Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun amina amína  Mikilvægt að tón- listarkonur séu ekki bara allsberar píur. „ÞETTA er engin smá jólagjöf,“ seg- ir Hörður Bragason, organisti Graf- arvogskirkju, en eftir messu á morg- un munu Björgólfur Guðmundsson frá Landsbanka Íslands, Finnur Ing- ólfsson hjá VÍS og Jóhannes Jónsson frá Baugi, afhenda Grafarvogskirkju orgel að verðmæti 40 milljónir króna að gjöf. Ráðgert er að nýja orgelið geti ef allt gangi eftir hljómað í kirkj- unni eftir u.þ.b. tvö ár, þ.e. jólin 2007. Aðspurður segist Hörður afar þakklátur fyrir þessa höfðinglegu gjöf, sem komi til með að styrkja starfið í kirkjunni. „Ég var fyrir rúmu ári búinn að reikna það út að með því að safna eingöngu í orgel- sjóð með almennum söfnunum, líkt og gert hefur verið síðustu ár, myndi það, ef ég man rétt, taka okkur eitt- hvað í kringum 213 ár að safna fyrir 40 radda hljóðfæri að verðmæti 40 milljónir króna. Það var því orðið nokkuð ljóst að við þyrftum að grípa til annarra úrræða,“ segir Hörður og bendir á að sökum þessa hafi verið kallaður saman áhugahópur sóknar- barna í Grafarvogssókn um nýtt org- el. „Þessi nefnd komst að því að besta aðferðin væri að prófa að tala við menn sem hefðu yfir miklum pen- ingum að ráða,“ segir Hörður og seg- ir Vigfús Þór Árnason, sóknarprest, hafa tekið sig til og boðið nokkrum völdum aðilum í heimsókn. „Og þeg- ar þeir fóru út voru þeir búnir að samþykkja að gefa þetta orgel.“ Nýtt orgel opnar mikla möguleika í starfi kirkjunnar Inntur eftir því hvaða þýðingu til- koma nýs orgels hafi fyrir starfið í kirkjunni segir Hörður það munu breyta öllu í sambandi við það hvað hægt sé að gera í kirkjunni og kirkjustarfi. „Þetta opnar mikla möguleika á því hvaða músík kór- arnir fjórir sem hér starfa geta flutt og opnar jafnframt möguleika fyrir aðra tónlistarhópa að flytja hér verk sem krefjast alvöru orgels,“ segir Hörður og bendir á að Grafarvogs- kirkja sé sífellt að verða vinsælli sem tónleikastaður enda góður hljóm- burður í húsinu.„Einnig munar til- koma nýs orgels miklu í þeim kirkju- legu athöfnum sem hér fara fram, þ.e. bæði jarðarfarir og brúðkaup. Það verður enginn smá munur að geta boðið fólki upp á að spila verk sem hljóma ekki raunverulega vel nema á alvöru orgeli.“ Spurður um næsta skref í málinu segir Hörður að nú verði farið í það að bjóða verkið út í lokuðu útboði nokkurra orgelsmiða þar sem óskað verði eftir útlits- og fyrirkomulags- lausn orgels af þeirri stærð sem hús- ið þarfnist, sem er 40 radda hljóð- færi. Spurður hvers konar orgels menn séu að horfa til svarar Hörður því að það þurfi auðvitað að vera 21. aldar orgel. „Við munum leyfa nokkrum vel völdum orgelsmiðum bæði hér- og erlendis að gera tilboð. Hins vegar viljum við ekki leggja of nákvæmar línur til þess að útiloka ekki skemmtilegar og frumlegar hug- myndir eða lausnir, t.d. um staðsetn- ingu. Við viljum þannig ekki loka á neina möguleika fyrirfram.“ Eins og fyrr gat verður orgelgjöfinni veitt móttaka við undirritun samninga eft- ir orgelmessu á morgun sem hefst kl. 11. Eftir messu verður hátíðarkaffi og veitingar. Þess má geta að allir fjórir kórar Grafarvogskirkju, þ.e. kirkjukórinn, unglingakórinn, barna- kórinn og krakkakórinn, syngja á tónleikum síðar sama dag eða kl. 16 og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Nýja orgelið opnar mikla möguleika á því hvaða músík kórarnir fjórir sem hér starfa geta flutt,“ segir Hörður Bragason, organisti í Grafarvogskirkju. Á myndinni er Hörður ásamt fólki úr Kirkjukór Grafarvogskirkju. Höfðingleg gjöf sem mun styrkja starfið í kirkjunni Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is EFTIRFARANDI yfirlýsing hef- ur borist frá æðaskurðlæknum Landspítala – háskólasjúkrahúss: „Æðaskurðlæknar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi lýsa yfir full- um stuðningi við Stefán E. Matt- híasson og harma þær aðstæður sem leitt hafa til brottrekstrar hans. Stefán hefur skilað starfi sínu óaðfinnanlega bæði sem skurð- læknir og yfirlæknir og teljum við uppgefnar ástæður brottrekstrar léttvægar. Í yfirlýsingu yfirstjórnar Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Morgunblaðinu í dag segir „að lítil nýting skurðstofu deildarinnar hef- ur því leitt til þess að öðrum deild- um hefur verið úthlutað aðgengi að henni sem nemur einum og hálfum degi á viku. Biðlistar á deildinni eru engir.