Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 4
16 SUNNUDAGUR 18. apríl 1971 TÍMINN áttu ríkan þátt í a'ð móta. En því hefi ég fjölyrt svo um þetta mál, að það verður að mínum dómi mál málanna í kosningun- um og á næsta kjörtímabili. Landhelgismálið er landamæra mál íslands. En það vil ég taka fram, að þó að okkar stefna verði ofan á í kosningunum, má enginn ætla, að sigur í land landhelgismálinu verði auðunn inn. Fjármál ríkisins Þriðji málaflokkurinn, sem ég nefndi, voru fjármál ríkis- Filters /tJei/imicf ekkl %(í um OÍÍUSI6TI BILABUÐ ÁRIVIÚLA Nú er kominn tími til að athuga höggdeyfana fyrir vorið og sumarið MONI Chevrolet Chevelle Bronco International Scout Taunus 17 M (aftan) Hillman Imp. Benz fólksbifr. Benz, vörubifr. N.S.U. Prins 1000 Fiat Moskvitch Opel Cadet Opel Caravan Opel Record STILLANLEGIR höggdeyfar sem hægt er að gera við, ef þeir bila. — Nýkomnir KONI höggdeyf- ar í eftirtalda bíla: Opel Kapitan Rambler American Rambler Classic Renault Skoda Octavia Skoda 1000 M. B. Toyota Crown Toyota Corona Toyota Corolla Toyota Landcrueier Vauxhall Victor Vauxhall Viva Volvo, fólksbifr. Willis jeep Útvegum með tiltölulega stuttum fyrirvara KONl-höggdeyfa í hvaða bíl sem er. KONI-höggdeyfarnir eru í sér gæðaflokki og end- ast ótrúlega vel. Þeir eru einu höggdeyfarnir. sem seldir eru á tslandi með ábyrgð og hafa tilheyrandi viðgerða- og varahlutaþiónustu. KONI-höggdeyfar endast, endast og endast. SMYRILL - Ármúla 7 - Sími 84450 ins. Það eru mikilvæg mál, sem draga langan slóða, setja í rauninni svip á allt efnahags- og viðskiptalíf í landinu og snerta svo að segja allar taug- ar þjóðarlíkamans. Það er al- kunna, hversu útgjöld ríkisins hafa vaxið með ári hverju t.d. s.l. 5 ár að meðaltali um einn milljarð á ári eða rúmlega það að ég ætla. Fjárlög þessa árs slá svo öll fyrri met, eins og kunnugt er. Þau eru uppá hvorki meira né mi::::a en ellefu og hálfan milljarð og hafa hækkað frá fjárlögum síð asta árs um þrjá milljarða. Sam tímis hafa fjárveitingar til verk legra framkvæmda farið hlut- fallslega minnkandi, svo að þær hafa í æ ríkari mæli verið unnar fyrir lánsfé og gegn víxl um á framtíðina. Sparnaður virðist bannorð. Dæmið er allt af sett upp þannig, hvernig unnt sé að’klófesta einhverja tekjupósta til að jafna metin. Aldrei má ráðast á útgjalda- hliðina. Aldrei er festa til að setja hnefann í borðið og segja hingað og ekki lengra. Skulda söfnunin við útlönd hefur ver- ið geigvænleg, og er nú svo komið að afborganir og vextir erlendra skulda, eta upp um það bil 15% af árlegum gjaldeyris tekjum. Útþenslu- og eyðslustefna útgjöldum en beina meira fjármagni til verklegra fram- kvæmda. Það verður mjög að draga úr þeim neyzlusköttum, sem nú eru helzta tekjulindin. Á móti verður að lækka ýmsa útgjaldaliði. Það verður að leið rétta skattstiga og persónufrá- drátt. Það verður að bæta skatt framkvæmdina, þannig að menn þurfi ekki að horfa upp á skattsvik^ra sem daglega auglýsa sig með hóflausu líf- erni eins og nú er. Skuldasöfn un við útlönd verður að tak- marka frá því sem nú er. Það er ekki til lengdar hægt að búa við það ástand, að vextir og afborganir erlendra lána eti upp stóran hluta þjóðartekn anna. Það þarf