Morgunblaðið - 08.12.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 08.12.2005, Síða 8
8 JÓLAGJAFIR BÓK Jólagjöfin mín í ár, ekki metin er til fjár … er byrjun á jólalagi sem flestir kannast við. En viðurkennum það bara að það er ekki svona einfalt – við viljum öll fá pakka og jólin eru liggur við ónýt ef við fáum ekki eitthvað sem okkur langar í. En það er ekki svo auðvelt að finna jólagjafir og hitta akkúrat á það rétta. Hér eru nokkrar hugmyndir sem ættu að falla í góðan jarðveg – þær eru alla- vega í tísku. Fyrir þá sem vilja gefa tæknigjöf þá er lófaspilari mál- ið. Lófaspilari er lítið tæki sem þú getur notað til að skoða ljósmyndir, hlusta á tónlist, spila leiki og horfa á kvikmyndir. Þeim sem fær svona í jólapakkann ætti ekki að leiðast það sem eftir er. Ef þú vilt hins vegar fara út í eitthvað aðeins minna þá er MP3 spilari fyrir tónlist eða þá „ipod nano“ málið. „Ipod nano“ er sér- lega vinsæll núna um allan heim þar sem hann er svo lítill að þú sérð hann varla. En ef þú vilt gefa gjöf sem gleður og gefur notandanum einhvern möguleika á að gera eitthvað skapandi þá eru stafrænar mynda- vélar enn þá sniðug jólagjöf. Ef þú þekkir einhvern sem á ekki eina slíka eða vantar nýja þá er um að gera að skella sér á hana. Ef tæknigjöf er ekki þinn stíll eða þú vilt kannski gefa einhverri stelpu eitt- hvað spes þá er málið að kaupa pels. Pelsar eru alltaf vinsælir og þeir eru svakalega mikið í tísku í dag. Þú getur keypt einn nýjan og ekta ef kortið leyfir en það er líka hægt að fara í búðir sem selja notuð föt og redda sér þannig. Hönnunarföt, skartgripir og aðrir fylgihlutir slá líka alltaf í gegn fyrir bæði stelpur og stráka. Eitthvað sem segir að þú hafir virkilega lagt mik- inn hug í gjöfina. Úr eru að sjálfsögðu klassísk í jólapakkann en það er líka gaman að gefa flottan hring, hálsmen, armband eða jafnvel veski. Fallegt seðlaveski eða kortaveski úr fisk- roði er t.d. rosalega töff. JÓLAGJÖFIN Í ÁR Ef þú ert að fara að gefa pari eða einhverjum sem er mikið fyrir eldamennsku en á allt þá er spurning um að skella sér á eitthvað til sushigerðar. Sushimottur, diskar, skálar, prjónar og mat- reiðslubækur eru málið eða þá að kaupa raclettetæki sem mat- argestir geta setið í kringum og eldað sinn eigin mat. En svo er líka spurning um að splæsa í súkkulaðigosbrunn. Þetta tæki er hrein snilld. Maður setur bara brætt súkkulaði í brunninn, kveikir á honum og dýfir alls lags ávöxtum í streymandi súkkulaði. Fondue-partíið getur ekki orðið betra og gestgjafi sem á einn slíkan mun pottþétt verða vinsæll. Áfengissala á Íslandi var 1.523 þúsundir alkó- hóllítra árið 2004. Það árið voru rúmlega 60.000 manns undir lögaldri. 1.523 þúsundir alkóhóllítra deilast því á um 230.000 ein- staklinga. Nei annars, hvað ætli séu margir bindindismenn á Íslandi yfir lögaldri? Eigum við að skjóta á 30.000? Ókei, þá eru 200.000 manns sem drekka 1.523.000 lítra á ári, eða 7,62 lítra á haus. 10 millilítrar af alkóhóli (et- anóli) eru ein áfengiseining samkvæmt upplýs- ingum frá Lýðheilsustöð. Þetta eru því 762 áfengiseiningar á mann á ári eða rétt rúmlega 2 einingar á hverjum einasta degi. Tvær ein- ingar draga úr færni 90 kg karlmanns til að draga ályktanir auk þess sem jafnvægisskyn og viðbragðsflýtir 70 kg konu minnkar, fyrir utan þrengingu