Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Adolf HafsteinnMagnússon skipstjóri fæddist í Vestmannaeyjum 19. febrúar 1922. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja 29. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Magnús Jó- hannesson frá Vík í Mýrdal, f. 1897, d. 1987, og Jónína Sveinsdóttir frá Eyrabakka, f. 1899, d. 1973. Þau bjuggu í Vestmanna- eyjum. Adolf var næstelstur fimm systkina en þau voru auk hans: Jóhanna Sigrún, f. 1920, d. 1981, maki Pétur Stefánsson, látinn; Emil, f. 1923, maki Kristín Hjálmarsdóttir, látin; Kristján, f. 1925, d. 1929; Magnús, f. 1927, d. 2002, maki Eva Valdimarsdóttir. látin. Hinn 31. maí 1947 kvæntist Jónsson. Börn þeirra eru: Haf- þór, Jón Valgeir og Kristján Ágúst. 5) Guðrún H. Adolfsdóttir, f. 1952, maki Ragnar Jónsson. Börn þeirra eru: Jón Ragnar og Örvar. 6) Guðmundur A. Adolfs- son, f. 1955, maki Valdís Jóns- dóttir. Börn þeirra eru: Benedikt, Lilja og Rósa. 7) Soffía S. Adolfs- dóttir, f. 1959, maki Þórður M. Karlsson. Börn þeirra eru: Vigdís Mirra og Móheiður Mei. Fyrir hjónaband átti Adolf Hafdísi, f. 1946, með Sigrúnu Sig- tryggsdóttur. Maki Hafdísar er Kristján E. Hilmarsson. Börn þeirra eru Elísabet E., Ríkharður Ö. og Bjarki Ö. Eiginkona Adolfs, Þorgerður, átti eina dóttir fyrir hjónaband, Þorgerði Arnórsdótt- ur, maki Grétar Nökkvi Eiríks- son, d. 2003. Börn þeirra eru Jón Páll og Eiríkur. Adolf og Þorgerður Sigríður bjuggu allan sinn búskap í Vest- mannaeyjum þar sem hann stundaði sjómennsku, fyrst sem háseti síðan sem stýrimaður, vél- stjóri og skipstjóri. Þá var hann um árabil með eigin útgerð. Útför Adolfs verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Adolf Þorgerði Sig- ríði Jónsdóttur frá Ísafirði, f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003. Foreldrar hennar voru Jón Pálsson Andrésson, f. 1889, ættaður frá Kleifum í Kaldbaks- vík í Strandasýslu, og Þorgerður Krist- jánsdóttir, frá Súða- vík, f. 1888. Börn Adolfs og Þorgerðar eru: 1) Sólveig Adolfsdóttir, f. 1946 , maki Þór Ísfeld Vilhjálmsson. Börn þeirra eru: Adolf Hafsteinn, María og Helga Sigrún. 2) Kristín M. Adolfsdóttir, f. 1947, maki Hafsteinn Sæmundsson. Börn þeirra eru: Halldór Þór og Þor- gerður Sigríður. 3) Kristján A. Adolfsson, f. 1949, maki Guðríður Óskarsdóttir. Börn þeirra eru: Andri og Dagný. 4) Jóna Á. Adolfsdóttir, f. 1950, maki Páll Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Þú sigldir burtu úr þessu lífi 29. nóvember eftir stutta en erfiða orrustu við illvígan sjúk- dóm, sem þú tókst á við með miklu æðruleysi. Þú sagðir við mig í lok september þegar ég kom til Vest- mannaeyja til að vera hjá þér í smá- tíma: „Ertu nú komin, Stína mín, til að vera hjá mér?“ Ég sá strax að það leyndi sér ekki að hann pabbi var alvarlega veikur. Ég kom til Eyja í maí og spurði pabba þá hvort hann væri veikur. Þú hafðir lagt svo mikið af. Alltaf samur við þig, sagðir að það væri ekki gott að vera of feit- ur. Það leyndi sér ekki núna að þetta voru alvarleg veikindi en ekki vildir þú fara á spítala. Þú ætlaðir bara að fara að borða hafragraut á hverjum morgni til að verða betri til heilsunnar, alltaf með svör við öllu og vildir hafa síðasta orðið. En núna, elsku pabbi minn, var við of- urefli að glíma og öldurnar of stór- ar, þú sigldir inn í sólarlagið klukk- an 5 að morgni hinn 29. nóvember. Þú valdir tímann sem þú varst van- ur að