Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 14
14 BÓK ATLI Það var ekkert lítið sem mér brá þegar ég opnaði útidyrnar á föstudagsmorgun. Þar sem áður höfðu verið auðar götur voru nú snjóbreiður svo langt sem augað eygði. Árrisulla fólk en ég hafði þó plægt akurinn hvíta nokkuð svo ég ákvað að hlaupahjólið væri sem fyrr hentugasti ferðamát- inn – ekki síst þar sem ég var orðinn of seinn í skólann. Með ípóðann í eyrunum þeyttist ég áfram. Sann- aði þá kenningu mína að hlýleg, allt að því sum- arleg tónlist, á best við ískalt umhverfi. Hún vek- ur í huga manns unaðslega nostalgíu og tilheyrandi áhyggjuleysi. Staðfesti þá ólýsanlega fegurð miðbæjarins þegar veðurguðirnir hafa innréttað með hvítu, skýin ákveðið að taka sér frí og sólin hangir letilega neðan á himninum og virðist kasta geislunum enn lengra fyrir vikið. Uppskar marga augngotuna og höfuðsnúninginn enda ekki á hverjum degi sem ungir menn taka hlaupahjólið fram eftir að snjóa tekur. Og hvaða erindi á þessi stutta, ljóðræna og hóg- væra frásögn síðan við þig, lesanda Málsins? Jú, maður verður allur svo mjúkur frammi fyrir feg- urð vetrarins. Löngunin til þess að festa upplif- unina í orð grípur mann. Veturinn á skilin skrif í Málið, því það er alltaf verið að skíta íhann. Snjó- koma, kuldi og myrkur eru ekki í tísku og þar sem þetta eru helstu einkenni vetrarins þá þykir ekkert sérstaklega flott að vera vetur eða púkka upp á vetur á þessum síðustu og verstu. Veturinn er afskaplega heillandi fyrirbæri að mínu mati. Í stað langra sumarnótta með vinum sínum þá koma löng og dimm kvöld þar sem maður verður oftar en ekki að treysta á sjálfan sig til skemmtunar. Þetta er áhugaverð þolraun, en auðleyst: Hvað er skemmtilegra en að flýja umheiminn með því að draga fyrir gluggana, draga þykkt flísteppi upp fyrir haus, kveikja á kertum, opna eyrun og hlusta á vindinn gnauða, taka sér bók í hönd, setja hundrað ára gamla vín- ylplötu á fóninn og hverfa inn í órætt ævintýra- land? Þetta kann kannski að hljóma full rómantískt, full væmið, full óraunhæft, en þetta er ótrúlega skemmtileg stemning og henni er tiltölulega auð- velt að ná. Þeir sem eru í skóla þurfa að vera búnir að læra heima til þess að geta verið til- tölulega áhyggjulausir, og hinir vinnandi verða að passa að ljúka fyrirliggjandi verkefnum til þess að eiga ekki von á hringingu frá yfirmanninum. Sprittkerti duga og kosta ekki mikið. Ef íbúðin þín er of hlý, þá er bara um að gera að skrúfa niður í ofnunum, og ef gluggar og dyr eru mjög þéttar þá er ágætt að skilja eftir smárifu á ein- hverjum glugganum til að vindurinn hafi hærra. Ef þú átt enga bók er kjörið að fara á bókasafn- ið. Plötuspilari er ekki endilega nauðsynlegur, geislaspilari á að geta sinnt sama hlutverki án stórkostlegra vandræða. Það er líka ágætt að laga sér te, kaffi eða heitt súkkulaði til þess að undirstrika kulda vetrarins og þannig hlýjuna innra með þér. Kærasta eða kærasti getur síðan gert kraftaverk þegar kemur að lokaniðurstöðu og heildaráhrifum aðgerðarinnar. Gangi þér vel. TIL VARNAR VETRINUM ATLI BOLLASON Nú fer flóðbylgja jólabókanna að skella á og nú sem endranær er úrvalið og fjöldinn mikill og fjöl- breyttur. Nokkrir rithöfundanna eru að koma fram með sín fyrstu útgefnu skáldverk og er því sér- staklega áhugavert að skoða þetta nýja blóð sem nú er að seytla inn í íslenska bókmenntaflóru. Heimspekingurinn Óttar Martin Norðfjörð er hluti af því blóðstreymi en hann er að gefa út hjá Eddu sína fyrstu skáldsögu sem ber titillinn Barnagælur. „Mig langaði til að skrifa bók sem hefur eitthvað að segja. Bók sem hefur brodd,“ segir Óttar en það er óhætt að segja að það vanti ekki broddinn í skáldsöguna hans. Það er eiginlega óhjá- kvæmilegt þegar við- fangsefnið er eins ógeð- fellt og það er í þessari sögu sem fjallar um barnaníðing sem verður ástfanginn af sex ára stelpu. Kynferðisleg mis- notkun á börnum er málefni sem Óttar segir að sé á afar slæmum farveg í opinberi um- ræðu hér á landi. „Mér finnst það algjörlega fá- ránlegt hvernig tekið hefur verið á þessum hlutum,“ segir hann og vill meina að það sé ennþá til staðar ákveðin þöggun í tengslum við þetta samfélagsmein. „Það er alls ekki rétta leiðin til taka á við nokkurt vandamál. Mér fannst því kjörið að skrifa þessa bók.