins í Reykjavík, og kannast allir þeir, sem fengizt hafa við ljósmyndun í i frístundum, við hana þaðan. Auk þess að hafa fengizt við ljósmynd- un í frístundum sínum, er Ingi- björg mikii ferðakona og munu ekki margir staðir á landinu, sem hún hefur ekki farið um, og ávallt með myndavélina með sér. Hún segist ekki hafa tekið þátt í ljós- myndakeppni áður og hafi sér kom ið á óvart, er henni var tilkynnt um, að hún hefði hlotið verðlaun í þessari keppni, en veit ekki enn fyrir hvaða mynd hún fékk 1. verfð- laun. Fór Ingilbjörg tvisvar að Heklu, meðan á gosinu stóð, og sendi inn fimm myndir alls, en það var hórnark frá hverjum þátttak- anda. En þar sem myndirnar eru enn efcki komnar tif landsins, er ekki vitað, hvaða myndir fengu verðlaunin. Ingibjörg tók allar myndirnar, sem hún sendi, á Leiga- Reflex myndavél. Þeir, sem hlutu verðlaun í keppn inni, auk þeirra, sem afð framan er gétið, eru: 3. Rafn Hafnfjörð, 4. Ævar Jó- hanúesson, 5.—6. Jóhann Sigur- bergsson, 5.—6. Hans Meyvants- son, 7. Elías J. Sigurðsson, 8.—9. Ingimundur Sveinsson, 8.—9. Tóm- as Tómasson, 10. Óskar Þ. Þorgeirs son, 11. Gunnar S. Guðmundsson, 12. E.'ías J. Sigurðsson. Jólatónleikar á Fáskrúðsfirði Um jólin gengst Tónlistarfélag | Fáskrúðsfjarðar fyrir tónlistar- haldi, fyrst á aðfangadagskvöld, i en þá verður helgisöngur í kirkj-; unni seint um kvöldið, eða kl. 21,30—22,00. Þar kemur fram telpnakór úr unglinga- og mio'-1 skólanum og syngur jólalög, einn ig mun Samkór Fáskrúðsfjarðar syngja með telpnakórnum í víxl- j söng. Síðan les séra Þorleifur j Kristmundsson jólaguðspjall og j lýkur stundinni með almennum safnaðarsöng. Söngstjórn og org- anleik annast Steingrímur Sigfús- son organisti og skólastjóri tón- listarskólans. í byrjun leikur hann Fantasíu og fúgu í a-moll eftir J.S.Bach. Á annan dag jóla verður svo væntanlega kirkjukonsert, sem Samkórinn heldur eins og venja hefur verið tvö undanfarin ár. Verða þar flutt 3 lög eftir Beet- hoven í tilefni ársins, 4 sálmalög í útsetningu Bachs og 3 gömul sálmalög í raddseWngu Róberts A. Ottóssonar. Mörg önnur lög verða þarna flutt m.a. eitt eftir söngstjórann Steingrím Sigfús- son, en hann mun einnig leika á orgelið Kóralforspil eftir Baeh „Wo soll ich fliehen hin“ eða Þú brúður Kristi kær. Tónlistai'skólinn er fullsetinn og hefir allmikið af fullorðnu fólki bætzt á nemendaskrá skólans öll- um hlutaðeigendum til ánægju. Vonandi verður áframhald á þessu blómlega tónlistarlífi eftir áramótin. ■ —::'VV;-V;' . I .'^..y •'Íw -- ■pÍlSitgr BÓK SKRIFUÐ FYRIR ALMENNING TIL ÞESS AÐ GERA GREIN FYRIR ÖLLU ÞVl, SEM MÁLI SKIPTIR VARÐANDI HANDRÍT- 1N, MERKUSTU * MENNINGARVERÐMÆTI ÍSLENDINGÁ. ÞESSA BÓK PRÝÐA TUGIR LITPRENTANA AF MÖRGUM MERKUSTU OG FEGURSTU ISLENZKU HANDRITANNA. HANDRITABÓKIN FLYTUR ÞEKKINGUNA Á HANDRITUNUM Á HEIMILIN. KEMUR ÚT í ÞREM ÚTGÁFUM SAM- TÍMIS — Á ÍSLENZKU, DÖNSKU OG ENSKU í FALLEGRI LITPRENTAÐRI GJAFAÖSKJU. 1M) BÓKAFORLAGIÐ Wm SAGA Hvaða gildi hafa handritin fyrir nútið og framtíð? Handritin og fornsðgurnar eftir Jónas Kristjánsson Ný og glæsileg bók með tugum mynda veitirsvörin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.