Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 18
18 BÍÓ Árið 2003 kom út myndin House of 1000 Corpses í leikstjórn rokkarans Rob Zombie. Myndin var frum- raun kappans á kvikmyndasviðinu og fékk afar slæma dóma gagnrýnenda, enda var myndin ekkert sérlega góð. Hún þótti engu að síður bera vott um nokkuð sérstakt innsæi Zombies, sem auk þess að leikstýra myndinni skrifaði handritið að henni og samdi tónlistina fyrir hana. Myndin leið kannski fyrir það að vera frumburður leikstjórans sem fram til þessa hafði eingöngu reynslu af gerð tónlistar- myndbanda. En glöggir kvikmyndaáhugamenn þóttust merkja að myndin væri vísir að einhverju meiru og betra. Viðbjóðsleg dráp og nauðganir Sú varð líka raunin því fyrr á þessu ári leit önnur mynd Zombies dagsins ljós. Devil’s Rejects er sjálf- stætt framhald House of 1000 Corpses og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Eftirlifandi meðlimir hinna morðóðu Firefly fjölskyldu eru á flótta undan lögreglu eftir hálfmisheppnaða atlögu að heimili þeirra. Þau flakka á milli mótela í Texas og misþyrma og drepa alla sem á vegi þeirra verða. Það er kannski ekki hægt að tala um áberandi söguþráð. Hann fellur að minnsta kosti í skuggann af viðbjóðs- legum drápum, nauðgunum og limlestingum. En það er kannski annað og meira en söguþráðurinn sem er heillandi við Devil’s Rejects. Myndin er heillandi afturhvarf til B-hryllingsmynda áttunda áratugarins. Alvöru seventies B-mynd Myndir á borð við The Last House on the Left (1972) og The Texas Chainsaw Massacre (1974) þóttu á sín- um tíma draga upp raunsanna mynd af ofbeldi sem hryllingsmyndir höfðu ekki gert til þessa. Und- anfarin ár hefur verið visst afturhvarf í kvikmynda- gerð til mynda í þeim stíl. Það er skemmtileg þróun þó að sumar þeirra séu sérlega lélegar og leið- inlegar. Kannski vegna þess að þar eru á ferð B- myndir í glimmer-búningi. En Devil’s Rejects er ekki þannig. Zombie fer ekkert leynt með það að hann sé að gera B-mynd. Myndin er „low-budget“ með tilheyrandi gæðaskorti. En fyrir vikið verður hún heiðarleg tilraun til að endurskapa kvikmyndaform sem fyrir löngu er orðið að költi. Það er hreinlega allt í þessari mynd sem tekur áhorf- andann þrjátíu ár aftur í kvikmyndasögunni. Efni- viðurinn, kvikmyndatakan, leikurinn, tónlistin. Já, tónlistin myndar líklega eina af best heppnuðu se- venties-southern-rock-safnplötum sem ég hef heyrt. Það er til að auka enn á fílinginn að á meðal leikara í myndinni eru sannar B-kvikmyndahetjur svo sem Sid Haig (Foxy Brown), Leslie Easterbrook (Police Academy), Ken Foree (Dawn of the Dead), P.J.Soles (Carrie), Ginger Lynn Allen (Vice Academy) og síðast en ekki síst hinn magnaði William Forsythe. En Devil’s Rejects er alls ekki fyrir alla og sér í lagi ekki fyrir viðkvæma. Hún er hins vegar fínasta skemmtun fyrir alla þá sem hafa gaman af tilgangs- lausu ofbeldi og sláturkenndum manndrápum. Ég efast um að nokkur aðdáandi B-hryllingsmynda frá áttunda áratugnum verði fyrir vonbrigðum með De- vil’s Rejects. Myndin verður frumsýnd annað kvöld (föstudags- kvöld) í Laugarásbíó! SUBBULEGT AFTUR- HVARF TIL FORTÍÐAR DEVILS REJECTS ER ÓGEÐSLEG OG SKEMMTILEG Texti Hjörtur Einarsson Myndir Frá dreifingaraðila Tvær stelpur úr smábæ í Bandaríkjunum ætla til stórborgarinnar á rokktónleika. Þær þvælast eitthvað út í skóg í leit að grasi en er rænt af hópi morð- óðra sadista sem nauðga þeim, limlesta og drepa. Eftir morð- orgíuna fara morð- ingjarnir óðu að leita sér að gistingu og fá fyrir tilviljun húsaskjól hjá foreldrum ann- arar stúlkunnar. Eftir