Tíminn - 23.03.1971, Blaðsíða 12
Loðnuaflinn
180 þúsund
lestir
Gísli Árni með
nær 6 þús. lestir
OÓ—Reykjavík, mánudag.
í skýrslu Fiskifélagsins segir að
í síðustu viku hafi 53 skip land
að loðnuafla, samtals 13,142 lest
um. Á sunnudagskvöld var heild
araflinn orðinn 180,836 lestir, og
er gert ráð fyrir að aflaverðmæti
úr sjó nemi um 232 millj. kr.
Heildaraflinn er nú orðinn um
40 þúsund lestum meiri en á
sama tíma í fyrra. Á allri vertíð
inni þá veiddust um 190 þúsund
lestir af loðnu. Um helgina var
ekki veiðiveður fyrir loðnuveiði
skipin, en í dag fóru mörg þeirra
á sjó og héldu á miðin út af
Reykjanesi. Ekkert var farið að
fréttast um afla í kvöld.
Aflahæsti báturinn á vertíðinni
er nú Gísli Ámi og hefur fengið
5968 lestir. Nœst er Eldborg með
5913 lestir. Aðrir bátar sem fisk
að hafa yfir 5000 lestir eru Örn
5151 lest, Óskar Magnússon
5080 léstir, og Örfirisey 5073 lest
ir.
Loðnu héfur verið landað á 18
stöðum á þessari vertíð. Þeir eru:
; 1 '• ■ ' • . lestir.
Séyðisfjörður 2.466
Néskaupstáður 12.202
ESkifjörður 10.003
Reyðarfjörður 208
Fáskrúðsfjörður 3.687
Stöðvarfjörður 3.061
Breiðdalsvík 610
H'ramhald á bls 22
AUSTUR-HÚNA
VATNSSÝSLA
Aðalfundur Framsóknarfélags
Austur-Húnavatnssýslu verður
haldinn föstudaginn 26. marz að
Hótel Blönduósi og hefst kl. 9.
Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfund
arstörf. 2. Kosning fulltrúa á
flokksþing Framsóknarflokksins.
3. Stjórnmálaumræður. Frambjóð
éndur flokksins í kjördæminu
mæta á fundinum.
Stjómin.
BORGARFJARÐ
ARSÝSLA
Framsóknarfélag Borgarfjarðar-
sýslu heldur fund að Brún í
Bæjarsveit, laugardaginn 27. marz
kl. 2. Fundarefni: 1. Ásgeir
Bjarnason, alþingismaður, og
Alexander Stefánsson. oddviti,
flytja ávörp. 2. kosning fulltrúa á
'flokksþing Framsóknarflokksins.
3. Önnur mál.
Alexander Ásgeir
Tvær flugfreyjur Loftleiöa, Ester Magnúsdóttir og Erna Hrólfsdóttir, í nýja
flugfreyjubúningnum, sem framleiddur er r Módel Magasín.
FLUGFREYJUR í
SJ—Reykjavík, mánudag.
Þann 1. apríl hefst sumaráætl
un Loftleiða og þá taka flugfreyj
ur félagsins í notkun nýja einkenn
isbúninga.
Jón Þórisson hjá Módel Maga
sín hefur hannað nýja búninginn,
sem gefur talsverða möguleika til
breytinga. Búningnum tilheyra
pils, stuttur jakki, síðbuxur, skokk
ur, blússa og svunta auk kápu.
Flugfreyjurnar geta valið á milli
búnings í ljósdrapp- eða blá-
grænum lit, en nota stígvél, skó,
tösku og hanzka í hinum litnum.
Flugfreyjubúningur Loftleiða hef
ur verið í hefðbundnum stíl og
með svipuðu sniði í 27 ár. Höfund
ur nýja búningsins kvaðst hafa
lagt áherzlu á að hafa hann ein-
faldan og hentugan en um leið
nýtízkulegan.
Þotuflug Loftleiða frá Luxem-
burg til New York með viðkomu
í Reykjavík hefur undanfarið ver
ið á hverjum degi. Um miðjan
maí verður þessum ferðum fjölg-
að um helming og verða tvisvar
á dag, eða 14 sinnum í viku. í
3 og hálfan mánuð í sumar verð
ur ferðum þessum enn fjölgað um
fjórar í viku og verða þá 18. en
um háannatímann verður þotu-
flugið að meðaltali þrisvar á dag
eða 21 ferð í viku. j
Um mánaðamótin verður Norð i
urlandaflug Loftleiða þrisvar í
viku í stað tvisvar nú, Reykja
vík, Osló, Gautaborg, Kaup-
Fratnhald a ols 22
Um 70 manns
á búfjárrækt-
arráðstefnu BÍ
KJ—Reykjavík, mánudag.
í dag hófst í Bændahöllinni í
Reykjavík búfjárræktarráðstefna
Búnaðarfélags íslands, og er
þetta í fyrsta skipti sem félagið
efnir til sérstakrar búfjárræktar
ráðstefnu. Ráðstefnan var sett af
nýkjörnum formanni Búnaðarfé
iags íslands, Ásgeiri Bjarnasvni í
Ásgarði, en ráðstefnan mun standa
út þessa viku.
