Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 18. desember 1970 TÍMINN 9 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fram&væmdastjórl: Krlstjám Benediktsson. Ritstjórar: Þóraiinn Þórartrisson (ábt Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómaa Karlsson. Auglýsingastjórl: Steingrimur Gislason. Kitstjómar- •krlfstofuT i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — AfgreiðslusímJ 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofux simi 18300. Askiiftargjald kr. 195,00 á mánuði, mnanlands — í lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf MICHAEL HORNSBY, The TimeS/ London: Tokio — borgin, sem er að kafna vegna mengunarinnar Dreifing mennia- stofnana Fyrir Alþingi liggur nú tillaga frá Ingvari Gíslasyni, Gísla Guðmundssyni og Stefáni Valgeirssyni, þar sem lagt er til að þingið lýsi þeim vilja sínum að stefnt skuli að eðlilegri dreifingu skóla og hvers kyns mennta- og menningarstofnana um landið, sérstaklega skuli svo stefnt að því að efla Akureyri sem skólabæ og miðstöð mennta og vísinda utan Reykjavikur. í greinargerð tillögunnar segir, að með mennta- og menningarstofnun sé að sjálfsögðu átt við skóla og aðrar fræðslustofnanir, söfn, s.s. bókasöfn, náttúrugripasöfn, listasöfn, minja- og þjóðfræðasöfn, leiklistar- og tónlistar- starfsemi og aðra listastarfsemi. í ýmsum tilvikum yrði framkvæmd þess stefnuatriðis, sem fjallar um dreifingu mennta- og menningarstofnana um landið, fólgin í stuðn- ingi við stofnanir, sem þegar eru fyrir hendi, en þurfa eflingar á einn eða annan hátt. Þannig eru víða til bóka- söfn, en flest þurfa þau eflingar, minjasöfn eru einnig víða, en áreiðanlega þurfa þau margs konar eflingar flest hver, og æskilegt væri, að sum minjasöfn a.m.k. efldust svo, að þau mættu með réttu kallast þjóðfræða- söfn, e.t.v. staðbundin og takmörkuð, en eigi að síður fræðilegar stofnanir, en ekki aðeins varðveizlu- og sýn- ingastaðir. Þá vekja flutningsmenn athygli á því, að fyrir nokkr- um árum skipaði norska ríkisstjómin nefnd, sem hafði það hlutverk að kanna möguleika á dreifingu ríkisstofn- ana þar í landi. Ein meginniðurstaða nefndarinnar var sú, að lítil sem engin vandkvæði væru á því að velja sérgreinaskólum stað utan höfuðborgarinnar. Sérgreina- skólar væru að öðru jöfnu eins vel staðsettir utan höfuð- borgarinnar sem innan hennar. Hins vegar væri heppileg lausn í staðsetningarmálum skólanna að koma upp „skóla- miðstöðvum“, þar sem væru fleiri skólar en einn. M.a. nýttust kennslukraftar bezt við slíkar aðstæður. Flutnin'gs menn segja, að fyrir þeim vaki, að Akureyri verði slík skólamiðstöð. Þá rifja þeir upp þá aðstöðu, sem nú er fyrir hendi til vísindaiðkana á Akureyri, t.d. gott bókasafn, góður gras- garður, náttúrugripasafn o.fl. Þetta sé að vísu aðeins mjór vísir þess, sem orðið gæti, ef markvíst og skipulega væri unnið að eflingu rannsókna- og vísindastarfs á Akureyri. Hins vegar er hér um grundvöll að ræða, sem byggja mætti ofan á. í fyllingu tímans mun engum þykja goðgá, þótt akademísk fræðsla í meira eða minna mæli verði upp tekin á Akureyri, enda ber að stefna að henni sem sérstöku markmiði. Hví sátu þeir Hjá? I forustugrein Þjóðviljan* í gær er því haldið fram, að Framsóknarmenn hafi samþykkt að hækka bensín- skattinn vegna þess, að þeir vilja „ganga í augun á Sjálf- stæðisflokknum“. Hins er ekki getið 1 þessari Þjóðvilja- grein ,að þegar