Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KjarasamningarReykjavíkurborg-ar við Starfs- mannafélag Reykjavíkur- borgar og Eflingu virðist hafa komið talsverðu róti á kjaramál annarra félaga sem semja við sveitar- félögin. Félag leikskóla- kennara, Félag grunn- skólakennara og mörg starfsmannafélög hafa sent Launanefnd sveitar- félaganna bréf og óskað eftir að kjaraviðræður verði teknar upp að nýju. Þetta er frekar óvenjulegt því að sum þessi félög hafa nýlega gengið frá kjarasamningi sem gilda á til þriggja ára. Til að átta sig á þeim kjara- samningum sem Reykjavíkurborg gerði um síðustu helgi er rétt að rifja upp í hvaða umhverfi þeir voru gerðir. Í fyrsta lagi höfðu komið upp ýmis vandamál við framkvæmd síðustu samninga borgarinnar við Starfsmanna- félagið og Eflingu. Samningarnir gerðu ráð fyrir að tekið yrði upp starfsmat 1. desember 2002. Vinna við starfsmatið og framkvæmd þess tók hins vegar lengri tíma en áætlað var og var það ekki tekið upp fyrr en í árslok 2004 og raunar náðist ekki að ljúka mati á öllum störfum fyrr en á þessu ári. Svo- kölluð hæfnislaun, sem fé- lagsmenn höfðu einnig bundið vonir við að færðu þeim launabæt- ur, voru endanlega ekki tekin upp fyrr en í haust þegar samningur- inn var að renna út. Meðal fé- lagsmanna í þessum félögum var mikil óánægja með að þetta skyldi dragast auk þess sem ýmsir voru óánægðir með hlut sinn í starfs- matinu. Í öðru lagi hefur Reykjavíkur- borg, eins og fleiri vinnuveitendur, átt í erfiðleikum með að fá til sín starfsfólk á þjónustustofnanir borgarinnar. Flestum ber saman um að ástæðan hafi verið lág laun. Þrýstingur á að bæta launin hefur því verið mikill, ekki aðeins frá stéttarfélögunum heldur einnig frá stjórnmálamönnum og for- stöðumönnum stofnanna sem eru að berjast við að manna þær. Í þriðja lagi er líka rétt að hafa í huga að nokkrir samningar sem starfsmannafélög hafa verið að gera á þessu ári við Launanefnd sveitarfélaganna hafa verið felldir í atkvæðagreiðslu. Samningar Starfsmannafélags Kópavogsbæj- ar voru t.d. felldir í tvígang. Þetta bendir til að talsverð óánægja hafi verið meðal starfsmanna sveitar- félaganna með launaþróun í þeirra röðum. Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri Launanefndar sveitarfélag- anna, segir að samningar sem nefndin hafi gert við starfsmanna- félög í sumar og haust hafi falið í sér að meðaltali 22% kostnaðar- hækkanir á samningstímanum, sem almennt er til nóvemberloka 2008. Ekki fengust upplýsingar frá Reykjavíkurborg um kostnað við kjarasamningana, en kostnaðarút- reikningar verða lagðir fyrir borg- arráð á þriðjudag. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, sagði í samtali við Morgunblaðið að beinar hækkanir á taxta á samningstímanum væru um 25%. Upphafshækkunin er um 15% að meðaltali. Til viðbótar hækka greiðslur borgarinnar í lífeyris- sjóð um 2,5 prósentustig og í starfsmenntasjóð um 0,3 pró- sentustig. Sigurður leggur áherslu á að um sé að ræða láglaunastörf sem séu að stærstum hluta unnin af kon- um. Þessi umönnunarstörf hafi dregist aftur úr og að hans mati hafi verið allgóð sátt í samfélaginu að hækka laun þessa hóps með svipuðum hætti og að sátt hafi tek- ist um það árið 2000 að hækka laun grunnskólakennara meira en ann- arra. Hörð viðbrögð Þó að Félag leikskólakennara fagni því að Eflingu hafi tekist að hækka laun sinna félagsmanna telur félagið að með þessum launa- hækkunum felist ákveðin óvirðing við menntun leikskólakennara. Í erindi félagsins til Launanefndar sveitarfélaganna eru nefnd dæmi um að laun leikskólakennara séu orðin lægri en félagsmanna í Efl- ingu. Borgarstjóri hefur falið launaskrifstofu borgarinnar að meta þessa gagnrýni félagsins og verður erindi þessa efnis lagt fyrir borgarráð eftir helgina. Starfsmannafélag Hafnarfjarð- ar, sem samdi í apríl, hefur einnig sent frá sér harðorða ályktun um þá stöðu sem upp er komin í kjara- málum. Félagið segir að skólalið- um hjá borginni sé raðað 12 launa- flokkum ofar í launatöfluna en skólaliðum í Hafnarfirði. Bæjar- stjórinn í Hafnarfirði átti í gær fund með félaginu og í yfirlýsingu sem hann sendi eftir fundinn seg- ir: „Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu ekki sætta sig við það að kjör starfsmanna bæjarfélagsins séu með öðrum og lakari hætti varðandi sambærileg störf en al- mennt gerist í sveitarfélögum hér á landi. Slíkt rýrir traust á sveitar- félaginu og grefur undan trúverð- ugleika starfsmanna og um leið þeirri ábyrgð og festu sem bæj- aryfirvöld sýna.“ Fréttaskýring | Nýir samningar borgarinnar við Eflingu og Starfsmannafélagið 25% hækkun taxtalauna Mörg starfsmannafélög hafa sent erindi til Launanefndar sveitarfélaganna Starfsmenn leikskóla horfa til þeirra kjara- bóta sem eru í kjarasamningi Eflingar. Minni hækkanir í kjara- samningum Launanefndar  Kjarasamningar borgarinnar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fela í sér talsvert mikla upphafshækkun eða um 15%. Beinar taxtahækk- anir hjá Eflingu á samningstím- anum eru 25%, að sögn formanns Eflingar. Að auki hækka framlög í lífeyrissjóð um 2,5%. Kostn- aðurinn er meiri en við samninga sem Launanefnd sveitarfélag- anna hefur verið að gera, en hann er samtals um 22% á þriggja ára tímabili. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VALERIE Amos barónessa, leiðtogi bresku ríkisstjórn- arinnar í lávarðadeild breska þingsins, heimsótti Al- þingi í gær. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, tók á móti henni í Alþingishúsinu og áttu þær stuttan fund. Að fundinum loknum var Amos barónessa viðstödd upphaf þingfundar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Valerie Amos barónessa ritar nafn sitt í gestabók Alþingis í gær. Barónessa í heimsókn á Alþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.