Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 4
4 LEIKHÚS VESTURPORT FRUMSÝNIR WOYZECK Í BORGARLEIKHÚSINU Þegar MÁLIÐ hitti Ólaf Egilsson, einn leikara Woy- zeck eftir Georg Büchner, var Vesturportið að und- irbúa frumsýningu í Borgarleikhúsinu. Þá voru þau komin frá London þar sem þau sýndu tíu sýningar eftir að hafa forsýnt hér heima. Leikhópinn Vesturport þarf varla að kynna lengur. „Vesturport hefur enga yfirlýsta listræna stefnu. Vesturport var bara hugsað sem vettvangur til að koma hugmyndum í framkvæmd og þar sem við gætum stutt hvert annað,“ segir Ólafur. Þau hafa unnið hvern sigurinn á fætur öðrum síðan ævin- týrið hófst fyrir fjórum árum þegar Gísla Erni Garð- arssyni datt í hug að setja upp fimleikasýningu á Rómeó og Júlíu. Sú sýning sló í gegn, bæði heima og í London og núna hefur Woyzeck tekið við. Woyzeck er leikstýrt af Gísla Erni og sett upp í sam- starfi við Borgarleikhúsið og Barbican-leikhúsið í London. Þar var sýningin hluti af dagskrá sem gengur út á það að fá leikhópa hvaðanæva að úr heiminum til að taka fyrir verk ungra höfunda frá öllum tímum. „Viðtökurnar voru frábærar í London. Bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum. Tvö hundruð manns biðu í biðröð eftir ósóttum miðum á síðustu sýninguna. Við vorum valin sýning vikunnar í Time Out og fengum alla þá gullstimpla sem okkur hefði getað dottið í hug. Þannig að ævintýrið heldur áfram.“ Er ekkert skrýtið að sýna fyrst í London og koma svo heim og frumsýna? „Það er auðvitað heilmikill léttir að sýningin skuli hafa fallið í kramið úti en þetta var langt æfing- arferli og margar tilraunir framkvæmdar. Þegar við frumsýndum úti þá snerist spennan um það hvern- ig okkur tækist að koma þessu til skila. Sú spenna hefur ekkert minnkað. Sýningin er ennþá að mót- ast og þróast og stækka og þenjast út og ég er sjálfur mjög spenntur að sjá hvað mun gerast. Sýn- ingin virðist einhvern veginn lifa sínu eigin lífi.“ Er alveg jafnspennandi að sýna fyrir íslenska áhorf- endur og erlenda? „Já, leikhúsið tilheyrir áhorf- endum sínum hvar sem það er. Þetta er ekki eins og vídeóspóla sem er stungið í tækið og er alls staðar eins í heiminum. Aðrir áhorfendur þýða önnur við- brögð sem þýðir ný sýning á hverju kvöldi.“ Nick Cave samdi tónlistina í verkinu og tónlistin sem er leikin er flutt af honum og Warrin Ellis. Nick var viðstaddur frumsýningu bæði í London og Borgarleikhúsinu. Ólafi skildist á honum að hann hefði verið mjög sáttur við útkomuna. „Gísli hitti í mark þegar hann hafði samband við Nick Cave, þetta leikrit hafði verið hans uppáhald lengi. Þeir sem þekkja tónlist hans og þetta leikrit sjá al- gjörlega tengingu þarna á milli; sýningin er dökk, dramatísk, dularfull og seiðandi en töff.“ DRAMATÍSK OG DULARFULL ÓLAFUR EGILSSON Mynd Þorkell Þorkelsson Frumsýningu Vest- urports var fagnað í anddyri Borgarleik- hússins á föstudaginn var. Þar ræddu gestir sýninguna undir hressandi tónum plötusnúðsins KGB og snæddu ýmist góðgæti ásamt létt- um veigum. Þarna mátti sjá tónlist- argoðið Nick Cave en hann samdi músíkina í verkinu. Hann spjall- aði við leikarann Ingvar E. Sigurðsson sem virtist afar kátur með sýninguna. Einar Örn sykurmoli mætti ásamt syni sínum og ræddu þeir feðgar ýmislegt við leik- skáldið Jón Atla. For- setinn Ólafur Ragnar Grímsson lét sig ekki vanta í gleðina og ekki heldur Ágústa úr hljómsveitinni Ske. Birgitta, leiklist- arnemi á lokaári, mætti í fína kjólnum sínum og Baltasar Kormákur átti nokk- ur orð við forsetann. Myndir Sigurjón Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.