Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 67 MENNING AÐVENTUVEISLA verður í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag og hefst kl. 18 með tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands. Að þeim loknum verður boðið upp á jólahlaðborð frá Bautanum, en um er að ræða samstarf á milli hljóm- sveitarinnar og Knattspyrnudeildar Þórs. Einsöngvarar með hljómsveit- inni verða Björg Þórhallsdóttir og Óskar Pétursson en að auki syngur Stúlknakór Akureyrarkirkju með á tónleikunum. Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri sagði hugmynd- ina frá Þórsurum komna, vel hefði verið í hana tekið, enda hefði mönn- um þótt tímabært að brjóta upp hið hefðbundna jólahlaðborðsform og „lyfta því upp á annað og kannski æðra plan,“ eins og hann sagði að einhver hefði orð- að það. „Við ætl- um að reyna að skapa skemmti- lega jólahlað- borðsstemningu með hátíðlegu yf- irbragði,“ sagði Guðmundur Óli. Á efnisskrá tónleikanna er jóla- og aðventu- tónlist, „við bjóðum upp á alls konar tónlist, það verður tónlist af léttara taginu, hefðbundin jólalög eins og Jólasveinninn minn, Hvít jól og Það á að gefa börnum brauð svo eitthvað sé nefnt og allt upp í mjög hátíðlega tónlist eins og Ó, helga nótt, Ave María og fleiri slík og þá tökum við líka lög úr Hnotubrjótnum eftir Tsjaíkovskí, en það er ævintýri sem gerist á jólanótt, þekkt tónlist þó ef- laust séu margir sem ekki tengi hana beint jólunum.“ Þá vera flutt lög eftir P. Mascagni, Áskel Jóns- son, Sigvalda Kaldalóns og Leroy Anderson svo eitthvað sé nefnt. Jólatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands hafa verið í nokkuð föstu formi undanfarin ár, gjarnan sögumaður sem segir jóla- sögu, og þátttaka barna verið áber- andi, bæði í kórum og meðal hljóð- færaleikara. „Nú setjum við tónleikana okkar upp með öðrum hætti, en leikum þó tónlist sem allir ættu að hafa gaman af, börn og full- orðnir, við leikum mörg af þessum hefðbundnu jólalögum en upplifunin af því að heyra hana í lifandi flutn- ingi er öðruvísi en þegar hlustað er á útvarp eða geisladiska.“ Unglingar koma þó við sögu á þessum jóla- tónleikum, Stúlknakór Akureyr- arkirkju skipa stúlkur á aldrinum 12 til 18 ára og setja sinn svip á tón- leikana. „Við setjum þetta þannig að upp að allir eiga að geta notið tón- listarinnar óháð aldri,“ sagði Guð- mundur Óli. Tónlist | Aðventuveisla Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Þórs í Íþróttahöllinni á Akureyri Jólahlaðborðsstemning með hátíðlegu yfirbragði Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Björg Þórhallsdóttir Óskar Pétursson Guðmundur Óli Gunnarsson KIRKJUKÓR Grensáskirkju ásamt strengjasveit heldur aðventu- tónleika á sunnudag kl. 17 í Grensáskirkju. Flutt verður messa í G-dúr D167 eftir Franz Schubert og einnig þættir úr verkum eftir Rameau, Saint-Saëns og Fauré. Einsöngvarar á tónleikunum eru Ingibjörg Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þór Sigurjónsson, Geir Jón Þór- isson og Ingimar Sigurðsson. Stjórnandi er Árni Arinbjarn- arson. Einnig verður samleikur á bás- únu og orgel, Oddur Björnsson og Árni Arinbjarnarson leika sónötur eftir Marcello og Telemann. Morgunblaðið/Ómar Kórtónleikar í Grensás- kirkju Í ÁR er fimm ára starfsafmæli Óp- erukórs Hafnarfjarðar. Kórinn var stofnaður síðsumars árið 2000 og þá undir nafninu Söngsveit Hafn- arfjarðar. Stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi er Elín Ósk Ósk- arsdóttir óperusöngkona og undir- leikari Peter Máté. Aðventutónleikar kórsins verða á mánudaginn kl. 20 í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Fluttar verða jóla- perlur íslenskar og erlendar, ein- söngvarar verða Elín Ósk Ósk- arsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Björg Karitas Jónsdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Þórunn Stef- ánsdóttir, Gréta Jónsdóttir, Björn Björnsson, Kjartan Ólafs- son, Birgir Hólm Ólafsson, Ari B.Gústafsson, Kristinn Krist- insson, Haraldur Baldursson og Stefán Arn- grímsson. Kórinn telur nú 70 manns og er skipaður söngfólki bæði með mikla reynslu eða menntun á sviði söng- listarinnar. Jólahátíð Óperu- kórs Hafnarfjarðar Elín Ósk Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.