enginn að ætla, að ný stefna í þessum málum verði framkvæmd við óskiptar vinsældir. Hún mun koma við marga. Það er bezt að segja það hreint út fyrirfram. Skagfirzkur efnabóndi var eitt sinn að því spurður, hvern ig hann hefði farið að því að verða ríkur. Hann svaraði: ,,Það skal ég scgja þér góði. Ég eyddi aldrei á neinu ári öllu því, sem ég aflaði". Þetta þykir sjálfsagt fánýt hagfræði nú á tímum. En ég held nú samt, að þetta sé enn þann dag í dag undirstaða heilbrigðs fjármálalegs sjálfstæðis. Verðbólgan í stórfelldri söluskattshækkun og útjöínun innflutningsgjalda, og er nú svo komið, að almenn ur söluskattur er orðinn lang- samlega hæsti tekpupóstur rík- issjóðs. Því sporðrennir for- maður Alþýðuflokksins, við- skiptamálaráðherra, með brosi á vör og án þess að blána, enda þótt hann kallaði skatt þenna á sinni tíð ranglátasta skatt, sem til væri, og lýsti honum af alkunnri málsnilld með mörg um álíka lýsingarorðuip. Skatta kerfið er orðið hreinasti myrk- viður. Hafa fróðir menn talið upp hálfan þriðja tug ríkis- sjóðsskat.ta. f síðasta skatta- frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem nýlega var afgreitt, virt- ist aðaláhugamálið vera að hlynna að hlutafjáreigendum, en lagfæringar á sköttum ál- mennings voru að mestu látn- ar lönd og leið. Ég efast ekki um, að fjár- málaráðherra hafi viljað stjórna þesum málum betur en raun ber vitni. En hann hefur ekki ráðið ferðinni. Þar hefur einhver sterkari setið í aftur- sætinu og gripið í stýrið. Auð- vitað er miklu af fjármunum ríkisins varið til gagnlegra hluta. en mikið fer lika í súg- inn. En hvernig sem því er varið, þá eru takmörk fyrir því, hve diúpt er hægt að fara í vasa skattþegnanna. Stefnubreyting Við Framsóknarmenn teljum að í þessum efnum verði alger stefnubreyting að eiga sér stað, annars vegar til þess að hamla gegn taumlausri útþenslu rík- iskerfisins og útgjalda við það og hins vegar á tekjuöflun rík- isins. Það verður að gæta meira hófs í beinum rekstrar- gýg, ef ekki tækist að stöðva verðbólgttna. Efndirnar hafa orðið þær, að verðbólgan hef- ur aldrei tekið önnur eins risa- skref og á síðasta áratug. Verð- hækkanir á ýmsum nauðsynj um eru þar órækasta sönnun- in. Þar um geta mcnn dæmt af eigin raun. Miklu um dýrtíðar- vöxtinn valda auðvitað fjórar gengisfellingar viðreisnar- stjórnarinnar. Þær hafa haft sömu áhrif á verðbólguna og ljótur munnsöfnuður hafði á púkann á fjósbitanum í Odda forðum. En öðrum læt ég eftir allar bollaleggingar um það, hvort gengisfellingar eigi frem ur að telja orsök eða afleið- ingu verðbólgu. Dýrtíðarráð- stafanir rikisstjórnarinnar hafa alltaf minnt á skottulækningar, og árangurinn hcfur orðið eftir því. Frægust ér kosningaverð- stöðvunin 1967. Hún átti að leysa vandann. eftir því sem talsmenn stjórnarinnar sögðu. Við sögðum, að hún væri blekK ing, byggð á fölskum forsend- um. gerð til þess eins að leyna vandanum og skióta honum á frest. Við reyndumst sannspáir. Kosningavíxillinn féll í nóvem ber. Þá var genglð fellt. Nýr verðstöðvunar- leikur Og enn á að leika sama leik- inn. Verðslöðvun er ákveðin á elleftu stundu og fram á næsta haust, vandanum skotiö á frest fram yfir kosningar, en í leið inni klipið af samningsbundn- um