Tíminn - 23.03.1971, Blaðsíða 1
Dómararnir færðu
1. deildinni 250 þús.!
Lokuðu augunum fyrir augljósu vítakasti á síSustu sek. í leik FH og IR
klp—Reykjavík.
Tveir dómarar, áður þekktir fyr-
ir óheppni, þeir Eysteinn Guð-
mundsson og Þorvarður Björnsson
úr Þrótti, sáu svo um í síðasta
leiknum í 1. deild í handknattleik
karla á sunnudaginn, milli FH og
ÍR, að FH-ingar fengju annað
tækifæri til að berjast um íslands-
imeistaratitilinn, er þeir slepptu
augsýnilegu vítakasti á FH á síð-
ustu sekúndu leiksins. Staðan var
þá 21:20 fyrir FH, eftir að hafa
verið skömmu áður 20:17 fyrir FH,
en því breyttu ÍR-ingar í 20:20 á
skömmum tíma. — ÍR-ingar náðu
knettinum eftir misheppnað skot
hjá FH. Þeir brunuðu upp með
knöttinn og á línunni fær Ólafur
Tómasson hann, en Ólafur var áð-
Metþátttaka var í getraununum
að þessu sinni. Um 580 þús. krón-
ur voru í „pottinum“ og hefur
aldrei verið jafn mikið í honum.
Fimm voru með 11 rétta og fær
hver um 75 þúsund krónur, en 56
voru með 10 rétta, og fá þeir um
3000 krónur hver.
12 réttir og úrslit í 1. deild í
Englandi urðu þessi:
Leilár S0. marz 1971 i X. 2
Arsenal — Blackpool ; ) - 0
Burnley — Tottenham. X 0 - 0
Chelsea — Huddersfield X 0 - 0
Leeds — Crystal. Palace ; z 1
Liverpool — Derby i z - 0
Man. City — Coventry. X 1 - 1
Newcastle — South’pton X z - 2.
Nott’m For. — Everton i i 2.
Stoke — Man. United 2. 1 - Z
WJBA. — Wolves Z z -
West Ham — Ipswich X z * z
Luton — Hull i 3 * 1
ur í leiknum búinn að skora glæsi-
leg mörk. Um leið og Ólafur ætlar
að skjóta, kemur Jónas Magnússon
lir FH þvert yfir teiginn og fyrir
hann. Var Jónas a. m. k. hálfum
metra fyrir innan teig, sem er ólög
legt með öllu, og hljóp hann með
Ólafi, til að koma I veg fyrir að
hann gæti skotið. Það tókst honum,
og bjuggust allir við að dómararn-
ir myndu dæma vítakast, sem
hefði verið réttlátur dómur, — en
það gerðu þeir ekki, þeir dæmdu
bess í stað aukakast, og meira að
scgja létu tvítaka það. ÍR-ingum
tókst ekki að jafna úr því, og varð
FH því sigurvegari í leiknum, 21:
20.
Ekki voru þetta réttlát úrslit —
en heppileg voru þau fyrir 1. deild-
ina, því nú verða FH og Valur að
leika aukaleik um sigurinm i deild-
inni, og fer sá leikur fram á morg-
un kl. 20,15. Ætti sá leikur að
geta gefið allt að 250 þúsund kr..
En þegar búið er að draga frá all-
an kostnað, verða eftir um 25 þús..
krónur á hvert félag 'f déildinni.
Það var enginn s^stakur gjans
yfir FH í þessum léife, og eins o '
oftast í vetur barningur fram á
síðustu sek. Af 10 leikjum FH í vet
ur hefur 5 lokið með 1 til 3ja
mairka sigri, tveim með jafintefli,
tveim með 4—5 marka sigri og ein-
um með 6 marka tapi. FH-ingar
ná aldrei að komast verulega úr
hættu og oft kemur það fyrir, a@
þeir missa niður unna stöðu um
r
miðjan leik, en ná svo undir lokin
að halda báðum stigumum. Það
gerðist i þessum leik. FH komst oft
í 2—3ja marka forskot, en ÍR náði
alltaf að jafna aftur.
