Tíminn - 14.03.1971, Blaðsíða 5
MEÐ MORGUN
KAFFINU
ir mcð stjórnmálafréttum frá
Þýzkalandi, komu á hverjum
degi og öll mikilvægustu bréfin
voru send honum i hraðpósti að
heiman. Allt útlit er nú fyrir,
að kanslarinn þurfi að fara í
annað frí, til að hvíla sig eftir
hitt friið.
Björn var að láta taka mynd
af sér og syni sínum, í tilefni
af því, að sonurinn hafði nýlok-
ið stúdentsprófi.
— Ég held, að myndin verði
•ðlilegri, ef stúdentinn styddi
•nnarri hendinni á öxl föður
síns, sagði ljósmyndarinn.
— Eðlilegast held ég væri,
að hann hefði hendina í vasa
«rfnum, varð Birni að orði.
— Martin, geturðu ekki kom-
ið og sótt mig? Það standa þrír
illilegir ntenn hérna fyrir utan
og ég þori ekki út.
Þetta er Bíbí, sem einu sinni
hét Birgit Skousen og var
þekkt fyrirsæta. Nú er hún leik
kona og heitir Bíbi. Hún breytti
þessu, af því allt of margar
leikkonur heita Birgit. Annars
er hún þýzk að hálfu og alin
þar upp, en fyrir þremur árum
flutti hún til föður síns í Dan-
mörku, fór að læra dönsku og
ganga í leikskóla og er svo upp-
tekin af þessu öllu, að hún seg
ist ekki mega vera að því, að
verða ástfangin og eiginlega
ekki kæra sig um það, því hún
vilji eiga sig alla sjálf. Hún
vill fara til Parísar og New
York og reyna, hvað hún geti og
það er ekki hægt, ef maður á
kærasta eða eitthvað svoleiðis
í Kaupmannahöfn.
Hóla-Bjarni var maður nefnd-
ur. Hann var Þingeyingur að
ætt og hinn mesti óknyttamað-
ur, stundum naumast með réttu
ráði, en gat oft verið meinlegur
í tilsvörum.
Einu sinni var hann spurður,
hvers vegna Langnesingar, sveit
ungar hans, heyjuðu svo lítið
sem raun bæri vitni.
Þá sagði Bjarni:
— Það er löstur á Langanesi,
kunningi, að slráin eru föst á
öðrum endanum.
— En hvað ég hlakka til að
sjá menninguna eftir öll þessi
ár. Ég skal svei mér fara í bíó
og sjá Mary Pickford og fara
svo og dansa Charleston og
skemmta mér heila nótt fyrir
tfu krónur.
Nýlega var hringt á veitinga-
húsið Röðul og spurt, hvort ekki
væri hægt að fá eitthvað þar
um kvöldið. sér til tilbreýting-
ar.
— Lambasteik með grænum
baúnum <?g ís'á eftir, var svarað.
— Ekkert fleira? sagði sá er
hringdi.
— Ja, jú, Magnús Ingimars-
son og Þuríði Sigurðardóttur.
Bílstjóri hjá Steindóri og hót-
elstúlka í Valhöll voru eitt sinn
á skemmtigöngu á Þingvöllum.
Bílstjórinn segir:
— Hérna hitti Gunnar Hall-
gerði fyrst.
Stúlkan:
— Er hann bílstjóri hjá Stein
dóri, þessi Gunnar.
Húsfreyjan: „Hvað má bjóða
þér, Pétur, brennivínsstaup,
bjór eða toddý?“
Pétur: „Ég held það væri
bezt að fá staupið strax, svo
get ég dundað við bjórinn á
meðan þú hitar toddýið."
Þessi ljóshærða fagurskinna
er 23 ára og heitir Mette
Krupse. Hún hefur veriið með
ólæknandi bíladellu svo lengi
sem hún man, og er nú eina
stúlkan á Norðurlöndum, sem
hefur kappakstursökuskírteini.
Hún starfar sem reynsluökumað
ur hjá Ford, þegar þess þarf,
en er annars bifvélavirki í
Gautaborg. Það er sagt, að borg-
arstjórinn í Gautaborg hafi orð-
ið anzi heimskulegur í framan
og vart mátt mæla fyrir undrun,
þegar hann var að afhenda
nýútskrifuðum bifvélavirkjum
sveinsbréfin og sá allt í einu
unga, glæsilega stúlku í karla-
hópnum. Mette er ólofuð og
ségir ,að karlmönnuð líki það
ekki, þegar hún bjóði þeim í
bíltúr og er komin upp í 150
km hraða áður en hún veit af,
og er búin að steingleyma, að
hún hafi farþega. — A mynd-
inni er Mette við iðju sína, sem
bæði er atvinna hennar og tóm-
stundagaman
Rolling Stones hinn fyrrver
andi aðalkeppinautur Beatles
sáluga ku nú gera góða lukku
á hljómleikaferðalagi sínu um
Bretlandseyjar. Að sögn kunn
ugra munu þeir hafa breytt
nokkuð um tónlistarstcfnu og
virðast ekki lengur vera eins
hrifnir af tækninni og áður.
og eru það ef til vill áhrif frá
nýjustu LP-plötu John Lenn-
ons. Ekki hefur frétzt af nýrri
plötu fi-á Roiling Stones og ef
til vill gcra þeir ekki nýja
fvrr cn þeir eru fluttir til
Frakklands, en það munu peir
gera á næstunni.
Willy Brandt, kanslari, er ný-
kominn heim úr vetrarfríi frá
Afríku. Þar kom hann m. a. við
í Nyeri í Kenýa. Með honum í
fríinu voru Rut, kona hans, og
börnin tvö. Þetta hefði allt get-
að verið gott og blessað og kansl
arinn hefpi sennilega getað
slappað svplítið af, ef fylgdar-
lið hans hefði ekki verið svona
afskaplega fjölmennt. Öryggis-
venðir, ritarar og fjöldi tækni-
manna, scm settu upp fjarrita í
hótelinu. svo kanslarinn gætj
verið i stöðugu sambandi við
stjórn sína, voru alltaf á hæl-
unum á honum. Sex stórar ark-
DENNI
DÆMALAUSl
— Þurftirðu endilega að
skamma mig fyrir framan mesta
„töffann" í hverfinu?
SCNNUDAGUR 14. marz 1971
TIMINN