kjarabótum. Nú er þó sá munur á og 1967, að stjórnar- menn dirfast eigi að halda því fram nú eins og þá, að vandinn sé leystur. Nú viðurkenna þeir, að vandanum sé skotið á frest. Hins vegar deila menn um það, Jafnframt utþenslu og Næst er þaS verðbólgan. _ eyðslustefnunm hefur svo ver stö8vuil verðbólgu var viðroisn ið þekin upp su skattastcfna _ loforS númer eitt. Á það var að na sem mestu nf rikistek)- uigS ^ áher7Ía. ,að sagt var. ^zlus ° -al-lt annaTKværi unnið fyrir 'ser m.a, - , hve vandinn sé stór. Talsmenn stjórnarinnar gera velflestir sem minnst úr vandanum. f þeirra hópi er aðalbankastjóri Seðlabankans. Hann segir: „Engin ástæða er til þess að ætla, að vandamálin reynist í haust eins erfið og margir vilja nú vera láta“. Þar er þó færasti og virtasti hagfræðing- ur stjórnarliðsins, Ólafur Björnsson, prófessor, á annarri skoðun. Hann hefur hreinskiln- islega sagt, að það væri hroil vekja að hugsa til haustdaga \ 1971, eftir að verðstöðvun lykL Það þarf víst enginn að vera [ í vafa um, hvað við tekur í haust, ef stjórnarliðið heldur velli. Þar má draga lærdóma af reynslunnL Ekki er ollum eins leitt og þeir láta Flestir hallmæla verðbólgu með vörunum, en ýmsum er áreiðanlega ekki eins leitt og og þeir láta. Það tapa nefnilega ekkí allir á verðbólgu. Þau eru enn í gildi ummæli forustu- manns Alþýðuflokksins, er hann sagði að dýrtíðin gerði hina ríku ríkari og þá fátæku fátækari. En aðalatriðið er að það er útilokað að halda uppi heilbrigðu efnahagsiífi, traust- um framleiðsluatvinnuvegum og skynsamlegri fjármálastjóm í slíku verðbólguþjóðfiélagi og hér hefur verið. Við Framsóknarmenn viður- kennum að verðbólgan er erfið viðfangs. Við teljum hana hins vegar ekkert óviðráðanlegt nátt úrufyrirbæri. Hún á m.a. ræt- ur að rekja til rangrar efna- hagsstefnu, þó að sitthvað fleira komi til. Við játum, að verðbólgu sé ekki hægt að lækna með einu pennastriki. Það hefur aidrei verið hægt. Við viljum veita óðaverðbólgu viðnám með margvíslegum samvirkum ráðstöfunum. Við viljum líta á reynsluna og at- huga hvaða úrræði hafa gefizt bezt til að hafa hemil á verð- .bólgunni. Það er t.d. fróðlegt að bera saman verðbólguvöxt- inn á viðreisnartímabilinu og á næsta áratug á undan. Á ár- unum 1950 til 1960, þegar Framsóknarflokkurinn átti lengst af aðild að ríkisstjórn, hækkaði vísitala vöru og þjón- ustu samtals um 123%, en á sjöunda áratugnum, viðreisn- artímanum, hækkaði þessi vísi- tala um hvorki meira né minna en 250%, og er þó sú tala miðuð við ágúst 1970, svo að eitthvað mun nú hafa bætzt við til áramóta. Þessar tölur segja sína sögu. Þær afsanna þá fals kenningu, sem reynt er að halda að mönnum, að það sé sama hvaða ríkisstjóm sé og hvaða ráðum sé reynt að beita gegn verðbólgu og dýrtíð, allt komi fyrir ekki. Á verðbólgu- og þenslutíma er ströng verð lagsstjórn óhiákvæmileg. Tíma bundin verðstöðvun, bæði al- mennt og á sérstökum sviðum, getur átt fullan rétt á sér og verið nauðsynleg, en þá skipt- ir öllu að hún sé byggð á rétt- um grunni og réttilega sé að henni staðið. Samstaða þeirra sem í alvöru vilja hemja verðbólgu Ég held, að erfitt sé að stöðva verðbólgu algerlega. Ég

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.