Leikurinn var oft skemmtileg-
ur og margir góðir kaflar í hon-
um og það frá báðum liðum. i hálf-
leik var jafnt, 10:10, og í síðari
hálfleik var oftast jafnt.
ÍR-ingar léku af krafti og tölu-
verðum ábuga. miðað við að þessi
leikur hafði ekkert að segja fyrir
þá. Voru allir í „frískara lagi“, en
mesta athygli vöktu þó þeir Jó-
hannes Gunnarsson og Ólafur Tóm.
asson, en sá síðarmefndi er að ná
mikilli leikni í þessari íþrótt, og er
að verða með okkar beztu mönnum.
Hjá FH bar mest á Auðuni Ósk-
arssyni, bæði í sókn og vörn, og
„afmælisbarninu" Birgi Björns-
vni, sem skoraði 9 mörk í leiknum
(4 vítaköst). Og Hjalti varði þokka-
lega vel í síðari hluta síðari hálf-
leiks. Geir Hallsteinsson var i dauf-
a lagi, en þótt hann sé á hálfri
■rð, er hann samt betri enfflestir
aðrir.
★
Framarar tryggðu sér 3ja sætið
í 1. deild með sigri yfir Haukum,
23:19. Var sá leikur fjörlega leik-
inn og o^iinn fyrir öllum sköpuðum
hlutum. Haukarnir voru betri í
fyrri hálfleik, en i þeim síðari ein-
dæma lélegir og skoruðu þá ekki
nema 6 mörk — þar af 4 úr víta-
köstum.
Mikið um
að vera
Þrátt fyrir 3 íþróttasíður í
dag getum við ekki sagt frá
öllu því, sem um var að vera
hér á landi í íþróttum um helg-
ina. Við getum t.d. ekki sagt
frá úrslitum í íslandsmótinu
í júdó og bikarkeppninni í
sundi, en þar voru sett ein 17
íslandsmet og mörg þeirra
mjög góð.
Við reynum að bæta úr þessu
næstu daga, en mikið er fram-
undan eins og t.d. úrslitaleik-
urinn í 1. deild í handknatt-
leik karla á morgun og Norð-
urlandamótið í handknattleik
pilta, sem hefst á föstudag.
MMM
í leiknum milli FH og ÍR í 1. deild í handknattleik á sunnudaginn, lék Birg-
ir Björnsson, FH, sinn 400 leik með meistaraflokki FH, en svo marga leiki
hefur enginn annar leikið með islenzku liði. Birgir hóf að leika með m.fl.
árið 1953 og hefur leikið stanzlaust síðan, eða í 18 ár, og hefur hann sjald-
an verið betri en nú. Aðspurður sagði Birgir, að hann væri ekkert að
hugsa um að hætta, og hefði enga ákvörðun tekiö um það. „Það er hart,
að þurfa nó að hætta, þegar loks er að koma iþróttahús í Hafnarfirðl",
sagði hann. Fyrir leikinn við FH voru honuin fæið blóin frá félögum sin-
um, og einnig frá ÍR-ingum.
Þær eru
Fyrir leikinn milli Fram og
Vals í 1. deild kvenna, færði
formaður handknattleiksdeild
ar Fram, Ólafur Jónsson, þeim
Sylvíu Hallsteinsdóttur og Jón
ínu Jónsdóttur, blómvendi og
kyssti þær rembingskoss á kinn
ina.
Ástæðan fyrir þessari blóma
fórn og kossum var sú, að þetta
var þeirra síðasti leikur í hand
knattleik, og fáum við nú
aldrei að sjá þessar stjörnur
leika framar.