fara á sjó í morgunsárið. Ég veit í hjarta mínu að það voru marg- ir til að fagna þér hinum megin, og hún mamma hefur verið í fremstu röð, með nýlagt hárið og fín til að fagna þér. Það er gott að vita að þið eru loksins saman aftur eftir langan aðskilnað. Það mildar sársaukann í mínu hjarta og þerrar kannski tárin við að hugsa um ykkur saman aftur. Elsku pabbi minn, þú sagðir við mig að það skipti ekki neitt meira máli í þessu lífi en fjölskyldan, það væri það sem skipti máli og allt ann- að væri aukaatriði. Þú sagðir við mig síðast þegar við ræddum saman að þú værir ríkur maður að eiga öll þessi börn, það væri þér ómetan- legt, „og sem meira er, Stína mín, að þau eru öll vel af manni gerð og öll nýtir þjóðfélagsþegnar, hafa öll komist áfram í lífinu, allt gott fólk“. Þú varst ekki að hvísla þessu, þú vildir að allir heyrðu þetta, „og mundu þetta, Kristín“. Ég man þetta og brosi í gegnum tárin þegar ég hugsa um þetta og ég hugsa að hjúkkurnar á spítalanum brosi líka þegar þær hugsa til þín, þú varst einstakur persónuleiki, elsku pabbi minn. Þú, elsku pabbi minn, varst ekki vanur að bera tilfinningar þínar á torg en þér vöknaði um augu þegar þú lofsöngst hann Þór tengdason þinn, hann væri búinn að ganga með þér í gegnum súrt og sætt og þætti alltaf jafn vænt um þig og ekki hefð- ir þú verið sá auðveldasti. Elsku Þór, þakka þér alla þá elsku sem þú sýndi honum pabba og við vitum bæði að stundum voru að- ferðirnar skrítnar við að sýna vænt- umþykjuna. Elsku Dollý, takk fyrir að hugsa vel um hann pabba, hann var heppinn að hafa ykkur sér við hlið. En hann pabbi fór kannski ekki troðnar slóðir og vildi ráða sér sjálf- ur, þannig varstu bara og þoldir illa að þér væri andmælt, þú reyndir að rökræða við mig en komst ekki langt, við erum kannski dálítið lík. En að lokum léstu undan frekj- unni í okkur og féllst á að fara á sjúkrahús hinn 5. október, en þú sagðir við mig: „Ég vil að þú vitir, Kristín, að ég hef ekkert á sjúkra- hús að gera því ég er að deyja.“ Þetta sló mig illa og ég hugsaði: Hann pabbi er aldeilis búinn að taka út fyrst hann er kominn að þessari niðurstöðu. Elsku pabbi, þú hafðir rétt fyrir þér, því núna ertu dáinn og ég geri ekki annað en þerra tárin, því þú veist að ég græt yfir góðum minn- ingum um þig, þannig er það bara. Ég veit líka að það verður engin lognmolla hinum megin, þegar Valli, Óskar Matt, Einsi Nóa og allir hinir sjóararnir koma í morgunkaffi og mamma verður að sjálfsögðu til að hella upp á könnuna. Kannski verð- ur líka til eitthvað sterkara til að fagna þér. Bless, elsku pabbi minn, og kysstu hana mömmu frá mér. Ég mun alltaf muna það sem þú kennd- ir mér og þú þarft ekki að hafa áhyggjur, því ég veit hvað skiptir máli í þessu lífi. Að lokum þakka ég öllu því góða starfsfólki á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja fyrir alla þá umönnun og alla hlýju sem það sýndi honum pabba. Einnig vil ég þakka öllum ættingjum mínum fyrir að vaka nætur og daga yfir honum pabba síðustu vikuna sem hann lifði, því ég veit að honum þótti gott að vita af ykkur og hann var ekki einn. Elsku systkini, mágar, mágkonur, frænkur, frændur, ættingjar, vinir, börn og barnabörn, minnist hans pabba með bros á vör. Það hefði hann viljað. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Kristín Adolfsdóttir. Ó, Guð, í þínu nafni byrja ég þessa ferð og bið þig í Jesú nafni að vera með mér og afstýra frá mér öllum slysum og háska- semdum og þakka þína handleiðslu eins og vera ber. Æ, fyrirgef þú mér af mis- kunn þinni allt gáleysi mitt og gleymsku, og gef mér náð til þess hér eftir að vera þakklátari og betri.Vertu minn leiðtogi á lífsins vegi og vertu með mér hvar sem ég er og hvert sem ég fer. Vertu mér náð- ugur í lífi og dauða. Bænheyr þú það í Jesú nafni. Amen. Ekkert er sárara en að kveðja sýna nánustu hinstu kveðju, eins og við gerum nú, kæri pabbi. Það sem er okkur efst í huga er hvað þú stóðst þig vel í heimilishaldinu eftir að mamma veiktist og varð að yf- irgefa þig og Eyjarnar sínar. Aldrei fórst þú á sjó öðruvísi en allt væri uppvaskað og búið um rúmið þitt. Við yljum okkur við þá von að þið mamma hafið náð saman á ný hjá frelsaranum og verndið okkur öll í lífi og starfi. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki Heilbrigðisstofn- unar Vestmannaeyja alla þá hlýju og virðingu sem það sýndi pabba og okkur á þessu erfiða tímabili. Þið er- uð sannir mannvinir, Guð blessi ykkur öll. Í hinni helgu bók stendur: „Ég er upprisan og lífið sá sem á mig trúir mun lifa þótt hann deyi.“ Með þá trú viljum við kveðja þig, kæri pabbi okkar. Megi Guð vernda þig og mömmu um alla eilífð. Eigðu góða heimferð. Guðrún Hlín, Jóna Ágústa og Guðmundur Adolf. Það mun hafa verið í kringum 1955 sem ég minnist fyrst að hafa tekið eftir Adolfi Magnússyni en hann hafði þá nokkru áður flutt að Vestmannabraut 76 með konu sinni Þorgerði Sigríði Jónsdóttur og börnum þeirra. Ég minnist hans þá er hann þrammaði Vestmanna- brautina stórstígur og karlmannleg- ur, eflaust að koma af sjó eða að fara til róðra. Einnig man ég sér- staklega eftir þeim hjónum Siggu og Dolla þegar þau á sunnudagskvöld- um þegar frítími gafst skunduðu niður Vestmannabrautina í átt að Samkomuhúsinu til að fara í bíó. Ekki hefði mig grunað þá að ég ætti eftir að eiga samfylgd með honum og Siggu og það náið í yfir 40 ár. Dolli eins og hann var oftast nefndur og gjarnan kenndur við æskuheimili sitt Sjónarhól var í mörgu eftiminnilegur maður. Það fólk sem nú er að hverfa af sjón- arsviðinu fætt fram undir 1930 hef- ur lifað einhverja stærstu breyting- ar sem mannkynið hefur gengið í gegnum á einum mannsaldri. Það er ómetanlegt að hafa kynnst þessu reynslumikla fólki og það er dýr- mætara en við kannski gerum okkur grein fyrir. Hann Dolli í Sjónarhól var fulltrúi þessarar kynslóðar sem skólaðist af þeirri hörku sem þurfti í þá daga til að hafa í sig og á. Þá voru menn ekki að deyja úr vor- kunnsemi þótt gengið væri til þeirra verka sem þurfti að vinna við þann aðbúnað sem þá var fyrir hendi og vinnudagurinn oft langur. Þá var mönnum ekki sagt að þeir yrðu að hvíla sig eða hlaupa frá verki vegna reglna frá Brussel. Þessi kynslóð sem lagði grunninn að því þjóðfélagi sem við búum við í dag, kynslóð sem vann hörðum höndum og af sam- viskusemi við viðfangsefni sín sem var hin mikla nýsköpun sem varð í sjávarplássum landsins fyrir og um miðja síðustu öld, er fiskveiðifloti okkar stækkaði og varð öflugri. Þá skipti máli að vera samviskusamur og traustur en af þessum kostum hafði Dolli nóg. Mér er minnisstætt fyrir nokkrum árum er hann sat fyr- ir svörum á mannfagnaði hér í Eyj- um þar sem farið var yfir lífshlaup hans, sem hann hafði aldrei verið margmáll um. Þar sagði hann m.a. frá því þegar hann var að byrja til sjós og hræddist að