Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 2
2 MÁLIÐ Á sunnudaginn næstkomandi heldur Sigur Rós tónleika í Laug- ardalshöllinni og verður það í fyrsta skipti í nokkur ár sem sveitin spilar í heimalandi sínu. Það þykir svosem ekkert skrýtið þar sem þeir hafa í nógu að snúast við að spila fyrir allan heiminn sem elskar þá líka. Íslendingar ættu þar af leiðandi að vera orðnir frekar þyrstir í tónlistarflutninginn þeirra. Hljómsveitin Múm er sömuleiðis dugleg við að spila fyrir heiminn en hún er einmitt að skjótast til Japans á sama tíma og Sigur Rós- in kemur heim. Og eins og Sigur Rós þá spilar Múm örsjaldan hér heima og í rauninni fer ansi lítið fyrir þeim hérna miðað við þá miklu hrifningu sem sveitin hefur vakið um heiminn. Þó er ekki þar með sagt að þau sitji auðum höndum heldur þvert á móti. Öll eru þau á fullu í hinum og þessum tónlistartengdum verkefnum. Kristín, Eiríkur og Ólöf spila t.d. einnig með Stórsveit Nix Noltes sem er nýkomin úr tónleikaferðalagi um Evrópu. Örvar hefur verið að hjálpa hinum og þessum böndum við að flytja tónlistina sem frambærilegasta og Gunnar stendur í ströngu við að taka upp og endurhljóðblanda hitt og þetta. Og þetta er aðeins brot af öllu því sem þetta fólk tekur sér fyrir hendur. Silja Magg smellti nokkrum myndum af meðlimum Múm rétt áð- ur en þau héldu til Asíu, fyrir utan Ólöfu Arnalds sem var að lenda á Leifsstöð meðan á myndatökunni stóð. MÁLIÐ náði að spyrja þau út í hitt og þetta sem það varð að vita um bandið. Þormóður Dagsson Hanna Björk Valsdóttir ÞAU SEGJA Það hefur eflaust glatt marga að fá Sam Malone og barrotturnar á Staupasteini aftur upp á sjónvarpsskerminn en nýverið hóf SkjárEinn sýningar á þáttunum góðu Cheer’s. Sam Malone er fyrrverandi hafnaboltahetja og mikill flagari. Hann rekur barinn sem er einnig annað heimili sálfræðingsins Frasier Crane, póstmannsins Cliff og Norms. Sam nýtur síðan dyggrar aðstoðar hins viðkunnanlega Woody og frekjunnar Cörlu við að dæla bjór í krúsirnar. Þátturinn var vinsælasti gamanþáttur í Bandaríkjunum sjö ár í röð og fjöldi stórleikara prýddi þættina. Þar má nefna Woody Harrelson, Rhea Perlman og Kelsey Grammer. Þættirnir eru sýndir mánudaga til föstudaga klukkan 17.55. HUGGULEG BARSTEMNING STAUPASTEINN TUTTUGASTA OG FIMMTA MÁLIÐ Fimmtudagurinn 24. nóvember Megas á tónleikum á Paddy’s. Upplestur á Súfistanum klukkan 20.00–22.00. Steinunn Sig- urðardóttir les úr Sólskinshestinum, Sölvi Björn Sigurðsson úr Gleðileiknum djöfullega, Marta María og Þóra Sigurð- ardóttir lesa úr Djöflatertunni, Sólveig Einarsdóttir úr Hug- sjónaeldi og Guðni Th. Jóhannesson úr Völundarhúsi valds- ins. Föstudagurinn 25. nóvember Hljómsveitin Dikta treður upp í Gallerí Humar og frægð. Hin sjóðheita Jakobínarína á tónleikum á Grand Rokk. Stúdentaleikhúsið sýnir ,,Blóðberg eftir P.T. Andersson í Loftkastalanum kl. 20. Agnar Jón Egilsson sér um leikstjórn og leikgerð. Laugardaginn 26. nóvember Hugleikur Dagsson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sýna í Gallerí Humar og frægð. Hermigervill og hljómsveitin Nortón skemmta í Stúd- entakjallaranum. Sunnudagurinn 27. nóvember Sigur Rós í Laugardagshöllinni ásamt Aminu. HVAÐ ER AÐ SKE? Kringlunni 1, 103 Reykjavík, 569 1100, malid@mbl.is Útgef- andi: Árvakur hf. í samstarfi Morgunblaðsins, Símans og Skjás 1 Ábyrgðarmaður: Margrét Kr. Sigurðardóttir Umsjón: Hanna Björk, 569 1141 - hannabjork@mbl.is Þormóður Dagsson, 569 1141 - thorri@mbl.is Auglýsingar: Kristbergur Guðjónsson, 569 1111 - krissi@mbl.is Hönnun: Hörður Lárusson, Siggi Orri Thor- hannesson og Sól Hrafnsdóttir Umbrot: Kristín Björk Ein- arsdóttir Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Pappír: Nor- news 45g Letur: Frutiger og Tjypan Stærð: 280x420mm UM MÁLIÐ 1. Eiríkur Orri Ólafsson Forsíðumynd Silja Magg Förðun Magnea Þetta er aðeins brot af öllu því sem þetta fólk tekur sér fyrir hendur 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.