Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 20
20 TÓNLIST TÖLVULEIKUR Níundi bekkur, föstudagskvöld: Eftir að vana- bundnu sjoppurölti lauk og nammipoki kvöldsins var tómur þá settist ég niður í stofu með besta vini mínum með kók í glasi. Við ræddum erfiðleika unglingsáranna og oftar en ekki bar hitt kynið á góma. Þetta gerðum við hið minnsta einu sinni í viku og sama platan veitti tilfinningum okkar alltaf nauðsynlega útrás; Ágætis byrjun Sigur Rósar. Ég er þess handviss að stór hluti Íslendinga hefur svipaða sögu að segja um þessa plötu, við tengjum öll einhverjar sterkar minningar við hana og þær verða ljóslifandi fyrir hugskotssjónum okkar við það eitt að heyra upphafstóna „Svefn-g-engla“. Það er engin tilviljun að gagnrýnendur og almenn- ingur völdu Ágætis byrjun bestu íslensku plötu 20. aldarinnar í úttekt Dr. Gunna. Það er heldur engin tilviljun að hið virta vefrit Pitchfork setti plötuna á topp 10 lista sinn yfir plötur áratugarins. Það er engin tilviljun, því Ágætis byrjun er meistaraverk, hún varð sígild um leið og hún kom út. Ágætis byrjun var önnur plata Sigur Rósar og kom út sumarið 1999, en tveimur árum áður hafði fyrsta platan Von komið út. Rætur Sigur Rósar liggja þó umvafðar síðu hári í Mosfellsbæ einhvers staðar í kringum árið 1994, en fyrsta lag sveitarinnar, „Fljúgðu“, kom út á safnskífunni Smekkleysa í hálfa öld lýðveldisárið 1994. Árið 2000 fór al- þjóðlegi boltinn að rúlla hjá Sigur Rós, ætli það sé ekki óhætt að segja að þegar NME völdu fyrr- nefnda „Svefn-g-engla“ smáskífu vikunnar hafi hafist ferðalag sem sér ekki enn fyrir endann á. Heimsbyggðin átti ekki til orð yfir þessari ísköldu en um leið einkennilega hlýju fegurð sem virtist að mati pressunnar hafa orðið til fyrir tilstilli einhvers álfagaldurs lengst uppi á jökli. „Eins og Guð gráti gulltárum“, sagði einn og kannski var það rétt hjá honum. Undirritaður veit ekkert hvernig það hljómar. Eftir nokkra tónleika með Radiohead tók Sigur Rós upp ( ) og skildi hlýjuna eftir fyrir utan hljóðverið. ( ) var þyngri og tormeltari en fyrirrennarinn og hlaut meira umtal fyrir titilleysið heldur en inni- haldið. Sumir urðu fyrir vonbrigðum en þegar maður hlustar til baka þá heyrir maður að hún er í sama gæðaflokki og Ágætis byrjun. Frekara tón- leikahald um allar trissur fylgdi í kjölfarið, en Sigur Rósar-menn sátu ekki auðum höndum þess á milli heldur sömdu þeir eilítið múm-lega tónlist við heimildamyndina Hlemm, fluttu verkið Hrafna- galdur Óðins og unnu með danshöfundinum Merce Cunningham svo eitthvað sé nefnt. Nú á haustdögum kom síðan fjórða eiginlega breiðskífa Sigur Rósar út, en hún nefnist Takk… Hún er poppaðri en fyrri plötur sveitarinnar og sölutölurnar eru kannski eftir því, en á tímabili var ekki langt á milli Takk og nýjustu plötu Coldplay á metsölulista Amazon.com. Allir sem hafa hlustað vita þó að þessum plötum verður ekki saman jafn- að þegar kemur að gæðum, þrátt fyrir að Gwyneth og Chris svæfi litla barnið víst með Sigur Rós á hverju kvöldi og ættu því að þekkja snilld- arbrögðin inn og út. Sigur Rós hefur ekki haldið hefðbundna tónleika á Íslandi í þrjú ár, eða síðan ( ) kom út. Þá fyllti sveitin Háskólabíó í tvígang. Nú verður breyting þar á því á sunnudagskvöld snýr sveitin aftur með látum, en auk fjórmenningana verða strengjakvartettinn Amina og lúðrasveit á sviði Laugardalshallarinnar. Ég tel að það sé óhætt að lofa ósvikinni skemmtun eða allavega andlegri upplifun sem skilur allar hugleiðingar um ofskynjunarlyf eftir í reykj- armekki FLJÚGÐU HÆRRA SIGUR RÓS Í LAUGARDALSHÖLL Texti Atli Bollason Þeir eru eflaust ófáir sem hafa horft á Bond-mynd og hugsað með sér hversu gaman það væri að bregða sér í hans hlutverk; upplifa hans ævintýr og vernda konurnar sem hann elskar. Nýr tölvuleikur á Playstation 2 gerir hverjum sem er kleift að upplifa þennan draum, upp að vissu marki að sjálfsögðu. Leikurinn byggir á myndinni From Russia with Love þar sem Sean Connery leikur njósnarann snjalla og Connery þessi ljáir einmitt tölvuleiknum sína góðu rödd. Yfirbragð leiksins er mjög flott eða öllu heldur „klassí“, mjög í anda myndarinnar og tölvu-Bondinn er satt best að segja alveg rosalega líkur fyrirmynd- inni, sérstaklega þegar röddin hans Connery fylgir með. Það er mjög þægilegt að spila þennan leik, Bondinn lætur vel að stjórn og hreyfir sig eins og alvöru has- ar-hetja. Taktarnir hans eins og Connery lék hann koma afskaplega vel út í leiknum, alltaf sami sént- ilmaðurinn hvort sem hann er að daðra við kvenmann eða lumbra á kommúnista. Hann skýlir sér bak við veggi á með- an hann skýtur óvininn og þegar hann mætir óvini í návígi þá er hægt að láta hann beita of- ursvölum fantabrögðum. Leikmaður fær að keyra í Bentley og öðrum flottum bílum, hann fær að daðra við Moneypenny og leika sér með tæknilegu leikföngin frá Q og alls kyns önn- ur tæki eins og t.d. þotubakpoka. Það er allt annað en leiðinlegt að stýra Bondinum í gegnum þetta allt saman og taka þátt í hans alþjóðlegu áflogum. Hreint ekki slæmt. FROM RUSSIA WITH LOVE Á PLAYSTATION 2 Heimsbyggðin átti ekki til orð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.