Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 1
BLAÐ II — Sunnudagur 18. apríl 1971 — Blómlegt atvinnulíf er forsenda bættra lífskjara og undirstaða framfara á öðrum sviðum Góðir fulltrúar og gestir. Hvað vill Framsóknarflokkur inn og hvernig er sú þjóðfélags- og þjóðlífsmynd, sem hann vill stefna að? Þeirri spurningu á þetta flokksþing að svara. Og svar þess á að vera þannig, að það sé hverjum manni auðskii- ið, hitti í mark og snerti réttan streng í brjósti framfarasinn- aðra manna. Það er mikið verk efni og eigi vandalaust. Sú er þó bót í máli, að þetta þing kemur ekki að óplægðum akri eða óskrifuðu blaði. Það hefur á góðum grunni að byggja — stefnu og starfssögu Framsókn- arflokksins í meira en fimmtíu ár. Sú ságá _og það starf ber vitni um vilja Framsóknar- flokksins og stefnu. Þar tala verkin. Heimildir úrlausnarinn ar eru því tiltækar. Vandi flokksþingsins verður því minni en í fljótu bragði mætti ætla. Verkefni þessa 'flokksþings er því ekki sköpun nýrrar stefnu, heldur skoðun, skýring og endurmat þeirrar stefnu, sem Framsóknarmenn hafa fylgt og boðað að undanförnu. Það liggur ljóst fyrir hver sú stefna hefur vcrið og er, bæði í grundvallaratriðum og í tíma- bundnum viðfangsefnum. En hér á flokksþinginu á hún að ganga í gegnum hi-einsunar- eld. Eftir þá eldskírn á hún að bergmála um byggðir þessa lands og verða sú undirstaða, sem starf Framsóknarflokksins á næsta kjörtímabili byggist á. Grundvallarstefnan Framsóknarflokkurinn á sér sína grundvallarstefnu. Hann hefur ákveðnar hugsjónir og stefnumið að leiðarljósi. Þau meginmarkmið breytast í sjálfu sér ekki, lieldur standa stöðug í straumi tímans. Þau eru hinn rauði þráður, sem ekkert flokksþing má slíta. En vitaskuld verður að útfæra grundvallarreglurnar í sam- ræmi við breyttar þjóðfélags- aðstæður og þarfir á hverjum tíma. Starfsaðferðir og úrræði breytast að fenginni reynslu og í samræmi við breytta tíma og nýjar þarfir. Það er hlut- verk hvers flokksþings að end- urskoða stefnuskrá flokksins og færa hana í þann búning, sem þeim tíma hæfir. Flokks- þing verður og að marka af- stöðu til þeirra mála, sem efst eru á baugi hverju sinni, en það gerir þingið á grundvelli þeirrar hugsjónastefnu, sem flokkurinn hefur frá öndverðu haft að leiðarljósi. Kjarninn Ég skal nefna nokkra grunn- tóna þeirrar hugsjónastefnu. Ég nefni lýðræði, frelsi, fram- för, félagshyggju, samvinnu, þekkingu, vinnu, öryggi, jafn- rétti, manngildi, og tru á land og þjóð. Þessi orð vil ég kalla lykilorð Framsóknarstefnunnar. Þau eru hvert um sig mikillar merkingar. En samofin og sam ræmd hvert öðru mynda þau þá hugsjónastefnu, sem er hvort tveggja í senn, bakgrunn ur Framsóknarflokksins og átta viti hans á hverri tíð. Þessi einkunnarorð vísa veginn til þess þjóðfélags, sem Framsókn armenn vilja stefna að. Ég get ekki í stuttu máli dregið upp af því gleggri mynd en Ey- steinn Jónsson, fyrrverandi for maður flokksins hefur gert. Hann hefur sagt: „Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á íslandi sannkall- að frjálst lýðræðis- og menn- ingarþjóðfélag efnalegra sjálf stæðra manna, sem leysa sam- eiginleg verkefni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félags- hyggju. Þjóðfélag, þar sem manngildið er metið meira en auðgildið, og vinnan, þekking- in og framtakið er sett ofar og látið vega meira en auð- dýrkun og fésýsla". Þessi skilgreining er enn í fullu gildi. Hún er auðvitað ekki tæmandi, en hún felur í sér kjarna grundvallarstefn- unnar. Jafnrétti og jafnvægi f henni felst, að Framsókn- arflokkurinn vill umfram allt varðveita stjórnarfarslegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Hann vill ísland fyrir fslendinga. Hann vill vinna að efnalegu sjálf- stæði þjóðar og þegna. Hann ÓLAFUR