Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 4
TÍMINN JÖLABÆKUR FRÖÐA OG NORÐRA ÉG SÉ SÝNIR í bók sinni „Sálræn reynsla mín“, sem út kom 1968, skrif- aði Astrid Giimark: „Ég hef fengið þá köllnn að sanna mönnum, að lífið heldur áfram eftir dauSann. Þeir framliðnu geta haft samband við mig, svo að ég geti flutt heiminum þennan gleðilega boðskap." í þe'ssari nýju bók, „Ég sé sýnir“, greinir hún frá hvernig sýnir hennar rætast og hve boðskapur hennar hefur borizt viða . Fjöldi fólfcs hefur fengið huggun og traust við ástvina- missi í sambandi við fyrri bók hennar. Hún ritar djarflega og þó á einfaldan hátt um líðan hinna framliðnu í andlega heiminum — KENTNINGUNA UM AÐ LÁTNIR LIFI. UNDIR BÚLANDSTINDI eftir Eirík Sigurðsson. Þessi bók er sjöunda bókin í bókaflokknum um Austurland. Efni bókarinnar er í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn er um Djúpavog og Hálsþinghá, verzl- un og útgerð á Djúpavogi og helztu ráðamenn þar. Annar hlutinn er Saga Hamarsdals. Þar eru ábúendaþættir. Skýrt frá- slysförum og eyðibýlum og að lokum eru nokkrar þjóðsögur úr Hamarsdal. Þriðji hlutinn eru þrír ævi- söguþættir merkra Austfirð- inga. í bókinni era þættir am þrjá austfirzka listamenn, þá Ríkharð Jónsson, myndhöggv- ara, Inga T. Lárusson, tón- skáld og Helga Valtýsson, rit- höfund. FRISSI Á FLÓTTA eftir Eirík Sigurðsson. Þessi saga er framhald af sög- unni Strákar í Straumey. í henni er sagt frá Frissa frakka og óknyttum -hans. Vegna þessara óknytta var Frissi sendur burt úr þorpinu á drengjaheimilið á Dverga- steini til 9 mánaða dvalar. Hanr. reynir að strjúka þaðan oa þar gerist margt sögulegt. En þaðan fer hann betri dreng- ur. Sagan er einkum ætiuð drengjum 10—14 ára. Umsögn: „... Ég leyfi mér að benda á þessa sögu, sem sérstaka fyrir- mynd unglingasagna... Ég fylltis^ fögnuði, ej. ég, l?s bók- ina og hún sannar mér enn éinu sinni, að við íslendingar eig- um höfunda, er fengur er að, höfunda er við með stolti get- um mælt með...“ Séra Sigurður Ilaukur Guð- jónsson (Morgunbl.). ADDI OG ERNA Verðlaunabók eftir Albert Ól- afsson, rithöfund og fyrrver- andi skólastjóra í Oppdal í Nor- egi, sem er albróðir Ólafs Ól- afssonar kristniboða, hins þjóðkunna landa okkar. Albert fór til Noregs 18 ára gamall og hefur búið þar síðan. Hann hefur sfcrifað fimm bækur, sem allar eru gefnar út í Osló, og sæ? af blaðagreinum, sem flestar fjalla um íslenzk mál- efni. Barnabækur hans fjalla líka meira og minna um íslenzk efni. Barna- og unglingabókin Addi og Erna er fyrsta bók höfundar, sem kemur út á ís- lenzku. Hún er skemmtilegt og spennandi lesefni bæði fyrir stúlkur og drengi. KATA í PARÍS Astrid Lindgren er vafalaust vinsælust af norrænum höfund- um, sem skrifa fyrir æskuna. Hún á létt með að setja sig i spor ungra stúlkna og drauma- heim þeirra. Kötubækurnar eru gott dæmi um það. Kata í París fjallar um er þaú Kata og Lennart fóru til Parísar til að gifta sig. Eva fór með þeim sem brúðarmær. Og þarna sér Eva fyrst ungan Svia, og þau kynni endurnýja þau aftur í Stobkhólmi. Skemmtiieg