Þær hófu báðar mjög ungar
hættar!
að leika með FH og léku sinn
fyrsta meistaraflokksleik árið
1960. Þegar handknattleikur
kvenna lagðist niður hjá FH
um 1966. gengu þær báðar í
Fram og hafa leikið með 1.
deildarliði Fram síðan. Hafa
þær eins og í FH, verið stoð
og stytta liðsins, og er þetta
því mikil blóðtaka fyrir félag
ið og íslenzkan handknattleik.
Þær hafa báðar leikið 12
sinnum í landsliði, og var
Sylvía fyrirliði liðsins á síðasta
Norðurlandamóti. — klp.
Valsstúlkurnar náðu
meistaratitlinum aftur
klp—Reykjavík.
Það var mikill spenningur í
loftinu, þegar Fram og Valur
mættust í úrslitaleiknum í 1.
deild kvenna í handknattleik í
Laugardalshöllinni á sunnudag-
inn. Bæði liðin voru með fyrir
þann leik, 16 stig og voru þetta
hrein úrslit. því þetta var síðasti
leikur beggja liða í mótinu.
Leikurinn var til að byrja með
vandræðalegur, því taugarnar
voru ekki í sem beztu lagi hjá
stúlkunum. Sigrún Guðmundsdótt
ir kom Val á bragðið með fyrsta
markinu, en hin skotharða Oddný
Sigsteinsdóttir jafnaði og kom
Fram yfir 2:1. Valsstúlkurnar
jöfnuðu og komust yfir 4:3 fyrir
hálfleik, og síðan 5:3 í byrjun
þess síðari. Sylvía Hallsteinsdótt
ir minnkaði bilið í 5:4 og var þá
leikurinn opinn og allt gat gerzt.
En það sem gerðist var, að Fram
Iiðið brotnaði og Valsstúlkurnar
effdust og þær gerðu út um leik
inn með því að komast í 7:4, en
lokatölurnar urðu 8:5 fyrir Val.
Var það sanngjarn sigur, því
Valsliðið var ákveðnara og betra,
sérstaklega í síðari hálfleik. Fram
liðið lék betur með boltann. en
alla ógnun og kraft vantaði í
sóknina.
Það er dæmigert fyrir hand
knattleik kvenna á ísl. að „þær
gömlu“ voru áberandi beztar í
báðum liðum. En þar sem hér er
um að ræða kvenfólk — sleppum
\ið því að nefna nokkur nöfn!!!
Önnur úrslit í 1 deild kvenna
urðu þau, að Ármann sigraði Vík
ing 11:10 oS Njarðvík KR 14:11.
Bæði Ármann og Njarðvík eru
með 9 sti-g — 7 stigum á eftir
efstu liðunum tveim en Ármann
nær 3ja sætinu á hagstæðari
markatölu, en þar munar aðeins
broti.
Árangur Njarðvíkurliðsins er
mjög góður, en þetta er í fyrsta
skipti sem liðið leikur í 1. deild
og sannaði það að þáð á heima
þar. Lið Ármanns var einna
skemmtilegasta liðið í þessu móti,
og á mikla framtíð fyrir sér. En
Víkingsliðið olli nokkrum von-
brigðum, eftir hinn góða árangur
í Reykjavíkurmótinu. KR yfirgef
ur nú 1. deild en það hlaut aðeins
1 stig. Segir það ekki alveg sína
sögu, eins og með Víking í 1.
deild karla — liðið tapaði mörg
um leikjum með 1 til 2 mörkum.
__________________________
Skólakeppnin í
knattspyrnu
Einn leikur var leikinn í Skóla
mótinu í knattspyrnu á laugardag
inn. Menntaskólinn við Hamra-
hlíð sigraði Háskólann 1:0, og
var það fyrsta tap Háskólans í
þessari keppni.
Leikur Kennaraskólans og
Menntaskólans í Reykjavík féll
niður. en það lið, sem tapar þeim
leik er úr keppninni. Liðin 3, sem
þá verða eftir, eru öll með 1 tap,
svo síðustu leikirnir verða örugg
lega spennandi.