Tíminn - 08.04.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.04.1971, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUIt 8. apríl 1971 TlMINN 3 ---------*. Ofboðslaun ekki skert Þórbergur ÞórSarson Þriðja útgáfa af íslenzkum aðli komin út IGÞ—Reykjavík, þriðjudag. Komin er út hjá Máli og menn ingu þriðja útgáfa af íslenzkum aðli Þórbergs Þórðarsonar. Á kápn er teikning af meistaranum gerð af Sverri Haraldssyni. — Is- lenzkur aðall kom fyrst út árið 1938. Önnur útgáfa kom 1959. Þessi bók Þórbergs mun hafa orðið víðfrœgust bóka hans, þar sem hún hefur verið þýdd á er- lendar tungur. Má undarlegt kalla, að fleiri bækur hans skuli ekki hafa verið þýddar, þegar haft er í huga, að Þórbergur er engum ima-nni likur sem rithöfundur, og ber hátt í samtíð sinni. Þessi þriðja útgáfa af íslenzkum aðli mun eflaust leiða til nýrra kynna af höfuodi, einkum un>gs fólks. Þeir aðalsmenn sem hann fjahar um í verkinu, eru víst flestír gengnir, en þeir lifa samt í þessu verki, sem er ríkt af minnum og þeirri spaugsemi, sem Þórbergi er einum lagið. í bók inni segir frá ýmsum atvikum, sem eru nú orðin einskonar part ur af þjóðarsögunni, svo sem ferðin í Vaglaskóg og deilan á hlaðinu á Skógum, að ógleymdu ástarljóði á tímnubotni, sem ort var við innvortis hræringar eitt síldarkvöld á Höefners-bryggju á Akureyri. Þjóðartekjur Framhald af bls. 16. því, að heildarútlánaaukning á þessu ári fari ekki fram úr 12%, en það er mat hennar, að slík út- lánaaukning sé í samræmi við marbmið verðstöðvunarinnar. f öðru lagi er mikil hætta á því, að menn mikli fyrir sér þau vandamál er við taki, þegar verð stöðvuninni lýkur. Vilja sumir jafnvel þegar gera því skóna, að þá sé óumflýjanleg ný verðbólgu alda og jafnvel gengislækkun. Tel óg ástæðu til að vara ein- dregið við slíkum hugsunarhættí. Náttúruvernd Framhald af bls. 2. Steinþórsson, fyrrverandi búnað- armálastjóri og Ingólfur Davíðs- son, grasafræðingur. Þrátt fyrir lítil fjárráð og þar af leiðandi takmarkaða starfsmögu leika fagnar ráðið vaxandi áhuga almennings í landinu á náttúru vernd, svo og þeim áhuga, sem Al- þingi hefur sýnt með samþykkt nýrra laga um náttúruvemd. Þessi lög era snor í rétta átt enda þótt þau fuilnægi ekki óskum nátt úruvcndarmanna að öllu leytí. Framhaid af bls 1 við gerð kjarasamninganna hefði ekki verið tekið tillit til annarra hluta, en þess eins, hvers eðlis starfið væri og hvar í launa- Þingslit Framhald af bls. 1 son. Sem varamenn voru kosnir: Þorkell Bjarnason, Steinþór Gests son og Emanúel Morthens. Þá var kosin 5 manna milliþinga nefnd um verknáms- og þjónustu Skyldu ungmenna, skv. þingsálykt unartill. um það efni er samþykkt var á þinginu. í nefndina vora kosnir: Hafsteinn Þorvaldsson, Jónas Pétursson, Skúli Miiller, Guðmundur Magnússon og Sigurð ur Magnússon. Að lokum var Skúli Þórðarson verkamaður Akranesi, kosinn vara maður í bankaráð Útvegsbanka íslands til ársloka 1972 vegna frá falls Hálfdáns Sveinssonar. I ræðu sinni um þingstörfin minntíst Birgir Finnsson þeirra fjögurra þingmanna sem sæti áttu á Alþingi við upphaf þessa kjörtímabils, en horfið hafa úr hópi þingmanna, en þeir voru: Bjami Benediktsson forsætisráð- herra er lézt 10. júlí s. L Pétur Benediktsson, banfcastjóri, sem lézt 29. júní 1969. Skúli Guð- mundsson, fyrrverandi kaupfélags stjóri og ráðherra, sem lézt 5. okt. 1969 og Sigurður Bjarnason, sem s. 1. ár tók við stöðu sendi herra í Danmörku. kerfinu væri eðlilegt að hafa það. Þar sem um veru- legar launabreytingar hefði verið að ræða, væri eðlilegt að spurn- ingar kæmu upp varðandi um- rædd sérstök hlunnindi. Ákvæði væri í samningunum, er gerði ráð fyrir því, að heimilt væri, ef menn hefðu sérstök fríðindi — sem sérstaklega ætti við um inn- heimtumenn ríkissjóðs er launað- ir væru með sérstakri innheimtu- þóknun — að liækka ekki launin eftir kjarasamninga nema inn- heimtuþóknanirnar yrðu færðar niður. Með liliðsjón af þessari for sendu mætti segja að ekki væri beinlínis tekið tillit til þess hvaða embættismenn