“ Þessi setning er villandi og mætti skilja sem svo að æðaskurð- læknar nýttu skurðstofur illa. Þetta gefur tilefni til útskýringa. Staðreyndin er sú að þegar æða- skurðlækningar sameinuðust árið 2000 í eina deild voru biðlistar lang- ir. Um tíma höfðum við til ráðstöf- unar 5 skurðstofudaga á viku sem leiddi til þess að biðlistar minnkuðu verulega. Vegna þessa, fækkunar sérfræð- inga úr fimm í þrjá og glímu ann- arra sérgreina við biðlista, var skurðdögum fækkað úr 5 í 3½ á viku. Það var því ekki lítil nýting sem olli fækkun skurðdaga, þvert á móti hafa skurðstofur verið vel nýttar og afköst deildarinnar raun- ar mun meiri en sambærilegra deilda víðast hvar erlendis.“ Æðaskurðlæknar lýsa yfir stuðningi við yfirlækninnSKRIFAÐ var undir nýtt sam-bankalán Landsvirkjunar í Londoní gær. Lánið er veltilán til sjö ára, að fjárhæð 400 milljónir Banda- ríkjadala, eða um 25 milljarða ís- lenskra króna. Með lántökunni er Landsvirkjun að endurfjármagna sams konar lán sem tekið var með óhagstæðari kjörum árið 2003, að því er segir í tilkynningu Lands- virkjunar. Um lántökuna sáu Barclays Capital, Citicorp, Landsbanki Ís- lands, SEB, Société Générale og Sumitomo en auk þeirra tóku tíu bankar þátt í láninu, þ.m.t. Íslands- banki og KB Banki. Tilboð bárust um lán að fjárhæð 570 milljónir Bandaríkjadala frá bönkunum. Tel- ur Landsvirkjun það vera til marks um það traust sem fyrirtækið og ís- lenska ríkið njóti á alþjóðamarkaði um þessar mundir. 25 milljarða lán Landsvirkjunar ELDUR kom upp í kjallara hús- gagnaverslunar við Suðurlands- braut 48 á tíunda tímanum í gær- morgun. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var mikill eldsmatur í kjallaranum, en svo vel vildi til að slökkviliðsbíll var í ná- grenninu og tókst að slökkva eldinn áður en hann náði að læsa sig í lag- er verslunarinnar. Starfsmaður verslunarinnar sem varð var við eldinn reyndi að slökkva hann með handslökkvitæki, án árangurs, og var hann ásamt öðrum starfsmanni fluttur á Land- spítala – háskólasjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Var mikill viðbúnaðar af hálfu slökkviliðsins og lögreglu og var götum í ná- grenninu lokað. Eldsupptök eru ókunn en ekki er grunur um íkveikju. Eldur í kjallara verslunar ÚT er kominn mynddiskur með tveimur myndum eftir Hrafn Gunn- laugsson. Heita myndirnar Ísland í öðru ljósi og Reykjavík í öðru ljósi. Í myndunum er reynt að svara ýms- um spurningum með því að virkja hugmyndaflugið með tölvubrellum og nýrri myndtækni. Þá er höf- uðborgin skoðuð í fortíð, nútíð og framtíð. Spurningunum sem varpað er fram eru meðal annars: Hvernig liti Reykjavík út ef flugvöllurinn sem breska hernámsliðið byggði í seinni heimstyrjöldinni yrði gerður að miðborg? Hvers vegna byggist borgin til heiða en ekki út með ströndinni? Hvers vegna býr eng- inn í Viðey þar sem faðir borgar- innar Skúli fógeti kaus að reisa sér íbúðarhús? Hvers vegna eru engin göng eða brýr út í eyjarnar á sund- unum og fólki leyft að búa þar? Hvernig hefur Ísland breyst af mannavöldum? Geta orkuver verið náttúruperlur? Hvernig leit borg- arsvæðið út áður en mannskepnan settist þar að og byggði Reykjavík? Hvers vegna eru gömul timburhús frá nýlendutímanum komin út á tún hjá bónda uppi í Árbæ og hvað myndi gerast ef þau yrðu flutt til- baka í Hljómskálagarðinn? Hvað ef flugvöllur risi á skerjunum í miðjum Skerjafirði? Texti og tal myndanna er bæði á íslensku og ensku. Ísland í öðru ljósi á mynddiski SÆRÚN Sveinsdóttir var á leið í vinnuna í heimaborg sinni Omaha í Nebraska-ríki í Bandaríkjunum þann 21. nóvember síðastliðinn þegar hún lenti í bílslysi og missti báða fætur. Þeg- ar gamlir bekkj- arfélagar hennar úr árgangi nema fæddra 1960 í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði fréttu af slysinu ákváðu þeir að hefja fjársöfnun fyrir hana og færa henni af- raksturinn um jólin þar sem þeir vita að hún og börnin hennar eiga um sárt að binda, að sögn Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara og bróður Særúnar. Særún er þriggja barna einstæð móðir og hefur búið í Bandaríkj- unum í um 20 ár. „Hún er núna á spítala þar sem hún þarf að gang- ast undir margar aðgerðir en er ótrúlega hress miðað við þær vondu aðstæður sem hún er í,“ seg- ir Gunnar. Særún, sem starfaði sem bílstjóri á skólabíl og flutningabíl, var tryggð en hefur misst alla fram- færslu. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning: 1150- 05-414746 í SPRON á Skólavörðu- stíg, kennitala: 010560-2689. Missti báða fætur í bílslysi Særún Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.