Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 8
8 TIMINN FÖSTUDAGUR 18. desember 1970 MNGFRÉTTIR Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna í fjárveitinganefnd: 25 MILLJONUM VERÐIVARB TIL JÖFNUNAR ADSTÖÐU NEMENDAI ITR JÁLBÝLITIL FRAMHALDSNÁMS Stjórnarsinnar vildu aðeins verja 12 milljónum króna, en sáu sitt óvænna; bættu þó aðeins 3 milljónum við. EB-Reykjavík, fimmtudag. ★ Þrátt fyrir fjölgun nemenda og verðhækkana, ætlaði ríkisstjórn in sér aðeins að veita 12 millj. kr. á næsta ári til að jafna aðstöðu nemenda í strjálbýli til framhalds náms. ★ Eina breytingartillagan sem fulltrúar stjórnarandstöðuflokk- anna í fjárvcitinganefnd lögðu til, er fjárlagafrumvarpið kom til 3- umræðu í dag, var sú, að þessi fjárveiting yrði hækkuð upp í 25 milljónir króna. ■k Sáu stjórnarsinnar sig um hönd, og á síðdegisfundi í dag um fjárlögin, stó'ð Jón Árnason upp dg flutti breytingartillögu þess efnis, að fjárveitingin yrði 15 milljónir, þ.e. hækki um 5 millj. frá fjárlögunum 1970. Halldór E. Sigurðson gerði grei-n fyrir breytingartillögu minni hluta fjárveit- irtganefndar. — Minnti hann á að 10 millj. kr., sem veittar voru í ár til jöfnunar á að stöðu nemenda í strjáiibýlinu, hefðu verið það lítil fjárhæð, að erfiðleikum hafi verið bundið að skipta henni og að nemendur í heimavistarskólum hefðu orðið útundan með dvalar- styrk, en við slíkan ójöfnuð yrði ekki unað í fratntíðinni. Halldór minnti í því sambandi á orð Gylfa Þ. Gíslasonar, er hann svaraði fyrirspurn um þetta efni á Alþingi i haust, en þá taldi menntamálaráðherra eðlilegt að úr slí'kum ójöfnuði yrði bætt. Enn fremur minnti Halldór á þau orð er Magnús Jónsson ,fjármálaráð- herra lét falla á Sveitarstjórnar- þinginu i surnar, um það að óeðli- legt væri að nemendur í heima- vistarskólunum væri látnir standa utan dyra hvað slíka fjárveitingu snerti. Þá sagði Halldór, að þessi eina tillaga minnihluta fjárveitinga- nefndar sýndi hófsemi og minnti á það að lokum, hve nemendum hefur fjölgað frá síðasta skólaári, og þær verðhækkanir sem orðið hafa frá því í vor. ÞINGFLOKKARNIR RlKISSTYRKTIR Frumvarp um það efni væntanlegt eftir jól, upplýsti fjármálaráðherra á Al- þingi í gær. — Fjárveitingin til dagblaða því ekki eins há 19Z1 og var í ár EB-Reykjavík, fimmtudag. Fram kom í ræðu Magnús- ar Jónssonar, f jármáiaráSh. á Alþingi í dag, að í undirbún- ingi væri löggjöf um sérstaka ríkisaðstoð við þingflokkana. j Yrði sú löggjöf væntanlega lögð fram er þing kemur sam- an að nýju eftir áramótin. Fjármálaráðherra gerði ekki frekari grein fyrir þessu máli, ‘nema þá, að í fjárlögunum 1971 væri gert ráð fyrir minni fjár- veitingu til dagblaðanna en veitt hafi verið samkvæmt fjárlögum r—-------------- —-----— ! EB-Reykjavík, fimmtudag. ! Eins og fram kemur hér á síðunni, var fjárlagafrumvarp- ið til 3. umræðu á Alþíngi í dag. Eru ýmsar breytingartil- lögur lagðar fram nú. Nokkrar þeirra komu fram við 2. um- ræðu, en voru síðan dregnar til baka til 3. umræðu. Á morgun, föstudag, verða þessar tillögur væntanlega til afgreiðslu, og er þá viðbúið a® stjómarsinnar felli margar tUlögur þingmanna stjónarand stöðunnar, um auknar fjárveit- ingar tQ brýnustu verkefna, þar á meðal þær tillögur sem sagt er frá hér á síðunni. 