Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR XE IN N -S N 05 12 00 2 Þú sérð öll jólatilboð Smith & Norland á heimasíðu okkar, www.sminor.is. Smelltu þar á bæklinginn Fyrir jólin og skoðaðu 16 glæsilegar síður sem eru fullar af eigulegum hlutum á góðu verði. RÁÐSTEFNU SÞ LOKIÐ Fulltrúar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í heiminum voru í gærkvöldi nálægt samkomulagi um að hefja samninga- viðræður á næsta ári um aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróð- urhúsalofttegunda eftir árið 2012 þegar Kyoto-bókunin fellur úr gildi. Ráðstefnunni átti að ljúka í nótt en Bandaríkjastjórn hafði í gærkvöldi ekki fallist á slíkar viðræður. Dregið í riðla HM Mikil hátíð fór fram í Leipzig í gærkvöldi þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Þýskalandi næsta sumar. Kosta Ríka leikur við Þjóð- verja í opnunarleik keppninnar 9. júní. Þingmenn fá jólagjöf Eldri borgarar og öryrkjar efndu til göngu og útifundar í gær. Var öll- um þingmönnum afhent skýrsla um örorku og velferð í jólagjöf auk áskorunar um bætt kjör sem um 6.000 manns hafa skrifað undir. Bið eftir bæklunarlæknum Langir biðlistar eru eftir þjónustu bæklunarlækna og er biðin sjúkling- um oft erfið. Sjálfstætt starfandi bæklunarlæknar sömdu sér við heil- brigðisráðuneytið í lok síðasta árs og var bætt við þeim fjölda aðgerða sem bæklunarlæknar mega gera en sá rammi er of þröngur segja þeir. Launanefnd kölluð saman Harðar umræður áttu sér stað á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær um nýgerðan kjarasamning Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag borgarinnar. Líklegt er að kallað verði til launaþings þar sem sveit- arfélögin munu meta stöðuna sem upp er komin varðandi kjarasamn- inga annarra sveitarfélaga. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                    Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 46/49 Úr verinu 14 Bréf 47 Viðskipti 18 Kirkjustarf 37/40 Erlent 22/23 Minningar 41/49 Akureyri 28 Myndasögur 62 Suðurnes 30 Dagbók 62/65 Árborg 30 Víkverji 62 Landið 33 Velvakandi 63 Daglegt líf 34/37 Staður og stund 64 Forystugrein 38 Ljósvakamiðlar 74 Ferðalög 40/41 Staksteinar 75 Menning 42/44 Veður 75 * * * LÖG heimiluðu íslenskum stjórn- völdum ekki að biðja Flugleiðir um að banna þekktum Falun Gong- iðkendum að fljúga hingað til lands í júní 2002, á meðan opinberri heim- sókn forseta Kína stóð, að því er fram kemur í nýju áliti umboðs- manns Alþingis. Tveir einstaklingar kvörtuðu yfir því að Falun Gong-iðkendum hafi verið meinað að koma hingað til lands árið 2002 við umboðsmann Al- þingis. Var einstaklingum á 10 flug- völlum í Evrópu bannað að ganga um borð í flugvélar Flugleiða, nú Icelandair, að ósk dómsmálaráðu- neytisins. Umboðsmaður fór fram á rök- stuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir þeirri ákvörðun, og segir í svari ráðuneytisins að fyrir hafi legið að þessum einstaklingum hefði hvort eð er verið meinuð landganga við kom- una hingað til lands, svo ákveðið hafi verið að fara þessa leið til þess að spara umstang þeirra vegna þess. Í áliti umboðsmanns segir að það sé venjulega ákvörðun lög- reglustjóra eða útlendingaeftirlits að synja fólki landgöngu. Þar sem dómsmálaráðuneytið hafi komið að málinu á fyrstu stigum hafi verið girt fyrir þann möguleika að fá ákvörð- unina endurskoðaða hjá æðra dóms- valdi, sem í venjulegum tilvikum sé dómsmálaráðuneytið. Umboðsmaður fellst ekki á það að lög heimili íslenskum stjórnvöldum að leggja fyrir flutningsaðila að synja tilteknum einstaklingum um flutning til landsins til að „spara um- stang við landgöngusynjun og send- ingu viðkomandi til baka“. Ekki var hins vegar talið tilefni til að beina sérstökum tilmælum til stjórnvalda um að taka ofangreinda ákvörðun til endurskoðunar. Þó var þeim til- mælum beint til dómsmálaráðuneyt- isins að taka mið af sjónarmiðum umboðsmanns komi svipuð tilvik upp í framtíðinni. Umboðsmaður tók þó fram að það yrði að vera verkefni dómstóla að skera úr um það hvort íslenska ríkið hefði með framgöngu sinni bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem hlut áttu að máli. Hann lagði einnig áherslu á að hann hafi ekki tekið af- stöðu til þess hvort, og þá að hvaða marki, hefði verið mögulegt að koma í veg fyrir að þekktir eða grunaðir Falun Gong-iðkendur stigju um borð í flugvélar á leið til landsins. Umboðsmaður Alþingis tekur fyrir kvörtun Falun Gong-iðkenda Ekki heimilt að synja fólkinu um flugfar til landsins „STJÓRNVÖLD draga væntanlega sinn lærdóm af áliti umboðsmanns Alþingis,“ segir Sólveig Péturs- dóttir, fyrrv. dómsmálaráðherra. