Morgunblaðið - 30.06.2005, Qupperneq 16
16
ÁSTIN
TÍSKAN
egja má að íslenski
„Bachelor“-þátturinn
sem væntanlegur er í
loftið á Skjá einum í september sé
fyrsta alvöru veruleikasjónvarpið
á Íslandi. Stefnt er að því að gera
útlit og innihald þáttanna mjög
glæsilegt og vandað og því verð-
ur spennandi að fylgjast með
gangi mála á skjánum í haust.
Leitin að íslenska piparsveininum
stendur sem hæst þessa dagana
og verður farið víða um landið til
að finna rétta fólkið í þættina.
Leitin hófst um síðustu helgi á
Akureyri og segir Jón Ingi Há-
konarson, sá sem mun fara með
hlutverk þáttastjórnandans, leit-
ina hafa farið fram úr björtustu
vonum.
En hverju munum við eiga von á
með haustinu?
„Við munum annars vegar sýna
fjóra leitarþætti um miðjan sept-
ember þar sem áhorfendur fá að
fylgjast með þeirri leit sem nú er
hafin. Svo um miðjan október
hefst hinn eiginlegi þáttur þar
sem ég mun þá draga mig meira í
hlé og framvinda þáttanna verð-
ur meira undir þátttakendunum
sjálfum komið,“ segir Jón.
Hvað getur þú sagt okkur frá leit-
inni á Akureyri um síðustu helgi?
„Við renndum blint í sjóinn á
laugardaginn og vissum ekki al-
veg við hverju var að búast. En
þetta fór framar öllum vonum og
kom til okkar fjöldinn allur af
mjög frambærilegu fólki, bæði
stelpur og strákar. Leitin er fólgin
í að finna einn strák og 25 stelp-
ur. Ég er mjög ánægður og glað-
ur með hvernig til tókst um
helgina og ef Akureyri gaf tóninn
í þessari leit þá munum við eiga í
stökustu vandræðum með að
velja úr.“
Á hvaða aldri eiga þátttakendur
að vera?
,,Á aldrinum 21 til 35 ára. Einu
kröfurnar sem gerðar eru til þátt-
takenda eru að þeir séu þeir sjálf-
ir og fólk komi til dyranna eins og
það er klætt.“
Hvað ef fólk hefur ekki tækifæri
til að hitta ykkur? Hvernig getur
það sótt um þátttöku?
,,Inni á heimaslóð Skjás eins
(www.skjar1.is) er umsóknarform
sem hægt er að senda inn og
verður farið vel yfir hverja um-
sókn fyrir sig.“
Eru þetta ítarlegar upplýsingar
sem þið viljið fá um hvern þátt-
takanda?
,,Já, ég mundi segja það. Við vilj-
um vita að hverju við göngum og
í leitinni að piparsveininum höf-
um við sniðið honum þröngan
stakk.“
Nú, hvernig þá?
,,Við erum að leita að tengdasyni
íslensku þjóðarinnar. Hann þarf
að höfða til sem flestra, vera
skemmtilegur og fallegur jafnt að
innan sem utan. Auk þess þarf
hann að vera fjárhagslega sjálf-
stæður og hafa þannig sjarma að
sem flestar konur gætu fallið fyrir
honum.“
Þetta verður sem sagt leitin ei-
lífa?
„Nei, við erum fullviss um að
finna hinn eina sanna íslenska
piparsvein á næstu mánuðum.“
Hvað með kvenþátttakendurna,
hvernig eiga þær að vera?
,,Við viljum fá sem flestar gerðir
kvenna. Þær þurfa að rísa undir
væntingum piparsveinsins en við
viljum hafa þær ólíkar.“
En af hverju ætti fólk að vilja fara
í svona raunveruleikaþátt?
,,Það eru fjölmargar ástæður fyrir
því, svo ekki sé minnst á þá
skemmtun sem er fólgin í að
næra Gróu á leiti. Allir þátttak-
endur eiga eftir að fá sínar fimm-
tán mínútur af frægð. Svo verða
ýmis verðlaun í boði fyrir þátttak-
endur, s.s. fatnaður og snyrtivör-
ur. En dýrmætustu verðlaunin að
mínu mati eru að við verðum
með fjölda fólks í vinnu við að
upphugsa stefnumót, sem ég
held að engin venjuleg mann-
eskja muni upplifa yfir ævina. Þar
spila sterkt inn í áhugaverðir
staðir og farartæki sem fáir geta
leyft sér að dreyma um. Minning-
arnar verða fjársjóður sem vert er
að geyma til æviloka.“
Þið stefnið sem sagt í svipaða
þætti og við höfum séð á skján-
um frá Bandaríkjunum?
„Já, ekki spurning. En við munum
aðlaga þáttinn íslenskum að-
stæðum. Sumt þarf að tóna niður,
annað að skerpa í íslensku útgáf-
unni. Við ætlum að finna íslensk-
an milliveg sem mun falla fólki í
geð. Þátt sem verður spegill á ís-
lenskt samfélag.“
ERT ÞÚ PIPARSVEINNINN
SEM LEITAÐ ER AÐ?
1
1.
Jón Ingi Hákonarson-
stjórnandi nýja ís-
lenska „Bachelor“-
þáttarins.
Texti
Elínrós Líndal
Í Mílanó hinn 26. júní síðastlið-
inn sýndu helstu tískuhúsin hvað
koma skal í herratískunni á
næsta ári. Fatnaðurinn frá Dolce
& Gabbana var flottur að vanda
og áberandi sú stefna að hafa
karlana bera að ofan þetta sum-
arið. Jil Sander var stílhrein eins
og hefð þykir fyrir þar sem mikið
var lagt upp úr ljósum fötum og
skóm í stíl. Burberry Prosum kom
ekki verulega á óvart og virðist
sem rykfrakkarnir verði inni að
ári liðnu. Mesti broddurinn var
ef til vill í línu Gianni Versace,
þar sem mikið skein í bert hold
og litríkan fatnaðinn.
VERTU ÁRI
Á UNDAN
Í TÍSKUNNI
2.
Fatnaður frá
Burberry Prosum.
3
3 og 4.
Fatnaður frá Dolce &
Gabbana.
Myndir
Getty Images
42
Við erum að leita að tengdasyni íslensku
þjóðarinnar
S