Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 8
8 LEIKHÚS Nemendaleikhúsið samanstendur af átta leiklist- arnemum á lokaári við Listaháskóla Íslands. Í rúm þrjú ár hefur þessi mannskapur numið þá list að leika og á meðan hefur allt annað þurft að mæta afgangi. Á lokaárinu sýnir leikhópurinn afrakstur námsáranna með þremur uppsetningum. Í haust- byrjun frumsýndu þau leikverkið Forðist okkur sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda sem og ann- arra sem sáu verkið og varð leikhópurinn að hætta sýningum fyrir fullu húsi. Nú er svo komið að upp- setningu númer tvö en það verður á verkinu Þrjár systur eftir hinn rússneska Tsjekhov og verður það frumsýnt 4. desember næstkomandi í leikstjórn Hörpu Arnardóttur í Borgarleikhúsinu. Á Hressingarskálanum sitja Birgitta, Svenni og Dóra úr Nemendaleikhúsinu á sunnudagsíðdegi og bíða eftir blaðamanni. „Ekki málið, við erum vön að bíða,“ segir Svenni þegar blaðamaðurinn mætir loksins, muldrandi ým- iss konar afsakanir. Af öskubakkanum og kaffibrús- unum að dæma hafa þau beðið í einhvern tíma. Til að forðast frekari vandræðalegheit þá vindur blaðamaður sér undir eins í að spyrja þau út í und- irbúning Þriggja systra. Austantjaldsgleði „Þetta gæti ekki verið meira frábrugðið Forðist okkur,“ svarar Dóra og bætir við að það sé mjög gott fyrir leikhópinn að reyna eitthvað allt annað. „Við viljum læra sem mest af þessu og það er alveg að takast,“ útskýrir Birgitta. Þau segja að það sé augljóslega mikill munur á að leika glænýtt verk eins og Forðist okkur og svo Þrjár systur sem frum- sýnt var fyrir rúmri öld síðan. „En það er alls konar viðbjóður í þessu líka, mikið af framhjáhaldi og geðsjúku fólki,“ segir Dóra en verkið Forðist okkur innihélt frekar mikinn viðbjóð sem var eitt af ein- kennum verksins. Firringin og viðbjóðurinn í Þrem- ur systrum er engu minni í þessu verki segja þau en þar er slíkt miklu meira undirliggjandi. Músíkin er stór hluti af sýningunni en hún er í hönd- um hljómsveitarinnar Strakovsky Horo og semur Ólöf Arnalds, nemi við tónlistardeild LHÍ, tónlistina og stjórnar hún einnig tónlistarflutningnum. „Hljómsveitin spilar svona balkan-tónlist og verða þau með okkur á sviðinu. Ætlunin er að fá dálítinn Black Cat , White Cat/Underground-fíling í verkið svo þetta verði ekki bara þungt rússneskt heldur líka svona austantjaldsgleði,“ lýsir Dóra. Einkalífið látið fjúka „Þegar við byrjuðum í leiklistarnáminu var sagt við okkur að nú gætum við kvatt vini okkar og fjöl- skyldu næstu fjögur árin,“ segir Birgitta þegar hún rifjar upp upphafið af námsferlinum á leiklist- arbraut. „Og það reyndist alveg satt.“ Þau segjast hafa gengist undir nokkurs konar ein- angrun sem augljóslega reynir á öll mannleg tengsl, utan við hópinn sem og innan hans. Vinir og fjöl- skyldur hafa þurft að mæta afgangi á þessum tíma. „Við erum þess vegna mjög heppin í bekknum að ná svona vel saman,“ bætir Svenni við enda ná- lægðin gífarlega mikil og stöðug. „Þessa dagana erum við í leikhúsinu frá svona hálf- tíu til miðnættis. Maður er einhvern veginn alltaf í skólanum,“ segir Dóra en bætir svo við að sumar- og jólafríin séu í lengra lagi. „Auðvitað koma upp vandamál þegar við erum með rassinn upp í hvert öðru svona yfirgengið nóg,“ segir Svenni. „Þá eru vandamálin ekki byrgð inni heldur leyst um leið.