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að búið sé að breyta lögum um útlendinga frá þeim tíma sem um ræðir. Sólveig segist ekki telja rétt að „útiloka að það geti komið upp þær aðstæður að stjórnvöld telji sig þurfa að grípa til úrræða til þess að halda uppi lögum og reglu í landinu og til þess að virða al- þjóðlega sáttmála“. Hún kveðst sjálf ekki hafa lesið álit umboðsmanns, heldur sé hún nýbúin að frétta af því. Sólveig segir að hún taki að sjálfsögðu mark á ábendingum umboðsmanns eins og stjórnvöld geri. Hún bend- ir á að mál Falun Gong-liðanna hafi verið allsérstakt. „Forseti Kína var að koma hing- að í opinbera heimsókn en á sama tíma skipulögðu stórir hópar Fal- un Gong-liða komu sína hingað til lands. Hér á Íslandi er fámennt lögreglulið og stjórnvöld óttuðust að það yrði ekki hægt að halda uppi lögum og reglu í tengslum við heimsóknina eins og þau eru skuldbundin til samkvæmt al- þjóðasáttmálum. Þess vegna var gripið til ráða sem vissulega voru umdeild á sínum tíma,“ segir Sól- veig. Björn Bjarnason bendir á að þessir atburðir hafi gerst fyrir þremur og hálfu ári í tíð útlend- ingalaga frá 1965. „Síðan hafa ný útlendingalög komið til sögunnar. Ef þörf reynist á því að gera enn frekari lagaumbætur í ljósi þessa álits verður að sjálfsögðu litið til þess,“ segir Björn, inntur eftir því hvort stjórnvöld hyggist grípa til aðgerða vegna álits umboðs- manns. Spurður um hvort til greina komi að íslensk stjórnvöld biðji Falun Gong-liða afsökunar á því að hafa óskað eftir því að þeir fengju ekki að fljúga hingað til lands, segir Björn að í áliti um- boðsmanns sé ekki farið fram á slíkt en hins vegar sagt, að það verði að vera verkefni dómstóla að skera úr um það, hvort ís- lenska ríkið hafi með umræddum ákvörðunum bakað sér skaðabóta- skyldu. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið hafi hliðsjón af álitum um- boðsmanns Alþingis við ákvarðanir sínar jafnt á þessu sviði sem öðrum. Draga væntanlega lærdóm af áliti umboðsmanns Eftir Brján Jónasson og Elvu Björk Sverrisdóttur GUNNAR Egilsson bílasmiður lagði um miðjan dag í gær upp frá Patriot Hills á Suðurskautslandinu með það að markmiði að komast á suðurpólinn á aðeins 60 klukku- stundum og setja þannig nýtt heimsmet. Fer hann leiðina á sér- útbúinni jeppabifreið, sex hjóla Ford Econoline, sem hann útbjó sérstaklega til fararinnar. Gunnar er í för með fimm öðrum pólför- um, sem þekkja vel til Suð- urskautslandsins og hafa flestir gengið á pólinn áður. „Um er að ræða sannkallaðan ævintýraleiðangur þar sem mark- miðið er að setja heimsmet í því að komast á suðurpólinn á sem skemmstum tíma á landfar- artæki,“ segir Arngrímur Her- mannsson, félagi Gunnars, sem fylgist með ferðum hans á netinu. Þeir hafa þjálfað saman fyrir leið- angurinn og fóru m.a. saman í tíu jökla leiðangur hérlendis á síðasta ári og í Grímsfjöll fyrir skemmstu sem lið í undirbúningi fyrir ferð- ina á suðurpólinn. Níu daga á leiðarenda Alls er um að ræða 1.200 km leið frá íshellunum nálægt búð- unum Patriot Hills og að suð- urpólnum sjálfum. Leiðin er erfið yfirferðar með djúpar sprungur í ísnum, há fjöll og sléttur þess á milli. Að sögn Arngríms hefur hópurinn einsett sér að fara þessa leið á aðeins 60 klst., þ.e. innan við þrjá sólarhringa, en það mið- ast við að keyrt sé í einni lotu jafnt á nóttu sem degi án hvíldar. „Ef allt gengur að óskum ættu pólfararnir að ná á áfangastað á mánudaginn næsta,“ segir Arn- grímur. Bendir hann á að erfiðasti kafli leiðarinnar verði væntanlega í dag þegar pólfararnir þurfa að komast upp á ísbreiðuna, en reikna megi með að þegar þeir séu komnir upp á hásléttuna, sem verði væntanlega á morgun, eigi ferðin að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Að sögn Arngríms hefur nokkr- um sinnum verið farið á suðurpól- inn á landfarartækjum. „Þannig fór leiðangur undir stjórn sir Ed- munds Hillary leiðina á 82 dögum á traktor árið 1958, en hraðametið hingað til á Japaninn Shinji Ka- zama sem fór leiðina á sérútbúnu mótorhjóli á 24 dögum frá miðjum desember 1991 fram í jan- úarbyrjun 1992. Hann var reyndar með stuðningsbíl sem var með neyðarbirgðir, en leiðangurinn sem Gunnar tekur þátt í er ekki með neinn stuðningsaðila.“ Spurður hvers vegna leiðang- urinn nú telji sig geta farið leiðina á miklum mun styttri tíma núna segir Arngrímur það fyrst og fremst ráðast af því hversu vel útbúinn bíll Gunnars er. „Þetta er því gott dæmi um útflutning á ís- lensku hugviti.“ Að sögn Arngríms komu pól- fararnir til Patriot Hills föstudag- inn 2. desember og hafa sl. viku verið að undirbúa ferðina, m.a. að venjast veðráttunni og finna elds- neytisbirgðir sínar sem komið hafði verið fyrir áður en þeir komu á vettvang. Hægt er fylgjast með ferð hópsins og nálgast allar nán- ari upplýsingar á netinu á slóðinni: www.icechallenger.co.uk. Gunnar Egilsson og félagar eru á ferð á sex hjóla Ford econoline sem Gunn- ar útbjó sérstaklega fyrir leiðangurinn. Lagður af stað á suðurpólinn Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is                                               
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.