bók fyrir stúlk- ur á öllum aldri. Enn ein sjálfstæð saga um músarangann hann Pipp litla Hún gerist meðal Flatfótar- Indíána í villta vestrinu. Músa- börniu eru fimm í þessu ferða. lagi og þarna hitta þau Indíána- höfðingjann Löngu Tönn. en hann tók þeim heldur kulda- lega. En Fljóti íkorni, sonur höfðingjans, rétti þeim hjálp- arhönd, og um það og ótal ævintýri er hægt að lesa í þess ari bók Skemmtileg ævintýrasaga fyrir börn frá 5—10 ára. Óskabók yngstu lesendanna. Sagan um sterkustu, beztu, skemmtilegustu oe ríkustu telpuna, sem til er i öllum heiminum — telpuna, sem býr alein á Sjónarhóli með apanum sínum og hesti, og á vaðsekk fullan af gullpeningum. FRÓÐI OG Bolholti 6 sími PIPP í VILLTA VESTRINU LÍNA LANGSOKKUR ÞEKKIR ÞÚ LÍNU LANGSOKK Glæsilega myndskreytt gjafabók í stóru broti og mörgum litum, með sögunni af Línu Langsokk í myndum og máli. Bók jafnt fyrir ólæsa sem læsa. NORÐRI 34393 FÖSTUDAGUR 18. desember 1970 Þrenningin, á frummál- inu Adelaide. Leikstjóri: Jean-Daniel Simon. Kvikmyndari: Pierre Pauget. Tónlist: Frönsk. Sýningarstaður: Háskóla- bíó, danskur texti. Frédric (Jean Sorel) ekur heim til ástmeyjar sinnar (Ing rid Thulin) þá er eiginmaður hennar nýskilinn við. Hún horf- ir björtum augum til fram- Itíðarinnar, en dóttirin (:Syl- vie Fennec) lítur ástmök móð- ur sinnar löngunaraugum. Jarðarförin: Slatti af syrgj- andi ættingjum og vinum, mæðgurnar snyrta sig kátar og fegnar. Fredric fylgist með úr fjarlægð. Á eftir fer frúin að hitta lögfræðing, en dótt- irin ruslar öllu úr herbergi föó'ur síns og býr til snoturt ástarhreiður í snatri. Frédric býr heima hjá þeim mæðgum og hjálpar Adelaide við námið en hún lætur hann vita að hana langi til að sofa hjá honum og er það auðsótt mál. Móðirin kaupir újýtt hús og skipar dóttur sinni að hætta við Frjdric því þau ætli að gifta sig. Adelaide fer harmi lostin til nágrannabæjar en þetta er bara byrjunin. Jean-Daniel Simon hefur tekizt að skapa eftirminnilega kvikmynd um mjög útjaskað efni, ástarþríhyrning. Hér er engin ástarjátning ekkert ást- arorö samt verða áhorfendur rækilega varir við þann ást- arbruna sem skyggir á allt annað hjá þeim þremur. Þetta er vöndu® skemmti- mynd, víða bregður fyrir hár- beittu skopi og eldsnörum til- svörum, hvergi örlar á pré- dikun. Persónur allar meitlað- ar skýrum dráttum og leikend- ur ekki af verri endanum. Je- an Sorel er þekktur fyrir leik sinn í „Belle de jour“ eftir Bunuel og „Vaghe stelle dee orso“ eftir Visconti, Ingrid Thulin er þekkt fyrir leik í Bergmansmyndum en hún hlaut frábæra dóma fyrir „La guerre est finie“ eftir Renais. Mest kemur á óvart ung og óþekkt leikkona hér Sylvie Fennec sem leikur hið erfiða hlutverk dótturinnar af sannri innlifun. Tónlistin er fjölbreytileg og skemmtileg eins og myndin og myndatakan betri en maður á að venjast. Að öllu samanlögðu er hér á ferðinni óvenju vönd uð mynd ekki sakar þaff að lit- irnir eru fallegir, og endirinn óvæntur. P. L. Magnús H. Daldvlnsson Laugavegl 12 - Slml 22804

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.