atkvæði voru greidd um skattinn í neðri deild, sátu þeir Lúðvík Jósefsson, Geir Gunnarsson og Jónas Árnason hjá, en Steingrímur Pálsson og Eðvarð Sigurðsson gættu þess að vera fjarverandi. Gerðu þeir þetta kannske til þess að ganga í augun á Sjálfstæðis- flokknum? Eða var þeim ljóst, að eins og á stóð, var ekki annarra kosta völ til að afla nægilegs fjár til vega- viðhalds og nýrra vegaframkvæmda? Fróðlegt væri að fá skýringu Þjóðviljans á þessu fyrir- bæri. Þ-Þ- Gasgrímur verða þar brátt eins algengar og regnhlífar ÍBÚAR Tókíó hafa mátt þola sitt af hverju, en í sumar fengu þeir fyrst að kenna á nýrri og afar óskemmtilegri ógn, eða eins konar efnaþoku, sem lagðist yfir. Fyrirbærið er kunnugt frá Los Angeles og kemur fram, þegar brunnin úr- gangsefni í útblæstri bíla verða fyrir áhrifum af sterku sólarljósi. Þessi þoka er ná- lega ósýnileg, en allt að því banvæn. Efnaþokan í Tókíó varó' enn verri vegna skaðlegrar brenni- steinsgufu, sem suðlægir vind- ar báru frá iðnaðarhverfunum við ströndina í Kawasaki og Yokohama, og hún varð því sérlega erfig viðfangs. Afar sjaldgæft var að kulaði nægi- lega til þess að hreinsa loftið í 'höfuðborginni. SKAÐVÆNNA áhrifa þess- arar nýju ógnar varð fyrst vart hjá börnum, sem voru a& leik á skólaleikvelli, en fundu allt í einu, að þeim varð erfitt um andardrátt og sum þeirra •hnigu niður. Næstu daga og vikur varð að taka fjölda fólks til lækninga í sjúkrahúsum í Tókíó, en helztu einkennin voru eymsli í hálsi og sár sviði í augum. Komið var í skyndi upp að- vörunarkerfi yegna efnaþokunn ar. Þá daga, sem ástandið varð sérlega slæmt, voru birtar í útvarpi, sjónvarpi og akandi hátalarabílum áskoranir til al- mennings að halda sig inni við, og bíleigendur voru hvattir til að skilja bílana sina eftir heima. Börnum yar ráðlagt að vera ekki að leik undir berum himni. Allt minnti þetta óþægi- lega á aðvaranirnar um loft- árásirnar í heimsstyrjöldinni síðari, eins og sumir gamlir Japanir komust að orði. MENGUNIN er orðin dag- legt braug í Tókíó, ef svo má að orði komast. Michitaka Kaino, forstöðumaður mengun- arrannsóknarstöðvarinnar, spá- ir því, að senn renni sá dagur, aó' fótgangandi, fólk með gas- grímur við hönd verði jafn al- gengt og fólk með regnhlif er nú. Hann hefur einnig spáð því, að loftmengunin fimm- hundruðfaldist á næstu tíu ár- um. Smásöluverzlun ein í Tókíó hefur síðan í ágúst selt mjög mikið af litlum súrefnistækj- um, sem auðvelt er að halda á. Fjölmörg gömul sedrustré og furutré falla vegna mengun- ar í Tókíó. Blómagarðarnir við keisarahöllina njóta mjög mik- illar umönnunar, en þrátt fyrir bað gætir áhrifa mengunarinn- ar einnig þar. Dýr og fuglar, sem drepizt hafa í dýragarðin- um í Tókíó, hafa verið tekin til rannsókna og lungu þeirra reynzt svört af mengun. UNNIÐ hefur verið að rann- sóknum á áhrifum mengunar- innar á heilsu manna síðan 1966. Talið er, að andþrengsli, þrálátt lungnakvef, lungna- þemba og ýmsir aðrir sjúkdóm- ar í öndunarfærum standi í SATO forsætisráðherra Japans nánu sambandi vig mengunina. Mengun lofts hefur valdið erfiðleikum í Tókíó síðan 1960. Þá var farið að kaupa ódýra, brennisteinsblandaða olíu frá löndunum fyrir botni Miðjaró'- arhafsins og nota til eldsneyt- is í stað kola. Olíunni er brennt í verksmiðjum árið um kring og hún er notuð til upp- hitunar í skrifstofum og einka- heimilum að vetrinum. Vegna þessarar brennslu berast