Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 18
18 BÍÓ Reykvíkingar og nærsveitafólk þarf ekki að kvarta yfir kvikmyndahátíðaleysi þetta árið. Skemmst er að minnast AKR (Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík) sem lauk ekki alls fyrir löngu og hlaut gríðargóðar viðtökur. Einnig IIFF (International Icelandic film festival) sem haldin var fyrr á árinu. Nú stendur yfir enn ein kvikmyndahátíðin, Októberbíófest sem lýkur 14. nóvember. Há- tíðin er á vegum IFF (Icelandic film festival ehf.) sem einmitt átti heiðurinn af IIFF. Á Októberbíófest eru sýndar um 40 kvikmyndir og er alls ekki hægt að kvarta yfir úrvalinu. Þemað er Danmörk en nokkrar af áhugaverðustu mynd- unum koma allt annars staðar frá. Sú mikla aðsókn sem verið hefur á hátíðirnar fram að þessu sýnir að íslenskir kvikmyndahúsagestir eru þyrstir í fjölbreytni. Á þessu hafa kvikmynda- húsaeigendur áttað sig enda er Októberbíófest haldin í samvinnu kvikmynda- húsaeigenda og dreifingaraðila kvikmynda á Íslandi. Það er því engin ástæða að kvarta en gaman væri þó ef kvikmyndahátíð væri allt árið í stað þess að maður þurfi að þamba fjölbreytnina af og til í einhvers konar túrafylleríi. Það er von- andi að aðstandendur IFF standi við loforðið um að„breikka úrval þeirra mynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum landsins“. Dagskrá á Októberbíó- fest má t.d. finna á icelandfilmfestival.is en hér koma nokkrar ábendingar: Tim Burton’s Corpse Bride Heillandi drungasaga Hvað getur svo sem brugðist þegar Tim Burton, Danny Elfman og Johnny Depp leiða saman hesta sína? Tja, ósköp fátt. Tim Burt- on’s Corpse Bride er í einu orði sagt frábær. Sagan er einföld og aldagömul: Strákur og stelpa hittast, strák og stelpu er sundrað, strákur og stelpa hittast aftur og lifa hamingjusöm til æviloka. En nú á hún sér stað í undraheimi Tim Burtons, fagurdimmum og fylltum heillandi drunga. Fyrir klaufaskap giftist Victor Van Dort líki kvöldið fyrir ætlað brúðkaup hans og hinnar fögru Victoríu. Þannig er hann dreginn um undirheim hinna dauðu á meðan hann berst við að sleppa úr klóm látinnar eiginkonu sinnar í faðm eftirlifandi heitkonu sinnar. Í þetta sinn hefur Tim Burton fengið til liðs við sig Mike Johnson sem kom að gerð The Nightmare Before Christmas (1993) og James and the Giant Peach (1996) enda er handverkið kunn- uglegt. Auk Johnnys Depp ljá Helena Bonham Carter og Emily Watson aðalpersónum raddir sínar. Eins og fyrr segir: Frábær! The Assassination of Richard Nixon Sean Penn í S-inu sínu Sean Penn … Oft nægir að nefna hann og allir vita að myndin er góð. The Assassination of Richard Nixon er engin undantekning. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um taugaveiklaða sölumanninn Samuel J. Bicke sem lifir vægast sagt ömurlegu lífi. Hann þarf að þola háð og yfirgang yfirmanns síns í vinnunni. Konan hans skilur við hann og meinar honum almenni- legar samvistir við börnin hans. Draumar hans um dekkjaverk- stæði á hjólum verða að engu og bróðir hans afneitar honum. Þegar allt þetta leggst á eitt hrynur tilvera hans algjörlega og hann fer yfir um. Til að skella skuldinni á einhvern finnur Bicke hinn fullkomna blóraböggul, skúrkinn Richard Nixon. Bicke ráð- gerir að myrða Nixon en áætlunin fer að sjálfsögðu, eins og til- vera hans, gjörsamlega í hundana. Þrátt fyrir að í myndinni séu fínir leikarar í aukahlutverkum, svo sem Naomi Watts sem x-ið og Don Cheadle sem svarti vinurinn, má segja að um einleik Sean Penn sé að ræða. Leikstjórinn er Niels Mueller sem er eiginlega ekki þekkur fyrir neitt. Hann hefur a.m.k. stimplað sig inn með The Assassination of Richard Nixon. Sjáið hana! On a Clear Day Maðurinn sem synti yfir Ermarsundið Hún er kannski ekki frábær, hvað svo sem það þýðir, en hún er engu að síður ágæt í skilningnum ágætt er betra en gott. Frank er sagt upp í skipasmíðastöð í, að því er virðist vera, Glasgow. Í auknum frítíma tekur hann upp sundástundun ásamt gömlum vinnufélögum og í ljós kemur að Frank er sundgarpur hinn mesti. Svo mikið er kapp hans að þegar félagar hans stinga upp á því af rælni að hann syndi yfir Ermarsund lætur hann verða af því. Mér leist ekki beinlínis á blikuna í upphafi myndar þegar allt útlit var fyrir þunglyndisþjóðfélagsádeilu en eftir fyrstu tuttugu mín- úturnar lifnaði yfir myndinni og úr varð bráðskemmtileg ræma. Peter Mullan er frábær í aðalhlutverkinu og má segja að hann beri myndina á herðum sínum. Annar áberandi karakter er Danny, leikinn af Billy Boyd nokkrum sem margir ættu að kann- ast við í hlutverki Pippin úr Hringadróttinssögu Peter Jacksons. Kvikmyndatakan er látlaus en nokkuð snjöll á tíðum og eru sundlaugaratriðin mörg hver afar góð auk þess sem notkun á speglum er skemmtileg en kannski nokkuð ómarkviss. Allt í allt nokkuð góð mynd sem vel þess virði er að kíkja á. GAMAN, GAMAN, GAMAN! OKTÓBERBÍÓFEST Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM Texti Hjörtur Einarsson Myndir Októberbíófest AÐRAR MYNDIR SEM VERT ER AÐ MÆLA SÉRSTAKLEGA MEÐ: Hostel. (Eli Roth. Bandaríkin 2005) Lokamynd há- tíðarinnar. Hrottaleg mynd í leikstjórn Íslandsvin- arins Eli Roth. Íslendingurinn Eyþór Gunnarsson fer með eitt af hluverkum. Tilvonandi Íslandsvin- urinn Quentin Tarantino, einn af framleiðendum myndarinnar, mætir á svæðið í tilefni sýning- arinnar! La marche de l’empereur. (Luc Jacquet. Frakkland 2005) Mynd um mörgæsir og merkilegt nokk al- veg þrælfín! Aristocrats. (Paul Provenza. Bandaríkin 2005) Heimildarmynd um dónalegasta brandara í heimi. Hilarious segja sumir. Lie with me. (Clément Virgo. Kanada 2005) Fyrir þá sem fíla erótík. Drabet. (Per Fly. Danmörk 2004) Hlaut kvik- myndaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum. Hvað á maður að segja; hörkugóður danskur þjóðfélagsdramakrimmi? Grizzly Man. (Werner Herzog. Bandaríkin 2005) Herzog er algjör snillingur í gerð heimild- armynda. Þessi fjallar um kollega hans, Timothy Treadwell, sem varð fyrir barðinu á birni og dó. Á Októberbíófest eru sýndar um 40 kvikmyndir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.