Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.12.1970, Blaðsíða 13
FOSTUDAGUR 18. descmbcr 1970 ■l-MW TÍMINN i ÍÞRÓTTIR 13 Dregið í Evrópukeppni meistaraliða í handknaitieik kvenna Fram mætir Ferencvaros frá Ungverjalandi í 8-liða úrslitum Hp—Reykjavik. fslandsmeistararnir í handknatt- leik kvenna, Fram, sem sigruðu ís- raelska liðið Maccabi í fyrstu um- ferð Evrópukeppninnar í hand- knattleik kvenna, fá sem mótherja í 8-liða úrslitum ungversku meist- arana Ferencvaros. Dregið var um hvaða lið ættu að mætast sl. þriðjudagsikvöld hjá for- ráðamönnum keppninnar, sem eru í Tékkóslóvakíu, og drógust þessi lið saman: Timisoara, Rúm. — HG, Danm. Kiev, Rússl. — Krakow, Póll. Ferencvaros, Ung. — Fram, fsl. Hlorovic, Tékk. — Niimberg, V.-Þýzkal. Þetta er í fyrsta sinn, sem ís- lenzkt kvennalið kemst í 8-liða úr- slit í Evrópukeppni kvenna, en hætt er við að lengra verði ekki farið, a. m. k. ekki í þetta sinn, því ungverska liðið er talið mjög gott. Það er þó aldrei að vita. Fram- stúlkurnar geta leikið mjög vei og staðið fyrir sínu, og er ekki að efa, að þær gera það móti hinum ung- versku meisturum. Ferencvaros á, samkvæmt drætt- inum, að leika fyrri leikinn á heimavelli sínum, og er það vinn- ingur út af fyrir sig. Ekki er vitað, hvað Fram ætlar að gera í samibandi vi@ leikina, en heyrzt hefur, að til tals hafi kom- ið að gefa báða leikina, ef liðið lenti á móti liði, sem 'angt væri að heimsækja, eða bjóðast til að leika báða leikina þar. Ástæðan fyrir því er sú, a!S Fram tapaði milli 150 og 200 þúsund krónum á leikjunum við Maccabi. Fjárhagur félagsins er það slæmur, að ekki má bæta við hann meiri skuldum, því það getur komið niður á ann- arri starfsemi Handknattleiksdeild- arinnar. Lítið er vitað um styrkleika Fer- encvaros, en þó er vitað, að ,lðið er mjög svipað öðrum austur- Halldóra GuSmundsdóttir, fyrirliSi Fram, skorar gegn ísraelska liSinu Mac- cabi í Evrópukeppninni. —. Næsta verkefni hennar í þeirri keppni er að stjórna liði sínu gegn ungversku meisturunum Ferencvaros. evrópskum kvennaliðum — en þau hafa til þessa borið af Vestur- Evrópuliiðunum. Það eru aðeins v- þýzku liðin, sem hafa getað staðið í þeim, og þá helzt Núrnberg. Ferencvaros hefur áður leikið hér á landi í Evrópukepþni, en það var 1966, en knattspyrnulið félags- ins lék vi@ ÍBK í Evrópukeppni deildarmeistara. ,BAMBUSMÚRINN' OPNAST AFTURÍ Síðan Mcnningarbyltingin hófst í Kína og þar til nú fyrir skömmu. hefur „Bambusmúrinn“ verið lok- aður í öllum samskiputm kín- verskra íþróttamanna við aðrar þjóðir. Sovétmenn reknir úr Evrópukeppninni Að vísu hefur aldrei verio' mik ið um samskipti á milli Kína og annarra landa, þar sem Kína hef- ur ekki sótt um aðild að alþjóða samtökum, Einu samskiptin eru i borðtennis og badminton, en þar eru Kínverjar framar öllum öðr- um þjóðum. Framhald á bls. 7. Meðal þeirra liða, sem áttu að mætast í 2. umferð í Evrópukeppni meistaraliða i handknattleik karla, sem á að vera lokið fyrir áramót, voru rússnesku meistararnir og portúgalska liðið Sporting. Fyrri leikurinn átti að fara fram Noregur vann Sviss 17:11 