ár- lega 1,7 milljónir smálesta af skaðlegum gastegundum út í andrúmsloftið, og kveður einna mest að brennisteinssambönd- um. Við þetta bætist svo út- blástur tveggja milljóna bif- reiða, sem renna fram og aft- uf um götur Tókíó-borgar. Ástandið verður enn háska- legra vegna þess, aó‘ veðurfari og fleiru er iðulega þann veg háttað, að hin mengandi efni dreifast ekki eins ört og eðli- legt verður að teljast. SKAMMT er síðan ag ríkis- stjórnin fór að reyna að hamla gegn menguninni. Snemma á síðast liðnu ári voru sett ákvæði um magn brennisteins- sambanda, sem berast mætti frá verksmiðjum út í andrúms- loftiö'. Iðnrekendum er þó leyft að fara sér hægt og eru þeim ætluð tíu ár til að koma málum í hið ákveðna horf. Eng in ákvæði hafa verið sett um skrifstofu- eða verzlunarbygg- ingar (en þó er talið, að í vet- ur kunni að verða hafizt handa gegn eigendum þeirra). í febrúar í vetur féllst rík- isstjórnin á tillögur samgöngu- málaráðuneytisins um, að kol- ildi í útblæstri nýrra bifrei&'a megi ekki fara fram úr 4,5 af hundraði og 5,5 af hundraði hjá gömlum bifreiðum. Lítið hefur þó verið gert til þess að knýja bifreiðaframleiðendur til að hamla gegn menguninni. Táknrænt þykir, að þeir bílar einir, sem ætlaðir eru til út- flutnings, eru búnir tækjum til áíhrifa á útblásturinn. MENGUN LOFTS kann að vera ill, en mengun vatns er þó bæði meiri og verri. Fjöl- margar smáár renna um Tókíó og skurðir liggja í allar áttir. Yfirbor&' ánna og skurðanna nemur um fimm af hundraði af flatarmáli borgarinnar. Allt þetta vatn er of mengað til þess að fiskar geti lifað í því að undan skilinni ánni Edo og efri hluta árinnar Tama (en þaðan fá Tókió-búar neyzlu- vatn sitt). Sumar árnar mega einna helzt heita daunill, opin ræsi, eins og Ayase til dæmis. Þarna er ekki einvörðungu um að ræða úrgang frá iðju- verum. Miklum úrgangi frá íbúðarhverfum er einnig veitt f árnar. Ekki eru nema tvö hús af hverjum fimm í aðalborg- inni tengd venjulegu holræsa- kerfi, og ekki nema tíunda hvert hús í útborgunum, en þær þenjast ört út. Tókíó-flói er sem óðast að breytast í forarvilpu, en í hann renna árnar og á strönd- inni me&Tram honum eru flest stóru iðjuverin saman komin. Áður var mjög mikið af fiski í flóanum, en nú er farið að bera töluvert á ýmsum sjúk- dómum í fiski þar. Á þessu ári var dælt upp leðju af sjáv arbotni úti fyrir Yokohama, og reyndist mikið af kadmium og kvikasilfri i leðjunni. Það reyndist stafa frá verksmiðju- úrgangi, sem veitt hafði verið í flóann án leyfis. Fjölmargar ár í Japan eru einnig mengað- ar kadmium og kvikasilfri. TÓKÍÓ er ekki eina borgin, sem á við þessa erfi&leika að stríða. Osaka, Nagoya og fleiri borgir hafa einnig fengið að kenna á menguninni. Ef til vill hefur þó átakanlegasti harmleikurinn gerzt í smáborg inni Fuji. íbúar þessarar smáborgar eru ekki nema 180 þúsund og hún stendur við Suruga-flpa, við rætur 'hins heilaga fjalls, sem hún dregur nafn af. Fyrir tíu árum var hún talin ein- hver fegursta borgin í Japan, en nú er mengunin þar orðin meiri en í nokkurri annarri japanskri borg — og þó víðar væri leitað. Fjórar risastórar pappírs- verksmiðjur veita 2,6 milljón- um smálesta af úrgangi í hðfn borgarinnar dag hvern. Fyrir fáum árum gátu 10 þúsund smálesta skip athafnað sig þar, en nú er erfiðleikum bundið að afgreió'a tvö þúsund smálesta skip í höfninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.