Á eftir ávarpsorðum Ásgeirs
Bjarnasonar, flutti Halldór Páls
son búnaðarmálastjóri. yfirlitser
indi um stefnu Búnaðarfélagsins i
sauðfjárrækt, en ráðstefnan fjall
ar að mestum hluta um sauðfjár
rækt. Þá flutti Árni G. Péturs
son sauðfjárræktarráðunautur er
indi um stöðu sauðfjárræktarinn
ar í dag, og Sveinn Hallgrímsson
sauðfjárræktarráðunautur talaði
um árangur sauðfjárræktarfélag
anna. Þá talaði dr. Stefán Aðal-
steinsson um kynbætur sauðfjár
ins með tilliti til ullar og gæra.
Búfjárræktarráðstefnuna sækja
allir héraðsráðunautar Búnaðar-
félagsins, svo og sérgreinaráðu-
nautar þess, auk sérfræðinga
Ralb. (Rannsóknarstofnunar land
búnaðarins) i búfjárrækt og bú-
fjárræktarkennarar bændaskól-
anna og fleiri, eða alls um 70
manns.
Undanfarið hafa oftast verið
baldnar annað hvert ár alhliða
ráðstefnur með þessum aðilum, en
í fyrra var brugðið út af þeirri
reglu, og haldin sérstök kalráð
stefna. Ráðstefnan núna er hald
in í framhaidi af ályktun Bún
aðarþings í fyrra, sem kvað á um
það. að æskilegt væri að marka
betur stefnuna í sauðfjárrækt.
Vísindamenn sem áð þessum mál
um starfa miðla þarna þekkingu
sinni til ráðunautanna, sem síðan
miðla þekkingunni til bændanna
út um byggðir landsins.
Pétur Áskelsson
GuSfinnur Sveinsson
TALDIR AF
Leit er nú hætt að rækjuveiði
bátnum Víkingi, sem hvarf s.l.
miðvikudag á Húnaflóa. Tveir
menn fórust _með bátnum. Þeir
vorú Pétur Áskelsson, formaður,
54 ára að aldri. Hann lætur eftir
sig konu og níu börn, flest upp
komin. Hinn maðurinn var Guð
finnur Sveinsson. hann var kvænt
ur og átti eitt barn og tvö stjúp
börn. Báðir mennirnir voru frá
Hólmavík.
Hans G. Andersen á undirbúningsfundi hafréttar-
ráSstefnunnar:
Strandríki ákveði sjálf
fiskveiðilögsögu sína
EJ—Reykjavík, mánudag.
16. marz s.l. var haldinn undir-
búningsfundur að þriðju hafrétt-
arráðstefnunni í Genf og flutti
Hans G. Andersen. sendiherra,
þar ræðu, þar sem hann skýrði
sjónarmið ríkisstjórnarinnar í
þeim málum, sem einkum verður
I um fjallað, og þá sérstaklega
varðandi fiskveiðilögsöguna.
í ræðu sinni benti hann á yfir-
lýsingu ríkisstjórnar íslands frá
5. maí 1952, en þar er bent á, að
ríkisstjórnin telji sér rétt og skylt
„að gera allar nauosynlegar ráð-
stafanir á eínhliðagrundvelli11 til
að vernda auðiindir hafsins. og að
rétt sé ,,að meta hvert tilvik fyrir
sig, og að strandríki geti innan
sanngjarnrar fjariægðar undan
ströndum ákveðið nauðsynlegar
ráðstafanir til að vernda fiskimið-
in með hliðsjón af efnahagslegum,
1 ndfræðilegum, líffræðilegum og
öðrum sjónarmiðum, sem þýðingu
hafa."
Síðan sagði hann m. a. eftirfar
andi:
„Það er bjargföst sannfæring
vor, að strandríkið verði sjálft að
meta livert tilvik á grundvelli of-
angreindra sjónarmiða. Slíkt mat
leiðir til mismunandi niðurstöðu í
ýmsum tilvikum. Þannig telja sum
ríki, að 12 mílna fiskveiðitakmörk
séu fuilnægjandi fyrir þau. Önn-
ur ríki álíta, að þeir lífshagsmun-
ir sem um er að ræða hjá þeim,
séu ekki nægilega verndaðir með
þessum hætti. au atriði,_ sem
þýðingu hafa í þessu efni á íslandi
mundu miðast við endimörk land-
grunnsins á 400 metra dýpi, sem
á sumum svæðum eru 60—70 míl-
ur frá sLcndum. Önnur ríki þarfn
ast enn mcira og strandríkið verð
ur sjálft að ákveða takmörkin á
grundvelli raunhæfs mats á að-
stæðum á staðnum. Landgrunns-
lögin íslenzku fr." 1948 eru byggð
á þessu sjónarmiði.
Öll þessi atriði verða að sjálf-
sögðu tekin til meðferðar í þeim
umræðum, sem nú standa fyrir
dyrum. Því hefur stundum verið
haldið fram, að hið almenna há-
mark beri að miða við 12 mílur
og að víðtækar kröfur skuli taka
til mcðforðar grundvelli svæðis-
lausnar með samkomulagi hlutað-
eigandi þjóða. Ég væri ekki hrein-
B'ramhald á bls. 22