Tíminn - 23.03.1971, Blaðsíða 7
MMÐJUDAGUR 23. marz 1971
sið nota hana rétt. Þetta er til-
ganguir og verksvi'ð þessarar
tæknifullkomniu stöðvar og
þeirra stofnana, sem um hana
yrðu að rísa og kemur ekki
nærri neinu því, er íslenzka
Ríkisútvarpið lætur sig skipta
sem slíkt, eða neinar aðrar út-
varpsstöðvar um víða veröld, á
þann hátt eða í þeirri stærð og
víðfeðmi, sem hér um ræðir, og
er aðeins einn liður í stórri
heild og þarf að hasla völl
á þeim stað á jörðinni, sem hún
nær beztum og öruggustum
árangri.
Ég hefi haldið því fram, hvar
sem ég hef komið því við, að
á ÍSLANDI væri ákjósanleg-
asti staðurinn fyrir þessa stofn-
un.
Það fór ekki á milli mála
strax á þinginu í Detroit, a@ það
vaknaði áhugi á fjölmiðlunar-
stöðmni. Nokkrir menn ræddu
þetta við mig á þinginu og töldu
þetta afbragðshugmynd. Amer-
ískuy biskup sagði við mig: „Og
þetta kemur frá ÍSLANDI."
Mér þótti þetta „ekki nógu
gott“ (reykvískt máltæki í dag),
var í Ameríku og sagði: „Leif-
ur Eiríksson kom líka frá ís-
landi.“ En sleppum gamni.
Ég hef oft verið spurður,
hvort ég óttist ekki að einhverj-
ir hryndi þessu í framkvæmd í
einhverju ö'ðru landi og þakki
sér svo hugmyndina líka. —
Því get ég ekki svarað, en slíkt
þekkir maður úr viðskiptaheim-
inum. Hér horfir allt öðru vísi
við. í fyrsta lagi hleypur nú
Séra HENRY E. COREY
Ritstjóri AMERICA IS.
enginn að því að framkvæma
þetta, svo má minna á gamalt
máltæki, „að, það sé sama hvað-
an gott kemur“, en óneitanlega
væri mér ekki sama um fjöl-
miðlunarstöðina, því hún er í
raun og veru það, sem sentral-
íserar alla aðra þætti þessarar
miklu áætlunar, og henni er
hægt að koma upp á mjög stutt-
um tíma. Þar kemur ekkert til
greina nema tækni og peningar.
Allt hitt — hin mikla MENN-
INGAR-HEIMSBORG, verður
að þróast á óralöngum tíma, en
sá aðili, sem kæmi f jölmiðlunar-
■Hans heilaglelki KIRPAL SINGH
JIMAHARAJ
stöðinni upp, hefði möguleika
á sambandi við allt mannkyn,
og hún er í raun og veru eini
möguleikinn til alð koma um-
ræddu heknssambandi á. Hún
yrði lykillinn að menningar-
birgðum heimsins, vexti þeirra
og dreifingu.
Ég held, að því hafi verið
slegið föstu af aðilum, sem telj-
ast hafa þó nokkra mögul. til
réttláts mats, að hugmynd mín
um uppbyggingu HEIMSSAM-
BANDS úr kjarna þeirra fé-
laga og stofnana, sem víðsvegar
um jörðina vinna í alvöru að
friði og mannúð á grundvelli
félagslegrar, heimspekilegrar,
trúarlegrar og vísindalegrar
þróunar, taki tæknina til þess
ýtrasta í þjónustu sína, eins og
ég legg sérstaka áherzlu á og
tel höfuðskilyrði, sé sú gagn-
gerðasta hugmynd, sem fram
hefir komið til stórstígari og
fljótvirkari þróunar en áður, —
að því háa marki MANNKYNS-
DRAUMSINS um. að á jörðinni
ríki réttlæt: og friður í anda
þess siðgæðis er oddvitar mann-
anna á jörðinni hafa um þús-
undir ára tileinkað mannkyn-
inu öllu, en sem svo hrapallega
hefir verið vanrækt að gera að
veruleika, og því hafa mér bor-
izt svo margar hlýjar kveðjur
og uppörvanir frá ótal aðilum
— allt frá því að ég fyrir nærri
10 árum fór af stað með þessa
hugmynd.
Það var árið 1962, að ég hóf
að rita um þessa menningar-
og fjölmiðlunarmiðstöð — HA-
BORG ANDLEGRAR MENN-
INGAR — í sérprentaðri rit-
gerð, er ég kallaði SAMEIN-
AÐ MANNKYN, og sendi þá
strax inn á Alþingi í jafnmörg-
um eintökum og alþingismenn
eru margir. Það var þegar frum-
varpið um almannavamir var
til afgreiðslu.