1970. Sagði ráðherra það eðlilegt vegna þessarar hugsanlegu aðstoð ar við þingflokkana. í fjárlagafrumvarpinu 1971 er það var lagt fram, var ekki ákvæði um styrk til dagblaðanna, nema þá, að ríkið kaupi 300 eintök af hverju dagblaði. Fjárveitinga- nefnd hefur nú samþ. annan styrk einnig til dagblaðanna, sem nem- ur 1 aiillj. og 100 þús. kr., og ennfremur að ríkið kaupi einnig 300 eintök af aðalmálgagni frjáls lyndra og vinstri manna. Þá sagði fjármálaráðherra, að greiðsluafgangur sá, sem nú er gert ráð fyrir að verjði hjá rí'kis- sjóði og næmi nú 272 millj. og Drangur Framhald af bls. 1 þess, að nokkur óvissa hefur ríkt um það, hvort útgerðar- maður „Drangs“ treysti sér til að halda þeirri þjónustu áfram að halda uppi vetrarferðum milli hafna á Norðurlandi. — Fftir að akvegasamband skap- aðist við Ólafsfjb'rð og Siglu- HREINT LAND FAGURTLAND 547 þús. kr., væri það fjármagn, sem líklega færi í launahækkun ríkisstarfsmanna. Þingmenn í jóla frí á ðaugardag EB—Reykjavík, miðvikudag. Þingsályktunartillaga um frest- un á fundum Alþingis, var í dag lögð fyrir Alþingi. Lagt er til að fundum þingsins verði frestað frá 19. des. eða síðar, ef henta þykir, enda verði það kvatt saman á ný ekki síðar en 25. jan. nk. fjörð, hafa þessir staðir aðeins þurft á ferðutn „Drangs“ að halda að vetrarlagi, þegar veg- ir hafa teppzt vegna snjólaga. Varð þar með gjörbreyting á aðstöðu bátsins. Að lokum má geta þess, að lagt er til í breytingartillögu fjárveitinganefndar Alþingis, að styrkur til Norðurlandsbáts verði hækkaður um 400 þús. kr. frá því sem gert var ráð fyrir upphaflega i fjárlögun- um. þannig að styrkurinn verði 2 milljónir og 400 þús. kr — Verður þessi tillaga eflaust samþykkt er atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið t'er fram á Alþingi á morgun. ./ Tillana frá Jóni K|artanssyni og Einari Ágústssyni FJÁRVEITING TIL AÐ BÆTA ÖR ÓFREMDARÁSTANDI KLEPPSSPÍTALANS við fjárlögin EB—Reykjavík, fimmtudag. Jón Kjartansson og Einar Ágústsson hafa lagt til, að í fjárlögunum fyrir 1971 verði varig 72 millj. 596 þús. kr. til launagreiðslna tU starfsmanna Kleppsspítalans, sem er 3 millj. kr. hækkun frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Jón Kjartans- son sagði er ■hann gerði grein fyrir breytingar- Sllögu þeirra Einars, að hann hefði svo sann- arlega haft í huga að flytja breytingartill. í samibandi við mörg brýn verkefni í kjördæminu sem hann væri þingmaður fyrir. Hins vegar væru vandamál Kleppsspítalans svo mikil að við svo búio mætti ekki standa og hefði frágreind tillaga mátt gera ráð fyrir mun meira fjármagni til stofnunarinnar. Jón Kjartansson minnti síðan á, að alltof fátt fólk starfaði á Kleppsspítalanum. Fjárlögin heimiluðu ekki nema 157,5 starfs menn, sem sinna sjúklingunum beint. Yfirlæknir spítalans gerði hins vegar ráð fyrir, að ekki yrði komizt af með minna en 213,5 starfsmenn til þessara verka. Til viðmiðunar mætti geta þess, að sjúkrahús í Danmörku, sem væru íviíf minni en Kleppsspítal inn, gerði rág fyrir 214 starfs mönnum til að sinna sjúklingum beint. Á danska sjúkrahúsinu, sem við væri miðað, væru innlagning ar álíka margar árlega og á Kleppsspítalanum, en eftirmeðferð ardeild danska sjúkrahússins hefði mun færri sjúklinga og færri viðtöl heldur