JÓHANNESSON, formaSur Framsóknarflokksins, flytur ræðu slna vill, að þjóðfélagið sé byggt á lýðræðislegum grundvelli, ekki aðeins í orði heldur og á borði. í því felst ekki aðeins krafa um almennan kosningarétt, heldur og andlegt frelsi, full- komið tjáningarfrelsi og óhjá- kvæmilegan grundvöll þess. Hann vill, að í þjóðfélaginu ríki réttaröryggi, atvinnuöryggi og félagslegt öryggi. Hann vill leysa efnahagsleg vandamál á grundvelli samvinnu, félags- hyggju og skipulagsstefnu. Framsóknarflokkurinn telur nauðsynlegt, að hugkvæmni og heilbrigt einstaklingsframtak fái notið sín. Hann vill stuðla að jafnrétti og jafnvægi í þjóð félaginu, bæði á milli einstak- linga, kynja, atvinnustétta og byggðarlaga. Framsóknarflokk- urinn vill skipa vinnunni, jafnt líkamlegri sem andlegri iðju, í öndvegi. Fjátmagnið á að vera þjónn en ekki herra. Stjórn atvinnufyrirtækja á ekki eingöngu að vera í hönd- um fjármagnseigenda, heldur eiga og starfsmenn þeir, sem við þau vinna, að hafa þar hönd í bagga. Framsóknarflokk urinn viðurkennir, að mcrgi iifa ekki af brauði einu saman, að mennt er máttur, að þekk- ingin er dýrmætasta eignin. Hann tekur af lieilum hug und- ir orð Jónasar Hallgrímssonar: „Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð“. Þetta eru nokkur almenn grundvallaratriði Framsóknar- stefnunar. Vísvitandi blekking Því heyrist stundum fleygt, og þá auðvitað fyrst og fremst af andstæðingum, að grundvall arstefna Framsóknarflokksíns sé ekki nægilega skýr — að hugmyndafræðileg undirstaða lians sé ekki nægilega traust. Það er mikill misskilningur og reyndar í mörgum tilfellum ekekrt annað en vísvitandi blekking. Þjóðfélagsstefna Framsóknarflokksins er ein- mitt fastmótuð og skýr, og hef- ur þær hugsiónir og stefnumið. sem hér liefur verið drepið á. að hornsteinum. Ég held, að þeir, sem athuga sögu Fram- sóknarflokksins, allt frá önd- verðu og fram á þennan dag, verði ekki í neinum vandræð- um með að greina þar sam- hengi og samræmi — sam- fellda og greinilega grundvall- arstefnu. Ég held, að starf og úrræði Framsóknarflokksins á hverjum tíma beri skyldleikan- um við grundvallarstefnuna óyggjandi vitni. Þetta mætti rekja með mörgum dæmum, ef tími og aðstaða væri tiL Engir bókstafs- trúarmenn Hitt er rétt, að Framsóknar- flokkurinn hefur aldrei kreddu bundinn verið. Hann hefur jafn an leitað þeirra úrræða, sem bezt hentuðu hverju sinni, mið- að við allar aðstæður, án þess þó að missa sjónir á grund- vallarmarkmiðunum. Framsókn armenn viðurkenna að ný vandamál geta krafizt nýrra viðbragða og úrræða, sem eng- um fyrirfram ákveðnum lög- málum geta lotið. Framsóknar- menn hafa ekki trú á neinum algildum formúlum eða patent- lausnum til úrlausnar á hverj- um þjóðfélagsvanda. Það er al- kunna, að Framsóknarflokkur- inn styðst ekki við nein erlend kenningakerfi og hafnar öllum alþjóðlegum ismum, hverju nafni sem nefnast. Framsóknar menn eru því ekki neinir bók- stafstrúarmenn. Ég hefi nefnt hér nokkrar hugsjónir, sem Framsóknar- flokkurinn byggir starf sitt og stefnu á. Þær hafa verið, eru og eiga að vera okkur leiðar stjörnur. Þær mega aldrei gleymast. Á þær má aldrei falla skuggi. Kosningastefnuskrá og starfsáætlun En þegar spurt er um það x dag, hvað Framsóknarflokk- urinn vilji, og í því sambandi skírskotað til flokksþingsins, þá er ekki fyrst og fremst átt við grundvallarstefnuna eða þær hugsjónir, sem hún er reist á. Þær eru svo sjálfsagð- ar og óumdeildar hér inn- an flokks, að ég hygg, að þær verði hér naumast mikið um- ræðuefni. Nei, spurningin varð ar fyrst og fremst þau málefni eða þá málaflokka, sem efst eru á baugi um þessar mundir, og ætla má, að verði aðalvið- fangsefnin á næsta kjörtíma- bili. Að þeim beinist athyglin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.