Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 13
LANNA 13 VIÐTALIÐ held að ég hafi skemmt mér manna best. Það sem er líka svo skemmtilegt við gerð heimildarmynda er að maður byrjar með einhverja hugmynd en svo veit maður ekkert hvernig hún þróast eða hvað gerist í ferlinu og hver útkoman verður.“ Hafðirðu fylgst lengi með íslenskri tónlist? „Já, ég er mikill áhugamaður um tónlist. Mér finnst athyglisvert hvernig þessir listamenn búa til sína veröld inni í tónlistinni og eru ekkert að ræða það í þaula hvernig það er eða útskýra það eitthvað sér- staklega. Ef maður reynir að útskýra galdurinn þá er enginn galdur. Titillinn á myndinni vísar líka í tónlistarmennina, þetta eru allt gargandi snill- ingar.“ Heldurðu að myndin höfði betur til útlendinga en Íslendinga? „Ég hef svo oft verið spurður að þessu. Það var aldrei hugmynd að reyna að gera mynd fyrir út- lendinga til að sýna hvað við erum frábær. Ég hugsaði ekki einu sinni út í það. Maður lendir mjög snemma í vondum málum ef maður ætlar að gera mynd sem eltir einhverja tísku. En þegar maður hefur alla þessa tónlist í kringum sig og getur farið á tónleika hvenær sem er þá er það ekki eins spennandi að horfa á það í bíó.“ Samstarfið við Sigurjón Ari Alexander er að vinna í nýju verkefni með Sig- urjóni Sighvatssyni og manni sem heitir Hans Ulrich Obrist. Obrist er einn af stærstu sýningarstjórum í heimi og hefur sett upp sýningar með öllum helstu listamönnum samtíðarinnar. „Við erum að vinna í ser- íu um þessa listamenn sem tengist Listamiðstöðinni á Eiðum. Við erum líka með annað verkefni í vinnslu sem tengist tónskáldafélaginu og Smekkleysu.“ Hvernig er að vinna með Sigurjóni? „Það er ákaflega athyglisverð reynsla. Hann er með brjálaða reynslu í bransanum. Við erum langt í frá sammála en það er í grunninn heilbrigt. Við erum ólíkir menn en mér líkar ákaflega vel við hann. Mér finnst mjög flott hjá manni eins og honum að hjálpa yngri kynslóð af kvikmyndagerðarmönnum. Hann getur opnað margar dyr. Það er ekki eins og hann sé með einhverja góðgerðarstarfsemi en hann pikkar upp fólk sem hann hefur trú á og hjálpar því. Það er virðingarvert.“ Edduverðlaun og íslensk kvikmyndagerð Gargandi snilld er tilnefnd til tvennra Edduverð- launa, fyrir bestu heimildarmyndina og bestu myndatökuna, en þau verða afhent 7. nóvember nk. „Edduverðlaunin vekja athygli á fólkinu í brans- anum og það er af hinu góða. Svona verðlaun eru alltaf umdeild og fólk er sakað um undirferli og pólitík en þetta er í rauninni jákvætt og hvetjandi fyrirbæri. Íslensk kvikmyndagerð er mjög ungt fyrirbæri og það vantar meiri peninga til að yngri kynslóð fái að skapa sín tækifæri. Félag kvik- myndagerðarmanna ætti að berjast fyrir því að opna aðgang yngstu kynslóðarinnar til kvik- myndasjóðs. Þar hafa eldri kvikmyndagerðamenn setið á sjóðnum. Það ætti líka að stofna kvik- myndadeild við Listaháskólann, þá værum við á réttri leið. Það þarf að virkja þessa nýju kynslóð og hækka framlög til hennar svo að hún geti blómstrað.“ Hægt er að fylgjast með Gargandi snilld á www.screamingmasterpiece.com Það þarf að virkja þessa nýju kynslóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.