Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 16
16 UNGLIST TÖLVULEIKUR Unglist er listahátíð ungs fólks og er árviss við- burður á vegum Hins hússins. Hátíðin end- urspeglar það helsta sem er í gangi hjá ungu fólki í listsköpun og dagskráin samanstendur af tónlist, hönnun, tísku, myndlist og leiklist svo eitthvað sé nefnt. Hátíðin stendur yfir dagana 4. til 12. nóv- ember þetta árið og er margt áhugavert í boði. Eitt kvöld hefur alltaf verið tileinkað dansinum á Unglist og er því Darraðardans sá liður í hátíðinni þar sem ungir íslenskir dansarar sameinast og sýna listir sínar. „Þetta er mjög fjölbreytt sýning,“ segir Sóley Kaldal sem sér um skipulagningu þetta árið fyrir Hitt húsið og hefur samband við mismunandi dansskóla sem búa til sín atriði. „Það er sýndur til dæmis magadans, hipp-hopp, ballet, nútímadans, sem sagt sitt lítið af hverju. Þeir sem hafa einhvern áhuga á dansi geta farið þarna og séð hvað er í boði og hvað er verið að kenna í skólunum.“ Dansmenningin í dag er orðin miklu fjölbreyttari en hún var. Framandi dansar eins og afró, maga- dans, tangó og kyrrahafsdansar eru að ná mjög góðri fótfestu. Þetta snýst ekki lengur bara um ballerínur og djassballettskvísur. „Fólk er líka að byrja að æfa dans fram eftir öllum aldri núna, það er ekki lengur þannig að maður þurfi að byrja fimm ára. Það er svo mikil gróska og mikið í boði,“ segir Sóley. Sérstakir gestir Sérstakir gestir þetta árið eru nemendur úr List- dansskóla Íslands en það er vegna fyrirhugaðrar lokunar skólans sem menntamálaráðherra tilkynnti í lok sumars án þess að hafa samráð við fagaðila. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er nemi á þriðja ári í skólanum. „Við vorum með mótmæli í tvær vikur í sumar þar sem við dönsuðum fyrir utan menntamálaráðu- neytið. Við gerðum dansverk fyrir hvern einasta dag og sýndum í hverju hádegishléi.“ Það er hefð fyrir því að lokaárið í skólanum semji verk fyrir Unglist en að þessu sinni tekur öll fram- haldsdeildin þátt. „Við ákváðum að breyta til og gera stórt dansverk sem við unnum úr þessum mót- mælum.“ Melkorku finnst mjög gaman að taka þátt í svona samsýningu vegna þess hve ólíkir skólarnir eru og dansararnir hafa ólíkan bakgrunn. „Þarna sér mað- ur mismunandi dansstíla og hvað er að gerast í dansheiminum á Íslandi. Það er svo mikil gróska í dansinum í dag. Það er líka frábært hjá Hinu hús- inu að gefa okkur þetta tækifæri til að gera eitt- hvað skapandi. Þau eru endalaust dugleg við það.“ Darraðardans verður sýndur í Tjarnarbíói miðviku- daginn 9. nóvember og hefst kl. 20. DARRAÐARDANS Á UNGLIST ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN 1. Nemendur Listdans- skóla Íslands á æfingu. Texti Hanna Björk Mynd Brynjar Gauti Það hefur oft reynst erfitt að blanda saman góðum tölvuleik og skemmt- un með góðu fólki. Það er í rauninni einsemdin sem er helsti galli flestra tölvuleikja og sama hversu góður leikurinn er þá kemur hann erfið- lega í staðinn fyrir þörfina að hitta fólk, segjum á föstudags- og laug- ardagskvöldum. Þess vegna er alltaf gleðiefni þegar leikjaframleiðendur koma með á markaðinn leiki sem ná að fullnægja bæði félagsverunni og tölvunördinum. Spurningakeppnin „Buzz“ er þannig tölvuleikur en hann geta allt að fjórir leikmenn spilað í senn með tilheyrandi hlát- ursköllum og háum fimmum. Það er því tilvalið að skella „Buzz“ í playsta- tion 2 tölvuna, t.d. eftir huggulega matarveislu, og bíða svo æsingsins og kátínunnar sem fylgir gjarnan góðum spurningaleikjum sem þess- um. Þessi tiltekni spurningaleikur snýr að tónlistarheiminum og geymir um 5.000 spurningar sem dekka sex síð- ustu áratugi tónlistarsögunnar. Hver leikmaður heldur á sérstakri fjarstýr- ingu sem er með stórum rauðum hnappi sem er „buzz“-hnappurinn en auk hans eru fjórir aðrir takkar sem notaðir eru til að velja á milli mismunandi svara. Leikmenn velja sér karakter til að spila, föt og bjöllu- hljóð en að því loknu hefst leikurinn. Aðalkarakter leiksins er spyrillinn Buzz, afskaplega vel sköpuð persóna sem gefur leiknum afar líflegt yfir- bragð. Hann dælir frá sér brönd- urum á meðan keppnin stendur yfir, oft á kostnað keppenda og stundum á kostnað aðstoðarkonunnar Rose. Mjög fyndnar athugasemdir oft á tíðum og þrátt fyrir töluverðan tíma sem undirritaður varði í leikinn kom aldrei sami brandarinn fyrir tvisvar sem er mjög gott og aðdáunarvert. Spurningakeppninni er skipt niður í nokkra hluta þar sem spurningarnar eru matreiddar á mismunandi máta. Hver hluti fyrir sig virðist vera hann- aður með það í huga að gera keppn- ina sem mest spennandi og jafna. Þannig er t.d. boðið upp á í einum hlutanum að stela stigum af and- stæðingi og þá er tilhneigingin að sjálfsögðu sú að stolið er af þeim keppanda sem hefur mest stig og þannig er komið í veg fyrir að einn keppandi rjúki fram úr hinum. Leik- urinn verður á suðupunkti spenn- unnar frá upphafi til enda. BUZZ FÉLAGSVERAN OG TÖLVUNÖRDINN SAMAN Í LEIK Þetta snýst ekki lengur bara um ballerínur og djass- ballettskvísur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.