en eru á Kleppsspít alanum. Til þess að geta ráðið þessa nauösynlegu viðbótarstarf- menn þyrfti að gera ráð fyrir 15 millj. kr. hærri fjárveitingu til Kleppsspítalans vegna lána. Jón minnti ennfremur á, að um langt árabil hafi verið geig vænlegur skortur á sjúkrarúmum fyrir geðsjúMinga hér á landi, sem leitt hefði til þess að ailtof margir sjúklingar hefðu verið teknir inn á Kleppsspítalann. Enn væru þar um 240 sjúklingár í plássi, sem talið er bæfilegt fyrir 203. Raunar væri plássið ekki nema fyrir 162, þar eð gamli spítalinn væri ekki lengur boð legur sem sjúkrahús vegna eld- hættu og vegna þess ag ekki væri hægt aó' hita hann nægilega. — Þá má benda á, sagði Jón, að áætlun vegna viðhalds er miklu lægra í fjárlögum en yfirlæknar, forstöðukona og umsjónarmaður áætla. Til þess að ná upp þeim mismun, þyrfti 7 mill. kr. við- bótar fjárveitingu, aúk 2. millj. kr. vegna nauðsynlegra endurnýj unar á eldhúsi. Að lokum sagði Jón að það væri þjóð — sem stærði sig fyrst og fremst af andlegum verð' mætum — til minnkunar, vildi hún ekki kosta hinu sama til með ferðar þeirra, sem vœru andlega sjúkir, og hún kostaði til með ferðar hinna líkamlegu sjúku. Þess skal að lokum getið að Jón Kjartansson vitnaði í ræðu sinni í bréf frá yfirmönnum Kleppsspítalans, þar sem segir, að vegna skorts á starfsfólM hafi jafnan vantað mikið á að veitt væri sú þjónusta á spítalanum, sem nauðsynleg væri, og jafnvel hafi reynzt fullerfitt að fuilnægja þjónustunni, sem lög gerðu ráð fyrir, vegna þess hve vinnuálagið Framhald á bls. 7. Tillaga Einars Ágústssonar og Helga Bergs: 16 millj. í gæziuvistarsjóð svo til framkvæmda komi — eins og gert er ráð fyrir í lögum sjóðsins EB—Reykjavík, fimmtudag. Einar Ágústsson og Helgi Bergs fluttu við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið breytingar tillögu þess efnis að framlagið úr ríkissjóði til gæzluvistar- sjóðs verði 16 millj. í stað 8 millj. eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Var til- lagan athuguð í fjárveitinga- nefnd milli umræoha og féllst þá meirihluti nefndarircnar á að hækka framlagið, en þó aðeins um 4 millj. Einar Ágiistsson sagði við 3. umræðu um fjárlagafrum- varpið í dag, að þótt þessi ákvörð un væri spor í rétta átt, væri breytingartillag- an engu að siður endurflutt nú. vegna þess að ljóst væi’i, að 12 milljónir væri ekki nóg fjármagn ,til þess að hrinda því í framkvæmd. sem lögin um gæzluvistarsjóð gerðu ráð fyrir. Einar Ágústsson minnti í ræðu sinni á það hörmulega ástand sem nú ríkir í málefn um drykkjusjúkra. Gat Einar viðtals við Sigurjón Björnsson sálfræðing, er birtist í Þjóð- viljanum í gær, þar sem Sigur jón segir m. a. að úrbætur í málefnum drykkjusjúkra væru í verkahring ríkisvaldsins, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma, væri þeirra ekki að vænta í bráð. Vegna hins hörmu lega ástands væri skjótra úr- bóta þörf í þessum málum, en því miður virtist viðkomandi ráðuneyti hafa lítinn skilning á þessum vandamálum. AóV lokurn minnti Einar á þá fjárhæð er ríkissjóður fengi vegna áfengissölu. Væri eðli legt að meira af þeirri fjár- hæð rynni til úrbót- í málefn um drykkjusjúkra, svo marga einstaklinga sem þessi sala hefði eyðilagt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.