Tíminn - 18.12.1970, Side 6

Tíminn - 18.12.1970, Side 6
6 TIMINN FÖSTUDAGUR 18. desember 1970 Bætið örlitlu við ÞAÐ BEZTA SEM ÞÉR ÞEKKIÐ, OG ÞÉR HAFIÐ TTT SJÓNVARPSTÆKI — STEREOTÆKI — FERpA- TÆKI — SEGULBANDSTÆKI GELLIR SF. Garðastræti 11 SfMI 20080 Höfum ávallt fyrirllggjandi allár stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 Wk Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag - Miuada OMEGA JSSpma. PIERPODI Um árferði og ræktun Síðast liðið surnar var eitt hið kaldasta, sem komið hefur á þessari öld. Þetta var land- búnao'inum þeim mun alvar- legra, þar sem bændur voru nú vanbúnari að mæta slíku nú en oft áður, m. a. var nú meira sáð af grænfóðri en áð- ur, sem spratt víða illa vegna kuldans. Kal var enn mjög út- breitt, og sums staðar svo al- gert, að annað eins hafði varla áður sézt, og er þá langt til jafnað. Víða var mikið um kal í úíhaga, þannig var þaó' sums staðar í grasmóum, að allt var dautt í lautunum en aðeins þúfnakollar grænir. Slíkt kal verður hvorki skrifað á reikn- ing lélegra grasstofna, rangrar áburðarnotkunar eða áburðar yfirleitt, né annars ræktuninni viðkomandi. Þetta sýnir okkur bezt, hve árferði er nú ákaf- lega hart, og þó að margt megi örugglega bæta í ræktun okkar og meðferð túna, getum við tæplega vænzt þess að ræktunin verði nokkurn tíma áfallalaus. Það dregur þó alls ekki neitt úr því að full þörf er á stórefldum kalrannsóknum, bæði grundvallarrannsóknum, og ekki síður hagnýtum með- ferðarrannsóknum á túnum. Slíkar rannsóknir eru að sjálf- sögðu bezt komnar á þeirri tilraunastög Rannsóknarstofnun ar landbúnaðarins, sem er miðsvæðis, miífað við þá-lands- hluta og þau héruð, þar sem reynslan sýnir að tíðast kelur og alvarlegast. Ný kalsvæði voru ekki mjög stór á þessu vori en margar sveitir, sem mikið og þrálátt kal höfðu orðið að þola áður, voru nú ver famar en nokkru sinni fyrr. Menn geta gert sér í hugarlund hver áhrif þetta langvarandi kal hefur haft á efnahag bændanna. Þeir hafa nær allan þepnan áratug streitzt við að halda í bústofn sinn með árlegum ræktunarauka sámfara stöðugt auknum áburðarkaup- um, en jafnframt rýrnandi hey feng frá ári til árs. Tilkostnað- ur þessara bænda hefur aukizt stórkostlega en afurðir staðið í stað eða jafnvel dregizt sam- an. En ræktunin er víðar illa farin en á þessum verstu kal- svæðum, og það veldur meiru en heildarmyndina yfir allt landið. Meginhluti túnanna um allt Suður- og Vesturland er mjög lélegur. Gróður þeirra hefur mjög spillzt, og gengið úr sér undanfarandi ár, þó að ekki sé um algert gróðurleysi að ræða. Sjálfsagt má að jöfnu rekja þetta til kals og skemmda af öðrum völdum, þar koma afleiðingar tveggja slæmra votviðrasumra einnig til. Haustið 1969 voru tún á Suður- og Vesturlandi viða gegnsósa af vatni og sundur- troðin meó* vélum og stór- skemmd undan langhröktum heyjum. Gróðurfar þessara túna er viða svo lélegt orðið, að þau svara ékki áburði nema að mjög takmörkuðu feyti. 1 stað sáðgresis og góðra túngrasa, kemur lágvaxinn gróður og lé- legur, svo sem varpasveifgras, língresi eða smávaxinn víngull og nijög mikió' ber á knjáliða- grasi, þár sem votviðrasamara er og jörð raklend. Mjög ber á því þessi siðustu ár, að tún gerast of raklend, og sumar- sléttur breytast í fitjar með hálfgrasagróðri. Þetta stafar bæði af meiri votviðrum, meiri klaka í jörð, sem seint leysir á köldum vorum og sumrum, og svo því, sem alltaf verður að reikna með, að með tímanum þornar efsta lag hins fram- ræsta mýrlendis og þaó' þétt- ist og heldur meir í sér vatn- inu. Órannsakað er svo, hve þjöppun jarðvegs undan stöð- ugt þyngri umferð dráttarvéla og tækja hefur mikil áhrif til ills í þessu sambandi og öðru. En eitt er vist, að framræslan þarfnast bæði viðhalds og oft á tíðum endurnýjunar. Nú munu margir segja, að þarna sé ófögur lýsing, og er það sannast mála, en slíkur er raunveruleikinn. Það er auð- velt aó' sýna fram á það með beinum tölum, hvemig tilkostn aðurinn hefur stóraukizt við ræktunina, og þar með fram- leiðsluna. Árið 1950 var meðal köfnunarefnisnotkunin á hekt- ara í landinu frá 50—80 kg N, síðan 1965 hefur hún verið um 110 kg N á ha. Ef athugað er, hve mikil þeildar köfnunarefnis notkunin hefur aukizt reiknað á hvert kúgildi sem framleitt er, eru þær tölur ekki síður ugg- vekjandi. Árin 1950—55 var þetta frá 53—85 kg. á kúgildi en síðan 1965 hefur það verið frá 131—153 kg. Þarna virðist hafa oró'ið nær þreföldun á þessum hluta tilkostnaðar við framleiðsluna. Þó nokkur af- urðaaukning hefur þó orðið á þessum tíma, vegur það að- eins á móti. Þessar töiur eru ekki ná- kvæmar vegna þess að nokkuð af áburði og vaxandi hluti fer til annarra þarfa. En samt eru þær trú vitni um það hve illa ræktunarmálin eru stödd í þessum harðindakafla, sem nú gengur yfir. fslenzkur landbúnaður í heild hefur staóíð þessa raun með mjög mikilli prýði, og þeir bændur, sem versta kalið hafa orðið að þola, hafa sýnt ótrúlegt þrek og hugarþol. Jónas Jónsson. Wlagnús E> Baldvlnsson Laugavegi 12 - Simi 22804 ÚRVAL JÖLAGJAFA fyrir frímerkjasafnara myntsafnara Sendum í póstkröfu FRÍMERKJAMIÐSTÖÐ Skólavörðustig 21 A -r- Sími 21170 FLUGELDAR - FLUbElOAR 9 RAKETTUR 9 gerðir 9 BLYS 14 gerðir 9 GOS 6 gerðir 9 SÓLIR 3 gerðir 9 FALLHLÍFA-RAKETTUR 9 Ýmsar gjafavörur og leikföng. LÁRUS INGIMARSSON Heildverzlun, Vitastíg 8 A Sími 16205

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.