Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 51 MINNINGAR margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Elías Ívarsson og fjölskylda. Elsku afi, það er sárt að þurfa að kveðja þig en við huggum okkur við allar góðu minningarnar sem við eig- um um þig. Við eigum yndislegar og skemmtilegar minningar frá ferðun- um í Búrfell að heimsækja Ella afa og Dúnu ömmu. Það fylgdi þeim alltaf svo sérstök stemmning. Þú varst allt- af svo hress og skemmtilegur, alltaf tilbúinn að grínast í okkur og hlóst svo dátt. Það var sérstök athöfn þegar haldið var heim á leið að vinka til afa sem stóð á tröppunum og vinkaði þar til við hurfum úr augsýn. Svo fluttuð þið Dúna amma á Selfoss þar sem þið komuð ykkur svo vel fyrir í Suðureng- inu. Þar fengum við sömu hlýju mót- tökurnar og vinkið af tröppunum. Þú varst svo stoltur af öllum pennunum sem þú varst búinn að safna og þeim var öllum snyrtilega stillt upp í auka- herbergi. Eitt sinn þegar við komum í heimsókn vildir þú endilega leyfa okk- ur að prófa penna sem þú hafðir ný- lega fengið. Þetta var enginn venju- legur penni, hann gaf smá rafstuð og þú hlóst. Okkur finnst þetta litla dæmi lýsa þér svo vel, hafðir svo gaman af því að stríða og grínast. Þú hafðir svo góðan húmor og af nærveru þinni stafaði sérstök hlýja sem kom öllum í kringum þig í gott skap. Þrátt fyrir að heilsunni hafi hrakað kvartaðirðu aldrei, varst alltaf með bros á vör, grínaðist og barst þig vel. Alltaf sami afi. Við þökkum allar stundirnar mér þér og vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Við geymum minninguna um þig ávallt í hjarta okkur og mun- um aldrei gleyma þér. Blessuð sé minning þín. Þín barnabörn, Þórdís, Eyþór og Jóhanna. Elsku afi, mér leið illa þegar ég frétti að þú værir dáinn. Þú varst allt- af svo kátur, góður og skemmtilegur. Það var alltaf svo gaman að spila með þér og syngja með þér. Ég elska þig, afi minn. Mér þykir svo vænt um þig. Líði þér vel á himn- um. Þú munt alltaf verða í hjartanu mínu. Þín afastelpa Soffía. Elsku langafi. Það var alltaf svo gaman að kíkja í heimsókn til þín og Dúnu ömmu þegar ég og mamma vor- um að labba heim úr skólanum og ekki skemmdi það fyrir ef ég átti einn penna til þess að láta þig hafa í safnið þitt, þá varðst þú ánægður. Þú varst svo skemmtilegur og hress og alltaf að grínast eitthvað í mér. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku langafi minn. Ég veit að þér líður vel núna hjá öllum englunum á himninum. Mig langar líka að láta eitt lítið ljóð fylgja með: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Þín Aníta Emma. Mín fyrstu kynni af Elíasi eða Ella eins hann var oftast kallaður voru vor- ið 1975 þegar ég vann við afleysingar við Búrfellsvirkjun. Þarna var Elli allt í öllu, hann var svokallaður „kamp- stjóri“ og stjórnaði mötuneytum og íveruskálum bæði í Búrfelli og eins víða á hálendinu, þar sem Landsvirkj- un var að byggja eða rannsaka. Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af hon- um í fyrstu, mér þótti hann allt of smámunasamur, nákvæmur og svo var nánast vonlaust að skilja hann. Ekki var ég klár á, hvaða tungumál hann talaði en það lærðist fljótt hjá mér. Fljótlega eftir að ég byrjaði þurfti ég á einhverri aðstoð að halda og þá kom í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var tilbúinn til að lána og aðstoða ef það var frá hon- um sjálfum. Eigur Landsvirkjunar, sem honum hafði verið treyst fyrir, voru ekki falar til láns, en ef hann átti hlutinn lá hann á lausu. Þetta voru mín fyrstu kynni af Elíasi en seinna átti ég eftir að kynnast honum betur. Árið 1980 fluttist ég ásamt fjöl- skyldu minni frá Sigöldu og settist að við Búrfellsvirkjun og bjuggum við þar næstu 24 árin. Mörg voru kvöldin sem við Elías eyddum saman ásamt fleirum í „Mennó“ en það var sam- komustaðurinn í Búrfelli. Þar var opið alla miðvikudaga yfir vetrarmán- uðina, spiluð félagsvist, bridge, teflt, dansað og sungið og yfirleitt var Elías þar fremstur í flokki. Hann hafði gam- an af að spila, tefla og var söngmaður góður. Við heimsóttum Elías oft því hann var góður heim að sækja, ekki síst fyrir jólin þegar hann var búinn að fá „skerpikjötið“ eða annað góð- gæti frá Færeyjum. Elías og Dúna voru mjög gestrisin og báru menn á höndum sér ef þeir bönkuðu upp á og þessi orð hefði Elías getað sagt: „gakktu í sjóðinn og sæktu þér hnefa uns sál þín er mettuð og barmafull“, þvílík var gestrisni hans. Ekki minnk- aði samgangurinn á milli fjölskyldna okkar þegar Sveinn og Kolla fóru að skjóta sér saman og byrjuðu seinna að búa. Þegar barnabörnin komu var ekki hægt að finna