á sjónsviði sem segir fljótlega til sín við upphaf neyslunnar. Það er sorglegt ástand- ið á liðinu! Sérstaklega þar sem ekki allir neyta áfengis daglega. Við þetta bætist svo notkun læknadóps og eiturlyfja. Er það furða að maður sé pirraður á stöðu mála hér á landi í hverri einustu viku þegar „þjóðin er nett skökk allt árið um kring? Hvernig ætli börnum þessa fólks líði? Hlakka þau til jólanna? Hvaða þýðingu ætli það hefði fyrir börn og unglinga þessa lands ef jólin og áramótin væru vínlaus? Hvernig ætli börnum sem alast upp við of- neyslu áfengis farnist almennt í lífinu? Getur verið að fleiri foreldrar eigi við áfengisvanda- mál að stríða en vilja viðurkenna það? Svo er áfengi líka fitandi þannig að einhverjir pabbar sem kjósa að vera edrú gætu aftur séð á sér tólin fyrir jólin! Og mamma kemst í ballans með kallanz … SKJÁLFANDI LÍTIÐ GRAS KALLANZ NÝHIL eru félagasamtök ungra einstaklinga sem semja ljóð. Alls eru um þrjátíu manns í félaginu, það fer eftir því hversu margir eru virkir hverju sinni, fólk kemur inn og hverfur frá. Það hefur mest borið á þeim í ljóðabransanum en þau eru samt sem áður einhvers konar listabatterí. Nýhil gaf út fjórar bækur nýverið í ritröðinni Norrænar bók- menntir og fimm aðrar koma út í maí á næsta ári. Af því tilefni sló MÁLIÐ á þráðinn til Ísafjarðar þar sem Eiríkur Örn Norðdahl býr. Eiríkur á bókina Blandarabrandarar í þessari ljóðabókaseríu. Er gaman að semja ljóð? „Já, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Er ljóðið vinsælla en áður? „Já, ég hugsa það, það eru fleiri að skrifa ljóð núna. Ég veit ekki hvenær þeim fór að fjölga eða hversu margir það eru en ég hugsa að það séu fleiri en fyrir fimm árum. Ljóðið er samt ekki beint vinsælt núna frekar en nokkru sinni.“ Hvernig gengur að selja ljóðabækur í dag? „Okkur hefur tekist ágætlega að selja af þessu mið- að við ljóðabækur. Þessi sería er auðvitað mjög ódýr og það hjálpar. Hugmyndin var að ná saman í seríu til þess að fá ódýrari prentun. Það er erfitt að selja ljóðabækur, það er erfitt að koma þeim á framfæri og það er erfitt að koma þeim til fólks. En svo seldum við Landsbankanum 130 stykki, hann keypti seríuna fyrir öll bókasöfnin á landinu. Þeir gerðu þetta ekki síst til að styrkja okkur.“ Er það rétt að Nýhil ætli að opna verslun? „Það eru allar líkur á því að það gerist en hvenær og hvernig er óljóst ennþá. Þá verðum við með Ný- hil-vörurnar, en hugmyndin er að flytja líka inn það sem okkur finnst áhugavert, sérstaklega af ljóða- bókum. Það er gríðarleg vöntun á almennilegri búð með ljóðabækur. Hugmyndin er að vera með Hljómalind ljóðsins, þar sem það nýjasta og heit- asta frá útlöndum fæst. Svo verður líka tónlist og myndlist til sölu. Við sönkum að okkur neðanjarð- arlist á Íslandi.“ Er ljóðið dautt? „Nei, nei. Bæði og. Það mætti eiginlega segja að spurningin um það hvort ljóðið væri dautt væri sjálf dauð. Hún er að verða meiri klisja en sjálft ljóð- ið.“ Er mikið að gera við að lesa upp? „Já, það er mikið af upplestrum bókað í desember.“ Er þetta jólagjöfin í ár? „Já, heldur betur.“ Hvernig er að vera á Ísafirði? „Það er mjög fínt. Fallegt veður.“ ÞAÐ HEITASTA Í LJÓÐLISTINNI NORRÆNAR BÓKMENNTIR Umsjón Laila Pétursdóttir Texti Hanna Björk Mynd frá Nýhil

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.