Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI Aðventustund í Laufási | Jóla- andi liðins tíma verður á sveimi við utanverðan Eyjafjörð í Gamla bæn- um í Laufási á morgun, sunnudaginn 11. desember frá kl. 13.30 til 16. Samveran byrjar í kirkjunni en í Gamla bænum fer fram gamaldags jólaundirbúningur, þar sem m.a. verður búið til jólaskraut, jólatré skreytt, skorið í laufabrauð og búin til kerti svo eitthvað sé nefnt. Gestir geta fengið að smakka hangikjöt, laufabrauð og kúmen- kaffi. Einnig verður boðið upp á gamaldags sælgæti. Jólamarkaður verður í skálanum, þar sem margs- konar jólavarningur verður á boð- stólum. Bókakynning | Þóra Sigríður Ing- ólfsdóttir kynningarfulltrúi JPV út- gáfu og Karl Emil Gunnarsson þýð- andi kynna fjórar bækur á Amtsbókasafninu í dag, laugardag- inn 10. desember kl. 15. en þær eru Játningar Láru miðils, Blekkinga- leikur, Dexter í dimmum draumi og Veronika ákveður að deyja. Hádegistónleikar | Björn Steinar Sólbergsson organisti heldur hádeg- istónleika í Akureyrarkirkju laugar- daginn 10. desember kl. 12. Á efnis- skrá verða verk tengd aðventu og jólum eftir Andrew Carter, Marcel Dupre og Naji Hakim. NIÐURSTAÐA ráðgjafa sem unnu með stýrihópi verkefnisins Akureyri í öndvegi var sú að ekki væri æskilegt að byggja stórmarkað á íþróttavall- arsvæðinu. Ásdís Hlökk Theódórs- dóttir skipulagsfræðingur sem starf- ar hjá Alta hefur verið stýrihópnum til ráðgjafar varðandi tillögugerð um nýtt skipulag í miðbæ Akureyrar, en tillögur hópsins ganga út á að byggja íbúðir á svæðinu sem og einnig að koma þar upp útivistarsvæði, fjöl- skyldu- og skemmtigarði. Ásdís Hlökk sagði að vilji íbúaþings sem efnt var til síðastliðið haust hafi staðið til þess að reisa stórverslun á miðbæjarsvæðinu og að í þeim tillög- um sem hlutu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni um nýtt miðbæjarskipu- lag hafi slíkar hugmyndir einnig verið settar fram. Það hefðu menn haft að leiðarljósi. Kostir bornir saman Betur hefði átt eftir að útfæra, m.a. staðsetningu stórmarkaðar, þar hafi íþróttavallarsvæðið komið til skoðun- ar sem og aðrir kostir. Bornir voru saman kostir og skoðað hvar best hentaði í og við miðbæinn að koma fyrir slíkri verslun. Þar hafi verið litið til landnýtingar, verslunarrýmis, áhrif þess á aðra verslunaruppbygg- ingu og hvort líklegra væri að hún myndi virka sem segull á aðra upp- byggingu verslunar og þjónustu í miðbænum eða draga frá annarri starfsemi á því svæði. Þá hafi fjar- lægðir verið skoðaðargaumgæfðar með tilliti til gönguvegalengda í mið- bænum, stærð og gólfflatarmál, byggingarlag slíkrar verslunarmið- stöðvar sem og einnig byggðamynstr- ið. Grundvöllurinn hafi verið hvernig efla ætti miðbæinn og að byggt yrði á þeim grunni sem fyrir. Í þeirri vinnu var m.a. litið til þess hvernig farið væri með umsóknir um byggingu stórmarkaða í nágrannalöndum okk- ar og áhrif þeirra á miðbæjarlífið. Horft til annara svæða „Að öllu þessu skoðuðu var það okkar niðurstaða að það væri óum- deilanlega æskilegra með tilliti til uppbyggingar í miðbænum og eflingu hans, að horfa til þeirrar staðsetning- ar sem fram kom í tillögu stýrihóps- ins, þ.e. á Sjallareitinn eða þá svæði milli Skipagötu og Glerárgötu þar sem nú eru bílastæði,“ sagði Ásdís Hlökk. Hún sagði það niðurstöðuna að ýmsar áleitnar spurningar væru uppi varðandi byggingu stórmarkaðar á íþróttavallasvæðinu, m.a. hvaða áhrif slíkt hefði á þróun verslunar og þjón- ustu í miðbænum og eins hvort fjar- lægðin væri of mikil til að samlegð væri þar á milli. Einnig hefði verið horft til þess sambands sem væri á milli verslunaruppbyggingar og þjón- ustu milli miðbæjar og Glerártorgs. „Við höfðum einnig í huga að ann- ars vegar erum við með svæði sem eru í notkun og eru kjörin til