hefðu haft bifreið- ar eða ekki, þ.e. laun mannanna væra metin eftir þeirri ábyrgð og menntun er starf þeirra krefð- ist. Hins vegar hefðu viðkomandi embættismenn fengið bifreiðar- missinn að einhverju leyti bætt- an í hærri launum. Ráðherrann gat þess um leið að allar ríkis- bifreiðar er til einkaafnota vora, hefðu nú verið seldar, en sagði síðan það vera annað mál, að ýmsir hefðu fengið bif- reiðastyrki, en ekki bifreiðar. f sambandi við kjarasamningana og með hliðsjón af því ákvæði þeirra að rétt væri að taka tillit til sérstakra hlunninda, væri nú ákveðið að hinn sérstaki bílasamn ingur um afnot bifreiða sem umfram væri eðlilega aksturs- þörf í þágu embættisins, yrði end urskoðaður með þeim hætti, að það félli niður í sömu áföngum og hlutföllum og gildisákvæði samninganna segðu til um að laun skyldu hækka. Þannig myndi það á þrem árum vera komið niður í það sem talið væri vafa laus akstursþörf í þágu starfs. Að lokum sagði ráðherrann varðandi fyrstu spurninguna að reglurnar hefðu verið birtar í Stjórnartíð indum og Lögbirtingablaðinu. Sem svar við 2. spurningunni sagði ráðherrann að það lægi í augum uppi að ekki væri hægt að banna ríkisstarfsmönnum að taka áð sér nefndastörf eða önn- ur störf, ef þeir skiluðu umsam inni 40 st. vinnuskyldu sinni Viku hverja. Þá sagði ráðherrann að gerðar hefðu verið ráðstafanir til þess að tekið yrði fyrir alla auka- og yfirvinnu hjá þeim stofnunum, þar sem ekki væri brýn nauðsyn að vinna hana. Varðandi 3. spurninguna sagði ráðherrann m. a.: — Það er ekki beinlínis gert ráð fyrir, a'ð þessi innheimtulaun falli niður. En það var gert ráð fyrir, að það væri heimilt að taka tillit til þessara innheimtulauna, sem hvorki var gert, þegar bæjarfóget ar eða innheimtumenn ríkissjóðs voru flokkaðir, hvorki samkvæmt launalögunum 1955 né samkvæmt kjaradómi 1963 og kjaradómi 1967. — Það er í fyrsta sinn við þenn an samstarfssamning nú, sem gert er ráð fyrir að megi taka tillit til þessa. Það er hins vegar mikið starf að gera sér grein fyrir þessu 0£ með hvaða hætti þetta skuli gert, vegna þess að innheimtu- menn ríkissjóðs hafa margvísleg innheimtulaun fyrir innhcimtu- skatta ríkissjóðs. Þeir hafa auk þess samningsbundin innheimtu- laun við Tryggingarstofnun ríkis ins, sem er þeirra sérstaki samn ingur við Tryggingarstofnunina.Og þeir hafa lögum samkvæmt sér- stakar prósentur, 6% fyrir t.d. að innheimta sóknargjöld. Þetta er flókið mál, en það er ætlunin að þetta hafi gengið nokkuð treg lega og nú fyrir tveim dögum fékk ég heimsókn frá stjórn félags skapar þeirra, þar sem kvartað er undan því að ráðuneytið borgaði enn þá þessum innheimtumönnum gömlu launin. Sagð? étt héraðs- dómurunum að það yrði gert þar til komið hefði eðlilegur skikki á þessi innhcimtulaun. En hvort þau verða felld niður eða ekki. þori ég ekki að segja um. Varðandi 4. spurninguna sagði ráðherrann, að það hefði verið ríkisskattanefndin sem heimilaði innheimtumönnunum að draga 25% frá innheimtulaunum sínum undan skatti. Það væri ríkisskatta nefndin sem skæri úr um slíka hluti, en ekki fjármálaráðuneytið og ekki heldur á valdi ráðu- neytisins að géra slíkt. Varðandi 5. spurninguna sagði ráðherra m. a. að síðan launa- deildinni hefði verið komið á lagg irnar, hefði verið reynt að koma kerfisbundnu skipulagi á allar launagreiðslur. Hins vegar ef t. d. menn væru ráðnir til ákveðinna starfa hjá öðrum ráðuneytum fengju þau ákveðnar fjárveitingar til þessara starfa, en ákvæðu síð- an sjálf hvaða laun viðkomandi starfsmenn fengju. Varðandi 6. spurninguna sagði ráðherrann m. a. að ágreiningur hefði orðið milli utanríkisráðu- neytisins og fjármálaráðuneytisins uim sérstakar brúttóþóknanir til sölustjórans, en utanríkisráðherra hefði þetta mál nú til „sérstakrar meðferðar." afgreiðslu BEKAERT Skrúðgarðanet Túngirðinganet Iðnaðarnet hyggingar- svæði og leikvelli Gaddavír 3 sverleikar Girðingarstaurar Girðingarlykkjur Byggingarvörusalaj 6randavegsimi22648

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.