Morgunblaðið - 30.06.2005, Side 10

Morgunblaðið - 30.06.2005, Side 10
10 VIÐTALIÐ á er þetta ritar hitti síðast á Henrik Björnsson, söngvara og höfuðpaur rokksveitarinnar Singapore Sling, fyrir réttu ári síðan, er hin ágæta Life is Kill- ing my Rock n Roll var í þann mund að koma fyrir hlustir almennings. Eftirvæntingin var nokkur í loftinu, enda einkenndist sumarið 2004 af mikilli rokklykt (Dead-hauskúpan tók eftirminnilega við hlutverki trukkarahúf- unnar sem ríkjandi tískuyfirlýsingar og goð- sagnir á borð við Lou Reed og Pixies heim- sóttu landið) og Singapore Sling hafði vakið á sér nokkra athygli hérlendis sem erlendis, virtist hreinlega vera svarið við kalli sumars- ins á hressilega subbulega rokkhljómsveit. Platan hlaut nokkra umfjöllun og athygli (Dead-verslunin sérprentaði m.a.s. boli henni til heiðurs) og fékk í heildina afar jákvæðar viðtökur gagnrýnenda (og sæmilega já- kvæðar hjá hinum plötukaupandi-almenn- ingi; þeir eru þó engin Sálin hans Jóns míns, enn). Þá um haustið átti Life is Killing My Rock n Roll eftir að koma út hjá bandaríska plötufyrirtækinu Stinky Records og sveitin ráðgerði að fylgja henni – og jákvæðri um- fjöllun í fjölmiðlum á borð við Rolling Stone og The O.C. – eftir með tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku. Þegar við hittumst var hug- ur í Henrik, hann var öruggur með sig, stolt- ur af nýjustu afurð sinni og hafði greinilega til að bera mikinn metnað til þess að fara með hana eins langt og komist yrði. Framtíð sveitarinnar óljós – endurkoma Shakersins Ekki gekk þó allt eftir sem skyldi hjá Singa- pore Sling það sumarið og veturinn sem í kjölfarið fylgdi. Life is Killing my Rock n Roll hlaut frekar litla umfjöllun við útkomu hennar ytra og tónleikaferðalagið sem farið var henni til kynningar gekk nánast af hljómsveitinni dauðri. Sling lifði, en að ferðalaginu loknu höfðu þrír meðlimir sagt skilið við sveitina, að því er virtist í illu. Dag- ana fyrir Iceland Airwaves-hátíðina var talið útséð með spilamennsku þeirra þar og fram- tíð sveitarinnar virtist óljós. Henrik og fé- lagar komu hins vegar flestum á óvart með því að halda ótrauðir áfram, standa við sitt og leika á tónleikunum með aðstoð vina og vandamanna (t.d. Örvars Þóreyjarsonar múmíu og Þóris trúbadúrs), sem höfðu flestir örfáar klukkustundir til undirbúnings. Þrátt fyrir að sveitin virtist vængbrotin og við- kvæm á sviðinu voru skilaboð hennar með framkomunni ótvíræð; Singapore Sling hef- ur ekki lagt árar í bát og mun ekki gera að sinni. Síðan þá hefur sveitin safnað kröftum sínum, fundið varanlega meðlimi í stað þeirra sem frá hurfu og hugað að lagasmíðum og æf- ingum. Prófíllinn hefur verið lágur og hún látið lítið fyrir sér fara. Nú horfir hinsvegar til breytinga. Hinn rómaði hristuleikari Siggi „Shaker“ Finns hefur snúið aftur frá námi í Japan, nýafstaðið er vel heppnað tónleika- ferðalag um Skandinavíu og Bretland og í smíðum er smáplata sem Henrik hefur dund- að sér við að smíða með hjálp trommuheila. Þegar meðbyrinn blés að Singapore Sling sagði hann „rokk er að reyna – ef maður reynir ekki að gera eins vel og maður getur með það sem maður hefur er þetta tilgangs- laust“ og nú, ári og nokkrum skakkaföllum síðar, virðast hann og sveitin hafa sýnt fram 1 HRESSILEGA SUBBULEG ROKKHLJÓMSVEIT SINGAPORE SLING KEMUR HEIL UNDAN ERFIÐU ÁRI S 1. Ester „Bíbí“ Ásgeirs- dóttir Hákon Aðalsteinsson Björn Viktorsson Henrik Björnsson Einar Þór Kristjánsson „Sonic“ Á myndirnar vantar Sigurð Magnús Finnsson„Shaker“ Texti Haukur S. Magnússon Myndir Sigurjón Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.