Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 18. desember 1970 11 TÍMINN Gagnrýni hvað er það? Þennan morgun milli hvítra skara undir gráum himni kom sólin til mín í grænu laufi í hvassviðri sólin kom til mín eftir iangar fjarvistir loks til mín min í tjaldi mín í skógi mín eftir langa nótt og ég kyssti á sofandi augu hennar þar sem hvergi örlar á skáld- skap í neinni ljóðlínu: L X V I : „Talaðu ekki um bros hinna fáu vitru og hlátur hinna mörgu heimsku, því líf þitt er bundið örlögum allra manna. Þeir eru allir þú sjálfur. f þínu lífi lifa þeir vitru og heimsku, og ósigur þeirra einnig ósigur þinn. Eyða í heilabúi, smásálar- háttur, eða minnimáttarkennd? í mörgum tilfellum hef ég kynnzt persónum með einhvern af þessum göllum — sjaldan þó nema einum, fyrr en við lestur gagnrýni í dagblaðinu „Vísi“. Þar er brotið blað. Smásagnahöfundur, lýriker og bókmenntagagnrýnandi „Visis“ virðist vera öllum þessum göll- um gæddur. Dálítið hef ég kynnzt gagnrýnenduum, greind- um og heiðarlegum, við lest- ur annara blaða. íslendingar hafa hér áó*ur fyrr átt því láni að fagna, að eiga gagnrýn- endur, sem skrifuðu bókmennta lega gagnrýni, eins og t d. Guðmund Finnbogason, sem byggði upp, í stað þess að rífa niður. En það er eins víst og amen í kirkjunni, að bók- menntagagnrýnandi „Vísis“ skrifar ævinlega lofgerð um Guðberg Bergsson og hans líka, og það er jafnvíst að hann skrifar órökstutt fleipur um þá höfunda, sem ekki heyra til þeirra litlu og ljótu klíku, sem hann þjónar. Þess vegna er ákaflega vio'bjóðslegt að vita til þess, ag þessi „gagnrýn- andi“ taki sér í munn orð eins og heiðarleika um sjálfan sig. Alltaf hafa mér ofboðið „rit- dómar" þessa „gagnrýnanda". Svo nokkur dæmi séu nefnd: Hvað sagði þessi maður um eitt vinsælasta leikrit eftir ís- lenzkan rithöfund á síðastliðnu ári: „Fjaðrafok“ eftir Matttuas Jóhannessen. Ekki sýningar- hæft. Þessu var lýst yfir í Rík- isútvarpinu — og höfundur- inn ekki viðstaddur til and- mæla. Annað dæmi: Jóhannes helgi skrifar skáldsögu, sem að dómi allra læsra fslendinga var í sérflokki. En einkunn þessa „gagnrýnanda" „Vísis“ var núll. Nú, fimmtudaginn 3. des. birtist „ritdómur" um ung an höfund, Hilmar Jónsson, bók hans er fordæmd sökum þess, ao' skáldig er talið lítillar ætt- ar, og vegna skoðana sögu- persóna. Kannski er það nú- tímaleg gagnrýni að dæma skáld eftir ætt hans og skoð- unum þeirra manna, er hann lýsir? Allt þetta hefur mér ofboð- ið. En þá fyrst kastar tólfun- um, þegár ég les „ritdóm" í sama blaði um Gunnar Dal, þar sem þessi „gagnrýnandi“ skrifar um skáldsöguna: „Á heitu sumri:“ „Hvorki þessari sögu Halldórs Sigurðssonar, eða Gunnars Dals, mun ætlað að vera annað né meira en rómantísk og alþýðleg skemmti- saga, fallin til skammrar dægra styttingar." Og þetta leyfir „gagnrýnandinn“ sér ag segja um sögu, er fjallar um alvar- ©IMDOÍS) ER FRJÁLST legustu vandamál samtímans, og er á engan hátt byggó' upp sem skemmtisaga eða róman- tísk skáldsaga. Veit hinn „heiðar legi“ gagnrýnandi ekki hvað rómantísk skáldsaga er, eða er þetta vísvitandi fölsun? Annars virðist þessi „gagn- rýnandi" hafa heimspekinginn, rithöfundinn og ljóðskáldið Gunn ar Dal sérstaklega á heilanum. Ég á gréiðan aðgang að úr- vali innlendra og erlendra bók- mennta. Ljóð hafa jafnan tek- ið rnest af mínum frítíma, og tel ég mig hafa gluggað í flest af því, sem bezt hefur verið ort á íslenzka tungu. Og aldrei hef ég fengió' til lestr- ar aðrar eins perlur og „Radd- ir morgunsins“, eftir Gunnar Dal, þar sem hver lína geymir vísdóm og er um leið tær lýrik. Umsögn „gagnrýnanda" „Vís- is“ um „Raddir morgunsins" er, ef ég man rétt, á þessa leið: „Hvergi örlar á skáldskap £ neinni ljóðlínu bókarinnar.“ Síðan nefnir „gagnrýnandinn" tvö dæmi, er sanna það eitt, að hann skilur ekki það sem hann les. Sjálfur hefur þessi „gagn- rýnandi" skrifað smásögu og ort ljóð, en hvorugt hefur AUGLÝSING UM NÚMERABREYTINGU ! HiÁ PÓSTI OG SÍMA Fimmtudaginn 17. desember n.k. brejdist síma- númer hjá Pósti og síma, verður 26000 í stað 11000. MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 26000 PÓSTUR OG SÍMI nokkru sinni verið sett undir mælistiku. En ef til viU hefði þjóðin gaman af að kynnast eigin verkum þessa stóryrta „gagnrýnanda"? Eitt Ijóg hans er svona — í herrans nafni og fjörutíu: ,4>ennan morgun kom sólin til mín. þennan sólarlausa rnorgun" Ó já, Ó. J. það er nú svo! Sólarlausan morgun kom sól- in til mínu, undir gráum himni, í grænu laufi og hvass- viðri! Þetta kallar maður víst myndrænan skáldskap, eða hvað? Og megum við svo líta á hinn talentlausa Gunnar Dal, Hér gengur enginn síðastur, enginn fyrstur, því sigur mannsins er sigur allra manna. Og að lokum, þegar orrusta mannsins er unnin, mun aðeins hið hreinasta lifa, og frjálsara mannkyn mun öo'last voldugri vitund:“ Fríða Guðmundssou. Nesti,sem örvar hæfileikana! Unga fólkið þarf að læra meira nú, en fyrrum. Þegar það kemur út í atvinnullfið, verða mennta- kröfurnar strangari en þær eru I dag. Námsgáfur þess þurfa þvi að njóta sin. Rótt fæði er eln forsendan. Smjör veitir þeim A og D vitamín. A vítamfn styrkir t d. sjónina. Östur er alhllða fæðutegund. i honum eru m. a. eggjahvftuefni (protein), vftamln og steinefni, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Öll þessi efni stuðla að eðlilegu heilbrigði. Kalkið er m. a. nauðsynlegt starfsemi taugakerfisins. D vítamin smjörsins og ostanna styrki tennur og B vítamin er nauðsynlegt húðinni. Skortur þess er ein af ástæðunum fyrir óhreinni húð. Örvið námshæfileika unga fólksins, geflð því holla næringu. Gefið því smjör og osta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.