“ Þau minnast á svokallaða „aumingjafundi“ í þessu samhengi en til þeirra er gripið þegar mórallinn í hópnum er af einhverjum ástæðum í hættu stadd- ur. Á þessum fundum er leyfilegt og í rauninni er það skylda að ausa úr skálum reiði og gremju og alls þess sem spillir móralnum. „Andrúmsloftið verður þá mjög þægilegt,“ segir Birgitta, „því þarna vitum við að við erum á þessum fundi og við megum segja þetta og hitt og hinir geta alveg eins tekið þessu.“ „Og einnig ef það er eitthvað laust í reipunum í hópnum,“ segir Svenni, „með aga og fleira þá komum við saman og löðr- ungum hvert annað og tökum okkur á.“ Vilja breyta Hvað gerist svo eftir útskrift? „Þá erum við komin á markaðinn, losnum undan framkomubanninu. Þá getum við í rauninni gert það sem við viljum,“ segir Dóra. Þetta framkomu- bann sem hún nefnir meinar nemendum leiklist- ardeildar að koma fram annars staðar en í tengslum við námið. Þetta er meðal annars hugsað til þess að nemendurnir fái að vera einir og óáreittir á meðan námið stendur yfir. Það hafa þó orðið heitar um- ræður um þetta bann og margir hafa sett sig upp á móti því en Dóra vill meina að það hafi reynst þeirra hópi vel. Þegar þau eru svo spurð út í vinnuframboðið eftir útskrift þá segjast þau ekki vera mjög bjartsýn. „Þetta er bara eins og að vera listamaður,“ segir Dóra. „Þú getur sótt um í atvinnuleikhúsunum og sumir fá tilboð um að vera þar. En það er í rauninni fýsilegast fyrir unga leikara að vera lausráðnir og ég held að það sé stefnan hjá sumum leikhússtjór- unum að fastráða ekki unga leikara. Á meðan þú ert ungur og graður þá gerirðu skapandi, sniðuga og nýja hluti en ef þú ert fastur í vinnu í stofn- analeikhúsi færðu kannski ekki útrás fyrir slíkt.“ „Ég held það sé mjög þroskandi fyrir hvaða lista- mann sem er,“ heldur Birgitta áfram, „að þurfa að- eins að hafa fyrir hlutunum og gera það sem þú vilt.“ „Og ekki leika lík eða fánabera í tíu ár,“ bætir Svenni við. „Ef þú hefur fólk í kringum þig sem þú vilt vinna með og vill vinna með þér að einhverju nýju og spennandi þá er um að gera að nýta sér það,“ segir Dóra. „Og búa sér til tækifæri,“ bætir Birgitta inn í, „þó það sé eflaust mjög erfitt en það er bara spurn- ing um hversu graður þú ert í það.“ Talið berst svo að breyttu landslagi í íslensku leik- húsi sem Nemendaleikhúsið hefur meðal annars tekið þátt í að umbylta. Þau nefna leikskáldið Jón Atla og leikhópinn Vesturport sem helstu boðbera nýrra tíma í íslensku leikhúsi. Eitt af því sem var eft- irtektarvert við sýningarnar á Forðist okkur var hversu ungan áhorfendahóp þau náðu að draga inn þar sem ungt fólk fer öllu jöfnu ekki mikið í leik- hús. „Það var mjög skrýtið og frábært að sjá þetta fólk í leikhúsinu, fólk sem maður hafði bara séð í bíóhúsum og á barnum,“ segir Dóra og þau segjast vona að þau muni geta haldið áfram á þessari línu í framtíðinni og fengið yngra fólk inn í leikhúsin. Sveinn tekur í sama streng. „Það er ekkert spenn- andi að koma út úr skóla og ætla bara að falla að myndinni. Maður verður að koma út og vilja breyta hlutunum. Sjá hvað er að og reyna að gera betur.“ LEIKHÚS NÝRRAR KYNSLÓÐAR NEMENDALEIKHÚSIÐ Texti Þormóður Dagsson Mynd Sverrir Vilhelmsson Á meðan þú ert ungur og graður þá gerirðu skapandi, sniðuga og nýja hluti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.