Morgunblaðið - 02.12.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.12.2005, Qupperneq 26
daglegtlíf ídesember JÓLIN KOMA SYSTKININ ELLEN OG KRISTJÁN BAKA EPLAKÖKU HVAÐ KOSTAR LAUFABRAUÐIÐ? „OKKUR langaði að gera eitthvað fyrir krakka sem eru veikir,“ segja þeir vin- irnir Andri Steinn Hilm- arsson, Mímir Hafliðason og Benedikt Sigurðsson, sem hönnuðu merki á boli sem þeir svo selja til styrkt- ar hjartveikum börnum. Þessir framtakssömu strákar segja hönnunina á merkinu hafa orðið til í samvinnu þeirra allra. „Benedikt fann upp á slagorðinu „Ég fylgi hjart- anu“ og við Andri gerðum hjartað,“ segir Mímir. Þeir fóru síðan í fyr- irtækið Tanna til að láta prenta merkið á boli. „Fólkið hjá Tanna var svo hrifið af framtaki okkar að við fengum tíu prósenta afslátt af kostn- aðinum við að prenta á bolina,“ segja þeir félagar ánægðir. Þeir ganga í hús og selja bolina og segjast nú þeg- ar hafa selt fyrir kostnaðinum. „Vinir okkar og ættingjar hafa líka verið duglegir að kaupa af okkur og við seldum marga boli í skólanum þeg- ar þar var laufabrauðs- bakstur,“ segja þremenn- ingarnir sem eru í Linda- skóla í Kópavogi. Þeir ætla að ganga í hús í desember og selja boli og fara svo með afrakst- urinn í Neistann, styrktarfélag hjart- veikra barna. „Af því við vitum að mörg börn sem eru hjartveik þurfa að fara í mjög dýrar skurðaðgerðir til útlanda.“ Bolirnir kosta 1.500 krónur. Morgunblaðið/Ásdís Andri, Benedikt og Mímir, allir komnir í réttu bolina.  JÓLAANDINN | selja boli til styrktar hjartveikum börnum Bolirnir fást á börn og fullorðna. Kvenbolirnir eru svolítið aðsniðnir. Þeir sem vilja kaupa boli geta hringt í síma 823-3026 eða sent tölvupóst ávk@simnet.is Vinir með hjartað á réttum stað SAGT er frá því á vef Neytenda- samtakanna að bréf hafi borist frá neytanda þar sem spurt sé um reglur um tilboðsverð. Viðkom- andi benti á að í Nóatúni hefði verið auglýst tilboð á mandarínum í kassa, 498 kr. Í kassanum voru 2,3 kg. Mandarínur í lausasölu kostuðu 189 kr. kg. og þar af leið- andi kostuðu 2,3 kg. 435 kr. Þetta fannst neytandanum dýrt tilboð. Bréf þetta var sent Neyt- endastofu og í svari hennar kem- ur fram að tilboð og útsölur eigi að auglýsa með sama hætti, þ.e. að fyrra verð komi fram svo að neytendur geti séð í hverju til- boðið felist. „Þá hefði Nóatún jafnframt átt að gefa upp mælieiningaverð þannig að neytendur gætu séð að kílóverð í lausu væri lægra en til- boðsverð á kassa.“ Jafnframt kemur fram á vefn- um að Neytendasamtökin munu kæra brot á settum reglum til yf- irvalda, í þessu tilviki til Neyt- endastofu.  NEYTENDUR Morgunblaðið/Árni Torfason Tilboðsverð reyndist hærra NÝ lágvöruverðsverslun með íþrótta- vörur verður opnuð í dag við Funa- lind 2 í Kópavogi undir heitinu sport- net.is. Eigendur eru hjónin Lýður B. Skarphéðinsson, íþróttafræðingur og sérfræðingur í göngugreiningum, og Elva Björk Sveinsdóttir íþróttafræð- ingur sem jafnframt munu veita fag- lega ráðgjöf við val á skóbúnaði. Að sögn Lýðs verða svokallaðar eftirársvörur í boði í versluninni á 30– 60% afslætti og eins glænýjar vörur á 10–15% lægra verði en samkeppn- isaðilarnir bjóða. „Ég veit hver álagn- ingin er í þessum bransa því það er alltaf gefið út svokallað leiðbeinandi smásöluverð. Svo verður maður bara að vera duglegur að fylgjast með samkeppnisaðilunum.“ Lýður segir að galdurinn að baki því að geta boðið fólki íþróttavörur á lágu verði sé að kaupa inn í miklu magni og stað- greiða birgjum auk þess að vera í ódýru húsnæði með enga yfirbygg- ingu. „Við stílum inn á mikið og breitt vöruúrval og erum með helstu íþróttamerkin. Við erum að kaupa beint af íslenskum birgjum og flytj- um auk þess íþróttafatnað inn, að- allega frá Danmörku. Ég get svo út- vegað íþróttafélögum allt til alls, fatnað sem og bolta og annan búnað. Ég hef lengi unnið í íþróttabrans- anum, meðal annars við göngugrein- ingar hjá Össuri og stoðtækni Gísla Ferdinandssonar. Auk þess hef ég undanfarin tvö ár verið að þvælast um land í þeim tilgangi að selja íþróttavörur. Þar hef ég fyllt heilu fé- lagsheimilin af vörum sem fengið hafa frábær viðbrögð. Það í raun og veru rak á eftir mér að opna lág- vöruverðsverslun á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Lýður.  NEYTENDUR | Lág- vöruverðsverslun með íþróttavörur Morgunblaðið/ÞÖK Eigendur Sportnet.is Elva Björk Sveinsdóttir, Skarphéðinn Haukur Lýðsson (sonur þeirra) og Lýður Skarphéðinsson. Nýjar og eldri vörur í boði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.