nokkurn tíma komast foreldrarnir að því hversu miklir örlagavald- ar gestirnir voru í lífi dóttur þeirra og ná undir lokin að koma þeim fyrir kattarnef. Leikstjórinn er Wes Craven sem gerði síðar Nightmare on Elmstreet og Scream- myndirnar þrjár. Myndin er reyndar end- urgerð Bergman-myndarinnar Jungfrukäll- an (e. Virgin Spring) sem allt eins má mæla með. SJÁIÐ ÞESSA: THE LAST HOUSE ON THE LEFT (1972) Undanfarin ár hefur mátt greina ákveðið aft- urfar til áttunda áratugarins í Hollywood- kvikmyndum og kannski enn frekar í óháða geir- anum í Bandaríkjunum. Það er kannski erfitt að festa fingur á hvar sú þróun hefst enda hefur kvikmyndagerð þvælst í endalausri póstmódern- ískri hringiðu síðustu þrjátíu árin. En við getum sagt að nokkuð áberandi stökk afturábak hafi verið tekið þegar Englarnir hans Charlie voru endurskapaðir árið 2000. Í kjölfarið fylgdu þekktar persónur af sjónvarpsskjá áttunda ára- tugarins eins og Startsky og Hutch og Scooby- Doo. Kannski sló Tarantino líka einhvern hljóm með Kill Bill þar sem hann fléttar áberandi „sev- enties“ B-myndaminnum inn í kvikmyndagerð sína. Hryllinginn aftur Flestir muna eftir hressilegri vakningu „slasher mynda“ um miðjan tíunda áratuginn. Fyrst með Scream 1996 og svo ótal kvikmyndum og fram- haldsmyndum í sama stíl. Þar voru á ferð myndir um graða úthverfaunglinga sem verða fyrir barðinu á geðsjúkum morðingjum, yfirleitt á heimili sínu. Af upprunalegum „slasher mynd- um“ má nefna Halloween, A Nightmare On Elm Street og Friday the 13th. Nú má segja að kvik- myndagerðarfólk sé að fara nokkuð aftar og eiginlega til fyrirrennara „slasher myndanna“. Djúpsteiktur Suðurríkjahryllingur Í upphafi áttunda áratugarins var gerður slatti af myndum sem kalla mætti samnefnaranum Ken- tucky Fried Horror. Þær eiga það flestar sameig- inlegt að gerast í Suðurríkjum Bandaríkjanna og fjalla um ungt fólk sem verður fyrir því að álpast eitthvað út af alfaraleið og lenda á vegi morð- óðrar fjölskyldu. Þær sýna hrottafengið ofbeldi, mannát og nauðganir á raunsannan og ýktan hátt. The Last House on the Left (1972) og The Texas Chain Saw Massacre (1974) eru dæmi um þessháttar myndir og eru skyldueign allra költ- ara. Sams konar myndir eru mýmargar og marg- ar verri að gæðum en andskotinn, enda allar „low-budget“ B-myndir. Þessar myndir gefa sig heldur ekki út fyrir að vera neitt annað og kannski þess vegna eru þær svona vinsælar hjá kvikmyndaáhugafólki. Þær eru lélegar vegna þess að þær eiga að vera lélegar, eða öfugt. Nú hefur efniviður þessara mynda verið endur- unninn í myndum á borð við Wrong Turn, Cabin Fever, House of Vax, House of 1000 Corpses og Devil’s Reject. Nýlega hafa margar myndir frá þessum tíma ver- ið endurgerðar svo sem The Texas Chainsaw Massacre, The Amityville Horror og Dawn of the Dead. Hvers vegna nú? Hvað það er sem veldur þessu afturhvarfi nú er erfitt að segja. Hollywood hefur mestmegnis snúist í hringi undanfarin 30 ár. Sumir benda á að þema sem varð til í kjölfar Víetnamstríðsins sé eðlilega endurvakið í kjölfar Írakstríðsins. Kannski vorum við orðin leið á nýju „slasher myndunum“. Hvað sem veldur er gaman að sjá nýja leikstjóra reyna sig við þetta þema og oft tekst þeim ágætlega upp, sérstaklega þeim sem fara óháðu leiðina, lausir við allt of mikinn pen- ing og afskiptasemi framleiðenda sem ná að eyðileggja kvikmyndaform sem er svo frábært í fátækum einfaldleik sínum. AFTUR TIL FORTÍÐAR Fínasta skemmtun fyrir alla þá sem hafa gaman af tilgangslausu ofbeldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.