Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 18. aprfl 1971
TIMINN
;
19
um rökstudda ástæðu til
hjartsýni. /
Stjórn og stjórnar-
andstaða
En falli stjórnin, fara menn
að bollaleggja um það, hvað
við taki, hvernig stjórn komi
f staðinn, og hvort Fram-
sóknarflokkurinn muni eiga
hlut að nýrri stjórn. Slíkar
bollaleggingar eru í sjálfu sér
skiljanlegar, en eru þó varla
tímabærar í alvöru að mínum
dómi á þessu stigi. Fyrst er að
sjá kosningaúrslitin. Frá mín-
um bæjardyrum séð er aðal-
atriðið það, að Framsókn-
arfl. vinni á í þessum kosn-
ingum og bæti við sig þingsæt-
um og að við þannig vinnum
okkar stefnu aukið fylgi. Að
því eigum við að einbeita
kröftum okkar. Mér finnst, að
aðaltakmark okkar eigi að vera
það, að gera Framsóknarflokk-
inn að stærsta flokki á íslandi.
Mér finnst mest um vert, að í
þessum kosningum náist veru-
legur áfangi að því, við skul-
um segja, langtímamarki. Við
megum í þessum efnum ekki
aðeins horfa til næstu vega-
móta, heldur lengra fram á
veginn. Það er í mínum aug-
um ekkert sáluhjálparatriði,
hvort Framsóknarflokkurinn á
aðild að næstu ríkisstjórn eða
verður áfram í stjórnarand-
stöðu. Ég tel hlutverk stjórnar-
andstöðu í sjálfu sér engu
minna en ríkisstjómar. f lýð-
ræðislandi er stjórnarandstaða
engu ónauðsynlegri en stjórn.
Raunverulegu lýðræðisskipu-
lagi verður ekki haldið uppi án
stjórnarandstöðu. Það er auð-
vitað hættuleg villukenning,
að stjómarandstaða sé áhrifa-
laus.
Hitt er annað mál, að það
getur ekki verið markmið neins
stjórnmálaflokks að vera í
stjómarandstöðu. Markmið
hvers flokks hlýtur auðvitað
að vera að ná meiri hluta til
þess að geta framkvæmt þá
stefnu, sem hann boðar. í því
efni er Framsóknarflokkurinn
engin undantekning. En vinni
Framsóknarflokkurinn veru-
lega á, þá munu dyr standa
opnar. Þess vegna á að ein-
beita sér nú að því að auka
fylgi flokksins. Það er merg-
ur málsins. Það getur aldrei
stýrt góðri lukku í kosninga-
baráttu, að hugsun manna
snýst eingöngu um möguleika
á samstarfi við aðra flokka.
Málefni eiga aS ráða
Ef úrslit kosninganna verða
þau, sem ég vil ekki efast um,
að stjórnaflokkarnir missi
meirihluta sinn, kemur það til
skoðunar þá, hvort skilyrði eru
til þess, að Framsóknarflokk-
urinn eigi hlut að ríkisstjórn.
Þar um eiga málefni að ráða,
þ.e.a.s. hvort eða að hve miklu
leyti hann fær komið stefnu
sinni í framkvæmd. Hann hlýt-
ur að öðru jöfnu að eiga sam-
starf við þann eða þá, sem
lengst ganga til móts við hana.
Auðvitað hafa menn fyrir
fram sínar skoðanir á því
hverjir flokkar séu líklegastir
til þess. Persónuleg viðhoi'f
einstakra Framsóknarmanna
til annarra flokka geta verið
mismunandi. Það er ekkert
óeðlilegt. En hér er það flokks
þingið, sem verður að leggja
línur, og þess ákvörðun verða
þeir allir að hlíta, sem starfa
fyrir flokkinn og koma fram í
hans nafni.
Áróður andstæðinga
Andstæðingar Framsóknar-
manna gera sér um þessar
mundir tíðrætt um klofning í
Framsóknarflokknum. Það er
þeirra draumur, sem sumpart á
rætur í eigin heimilisböli. Það
mun sjást á þessu flokksþingi,
hvort þessi óskadraumur and-
stæðinganna rætist. Ég hygg, að
þeir eigi eftir að vakna upp við
vondan draum. Ég hygg, að þeir
eigi eftir að verða fyrir sárum
vonbrigðum að þessu leyti. Ég
held, að það eigi eftir að koma
í ljós á þessu flokksþingi, að
Framsóknarflokkurinn hefur
sjaldan verið samhentari og sam
stilltari en einmitt nú. Mér er
ekki kunnugt um neinn klofn-
ing eða klofningsstarfsemi í
Framsóknarflokknum. Hitt er
annað mál, að menn geta haft
þar skiptar skoðanir á einstök-
um mönnum og málefnum. Svo
hlýtur jafnan að vera í stórum
flokki. Við því er ekkert að
segja. Það ríkir ekki og á ekki
að ríkja nein skoðanakúgun í
Framsóknarflokknum. Ég vil,
að þar ríki umburðarlyndi gagn-
vart sérskoðunum og afbrigði-
legum viðhorfum í einstökum
málum. Flokkurinn á í raun og
veru að vera víðsýnn í þeim
skilningi. Þar á raunverulega að
vera hátt til lofts og vítt til
veggja. Hver einstaklingur á að
geta verið hann sjálfur. Úr
ágreiningsefnum verður að
leysa eftir lýðræðislegum leik-
reglum og þannig fenginni úr-
lausn verða menn að hlíta. Og
það eru málefnin sem eiga að
ráða en ekki tillit til einstakra
manna eða persónulegur metn-
aður. Þannig verða flokksleg
vinnubrögð að vera. Lýðræðis-
legur flokkur getur ekki starfað
á öðrum grundvelli.