hann mundi ekki vakna við ræs skipstjórans að það varð að samkomulagi milli þeirra að Dolli hefði snæri bundið um fótinn á sér sem síðan lægi út um gluggann sem var á annarri hæð og skipstjórinn gæti kippt í ef hann vaknaði ekki við ræsið. Dolli kom víða við á 70 ára löngum ferli sínum til sjós en hann byrjaði sjómennsku um fermingu og lauk henni um áttrætt. Ég held að Dolli hafi aldrei á sinni löngu ævi unnið launaða vinnu aðra en til sjós. Hann reri sem háseti, vélstjóri og skipstjóri á mörgum skipum á langri sjómannsævi, ýmist í eigin út- gerð eða hjá öðrum. Fyrsti báturinn sem hann gerði út var Óðinn sen hann keypti ásamt öðrum af Einari ríka Sigurðssyni. Seinna var hann í útgerð með Ingólfi Arnarsyni og var skipstjóri á Ingþóri og Stefáni Þór sem þeir gerðu út. Þá var hann um langt skeið stýrimaður á Freyju hjá Sigurði Sigurjónssyni, vélstjóri hjá frændum sínum Ingólfi og Sveini Matthíassyni á Haferninum og á Baldri hjá Hannesi Haraldssyni svo nokkrir séu nefndir en þetta voru kunnir sjósóknarar hér í Eyjum á þessum árum. Þá var hann á stríðs- árunum skipstjóri á birgðabát hjá breskra hernum í Hvalfirðinum. Tæplega sjötugur keypti hann sér 4,5 tonna bát sem hann gaf nafnið Freyja og reri á henni fram undir áttrætt. Ég átti því láni að fagna að stunda sjó með Dolla um þó nokkurt skeið, þá ungur maður, og þegar ég byrjaði skipstjórn var hann vélstjóri með mér á meðan ég var að skólast til og var það ómetanlegt að fá að njóta reynslu hans og þekkingar. Dolli var mjög víðlesinn og mér er til efs að það séu margar bækur hér á bókasafninu sem hann hefur ekki gluggað í, hann las allar tegundir bókmennta, allt frá ævisögum til vísindarita enda kom maður ekki að tómum kofunum hjá honum ef lífs- gátan var rædd. Dolli hafði verið mjög hraustur um ævina enda segir það sig sjálft að menn stunda ekki sjóróðra fram undir áttrætt nema hafa þokkalega líkamsburði. En núna á haustdögum greindist hann með illvígan sjúkdóm og lést á Heilbrigðisstofnun Vest- mannaeyja eftir stutta legu. Ég vil að lokum þakka Dolla í Sjónarhól samfylgdina og tel ég mig mann að meiri að hafa átt hann að sem tengdaföður og vin. Ég þakka honum það sem hann var börnum mínum og fjölskyldu. Ég bið eftirlif- andi ættingjum hans Guðs blessun- ar. Far þú í friði, gamli vin, með þökk fyrir allt og allt. Þór Í. Vilhjálmsson frá Burstarfelli. Tengdapabbi minn, Adolf H. Magnússon, er látinn eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Aolf var hæglátur maður og ekki allra, hann var mér einstaklega hlýr og góður. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki lengur komið til þín á „Hornið“ með kjötsúpupottinn fræga og kostinn og segja við þig: „Nú ræð ég.“ Alltaf fannst mér svo notalegt að sofa uppi undir súðinni og heyra í veðrinu, eins dyntótt og það getur verið í Eyjum. Af og til komstu til Reykjavíkur en stansaðir aldrei lengi, hér var alltof mikill hraði fyrir þig, en ég man hvað þú varst glaður þegar ég lóðsaði þig heiman frá mér og í Baldurshaga þaðan sem þú keyrðir svo einn til Hveragerðis. Mér er sem ég sjái þig takandi í húfuna og keyra. Elsku tengdapabbi minn, nú er þrautum þínum lokið og vonandi ertu búinn að hitta Siggu þína og alla vinina sem fóru á undan þér. Hvíl í friði. Guðríður Óskarsdóttir. Elsku afi, nú sitjum við hér þrjú saman systkinin og viljum í nokkr- um fátæklegum orðum þakka þann yndislega tíma sem við