Noregur sigraði Sviss í lands leik í handknattleik karla, sem fram fór í Osló í gærkveldi 17:11. í hálfleik hafði Noregur 6 marka forskot 10:4. Sviss tókst að minnka bilið í 3 mörk 12:9, en Norðmenn náðu að rétta úr kútn um og sigra með 6 marka mun 17:11. Jon Reinertsen lék í þessum leik 50. landsleik sinn fyrir Noreg. í Portúgal, en þegar til kom neit- uðu Sovétmenn að mæta til leiks — vegna óeirðanna í Guinea!!! Fyrir það hefur þeim nú verið vísað úr keppninni, og Sporting talið sigur- ari í báðum lcikjunum. Nær öllum fyrri leikjunum í annarri umferð er nú lokið, og það óvenjulega hefur gerzt í fjórum þeirra, að heimai’iðið hefur tapað. Úrslit þeirra leikja hafa orðið þessi: OS, Noregi—Steaua, Rúm. 14:30, Dimitrov, Búlg.—Hellas, Svíþjóð 10:16 (Hellas sigraði einnig í síð- ari leiknum 15:11), Sittaed, Holl. —Magdenburg, A-Þýzkal. 21:30, Gu mm ersb ach, V-Þýzk.—Göpp i n g- en, V-Þýzk. 20:12, Granoles, Spáni —US Ivry, Frakkl. 24:22 og ísra- ei'sku meistararnir töpuðu á heima velli fyrir júgóslavnesku meistur- unum Einu liðin, sem eiga eftir að mætast í fyrri leiknum í þessari umferð eru Dukla, Tékkóslóvakíu og HG, Danmörku, en þau leika á sunnudaginn í Prag. —klp— 23! Parks ☆ Fyrri leikirnir í undanúrslit- um deildarbikarkeppninnar í j landi voru leiknir í fyrrakvöld, o; lauk báðum lerkjunum með jafn- tefli, 1:1. Bristol City—Tottenham 1:1 o, Manchester United—Aston Villi 1:1. Síðari leikirnir fara fram desember, og fer þá fyrrnefnd: ,’eikurin.n fram á White Hart Lan en sá síðarnefndi á Villa Sigurvegararnir úr þessum leikju mætast síðan í úrslitaleiknum. ☆ Arsenal vann sér rétt til þáttl töku í 8-liða úrslitum í BorgaJ keppni Evrópu, með þvi að ger; jafntefli, 0:0, við belgíska liði Beveren Waas í síðari leik liðann sem fram fór í Be’giu. Arsenaj sigraði í fyrri leiknum 4:0. í sö-mu keppni vann FC Twente frá Hollandi einnig rétt í 8-lið, úrslit, með því að sigra Dynamo fr Júgóslavíu 1:0. Fyrri leik liðann sem fram fór í Júgóslavíu la rneð jafntefli 2:2. FRAM - F.H. 23:23 f gærkveldi Iéku í 1. deild karla í íslandsmótinu í hand- knattleik, Fram og FH. Var leikurinn mjög skemmtilegur og spennandi, en lauk með jafntefli 23:23. f hálfleik hafði FH yfir 11: 10. Þegar 7 mín. voru til leiks loka höfðu þeir yfir 22:19, en Fram tókst að jafna 22:22 þeg ar 3 mín voru eftir en þá skor aði Geir Hallsteinsson úr víti, en Pálmi Pálmason jafnaði á siðustu sek. leiksins. Leikurinn var geysilega harð ur, og var 7 mönnum visað af leikvelli í 2 mín., 4 úr Fram og þrem úr FH, og ein 14 víti voru dæmd í leiknum. Þegar blaðið fór í prentun, var síðari leiknum milli ÍR og Víkings ekki lokið, en leiknum í 2. deild, milli Ármanns og Breiðabliks lauk með sigri Ár- manns 16:9 ELDHÚS- OG STEIKARSETT ÚR RYÐFRÍU STÁLI EMELERAÐIR POTTAR PÖNNUR OG TEKATLAR ALUMINIUMPOTTAR 8, 12, 16 og 24 LÍTRA EINNIG TEFLONHÚÐAÐAR STEIKARPÖNNUR ELDHÚSVASKAR, ÞVOTTAHÚS- VASKAR, BLÖNDUNARTÆKI OG HILLUBÚNAÐUR Ódýra sænska harð-j plastið frá Perstorp aðeins 1055.oo kr. piatan Smiðjubúðin Einholti 10 — Sími 2-12-22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.