Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 2
2 MÁLIÐ Þegar við litum yfir efni blaðsins tókum við eftir ákveðnu þema. Ungt fólk að sigra heiminn. Hljómsveitin Jakobínarína sigraði í Músíktilraunum fyrr á árinu og hún sigraði líka á Airwaves-tónlistarhátíðinni þegar David Fricke, einn helsti tónlistargagnrýnandi heims sagði þá bestu hljómsveitina sem hann sá spila í Reykjavík. En Jakobínarína er líklega yngsta hljómsveitin sem spilaði á Airwaves, meirihluti hljómsveit- arinnar er í grunnskóla, afgangurinn er í menntaskóla. Það er auðvitað ekkert aldurstakmark á listræna hæfileika, eða öllu heldur á gargandi snilld. Þó að Ari Alexander sé ekki beint unglingur þá er hann einn af efnilegustu leikstjórum yngri kynslóðarinnar í heimildar- myndagerð sem sannaðist þegar hann var valinn fulltrúi ungra evrópska leikstjóra á kvikmyndahátíð í Los Angeles. En Ari var einu sinni 16 ára unglingur með brennandi áhuga á ljósmyndun sem komst ekki inn í ljósmyndadeild Iðnskólans og endaði í hárgreiðslu. Það leið því dágóður tími þar til hann tók stefnuna aftur á myndlistarnám í Parsons í París og sigldi í kjölfarið inn í kvikmyndabransann. Hans boðskapur er að ef þig langar að gera eitthvað skapandi ekki láta neitt stoppa þig. Ungt fólk í dag hefur brennandi áhuga á kvik- myndagerð en í Listaháskóla Íslands vantar deild í kvik- myndanámi. Unglist er að bresta á, listahátíð ungs fólks á vegum Hins hússins. Í dansprógrammi hátíðarinnar sýna meðal annars dansarar úr Listdansskóla Íslands. Þessum skóla hefur menntamálaráðherra ákveðið að loka sem var mikið reið- arslag fyrir nemendur skólans en þeir tóku sig til í sumar og mótmæltu þessari ákvörðun með því að semja eitt dansverk á dag. Án frambærilegra dansskóla verða ekki til framúrskar- andi dansarar. Það þarf að hlúa að unga fólkinu og gefa því tækifæri til að gera eitthvað skapandi, mennta sig, þroskast og láta ljós sitt skína. Þetta fólk er snillingar morgundagsins. ÞAU SEGJA ROCKSTAR er nýr þáttur á Skjá einum þar sem fylgst er með leit að nýjum söngvara fyrir hljómsveitina INXS. Auglýst var eftir umsækjendum um all- an heim og þeir sem komust í gegnum síuna fóru til Bandaríkjanna þar sem keppnin sjálf fór fram. Hljómsveitarmeðlimir INXS, dómarar og áhorfendur gefa keppendum einkunn og sá sem stendur uppi sem sig- urvegari mun syngja með hljómsveitinni á risatónleikum, sem jafnframt verða þeir fyrstu í tónleikaferð INXS um heiminn. ROCKSTAR er á dagskrá Skjás eins sunnudaginn 6. nóvember kl. 21.00 og framhald klukkan 22.55. MÁLIÐ MÆLIR MEÐ: ROCKSTAR Kringlunni 1, 103 Reykjavík, 569 1100, malid@mbl.is Útgefandi: Árvakur hf. í samstarfi Morgunblaðsins, Símans og Skjás 1 Ábyrgðarmaður: Margrét Kr. Sigurðardóttir Umsjón: Hanna Björk, 569 1141 - hannabjork@mbl.is Þormóður Dagsson, 569 1141 - thorri@mbl.is Auglýsingar: Kristbergur Guðjónsson, 569 1111 - krissi@mbl.is Hönnun: Hörður Lárusson, Siggi Orri Thorhannesson og Sól Hrafnsdóttir Umbrot: Kristín Björk Einarsdóttir Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Pappír: Nornews 45g Letur: Frutiger og Tjypan Stærð: 280x420mm UM MÁLIÐ TUTTUGASTA OG ANNAÐ MÁLIÐ Unglist, listahátíð ungs fólks, hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992 og hefur hátíðin staðið yfir í rúma viku í hvert sinn með fjölda þátttakenda og njótenda. Unglist hefur verið starfrækt í tengslum við Hitt húsið, menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks. Dagskráin samanstendur af tónlist, hönnun, myndlist og leiklist svo að eitthvað sé nefnt. Föstudagur 04.11. Sundhöllin í Reykjavík v/Barónsstíg kl. 19.00 og 21.00 THE CHINA MAN leikhúsgjörningur eftir Firenza Guidi með þátttak- endum frá Íslandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Wales. Laugardagur 05.11. Tjarnarbíó. Tjarnargötu 12, kl. 20.30. „LÍF Í TUSKUNUM“ Tískusýning. Nemar í Iðnskólanum í Reykjavík munu sýna föt sem þeir hafa saumað og að auki má gera ráð fyrir óvæntum uppákomum. Húsið verður opnað kl. 20. Þriðjudagur 08.11. Tjarnarbió. Tjarnargötu 12, kl. 20.00. DARRAÐARDANS Ungir íslenskir dansarar munu sameinast og sýna listir sínar. Darraðar- dans er óvissuferð um hinar fjölmörgu stefnur dansins þar sem ólík form mynda töfrandi heild. „Æfingin skapar meistarann“ eru einkunnarorð kvöldsins, því án góðra dansskóla yrðu engir framúrskarandi dansarar á Íslandi. HVAÐ ER AÐ SKE? UNGLIST: LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS Forsíðumynd Silja Magg Jakki Kron Það er auðvitað ekkert aldurstakmark á listræna hæfileika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.