endur- uppbyggingar, en hins vegar svæði sem er til almannanota, en það hefur mikið gildi fyrir samfélagið, er verð- mætt svæði og því verður að vanda vel til hvernig farið verður með það,“ sagði Ásdís Hlökk. Ekki æskilegt að byggja stórmarkað á íþróttavellinum Önnur svæði eru talin æskilegri ODDUR Víðisson, framkvæmda- stjóri Þyrpingar hf., sagði að könnun sem fyrirhugað er að Gall- up framkvæmi á Akureyri í kjölfar kynningar á hugmyndum um stór- verslun á Akureyri, sé unnin fyrir Þyrpingu og Haga. Vilji er fyrir því að reisa fjögur til fimm þúsund fermetra verslun við suðvestur- horn Akureyrarvallar. Oddur sagði að niðurstaða könnunarinnar yrði kynnt fyrir bæjarbúum þegar nið- urstaða hennar liggur fyrir. Oddur sagði að vissulega hefði komið fram vilji til að setja upp fjöl- skyldugarð og byggja íbúðir á þessu svæði, en einnig verslun og þjónustu, og nú vildu menn vita hversu mikill og víðtækur sá vilji væri. Farið yrði með verslunina annað yrði það niðurstaða könn- unarinnar. Sýnir að þetta er hægt Oddur sagði það nýtt að einka- fyrirtæki kæmi að skipulagsmálum með þessum hætti. „Okkur fannst alveg réttlætanlegt að sýna fram á hvað þarna væri hægt að gera. Við erum aðeins að reyna að sýna fram á með sannfærandi hætti að þetta sé hægt en þetta eru tillögur sem eru til umræðu og breytinga.“ Oddur sagði það vel geta verið rétt að verið væri að setja fram einhliða hugmyndir, en ekki væri verið að reyna að taka fram fyrir hendurnar á skipulagsyfirvöldum í bænum. „Við getum það ekki, bæj- arfulltrúar eru kjörnir til þess að taka afstöðu til mála. Við teljum þetta vera hið besta mál fyrir bæj- arfélagið en lútum því algjörlega að það er vilji bæjarbúa og bæj- arstjórnar sem ræður.“ Oddur sagði að Sjallareiturinn væri ekki nægilega stór fyrir verslun af því tagi sem fyrirhugað væri að byggja. Áratugum saman sagði hann að stórmörkuðum hefði verið beint út í jaðra borganna, en það væri að breytast. Það yrði heilmikið púst fyrir miðbæinn að fá verslunina á íþróttavallarsvæðið og að sínu mati ætti sveitarfélagið að fagna því að stórar keðjur hefðu hug á að koma sér fyrir í miðbænum. Þyrping og Hagar gera könnun vegna hugmynda um stórverslun Viljum vita hve víðtækur viljinn er Tvennir tónleikar | Jólatónleikar Samkórs Svarfdæla verða haldnir á laugardag, 10. desember. Fyrri tón- leikarnir verða í Dalvíkurkirkju kl. 15 og þeir síðari í Glerárkirkju kl. 20.30. Egill Ólafsson syngur einsöng með kórnum. Á efnisskrá eru þekkt jólalög í bland við minna þekkt. Sungin verða lög og útsetningar eftir kórstjórann, Petru Björk Pálsdóttur og sömuleiðis einsöngvarann Egil. Undirleik annast Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og í nokkrum lögum leika með þær Steinunn Úlfarsdóttir á flautu, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló og Melkorka Guðmundsdóttir á flautu. Jólasöngvar | Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða sunnudaginn 11. desember kl. 17 og 20. Á efnis- skránni er aðventu- og jólatónlist. Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel og stjórnandi er Björn Steinar Sól- bergsson. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana því auk kórsöngs verður almennur safnaðarsöngur. LEIKSKÓLINN Flúðir er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni var efnt til veglegrar afmælisveislu í húsnæði leikskólans. Starfsfólk og leik- skólabörn buðu aðstandendum í heimsókn og fjölmenntu þeir á staðinn og þágu veitingar. Einnig komu bæjarfulltrúar í heimsókn, sem og bæj- arstjórinn Kristján Þór Júlíusson. Morgunblaðið/Kristján Afmæli Fjöldi fólks mætti í afmæli leikskólans Flúða og samgladdist börn- unum og starfsfólki í tilefni tímamótanna. Leikskólinn Flúðir 20 ára ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.