Ég skal játa, að ég hef ekki
fylgt þessu eftir hér heima, en
meira á erlendum vettvangi. Ég
fann, að það var meira tekið
TÍMÍNN
eftlr því þar, og svo telur mað-
ur sér trú um að „það verði
enginn spámaður í sínu föður-
landi“. En það þarf ekki að
vera ástæðan, heldur hitt, að
við höfum það svo gott í okk-
ar landi, að okkur gleymist,
hvaið aðrar þjóðir verða að þola,
og okkur finnst ekki mikil
ástæða til að breyta heiminum.
Við glötum ekki æsku okkar á
blóðvöllum stríðand þjóða, við
líðum ekki hungur — ekki leng-
ur — við þekkjum ekki aum-
ustu hliðar mannlífsins og þjóð-
félagslegan vanda í sinni svört-
ustu mynd, af eigin raun. Við
sofum of fast þegar aðrir vaka
og þjást. Vanmáttarkenndin
firrir okkur sýn, mætti og þori;
við teljum okkur svo lítilsmegn-
uga, óminnugir þess, að það er
ekki mergð manna, sem hefir
skapað mannkynssöguna. Það
mætti næstum telja þá á fingr-
um sér. Það þarf ekki milljóna-
þjóðirnar til að skapa háþró-
aða menningu. Þær eru kannski
ólíklegastar til þess. Til þess
þarf siðgæði, þor og sterkan
vilja, örlítils hluta af mergð-
inni. Misfellur mannlífsins og
þjóðfélagslegur vandi liggur
ekki í takmörkunum þess, sem
mögulegt er að gera, heldur í
því, hvaða viðfangsefni eru val-
in. Dæmin um þetta liggja við
fætur okkar í lifnaðarháttum
okkar, lífsvenjum, sem eyða
lífsmagni og heilsu, í stað þess
að velja það, er veitir heil-
brigði og hreysti.
SRI T. S. KHANNA
„Kirpal Bhavan", U.S.A.
Ég sendi útdrátt úr erind-
inu sem ég sendi Alþingi til
tveggja tímarita erlendis, sem
bæði birtu hann, áður búinn
að senda þessum tímaritum
greinar um hásipekileg (meta-
physics) viðhorf sem allar
voru birtar. Þannie byrjaði ég
áróðurinn fyrir 10 árum á er-
lendum vettvangi fyrir FJÖL-
MIÐLUN AR-STOFNUNINNI —
OG HÁBORG ANDLEGRAR
MENNINGAR á íslandi.
Þegar ég hefi verið inntur
eftir því, hvort það sé af rækt
arsemi við föðurlandið, að ég
hafi þetta sjónarmið, þá kann-
ast ég ekki við, að það ráði
úrslitum. í ritgerð sem bráð-
lega kemur í amerísku tíma-
riti eftir mig um ísland renni
ég allsterkum stoðum undir bá
skoðun, að á íslandi séu hag-
stæðustu skilyrðin. Þótt ég sé
að sjáUsógðu veikur fyrir þeirri
göfugu „brúði“ sem kölluð er
föðurlandsást, þá vildi ég þó
ógjaman láta hana skera úr
um afstöðu mína til mkilsvarð-
andi mála, ef vafasamt væri
að hún gæti samrýmzt þeim.
Því verður ekki á móti mælt,
að djúpir skuggar og margir
hafa fallið á þá fögru ,,lafði“
í hvers nafni svo margir glæpir
mannkynssögunnar hafa verið
framdir, og kannski of sjaldan
að því gáð, að það er aðeins
ein hjörð. sem byggir þessa
jörð. og einn og einn sem
hjörðin öll. til jafnréttis bor-
inn, en svo aftur of gert —
eða á röngum forsendum —
þegar mannúðarhverir Norður
landaþjóðanna taka að gjósa
t.d. í kynþáttamálum sem þær
bera of lítið skynbragð á »g
hálfgerðri opnun innstreymis
hinna óskyldustu kynflokka og
þjóðerna til okkar litla þjóðfé-
lags. —
Mannúðin og föðurlandsást-
in þessar björtu dætur Guð-
anna skarta fegurst og ávinnst
mest þegar þær eru heimasæt-
ur vitsmunanna. Gangi þær til-
finningunum á hönd, getur
brugðið til beggja vona.
