Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 7
Síðastliðinn sunnudag var haldin glæsileg tískusýning á Hótel Borg. Til sýnis voru afurðir hönnuðanna Ástu Guðmundsdóttur, Rögnu Fróða og Guðbjargar Kr. Ingvadóttur. Föngulegar sýningarstúlkur gengu um pallana í takt við sérvalda tónlist Barða Jóhannessonar. Gestir sátu fullir aðdáunar með kampavínsdreitil í glasi. Kampavín og glæsi- klæðnaður hefur líka löngum þótt hinn besti kokkteill. Tískusýningin var á dagskrá Hönnunardaga, sem haldnir voru í borginni dagana 17.– 20. nóvember, en var þó sjálfstætt framtak hönnuðanna. Stemningin á Borginni var afar góð og hafa hönnuðirnir þrír fengið mikið lof fyrir framtak sitt. Meira svona. Útjaskaður klæðnaður Fatahönnuðurinn Ásta Guðmundsdóttir reið á vaðið með vetrarlín- unni sinni en hún sýndi einnig brot af línu sumarsins sem er væntanleg í febrúar. Ullin skipar vegamikinn sess í hönnun Ástu og notar hún hana á afar spennandi hátt. Hún leggur mikinn metnað í að reyna að fá fram öðruvísi áferð á ullina, blandar henni til dæmis saman við bómull, gull- og silfurþræði svo eitthvað sé nefnt. Útkoman verður gjarnan mjög veðruð flík, útjöskuð, svona eins og hún hafi verið of lengi úti á snúru. Í sumarlínunni er silki meira áberandi sem og bómull. Hönnun Ástu má nálgast á Hotel Nordica og í Kirsuberjatrénu. Ásta selur hönnun sína einnig í Bandaríkjunum, Skandinavíu og Japan. 3. desember mun Ásta opna verslun á vinnustofu sinni, Laugavegi 25, 3. hæð. Léttir og kvenlegir skartgripir Skartgripahönnuðurinn Guðbjörg Kr. Ingvadóttir sá um að skreyta fatnað þeirra Ástu og Rögnu enn frekar. En á miðri sýningu birtust svartklæddir dansarar upp á tískupallana og sýndu gripi Guðbjargar. Skemmtileg uppákoma það. Skartgripirnir eru léttir, kvenlegir og rómantískir. Flesta gripina er hægt að nota við öll tækifæri en Guð- björg sýndi einnig sýningargripi sem eru miklir umfangs og henta bet- ur til sýningarhalds en almennrar notkunar. Guðbjörg vinnur í seríum og nefnir hún þær íslenskum kvenmannsnöfnum. Á Borginni sýndi hún nýjustu seríurnar sínar sem nefnast Svala og Sæunn en einnig mátti sjá eldri seríurnar Dögg og Heiðu. Guðbjörg leggur mikla áherslu á að gera þrívíða skartgripi en það er einmitt það sem gerir þá svo sérstaka. Guðbjörg rekur verslunina Aurum í Bankastræti. Vegir ástarinnar Fatahönnuðurinn Ragna Fróða lauk svo sýningunni en hún sýndi bæði vetrarlínuna sína og fatnað sem hún hannaði sérstaklega fyrir þetta tilefni. Vetrarlínan skartar bæði hlýjum flíkum sem gott er að arka í á götum borgarinnar mót vindi og áhyggjum hversdagsins. En einnig var mikið um galakjóla þar sem jólin eru á næsta leiti. Fatnaður Rögnu er áhugaverður vegna þess hve fjölbreyttur hann er og hvað hann hentar breiðum aldurshópi. Þarna mátti sjá flíkur fyrir konur sem velja klassískan klæðnað og þær sem synda á móti nýjustu tískustraum- unum en einnig voru þarna flíkur sem mundu sóma sér í fataskápum þeirra sem kjósa að synda með þeim straumum. Ragna rekur verslunina Path of Love en hún er á vinnustofu hennar, Laugavegi 28, 2. hæð. TÍSKAN Á BORGINNI VETRARFÖT OG GALAKJÓLAR Kampavín og glæsiklæðnaður hefur líka löngum þótt hinn besti kokkteill 1. Hönnuður Ásta Guðmundsdóttir 2. Hönnuður Ásta Guðmundsdóttir 3. Hönnuður Guðbjörg Kr. Ingvadóttir 4. Hönnuður Ragna Fróða 5. Hönnuður Ragna Fróða Texti Berglind Häsler Myndir Sverrir Vilhelmsson 7 TÍSKA 4321 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.