“ Firrtur á móti Í bókinni er barnaníðingurinn sögumaður og aðalpersóna. Lesandinn er því staðsettur í af- brigðilegum hugarheimi hans en fyrir utan um- rædda kynhneigð er þessi karakter afskaplega firrtur og siðblindur einstaklingur. „Það eru til bækur sem segja sögu fórnarlambsins en mig lang- aði til segja söguna frá hinum sjónarhólnum og komast inn í hugarheim klikkhaussins.“ Óttar við- urkennir að hafa verið undir áhrifum bókarinnar American Psycho eftir Bret Easton Ellis þegar hann var að vinna að sinni bók og þá sérstaklega hvað varðar stemmninguna í frásögninni. „Eina leiðin til að fjalla um eitthvað svona firrt er að vera firrtur á móti,“ segir Óttar. Fjarlægðin á milli lesandans og sögumanns er það mikil að á endanum verður þessi karakter hlægilegur í augum lesandans. „Í þessari fjarlægð er hægt að leyfa sér fleiri hluti og haft smá húmor yfir öllu ógeðinu. Í mínum huga er sagan svört kómedía.“ Töluverð vinna var lögð í rannsókn og heim- ildaöflun fyrir skáldsöguna. Eitthvað var notast við heimasíðu sem alræmdur barnaníðingur heldur úti þar sem meðal annars er að finna varnarræðu þar sem barnaníðingurinn gerir tilraun til að réttlæta hegðun sína. Auk þess sótti Óttar ýmislegt úr rann- sókn sem breska dagblaðið Observer gerði á barnaníðingum. Ein af áhugaverðari staðreyndum sem Óttar rakst þar á var að stór hluti þekktra barnaníðinga eru hvítir karlmenn sem gegna valdamiklum stöðum. Hann veltir upp þessari tengingu á milli valdsins og barnamisnotkunar í bókinni sinni og lætur þess vegna barnaníðinginn vera í valdamiklu stöðu þingmannsins. Sjúkt samfélag „Fólk spyr gjarnan hvort misnotkun á börnum sé að aukast eða hvort hún sé einfaldlega að komast upp á yfirborðið og vilja margir meina að það síð- ara sé rétt. Aftur á móti sýna lögregluskýrslur að þetta er líka að aukast og maður spyr sig af hverju? Það er eitthvað mjög vitlaust í samfélag- inu.“ Vangaveltur höfundar leiddu hann á end- anum að auglýsinga-bransanum sem er farinn að herja á mun yngri markað en áður hefur verið gert. Hinn nýi markhópur eru börn á aldrinum 7– 10, hópur sem hefur á undanförnum árum orðið að gífurlegu markaðsafli og það hefur ekki farið framhjá auglýsingafyrirtækjunum. „Um er að ræða auglýsingar á mjög opinskáum fatnaði, G- strengjum og þess konar hlutum, fyrir litla krakka. Börnin eru sett í fullorðinslegan búning og á vissan hátt er búið kynlífsvæða þau, ef hægt er að segja það þannig, af markaðanum.“ Óttar vill þannig meina að samfélagið, markaðsöflin og klámvæð- ingin eigi þátt í að skapa barnaníðinginn. „Ein- staklingurinn er alltaf í samspili við samfélagið sem ól hann upp. Og ef samfélagið er að gefa upp rangar myndir þá er alltaf hætta á því að einhver falli fyrir því.“ Aðspurður um hvernig viðbrögð hann búist við frá almenningi svarar hann: „Ég er svolítið hræddur um að mín verði minnst sem barnaníðings-skálds,“ en hann segist þó fyrst og fremst vera spenntur. „Sem listamaður verður maður að vera reiðubúinn til að leggja sjálfan sig að veði,“ segir hann og bætir svo við að lokum að bókin eigi eflaust eftir að sjokkera marga. Óttar verður síðan með eina bók í væntanlegum ljóðabókaflokki sem kemur út frá Nyhil-útgáfunni um jólin. Flokkurinn sem heitir Norrænar bókmenntir samanstendur af níu bók- um og mun koma út í tveimur hollum, sitt hvorum megin við áramótin. HUGLEIÐINGAR BARNANÍÐINGS SJOKKERANDI SKÁLDSAGA Texti Þormóður Dagsson Mynd Sverrir Vilhelmsson Það er eitthvað mjög vitlaust í samfélaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.