betri barnapíu en Elías. Var hann í miklu uppáhaldi hjá barnabörnunum enda barngóður mjög. Á efri árum kom í ljós að hann var með sykursýki og fékk sár á fætur sem greru ekki vel. Við það bættist að allt brjósk var búið í hnjánum á hon- um og átti hann orðið mjög erfitt með gang.Hann var kominn í hjólastól síð- ustu árin og hreyfði sig því minna. Ég held að þegar ég skoða hug minn að Elías sé bjartsýnasti og já- kvæðasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, það var alveg sama hvað honum leið illa, alltaf sagði hann: „Þetta fer nú að lagast,“ alltaf sá hann eitthvað bjartara framundan. Og lík- lega hefur það lagast alveg þar sem hann er nú kominn. Ekki átti maður von á því að hann færi svona skyndi- lega, þar sem hann var búinn að jafna sig eftir sýkingu sem hann fékk í lung- un og átti að fá að fara heim daginn eftir. Oft hefur hann verið tæpari á líf- inu. Hann lést í svefni og hefur senni- lega verið á ferð með föður sínum og bróður en hann hafði dreymt um ferð með þeim einhverjum nóttum fyrr. Kæra Dúna, Sveinn, Elías og öll þau börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn sem Elíasar sakna, við hjónin sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Best er að kveðja eins og Elías gerði alltaf: „Vertu blessaður vennur- inn minn.“ Björn Sverrisson. Þegar leiðir okkar Elíasar lágu fyrst saman í Búrfelli fyrir réttum 29 árum fann ég strax þá góðvild og hlýju sem bjó í fari hans. Það kom einnig fram fyrsta daginn sem ég borðaði í mötuneytinu hve hreinskil- inn hann var. Þegar ég var að fara úr mat kom hann og heilsaði mér með hlýju handabandi og sagði: „Ert þú nýi vélstjórinn? Velkominn, væni minn, hérna förum við alltaf úr skón- um,“ og svo hló hann á sinn skemmti- lega hátt. Síðan höfum við Elías verið vinir. Elli var mjög félagslyndur og tók þátt í öllu sem var að gerast í Mennó. Og ekki skemmdi fyrir að vera hæstur á spilakvöldi eða vinna í bingóinu en mest held ég honum hafi þótt gaman að skákinni. Hann var mjög sterkur skákmaður og langminnugur á skák- irnar. Það eru viss forréttindi að fá tæki- færi til að kynnast mönnum eins og Elíasi þar sem góðvildin og hjálpsem- in var alltaf í fyrirrúmi hjá þeim hjón- um. Nú að ferðalokum situr eftir minningin um margar kvöldstundirn- ar þegar setið var og spjallað um landsins gagn og nauðsynjar yfir viskílögg í glasi og tekið ótæpilega í nefið. Ég kveð þennan góða vin minn með söknuði og vissu um að hann hef- ur hlotið góðar móttökur handan móðunnar. Ég sendi Dúnu og ættingj- um samúðarkveðjur við láts góðs drengs. Hvíl í friði, vinur. Sigurður Björgvinsson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR frá Svínhóli, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, lést í Seljahlíð aðfaranótt mánudagsins 5. des- ember. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 12. desember kl. 13:00. Helgi Jóhannesson, Þóra Þorleifsdóttir, Ragnheiður Jóhannesdóttir, Haraldur Sigfússon, Ragnheiður Guðmundsdóttir, systkinabörn og þeirra fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLÁKUR SIGURÐSSON, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 9. desember. Elísabet Pétursdóttir, Eygló Þorláksdóttir, Michael Mather, Erla Þorláksdóttir, Erling Ásgeirsson, Sigurður G. Þorláksson, Ragnhildur Harðardóttir, Petra Þorláksdóttir, Örn Arnarsson, Ægir Þorláksson, Sólveig Stefánsdóttir, Særún Þorláksdóttir, Guðjón B. Sverrisson, Vignir Þorláksson, Sigrún Vilhelmsdóttir, Anna María Þorláksdóttir, Rafn A. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar, EDDA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hringbraut 121, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 3. desember. Jarðarförin hefur farið fram. Hólmfríður Kristjánsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Tómas Kristjánsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RICHARD JÓNSSON, Krummahólum 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 8. desember. Erla Þórðardóttir, Þórdís Richardsdóttir, Per-Otto Sylwan, Ingibjörg Richardsdóttir, Kristinn Karl Dulaney, afabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐJÓNSSON, Hrafnistu, Reykjavík, lést fimmtudaginn 8. desember á Hrafnistu. Jarðsungið verður frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 16. desember kl. 15:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Helga Þorleifsdóttir, Selma Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Sigmundur Karl Ríkarðsson, Magnea B. Jónsdóttir, Elísabet Óskarsdóttir, Jón Leifur Óskarsson, Lára Ingólfsdóttir, afa- og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.