Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 17
Flestir, ef ekki allir, sem hafa eitthvað kynnt sér raf- tónlist þekkja nafnið Aphex Twin. Það eru eflaust ekki færri sem þekkja viðbjóðslegt glottið á kapp- anum sem prýðir m.a. plöturnar Richard D. James Album og … I Care Because You Do. Þeir sem eru ögn betur að sér vita að þessar tvær plötur eru að margra mati þær bestu á ferli Aphex. Og þeir sem hafa kynnt sér málin rækilega vita að á milli þess- ara tveggja platna gerist eitthvað; Aphex hallar sér í áttina að drum’n’ bass tónlist. Hann gerir það þó á svo einstakan og persónulegan máta að ein- hverjir tóku upp á því að kalla tónlistina nýju nafni: „drill’n’bass“. Þetta var árið 1996. Það sem fáir vita hins vegar er að á árinu sem leið milli þessara platna komu út tvær stuttskífur hjá plötufyrirtækinu Warp sem báru þá sérkennilegu titla Hangable Auto Bulb 1 og 2. Þessar plötur komu eingöngu út á vínyl, í takmörkuðu upplagi, og lögin sem voru á þeim báru vitni um breyttar áherslur hjá þessum konungi raftónlistarinnar. Plöturnar ruku út og eina leiðin til þess að nálgast lögin varð fljótt sú að hala þeim ólöglega niður eða borga tugþúsundir króna fyrir plöturnar á eBay. Þetta var hálfgerð synd, því að margra mati þá eru þessar tvær skífur bestu verk Aphex, hinn fullkomni bræðingur hljómsins á RDJ og I Care. Ef þú átt þessar plötur inni í skáp, og gerðir þér ekki grein fyrir því hvers konar gullmola þú hefur verið að fela, þá þykir mér leitt að tilkynna þér að Warp, útgáfufyrirtæki Aphex Twins til margra ára, endurútgaf Hangable Auto Bulb nú í vikunni. Fyrir okkur hin eru þetta vissulega gleðileg tíðindi, en báðum stuttskífunum hefur nú verið safnað sam- an á einn geisladisk. Þetta þýðir vonandi að „Laug- hable Butane Bob“ og „Children Talking“ verði nú talin með hinum klassísku Aphex-lögunum eins og vera ber. Maður lýsist allur upp eins og hengjanleg sjálfpera við tilhugsunina. Gleðitíðindin fyrir þig, kæri safnari, eru þó þau að Warp gefur plötuna einungis út á geisladiski í þetta skiptið, svo vínyllinn er enn eftirsóttur og rándýr eftir því. Góðar stundir. PLATA VIKUNNAR AFX HANGABLE AUTO BULB Hvernig varð lagið til? „Þetta lag varð til á níunda áratugnum og var á sínum tíma hugsað sem svona ekki-vinsældalista- lag. Á þessum tíma var ég námsmaður í Amsterdam og ég var oft að velta því fyrir mér hvernig útlend- ingar heyrðu íslensku. Þannig að sú hug- mynd kom upp að gera íslenskuna óskilj- anlega fyrir Íslendingana sjálfa og ég söng þess vegna text- ann afturábak. Í rauninni heyrðu útlendingar engan mun á þessari íslensku og þeirri sem var töluð með réttum hætti.“ Og um hvað er textinn? „Textinn er náttúrlega leyndarmál enn þá. Það hefur eng- um tekist að uppgötva hann enn þá. Sumir hafa giskað í áttina og ég hef hitt þó nokkra sem hafa farið með textann fyrir mig nokkuð réttan. Það nægir þó ekki að spila lagið afturábak því eðlisfræðilega breytist svo margt við þannig spilun. Lykillinn felst í því að prófa þetta svolítið sjálfur. Fyrst engum hefur enn þá tekist að afhjúpa textann þá hef ég hugsað mér að vera ekkert að ljóstra honum upp. Allir eiga sitt leyndarmál og þetta er mitt.“ LAGIÐ „LALÍF“ EFTIR KJARTAN ÓLAFSSON Texti Atli Bollason Komin er út ný plata frá söngkon- unni ungu Ragnheiði Gröndal sem ber titilinn After the Rain. Það eru 12 tónar sem gefa diskinn út en þetta er jafnframt tuttugasti geisladiskurinn sem útgáfan sendir frá sér. Ragnheiður hefur áður sent frá sér tvær sólóplötur en þessi er sú fyrsta þar sem hún flytur sitt eigið efni, sín eigin lög og texta. Ásamt söngkonunni spila á plöt- unni Guðmundur Pétursson á gítar, Kjartan Valdimarsson á synthesizer og accordion, Róbert Þórhallsson á bassa Einar Scheving á trommur og annað slagverk, Haukur Gröndal á klarinett, Gróa Margrét Valdimarsdóttir og Íma Þöll Jóns- dóttir á fiðlu, Móeiður Anna Sigurðardóttir á víólu og Júlía Mogensen á selló. Útgáfutónleikar verða svo haldnir í Ís- lensku óperunni fimmtudaginn 17. nóvember. NÝ SÓLÓPLATA FRÁ RAGNHEIÐI GRÖNDAL Mynd af Ragnheiði Gröndal Sverrir Vilhelmsson Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Eirný Þöll Þórólfsdóttir sameindalíffræðingur, 32 „Það var aldrei nein spurning eftir að ég kynntist erfðafræðinni í menntaskóla. Ég ætlaði að leggja hana fyrir mig. Hún er full af óleystum ráðgátum — og ég hef alltaf elskað að grúska í þess konar efni. Það er því óendanlega spennandi að hafa tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á þessu sviði,“ segir Eirný Þöll Þórólfsdóttir, yfirmaður LindGen á Íslandi, sem er í eigu bandarísku rannsókna- stofnunarinnar Cold Spring Harbor Laboratories. Eirný valdi sér líffræði við Háskóla Íslands og lauk MS-prófi þaðan. Hún segir að það sé mikill kostur hve víðtæk líffræðin sé og því auðvelt að finna sér farveg innan hennar. „Ég hafði t.d. lítinn áhuga á grasa- eða dýrafræði... sem aðrir sökkva sér í. Ég sá ekkert annað en erfðafræðina.“ Eirný stýrir nú sérhæfðum rannsóknum í erfðarannsóknum þar sem notaðar eru örflögur við meingenaleit og upplýsingaöflun um erfðamengi mannsins. „Fimm ára gömul dóttir mín og eiginmaðurinn eiga hins vegar hug minn allan þegar vinnunni sleppir — og við notum hvert tækifæri til að ferðast innanlands og fara í gönguferðir. Þórsmörk er uppáhalds- staðurinn — þar er magnað að vera!“ Sjá nánar á vefnum www.visindi2005.is [ráðgátur og ferðalög] Vísindi – minn vettvangur P R [p je e rr ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.