Viðræður SUF og
Hannibals
Klofningsdraumar öfundar-
manna okkar virðast einkum
bundnir við viðræður þær, sem
stjóm SUF hefur átt við Sam-
tök frjálslyndra og vinstri
manna, og til var stofnað að
beiðni þeirra síðarnefndu. Um
bær má það segja, að það hefur
aldrei þótt kurteisi á íslandi að
neita að tala við menn, þegar
eftir var óskað, og má líta á
viðbrögð SUF stjórnarinnar í
því Ijósi. Ég efast eigi um, að
hún hafi gengið til þessara við-
ræðna í þeirri trú, að hún væri
að vinna Framsóknarstefnunni
gagn. Þeim hefur áreiðanlega
aldrei dottið í hug að segja sig
úr lögum við Framsóknarflokk-
inn. Allar klofningshugmyndir í
þessu sambandi eru því r’-kert
annað en óskhyggja og tálvonir
andstæðinganna.
Viðræður SUF
við Hannihal
voru mistök
Hitt er ekkert launungarmál,
að ég persónulega hefði kosið,
að þessar viðræður hefðu aldrei
átt sér stað. Ég óttaðist, að þær
myndu valda misskilningi og
verða rangtúlkaðar. 1 mínum
augum var þetta viðræðutilfcoð
Hannibalista af sama toga spunn
ið og vinstri viðræður
Gylfa Þ. Gíslasonar, þ. e. tafl-
mennska og tilraun til að slá
ryki í augu saklausra manna.
Þess vegna voru viðræðumar
mistök 'að mínum dómi. Þar með
er ekki sagt, áð skaði sé skeður,
ef úlfaldi er ekki gerður úr mý-
flugu og rétt er á haldið.
Ég taldi óhjákvæmilegt að
minnast aðeins á þetta mál, en
skal ekki ræða það frekar nema
tilefni gefist til síðar.
Nokkur festa er
nauSsynleg
Stjórnmálaflokkar eru fyrst
og fremst baráttutæki manna
með skyldar skoðanir. En stjóm
málaflokkar era annað og meira.
Þeir eru ómissandi hlekkur í
okkar stjórnkerfi. Án skipulags-
bundinna stjórnmálasamtaka,
sem skiptast á um að fara með
stjórn og vera í stjórnarand-
stöðu, verður lýðræðislegu
stjórnkerfi varla uppi haldið.
Það má því segja, að stjórnmála-
flokkar séu hyrningarsteinar
okkar stjórnskipulags. Þess
vegna fer bezt á því, að í stjóm-
málaflokkum sé nokkur festa.
Það er farsælla en rótleysi og
umhleypingar. En festa og stöðn
un er sitthvað. f stjórnmála-
flokki, sem lengi vill lifa, má
aldrei verða stöðnun, hvorki í
hugsun né framkvæmd. Hann
verður jafnan að vera opinn
fyrir nýjum straumum og fersk-
um hugmyndum. Sú vísa verður
aldrei of oft kveðin.
Örlagarík barátta
Það er mikil og örlagarik
barátta framundan, ekki aðeins
fyrir flokkinn, heldur einnig
fyrir þjóðina. Við Framsóknar-
menn göngum til þeirrar bar-
áttu öruggir og í sóknarhug.
Á þessu flokksþingi fylkjum
við liði og hefjum merki okkar
á loft. Hér hefjum við sóknina.
Við skulum ganga til átakanna
sameinaðir og með einum vilja
— sigurvilja. Efinn er upphaf
undanhaldsins. Úrtölur eru sáð
korn að ósigri. En við þurfum
ekkert að efast. Við munum
sigra. Málstaður, vilji og vinna
er sú þrenning, sem mun færa
okkur sigur.
Ég las fyrir löngu sögu
eða ævintýri, eftir norska skáld
ið Björnstierne Björnson. Mig
minnir, að það væri eitthvað
á þessa lund: Einiviðurinn
sagði við furu og björk. Eigum
við ekki að klæða fjallið. Jú
þær vora til í það. Og þau
gerðu félag við lyngið og svo
héldu þau af stað upp fjallið.
Þau klifu upp gróðurlausa urð
ina, litu ekki til baka, sneru
ekki við, heldur héldu stöðugt
hærra og hærra. Þau létu eng-
in skakkaföll á sig fá, hvert
studdi annað. Og þannig héldu
þau áfram, unz þau vora kom-
in alla leið upp á fjallið —
upp á hæsta tindinn. Þannig
var markinu náð. Þannig var
fjallið klætt. Þannig var ógró-
inni urð breytt í gróðurbelti
margvíslegra gróðurtegunda,
sem nutu skjóls og stuðnings
hver frá annarri.
Þannig eru afrek
unnin
Þannig vinnast sigrar með
samvinnu, samstöðu, þraut-
seigiu og þolgæði. Þannig eru
afrek unnin. Þannig á að bæta
og græða, sækja fram og halda
hærra. Þetta litla ævintýri
flytur okkui- boðskap sam-
vinnu og félagsstarfs. Það er
eins og táknrænt fyrir stefnu-
kjarna okkar Framsóknar-
manná. Gæti jafnvel verið eins
konar trúarjátning okkar. í
samræmi við hana skulum við
lifa og starfa. Og sá á að vera
boðskapur okkar Framsóknar-
manna til þjóðarinnar.
llili!
Frá hátíðarfundinum í Háskólabíói á röstudaaskvöid.
jk