Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 10
10 HÖNNUN KALLANZ Það er vandlifað. Það er margt í þessu. Þetta er bara svona. Það er víst ekkert við þessu að gera. Þetta eru dæmi um afstöðu sem ég hef oftast viljað túlka sem uppgjöf og aumingjaskap. Mér hefur þótt óþolandi þegar rætt er um stjórnmál að hlutirnir séu bara svona. En hvað ef það er ljóst að þeir eiga alls ekki að vera svona! Þá þarf að breyta þeim eða að minnsta kosti láta lífið við það að reyna. Óréttlæti er rangt og verður að leiðrétta. Vissulega ber manni að virða rétt annarra til að hafa sínar skoðanir en það þýðir ekki að maður eigi að virða skoð- unina sjálfa, nema hún sé rétt. Ekki er hægt að fella sig við þá hugmynd að sannleikurinn sé af- stæður. Um þetta ættu sósíalistar og frjáls- hyggjumenn að geta verið sammála. Þeir sem eru staðsettir á milli þeirra eru hins vegar mun afslappaðri gagnvart sannleikanum og vilja bara að sem flestir séu sáttir á hverjum tíma. Enda er fylgið yfirleitt mest á miðjunni. En er það gáfu- legt að láta sér detta í hug að sannleikann sé að finna í stjórnmálum? Stjórnmál ná ekki yfir öll svið mannlegrar tilveru þótt þau geti haft ríka (les: ríkis) tilhneigingu til þess. Hvað tekur þá við utan heims hins fullkomna réttlætis sem stjórnmálin ættu með réttu að snúast um? Ba- ahhhh...þegar menn geta ekki lengur beitt fyrir sig orðum eins og íbúalýðræði, Norðurlönd, þekkingarþorp, umræðustjórnmál, háskóli, fé- lagslegt jafnrétti nú eða einstaklingsfrelsi, því þau hafa ekki sömu merkingu utan stjórnmál- anna, hvað tala stjórnmálafíklarnir þá um? Nú það sama og þeir sem aldrei hugsa eða tala um hin helgu vé stjórnmálin: Veðrið. Eða fjölskyld- una sína. Eitthvað sem það finnur daglega á eigin skinni. Yfirleitt er það líka skemmtilegra, en þegar maður stendur sjálfan sig að því að vilja frekar tala um lágmarksríkið þegar mamma manns segist elska mann þá er sennilega eitt- hvað að manni. Kærleikurinn fær ekki að kom- ast að. Hvort myndi maður annars velja þegar allt kemur til alls – fullkominn kærleika eða full- komið réttlæti? Já sei sei, það held ég...það er vandlifað maður, ha! RÉTTLÆTI OG KÆRLEIKUR KALLANZ Næstkomandi laugardag er lokadagur Grasrót- arsýningarinnar í Nýlistasafninu og af því tilefni verður blásið í partílúðrana með tilheyrandi látum. Þátttakendur sýningarinnar mæta svo hressir á sunnudeginum til að pakka saman verkum sínum, en þó ekki alveg allir. Hönnuðirnir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir fengu það verðuga verkefni ásamt myndlistarkonunum Hörn Harðardóttur og Rakel Gunnarsdóttur að end- urhanna „hangsið“, félagsaðstöðu safnsins, til frambúðar. „Hugmyndin að baki „hangsinu“ er að samtvinna tilraunastofu og götumarkað. Blóðhitinn á götu- mörkuðum á móti aganum og þeim hugmyndum sem fæðast á tilraunastofum fannst okkur skemmti- leg tilvísun í þá starfsemi sem á sér stað innan Ný- listasafnsins,“ segir Guðfinna sem segist iðulega reyna að skapa ákveðna stemningu þegar hún tekur að sér verkefni á borð við þetta. „Ef vel tekst til er jafnvel hægt að hreyfa það mikið við fólki að hið nýhannaða umhverfi nær að breyta athöfnum fólks. Jafnframt eru smáatriði mikilvæg, svona alls konar atriði sem fólk tekur ekki eftir við fyrstu sýn og kemur þeim á óvart eftir að hafa eytt smátíma inni í rýminu,“ bætir Brynhildur við. Þó svo að Brynhildur og Guðfinna taki þátt í Grasrót- arsýningunni, sem er oftast kennd við myndlist, taka þær fyrir það að vera titlaðar listamenn. „Þetta er al- gengur misskilningur. Fólk kom til okkar á opn- uninni og sagði „flott innsetning“. Ég held að ástæðan sé sú að Íslendingar eiga sér