áttum með þér.Við höfum notið þeirra forrétt- inda að alast upp í svo mikilli ná- lægð við þig og ömmu sem veitir okkur hafsjóð af minningum um þig sem koma til með að styrkja okkur í þessari miklu sorg. Við vorum nú reyndar alveg viss um að þú yrðir 100 ára því þú varst með eindæmum heilsuhraustur enda stundaðir þú sjóinn alveg fram til áttræðs, með mömmu sem útgerðarstjóra síðustu árin. Þú lifðir fyrir sjóinn og Freyj- an, trillan þín, var líf þitt og yndi. Það fór ekki á milli mála hversu mikla sjómannssál þú hafðir að geyma. Addi fékk nú kannski best að kynnast því þegar hann reri með þér og var mikill lærdómur sem hann öðlaðist í samvistum við þig á sjónum en þú umgekkst sjóinn af mikilli virðingu. Ekki leið sá dagur að þú færir ekki niður á bryggju ýmist til að róa, dytta að Freyjunni eða til að athuga hvernig aflaðist hjá öðrum trillufélögum þínum. Ekki vantaði heldur framsýnina í þig, elsku afi, því þú vildir að sjálfsögðu fá öll ný tæki í Freyjuna þína og ekki vantaði heldur kunnáttuna til að nota þau. Það kom kannski best í ljós þegar þú fékkst farsímann þinn í áttræðisafmælisgjöf því þú notaðir hann mjög mikið og eins þegar þú keyptir þér nýja bílinn. Matmaður varstu mikill og vildir íslenskan mat og alltaf var mjólk- urglas með hvort sem um venjuleg- an eða veislumat var að ræða. Þær voru nú ófáar sunnudagsmáltíðirnar sem við borðuðum saman á Hrauns- lóðinni þar sem þú fékkst ávallt að velja matinn sem á boðstólunum var. Niðri á Vestmannabraut áttirðu ávallt þitt sæti í eldhúsinu og það var græni kollurinn. Jafnvel þegar amma keypti nýja kolla tókstu það ekki í mál að skipta úr græna koll- inum og þar er hann enn. Þar sastu þegar þú komst í land og drakkst kaffi og borðaði góða smurbrauðið þitt sem amma smurði handa þér. Þú hefur alla tíð verið fremur fá- máll, orð eru oft óþörf því þú sýndir okkur alltaf svo mikla væntumþykju og hlýju á þinn hátt. Börnum varstu hlýr og góður enda varst þú mikil barnagæla. Þú varst iðinn við að koma í heimsókn og hjálpa til með okkar börn þótt þú værir kominn vel yfir áttrætt, undir þér vel hjal- andi við lítil kríli í fanginu. Dýr áttu einnig stóran stað í hjarta þínu og varstu sérstaklega mikill kattavin- ur, ekkert var nógu gott fyrir hana Diddu þína. Við höfðum öll okkar hlutverk hjá þér, Addi sá um ef þurfti að gera við bílinn eða Freyjuna, Maja sá um að klippa þig og snyrta, Helga sá um að alltaf hefðir þú nóg að lesa því mikill lestrarhestur varstu og ef- laust búinn að lesa flest allt sem til er á bókasafninu og það oftar en einu sinni. Þeir voru nú ófáir rúntarnir sem við fórum með þér á bryggjurnar og var rúnturinn fullkomnaður nú seinni ár með því að kaupa pylsur með miklu sinnepi. Já, nóg eigum við að minningum um þig, afi, og gætum við haldið endalaust áfram að tala um þig. Í stað þess munum við láta allar minningarnar um þig ylja okkur um hjartarætur um ókomna framtíð. Við viljum biðja góðan guð að styrkja hana mömmu okkar í þess- ari miklu sorg, missir hennar er mikill enda nutu þau samvista hvort við annað á hverjum degi og það oft á dag. ADOLF HAFSTEINN MAGNÚSSON Elsku maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, HALLDÓR K. HALLDÓRSSON, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 12. desember kl. 13.00. Sesselja Halldórsdóttir, Rósa Halldórsdóttir og Ragnar Hjaltason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.