Þótt ég tali og skrifi um sam
einað mannkyn, þá á ég ekki
við það, að öllu sé hrært í einn
graut. Skipulag vitsmuna
manna verður um aldir að
brúa það bil sem er milli hinna
óskyldustu kynstofna, þjóða
og þjóðabrota og aðeins há-
þróuð menning getur samræmt,
en það sem er aðkallandi er, að
rétti og möguleikum mannanna
til lífsins sé sem bezt jafnað.
að heimsalda andúðar og gagn
rýni rísi gegn mannréttinda-
brotum, valdasjúkra stjómmála
manna, á hverjum sem þau
bitna.Til þess að sú alda brotni
á sökudólgunum. þarf tæki,
sem gefur henni möguleika til
að hrynja með þeim þunga að
óréttlætið fái ekki rönd við
reist. Þetta tæki er hin marg
umtalaða fjölmiðlunarstofnun,
sem gæti kallað inn í hvert ein
asta eyra um hnattbyggðina
alla. nöfn, stöðu og þjóðemi
þeirra, er beittu valdi sínu og
mætti til að kúga og misþyrma
jafnvel heilum þjóðum. í um-
ræddri MENNINGARSTOFN-
UN, þar og hvergi annars stað
ar yrði rödd og tunga, máttur
og vilji þess valds, er eytt gæti
sundmng, og alið upp á braut
aldanna og þúsunda kynslóða
þroskað og farsælt mannkyn.
Ég hefi ekki.enn sótt um
leyfi fyrir Útvarpsstöðinni,
ekki þannig að svars sé að
vænta, það þarf meiri undir
búning, því mér má ekki hafa
borizt synjun, áður en ég er
kominn lengra, annars get ég
tæplega skilið að til slíks gæti
komið, þegar málið liggur nógu
skýrt fyrir.
Ég fer því ekki á stað með
það við þing eða stjórn hér,
fyrr en öll rök hníga að bví,
að úr framkvæmdum geti orð
ið og fyrirsjáanlegur þjóðar
hagur, enda xyti stöðin íslenzk
um lögum og þeim reglum er
alþingi og ríkisstjórn settu
henni.
Oft er ég spurður um hvaða
efni við íslendingar getum lagt
til svo háþróaðrar menningar
stofnunar.
Það væri nú ekkert smáræð
is efni sem við legðum fram
með því að leggja til landrými
fyrir hana, en ég veit að það
er átt við hið andlega og menn
ingarlega efni.
Við eigum menningu í
stærri stíl en flestar ef efcki
allar þjóðir heims, sem sam
svarar þeim markmiðum sem
umrædd MENNINGARSTOFN
UN stefnir fyrst og fremst að,
sem sé virðingu fyrir mannin
um. mannréttindum — frelsi
og friði. Þetta er innsti kjarn-
inn í ísl. þjóðarsál. Við nöf-
um vitsmuni, manndóm os
menn til að gróðursetja og
rækta þennan kjarna í menn
ingarmeiðum annarra þjóða,
þegar skilyrði hafa skapazt.
Ef við sláum upp peninga
Dr. DONALD CURTIS
Stofnandi og framkvæmdastjóri
Seience of Mind Church, Dallas,
Texas, U.S.A.
hliðinni á þessu máli, þá skín
hún sem skíra gull.
Hvílíkt stökk yrði það ekki
ef menningarstofnun sú er hér
hefir verið rætt um, risi hér.
í landinu sem svo margir
hyggja að eskimóar byggi.
Heimsveldafundir yrðu haldn
ir hér, og óslitinn, þungur
straumur ferðamanna myndi
ligfija til landsins. Ein stofn
un sem ég hefi ekki minnzt
á opinberlega ætti að rísa hér,
ég hefi sett þá hugmynd fram
í byrjunarstefnuskrá er ég
hefi sett saman um umrætt
HEEMSSAMBAND og orða
það svo í nefndri stefnuskrá:
„Að beita sér fyrir stofnun
háskóla helztu menningarþjóða
heims. HEIMSHÁSKÓLA. sem
vinnur að gagngerðri menntun
stjórnmiálamanna, er byggð sé
á heimspeki og kjarna háþró-
uðustu trúarbragða heims, til
þess að djúpstæð þekking á
grundvallaratriðum siðgæðis
verði þau sjónarmið, sem heim
inum verði stjórnað eftir“.
Stofnun slíks háskóla er eitt
af mest aðkallandi málum
Einn af fulltrúum ungu kynslóð-
arinnar á þingi S-U-N sl. vor.
mannkynsins í dag. Hvernig
getur vel farið þegar þjóðum
er stjórnað af mönnum sem
eru á þroskastigi allt niður í
mannætur? Þó eru þeir ekki
hættulegastir, heldur eru það
leiðtogar stærstu menningar-
þjóðanna, sem mannkyni
ógna.
Risi háborg andlegrar menn
ingar a íslandi. þá yrði bað
sú mesta hamingja sem nokk
urri þjóð hefði nokkru sinni
fallið í skaut. — fyrsti friðaði
reiturinn á þessari jörð, því
þar sem mannkynið allt ætti
sitt „ÓÐAL“ í andlegri og
veraldlegri forsjá yrðu herfor-
Framhald á bls. 17