Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 31
ingarmál og framfaramál í sam- félaginu. Ef við vinnum saman er allt miklu auðveldara,“ segir Sól- rún. Hún kennir í Sunnulækjarskóla á Selfossi en það er nýr skóli með nýja nálgun í skólastarfinu. Hún kennir 3. bekk þar sem eru samtals 40 nemendur og vinnur að því með öðrum kennara og tveimur stuðn- ingsfulltrúum. Auk þess er hún í teymi með kennurum 4. bekkjar sem eru á næsta kennslusvæði og samanlagt eru 69 nemendur í þess- um tveimur árgöngum. Í þeim starfa saman 4 umsjónarkennarar, 3 stuðningsfulltrúar og einn sér- kennari. „Þetta er skemmtilegt þróun- arstarf sem við erum að vinna og við vinnum mikið saman. Kenn- arastarfið er auðvitað erfitt en líka gefandi og skiptir þá miklu máli að gott samstarf sé við foreldrana, börnin og samstarfsfólkið í skól- anum. Þetta myndar allt góða and- lega heild. Börnin halda manni ung- um og gefa manni tækifæri að sjá hlutina frá nýju sjónarhorni,“ segir Sólrún sem er kennari af lífi og sál. Í frístundum stundar hún göngu- ferðir og segist vera mikil útivist- arkona. „Ég hef gaman af göngu- ferðum, fór í tvær stórar gönguferðir í sumar, á Horn- strandir og Víknaslóðir á Austur- landi. Ég fæ mikið út úr þessum ferðum sem gefa mikla slökun og maður upplifir landið öðruvísi en þegar maður er akandi. Svo er ég í gönguhópi og hjólahópi hér á Sel- fossi. Einnig er ég í fjölskyldu- gönguhópi sem hefur m.a. gengið í frönsku Ölpunum. Síðan finnst mér mjög gaman að renna mér á skíðum eða ganga á gönguskíðum,“ segir Sólrún Tryggvadóttir, kennari og kvenfélagsformaður á Selfossi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 31 MINNSTAÐUR Hveragerði | Hveragerðisbær hefur gert samn- ing við Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu ljós- leiðara í bæjarfélaginu. Jafnframt hefur verið gerður þjónustusamningur sem tekur til notkun- ar stofnana Hveragerðisbæjar á ljósleiðaranum. Samkvæmt samningnum skuldbindur Orku- veitan sig til að leggja ljósleiðara í Hveragerði á næstu árum. Hafist verður handa við lagningu fyrsta áfanga í kjölfar undirritunar samninga en hann gerir ráð fyrir tengingu við stofnanir bæj- arins. Gert er ráð fyrir að á næsta ári komist fyrstu heimilin í Hveragerði í samband. Báðir samningarnir voru samþykktir á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Bæjarstjórn lýsti af því tilefni yfir ánægju með málið. „Bærinn kemst með samningnum í fremstu röð í fjarskiptamálum og ekki þarf að fara mörgum orðum um þá auknu möguleika sem ljósleiðarinn opnar fyrir bæjar- félagið. Almennt er talið að gagnaveita eins og hér um ræðir bæti samkeppnishæfni sveitarfélaga og auki lífsgæði í viðkomandi samfélagi,“ segir í bók- un bæjarstjórnar. Orkuveitan leggur ljós- leiðara í Hveragerði Garður | Stærsta framkvæmdin á vegum sveitarfélagsins Garðs á næsta ári er stækkun leikskólans Gefnarborgar. Í tillögu að fjár- hagsáætlun bæjarins kemur fram að kostnaður er áætlaður 50 millj- ónir kr. Áætlað er að taka viðbygg- inguna í notkun í ágúst 2006. Stækkun leikskólans er mikið átak fyrir sveitarfélagið, að því er fram kom hjá Sigurði Jónssyni bæj- arstjóra, þegar hann kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Mun hún auka mjög þá þjónustu sem íbúunum er boðið upp á. Á undanförnum árum hefur ver- ið unnið að miklu átaki við að mal- bika götur og leggja gangstéttir. Því er haldið áfram og er farið að huga að áframhaldi málsins vegna þess að margar nýjar götur hafa bæst við frá því áætlun um átakið var gerð. Fram kom hjá bæjarstjóranum að kostnaður við lagningu nýrra gatna og undirbúning lóða hefði orðið mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sagði hann að sú stefna hefði verið ríkjandi að hefja slíkar framkvæmdir eins fljótt og kostur er, eftir að umsóknir bærust. „Þessi stefna hefur átt stóran þátt í hraðri uppbyggingu og mun skila sér í auknum tekjum þegar fram líða stundir.    50 milljónir í byggingu leikskóla Fjörstöðin í loftið | Útvarp Fjörheima, Fjörstöðin 97,2 er, farin í loftið og munu útsendingar standa fram til 14. desember næstkom- andi. Dagskrá stöðvarinnar er al- farið í höndum ungmenna sem jafnframt sáu um að fjármagna reksturinn með því að safna aug- lýsingum, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar. Rúnar Júl- íusson styrkti útvarpið með því að færa unglingunum nokkra af nýj- ustu geisladiskunum sem Geim- steinn gefur út um þessar mundir til að nota sem verðlaun í leikjum á stöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.