Morgunblaðið - 30.06.2005, Qupperneq 2
2
RITSTJÓRATAL
UM MÁLIÐ
HVAÐ ER AÐ
SKE
Nú er gúrkutíð! Hriiikaleg gúrkutíð. Ekkert að frétta eða gerast á inn-
lendum vettvangi; nema jú, Eiríkur ritstjóri Hér og Nú á tali við kollega
sína á Stöð 2. Spyrillinn: Sérðu eftir einhverju? Eiríkur: Ja, ég sé eftir því
að hafa komið í þáttinn, því þið eruð hlutdrægir! Spyrillinn: En, þú, ert
þú ekki hlutdrægur? … Eiríkur: Hún las yfir viðtalið og tók meira að
segja út nokkur atriði. Spyrillinn: Nú, Eins og hvað? Eiríkur: Eins og til
dæmis að Brynja hefði … Fín markaðssetning þetta hjá 365 Ljós-
vakamiðlum, þeir mega nú eiga það!
Ég hef mikinn áhuga á flestu því sem snýr að fræga fólkinu, en finn lítið
bitastætt í blöðum sem byggja á ágiskunum blaðamanna. Eins og í
fyrsta og eina Hér og Nú-blaðinu sem ég skoðaði eins og litabók: ,,Son-
ur Egils hættur með kærustunni???“ Svaka sorglegt, ef þau eru þá hætt
saman, það virtist ekki alveg komið á hreint. ,,Mikil sorg ríkir yfir Skóla-
vörðuholti…“ Orðalag sem minnti á rauðu ástarsögurnar frekar en
harðsoðnar kjaftasögur. Þess vegna hef ég ákveðið að halda mig við al-
vöru stöffið; og vil benda þeim á sem ekki vita að Vanity Fair er ein
besta uppspretta gróu á leiti enda flest látið flakka um fræga fólkið í
burðarviðtölum þess blaðs. Rifrildi, blótsyrði, grátur og hlátur beint í
æð … En á meðan eftirspurn ríkir á markaðnum eftir íslenskum litabók-
um þýðir lítið að kvarta og kveina um ógnun við friðhelgi einkalífsins.
HÚN SEGIR:
ELÍNRÓS LÍNDAL
Kópavogur er að verða nafli alheimsins. Ég er búinn að búa í Reykjavík
hér um bil alla ævi og hef haft illan bifur á nágrannasveitarfélögunum
(Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosó, Nesinu) og sagt þau vera þykj-
ustu Reykjavík og ættu bara að sameinast okkur í eitt stórt aðalpleis.
Reykjavík hefur alltaf verið aðalpleisið en ég er byrjaður að fá bakþanka
hvað varðar þá staðreynd. Einu sinni vorum við bara með verslunarmið-
stöð, Kringluna, en núna er Kópavogur kominn með Smáralind. Kópa-
vogur er líka kominn með Subway og KFC og Domino’s og Nings. Síðan
eru þeir með Salinn sem er orðið aðaltónlistarsalurinn og þeir eru líka
með bíó. Ég er búinn að komast að því af hverju Kópavogur er að verða
aðalpleisið áður en langt um líður. Það er stjórnskipulagið. Á meðan
Reykjavíkurborg er búin að vera að í fleiri fleiri ár að reyna að komast að
einhverri lausn um tónlistarhús á Miðbakkanum þá tók það Gunnar I.
Birgisson 27 daga að rissa upp eitt óperuhús. Bæng. Og vill fá íslenzku óp-
eruna til sín og ekkert múður. Ef stjórnsýslan væri í lagi í Reykjavík þá væri
borgin að blómstra í takt við nágrannann. En svo er því miður ekki.
HANN SEGIR:
SIGURÐUR PÁLMI
Kringlunni 1, 103 Reykjavík, 569 1100, malid@mbl.is
Útgefandi: Árvakur hf. í samstarfi Morgunblaðsins,-
Símans og Skjás 1 Ábyrgðamaður: Margrét Kr.
Sigurðardóttir Umsjón: Elínrós Líndal, 569 1141 -
elinros@mbl.is Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, 569 1141
- siggip@mbl.is Auglýsingar: Jóhanna Bóel, 569 1111 -
jboel@mbl.is Hönnun: Hörður Lárusson, Siggi Orri
Thorhannesson og Sól Hrafnsdóttir Umbrot: Kristín
Björk Einarsdóttir og Björn Arnar Ólafsson Prentun:
Prentsmiðja Morgunblaðsins Pappír: Nornews 45g
Letur: Frutiger og Tjypan Stærð: 280x420mm
UM MÁLIÐ
Fimmtudagurinn 30. júní
Duran Duran
Tónleikar í Egilshöll.
Föstudagurinn 1. júlí
Áttalíf
Hópur íslenskra listamanna sem nefna sig Áttalíf
stendur fyrir tónleikum í Hljómskálagarði frá klukkan
20:30 til 23:00 í kvöld. Fram koma m.a. Bubbi, Singa-
pore Sling, Papar og Mínus svo einhverjir séu nefndir.
Gaukurinn
Addi Exos og Co. á Gauknum.
Laugardagurinn 2. júlí
Sirkus
Stærstu tónleikum allra tíma verður sjónvarpað beint
á Sirkus í dag og sitja þau Andrea Jóns dagskrárkona,
Skarphéðinn Guðmundsson frá Mogganum og Ragnar
Már útvarpsmaður í brúnni og lýsa tónleikunum beint
af sinni góðkunnu snilld. www.live8live.is
Wig Wam
Hljómsveitin norska Wig Wam mun spila í Smáralind í
dag klukkan 16.30 fyrir gesti og gangandi. Þeir Auddi,
Sveppi og Pétur munu kynna tónleikana sem eru í
boði Símans. Seinna um kvöldið spilar hljómsveitin svo
á Gauknum.
Á móti sól
Hljómsveitin Á móti sól leggur land undir fót þessa
helgi og er förinni heitið austur á land, þar sem hald-
inn verður dansleikur í Egilsbúð í Neskaupstað. Hljóm-
sveitin er að fylgja eftir nýútkomnum geisladiski, HIN
12 TOPPLÖGIN.
HVAÐ ER AÐ SKE?
FJÓRÐA MÁLIÐ
RITSTJÓRATAL
Hljómsveitin norska Wig Wam mun spila í
Smáralind laugardaginn kl. 16.30 fyrir gesti og
gangandi