ekki langa hönnunarsögu. Þessi grein er að mörgu leyti óþekkt,“ segir Guðfinna. En er það ekki jákvætt, svona fyrir ykkur persónu- lega að fást við eitthvað sem fáir hafa tekist á við? „Það er bæði jákvætt og neikvætt. Það getur verið erfitt að þurfa alltaf að vera að skilgreina sig og reyna að útskýra fyrir fólki að hönnun er ekki mynd- list. Þetta er bara allt annar handleggur,“ svarar Guðfinna sem tekur stétt sína greinilega mjög alvar- lega. En nú eru hin fjölmörgu tímarit sem eru á mark- aðnum í dag uppfull af greinum um hönnun og lífs- stíl. Má ekki draga af því þá ályktun að fólk sé frekar með á nótunum þegar kemur að hönnun? „Jú, að einhverju leyti en hins vegar er hönnunarheimurinn ótrúlega stór og fjölbreyttur. Það sem er á boð- stólum hér á landi er frekar einhæf flóra. Tökum Arne Jacobsen sem dæmi, það þekkja hann allir og þeir sem hafa áhuga á hönnun á annað borð kepp- ast um að kaupa hluti eftir hann, en hann dó 1971. Það hefur ýmislegt gerst síðan þá,“ segir Brynhildur. Það er mikill hiti í stelpunum og það er greinilegt að undir niðri kraumar mikill baráttuandi. Það er því best að fólk búi sig undir byltingu í íslenskum hönn- unarheimi. Hvað tekur svo við eftir laugardaginn? „Við erum með ýmislegt á prjónunum, næst ber að nefna tvöfalda þátttöku okkar á hönnunardögum sem haldnir verða í Reykjavík daganna 17. til 20. nóvember, önnur sýningin ber nafnið Vík Prjóns- dóttir, hin heitir Sigurvegarar dagsins, en sú síðari er gerð af hópi sem hefur unnið að nokkrum verk- efnum í sameiningu undir nafninu, „Takk fyrir síð- ast“. Þegar þessu lýkur ætlum við að einbeita okkur að nýstofnaðri veisluþjónustu okkar sem ber nafnið „Borðið“ en sú þjónusta sérhæfir sig í að hanna mat,“ segir Guðfinna. Hanna mat? „Já, hönnuðir í dag láta sig ýmislegt varða og þetta er aðeins eitt af því. Sú grundvallarhugmynd sem við vinnum með í matargerð er ekki frábrugðin öðrum verkefnum okkar. Stemningin er í fyrirrúmi og maturinn er hannaður í samræmi við tilefnið.“ Guðfinna og Brynhildur eiga sér sitthvort drauma- verkefnið. Guðfinna segir sitt vera að hanna elli- heimili. „Á elliheimilinu verður starfræktur leikskóli en þannig geta kynslóðir mæst. Þetta tíðkast víðast hvar erlendis og hefur reynst vel. Svo er það líka draumur hvers hönnuðar að fá stór rými þar sem þarf að huga að sem flestu.“ Brynhildur á sér ekki eins fjarlægan draum því hennar draumur er nú þegar á teikniborðinu og býður þess að vera fjár- magnaður. „Ég hef nú þegar hannað súkkulaði og fór með hönnunina til Hafliða Ragnarssonar súkku- laðimeistara sem ætlar að hjálpa mér að fylgja því til framleiðslu. Súkkulaðið er „Fjallasúkkulaði“ og eru molarnir í forminu eins og nokkur þekkt íslensk fjöll og er fyllingin í samræmi við þær bergtegundir sem í fjöllunum má finna. Súkkulaðið er unnið úr nátt- úrlegum hráefnum og er því mun hollara en það sem við eigum að venjast,“ kallar Brynhildur úr stig- anum en þær stöllur eru að leggja lokahönd á hangsið en rýmið var ekki alveg tilbúið þegar sýn- ingin var opnuð 15. október síðastliðinn. Það er því upplagt að reka inn nefið og aðra líkamsparta í Ný- listasafnið laugardaginn 5. nóvember næstkomandi klukkan 19 þegar lokun sýningarinnar verður blásin upp með tónleikahaldi og almennri gleði eins og áð- ur sagði. ÍSLENSK HÖNNUN Í NÝLISTASAFNINU HÖNNUÐIR MEÐ LÆTI 1. Finna og Brynhildur hönnuðu „Hangsið“ ásamt Hörn og Rakel 2. Hillur í götumark- aðsstíl 3. Ljósakróna „Hangs- ins“ minnir óneit- anlega á tilrauna- stofu. Texti Berglind Häsler Mynd Þorkell Þorkelsson 1 2 3 Ég hef nú þegar hannað súkkulaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.